Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 6
FJÁRMÁL Peningaleg staða Hafnar- fjarðar er verst af sveitarfélögun- um á höfuðborgarsvæðinu. Hún var neikvæð um 446 þúsund krón- ur á hvern íbúa eða 199% af skatt- tekjum í árslok 2001. Skuldir á hvern íbúa hækka um 173 þúsund krónur ef einkaframkvæmda- samningar eru færðir til skulda og verða 619 þúsund krónur. Þetta kemur fram í skýrslu um samanburð á fjárhagsstöðu sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem lögð var fram í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær. Fjárhags- staða eftirtalinna sveitarfélaga var könnuð: Hafnarfjarðar, Reykjavíkur, Kópavogs, Garða- bæjar, Mosfellsbæjar og Reykja- nesbæjar. Í skýrslunni kemur fram að skuldafærsla einkaframkvæmda- samninga hjá Hafnarfjarðarbæ hefði þau áhrif að sveitarfélagið fengi falleinkunn hjá eftirlits- nefnd um fjármál sveitarfélaga í árslok 2001 og 2002. Núvirði þess- ara samninga á verðlagi í október 2002 er 3,5 til 4,1 milljarðar króna samanborið við 3,1 milljarð króna í ársreikningi 2001 á sama verð- lagi. Árleg leigugreiðsla vegna einkaframkvæmdasamninganna er um 315 milljónir króna. Samanburðarsveitarfélögin hafa ekki fjármagnað fram- kvæmdir sínar með einkafram- kvæmdasamningum á sama hátt og Hafnarfjarðarbær, heldur með afgangi frá rekstri og lántökum. Við gerð fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðarbæjar fyrir kom- andi ár, sem nú stendur yfir, er stefnt að allt að 300 milljóna króna sparnaði í rekstri bæjarins. Þá munu frekari hagræðing og sparnaður verða höfð að leiðar- ljósi við gerð næstu langtímafjár- hagsáætlunar bæjarins. trausti@frettabladid.is 6 8. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 86.98 -0.22% Sterlingspund 136.19 0.23% Dönsk króna 11.74 0.42% Evra 87.21 0.38% Gengisvístala krónu 130,38 0,23% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 265 Velta 7.153 milljónir ICEX-15 1.308 -0,64% MESTU VIÐSKIPTI Hraðfrystih-Gunnvör hf. 195.899.000 Skeljungur hf. 64.727.570 Pharmaco hf. 63.224.936 MESTA HÆKKUN Baugur Group hf. 4,17% Kögun hf. 2,22% Opin kerfi hf. 1,10% MESTA LÆKKUN Frumherji hf. -6,15% Skýrr hf. -5,45% Vátryggingafélag Íslands hf. -2,95% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8625,1 -1,70% Nsdaq*: 1383,3 -2,50% FTSE: 4083,4 -0,50% DAX: 3376,7 0,80% Nikkei: 8920,4 -0,40% S&P*: 909,5 -1,60% VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 30 1. 2. 3. Landsvirkjun og áreiðanleiki um- hverfismats vegna Þjórsárvera hafa verið mikið í umræðunni. Hver er stjórnarformaður Landsvirkjunar? Yngri bróðir George W. Bush Bandaríkjaforseta var endurkjörinn sem ríkisstjóri. Hvar er hann ríkis- stjóri? Spenna vegna prófkjöra fer vax- andi. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá kjörkassa, í prófkjöri Sjálfstæð- ismanna í Norðvesturkjördæmi, sem var úti í bæ. Hvar var þetta? ALÞINGI Það eru engin vandkvæði sem koma í veg fyrir að hægt sé að innleiða tilskipun Evrópu- sambandsins um innri markað raforku, sagði Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra í fyrir- spurnartíma á Alþingi. Ef þing- menn héldu að svo væri þá væri ástæðan sú að þeir hefðu ekki kynnt sér málið nógu vel. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, gagnrýndi að íslensk stjórnvöld hefðu ekki beitt sér fyrir því að Ísland fengi undanþágu frá til- skipun sem tæki ekkert mið af íslenskum aðstæðum. Meðan nokkrar undanþáguþjóðir hefðu barist af krafti fyrir því að fá undanþágu hefðu íslensk stjórn- völd hlustað auðmjúk á skýring- ar fulltrúa ESB og ekkert gert í málinu. Valgerður sagði að Orku- stofnun hefði komist að þeirri niðurstöðu að engin vandkvæði væru á því að taka upp tilskip- unina. Því væri ekki forsenda fyrir tilskipun. Kosturinn væri að gegnsærra kerfi tæki við af því gamla. „Hver veit í dag hvernig raforkuverð verður til? Það veit ekki nokkur maður.“  VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Frumvarp um gildistöku tilskipunarinnar hefur ekki litið dagsins ljós. Ráðherra von- ast til að leggja það fljótlega fram. Breytt raforkukerfi horfir til framfara, segir iðnaðarráðherra: Vankunnátta ræður andstöðu manna BORGARMÁL Borgarlögmaður hefur lagt til við borgaryfirvöld að vín- veitingaleyfi veitingastaðarins Sirkus á Klapparstíg verði ekki endurnýjað. Lögreglan hefur þrettán sinnum gert athugasemdir við rekstur staðarins frá því í maí í fyrra. Borgarráð fékk málið til umfjöllunar í fyrradag en frestaði afgreiðslu þess. Lögreglan gerði sjö sinnum at- hugasemdir við að fjöldi gesta væri yfir leyfilegu hámarki. Í fjór- um tilvikum voru unglingar undir 18 ára aldri á staðnum eftir kl. 20 og í tveimur tilvikum fóru áfengis- veitingar fram eftir að heimiluð- um veitingatíma áfengis var lokið. Í júní var vínveitingaleyfi um- sækjanda endurnýjað til 1. sept- ember með því skilyrði að forráða- menn staðarins bættu úr þeim ágöllum sem verið höfðu á rekstr- inum. Á þessum þremur mánuðum voru reglur hins vegar brotnar þrisvar sinnum.  SIRKUS Borgarlögmaður leggur til að vínveitingaleyfi verði ekki veitt. Veitingastaðurinn Sirkus: Ekkert leyfi? Reykjanesbær: Stytta af Hljómum felld UMHVERFISMÁL Meirihluti sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur fellt til- lögu framsóknarmanna um að reist verði stytta af hljómsveit- inni Hljómum í bænum. Hug- myndin var að reisa styttu á áber- andi stað og heiðra þannig nokkra af bestu sonum Keflavíkur. Þrátt fyrir slakar undirtektir eru framsóknarmenn ekki á því að gefast upp og reifa nú hug- myndir þess efnis að meitla andlit félaganna í Hljómum í Keflavík- urbergið þannig að þau blasi við gestum og gangandi þegar bergið er lýst upp. Verður tekist á um þá tillögu síðar í bæjarstjórninni.  RUNÓLFUR ÁGÚSTSSON Hagmunir skólans ráða - ekki ráðherrans. Málstofa á Bifröst: Skyldumæt- ing hjá Sturlu STJÓRNMÁL Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra var gestur á mál- stofu í Viðskipaháskólanum í Bif- röst í gær. Fylgdi Sturla þar í fót- spor annarra frambjóðenda í próf- kjöri sjálfstæðismanna í norðvest- urkjördæmi sem heimsótt hafa nemendur í Bifröst og haldið með þeim fundi. Málstofan með ráð- herranum var þó frábrugðin fund- um hinna því þar var skyldumæt- ing nemenda: „Við erum með átta málstofur á hverju misseri og er nemendum gert skylt að mæta á fimm þeirra,“ segir Runólfur Ágústsson, rektor Viðskipaháskólans. „Við höfum leitast við að fá menn sem standa í sviðsljósi hvers tíma til að mæta á þessar málstofur og það á við um Sturlu. Við viljum fá svona menn,“ segir hann. Runólfur ítrekar að það séu hagsmunir skólans sem ráði því hverjir mæti í málstofuna en ekki hagsmunir ráðherrans, sem nú stendur í prófkjörsbaráttu.  Hafnfirðingar skulda mest Hver Hafnfirðingur skuldar 446 þúsund krónur en 619 þúsund þegar samningar vegna einkaframkvæmda eru færðir til skuldar. Bærinn fengi falleinkunn hjá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Stefnt að 300 milljóna króna sparnaði. Hagkaup: Vaskinn af barnafötum FATNAÐUR Barnaföt í Hagkaup verða seld í dag og á morgun eins og þau beri ekki virðis- aukskatt. Fyrirtækið segist fagna þingsályktunartillögu Páls Magnússonar þingmanns um afnám virðisaukaskatts af barnafötum. Víða erlendis er lægri eða enginn virðisauka- skattur lagður á barnafatnað og hafa verslanir í þeim löndum því samkeppnisforskot á ís- lenskar verslanir. „Að sjálfsögðu fær ríkissjóð- ur sinn virðisaukaskatt af þess- ari sölu. Verðlækkunin er alfar- ið á kostnað Hagkaupa,“ segir Finnur Árnason hjá Hagkaup- um.  HAFNARFJARÐARBÆR Í skýrslu sem var lögð fram í bæjarráði í gær, kemur fram að skuldafærsla einkafram- kvæmdasamninga hjá Hafnarfjarðarbæ hefði þau áhrif að sveitarfélagið fengi falleinkunn hjá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga í árslok 2001 og 2002. PENINGALEG STAÐA MEÐ LÍFEYRISSKULDBINDINGUM OG AÐ TEKNU TILLITI TIL GENGISBREYTINGA 30. JÚNÍ 2002 Í þús. króna á íbúa Hlutfall af skatttekjum Hafnarfjörður -446 -199% Kópavogur -232 -103% Reykjanesbær -395 -177% Garðabær -176 -73% Mosfellsbær -388 -183% Reykjavík -214 -91% Heimild: Skýrsla PricewaterhouseCoopers/IBM Business Consulting Services um Mat á fjárhagsstöðu og framkvæmdagetu Hafnarfjarðarbæjar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.