Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 1
TÓNLIST Hverjir eru að meika´ða? bls. 20 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 6. janúar 2003 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 14 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD HÁTÍÐ Jólin verða kvödd með dansi og söng á Þrettándahátíð á Ásvöll- um. Skemmtidagskrá hefst klukkan 19 á svæðinu fyrir framan nýja íþróttahúsið. Í Grafarvogi verður Þrettándagleði sem hefst klukkan 19.30 með blysför frá vélamiðstöð Reykjavíkurborgar við Gylfaflöt. Kveikt verður í þrettándabrenn- unni á Gufunessvæðinu klukkan 20. Skátarnir stjórna fjöldasöng, þar sem álfadrottning og álfakóngur koma fram ásamt barna- og ung- lingakór Grafarvogskirkju. Dag- skránni lýkur með flugeldasýningu. Jólin kvödd MESSA Söfnuður Rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar á Íslandi efnir til jólaguðsþjónustu í Friðriks- kapellu við Valsheimilið. Guðsþjón- ustan hefst laust fyrir miðnætti og stendur til kl. 2.30. Rússneskur prestur, faðir Vladimir Aleks- androv, sem staddur er hér á landi í boði safnaðarins, þjónar fyrir alt- ari. Rússnesk messa FUNDUR Gísli Hrafn Gíslason, mannfræðinemi við Kaupmanna- hafnarháskóla, flytur erindi sem hann nefnir Keypt kynlíf: Úr rann- sókn á dönskum vændiskúnnum. Erindið er byggt á niðurstöðum vettvangsrannsóknar og er haldið á Grand Hótel kl. 8.15. Keypt kynlíf PERSÓNAN Fórnaði læknanáminu MÁNUDAGUR 4. tölublað – 3. árgangur bls. 14 Byggðu á þínum tíma Grafarvogi Vestur í bæ Kópavogi Ármúla ÍÞRÓTTIR Í fótspor föðurins bls. 30 SKOÐANAKÖNNUN Samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar Frétta- blaðsins sem gerð var á laugardag- inn næðu stjórnarflokkarnir ekki þingmeirihluta ef kosið væri í dag. Fylgi Framsóknar- flokksins er komið niður í 10 prósentu- stig og myndi flokkurinn missa sex af tólf þing- mönnum sínum. Sjálfstæðismenn fengu 37,0 prósent fylgi í könnuninni; myndu missa tvo af 26 þingmönnum. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna dygði því ekki fyrir þingmeirihluta . Samkvæmt könnuninni myndi rík- isstjórnin því falla ef kosið yrði í dag. „Ég held að þessar kannanir sýni að það er spennandi kosning- arbarátta fram undan. Fyrir okkur mun hún ekki síst snúast um það hvort við verðum áfram í ríkisstjórn eða ekki. Við erum ekkert svartsýnir um það,“ sagði Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokks- ins. Samfylkingin stóreykur fylgi sitt. Fær nú 39,3 prósent en var með 26,8 prósent í kosn- ingunum 1999 og tæp 32 prósent í þjóðarpúls Gallups frá í desember. Þetta fylgi myndi fjölga þingmönn- um Samfylkingar úr sautján í 25; átta nýir þingmenn til Samfylking- ar. Vinstri grænir fá ívið meira fylgi en í kosningunum eða 11,1 prósent. Þeir fengju því sjö þing- menn í stað sex. Frjálslyndir tapa miðað við kosning- ar; fara úr 4,2 pró- sentum í 2,1 pró- sent og missa ann- an þingmanninn. „Ég gleðst auð- vitað yfir góðu gengi í þessari könnun en tek því með jafnaðargeði,“ sagði Össur Skarp- héðinsson, formað- ur Samfylkingar- innar sem telur niðurstöðurnar sýna að allt geti gerst. Fylgi við ríkisstjórnina mælist nú minna en í þjóðarpúlsi Gallup; fer úr 57 prósentum í 50,6 prósent. Þetta er ívið minni niðursveifla en hjá stjórnarflokkunum samanlagt. 97 prósent stuðn- ingsmanna Sjálf- stæðisflokksins eru fylgjandi ríkis- stjórninni en 81 prósent stuðnings- manna Framsókn- ar. Af þeim sem eru óákveðnir eða svara ekki til um stuðning við ein- stakan flokk eru fylgjendur stjórn- arinnar 52 prósent. Rúm 90 prósent stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri grænna eru ekki fylgjandi ríkisstjórninni. Nánar bls. 2 og 4. Samfylkingin stærri en Sjálfstæðisflokkur Samfylkingin nýtur fylgis 39 prósenta kjósenda en Sjálfstæðisflokkur 37 prósenta. Stjórnarflokk- arnir næðu ekki þingmeirihluta. Stuðningsmenn og andstæðingar ríkisstjórnarinnar jafnmargir. SJÁVARÚTVEGUR Stjórn Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesj- um, hefur samþykkt tillögu Grét- ars Mars Jónssonar, fyrrverandi formanns félagsins, um að fá lög- fræðiálit á bótakröfu skipstjórn- armanna sem hafa tapað atvinnu sinni vegna fiskveiðistjórnunar- kerfisins. Grétar Mar segir að þegar hafi verið leitað eftir óformlegu áliti lögfræðinga og þeir telji að stétt- arfélagið gæti átt bótakröfurétt á hendur ríkinu. Horft sé til þess meðal annars þegar breskir sjó- menn hafi fengið bætur eftir að hafa misst vinnu sína á Íslands- miðum. „Þessi samdráttur sem hefur orðið vegna þessa kerfis hefur leitt til þess að skipstjórar og stýrimenn hafi misst sína vinnu,“ segir Grétar Mar. „Það hafa ekki allir orðið atvinnulausir en menn hafa misst sína vinnu sem skip- stjórar og stýrimenn og þurft að finna sér vinnu í landi eða ráða sig sem háseta. Allir lífshættir manna hafa gjörbreyst og tekjur oft á tíð- um aðeins þriðjungur eða fjórð- ungur af því sem þær voru.“ Aðspurður segist Grétar Mar ekki vita hvað bótakrafan yrði há. Hann segir að farið verði yfir þau mál eftir að lögfræðiálitið berist. ■ Félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum kannar bótakröfurétt á hendur ríkinu: Hyggst fara í mál við ríkið REYKJAVÍK Suðaustan 8-13 m/s og smáskúrir. Hiti 4 til 6 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Skýjað 4 Akureyri 3-8 Léttskýjað 0 Egilsstaðir 3-8 Léttskýjað 0 Vestmannaeyjar 13-18 Skúrir 5 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + + LEIKIÐ VIÐ FUGLANA Þessi litla hnáta skemmti sér konunglega þar sem hún gantaðist við fuglana í blíðviðrinu við Tjörnina í Reykjavík í gærdag. Svo virðist sem ekkert lát verði á góða veðrinu næstu daga. Áttirnar verða suðlægar með skúrum sunnan til og hiti á bilinu 0 til 7 stig. Fyrir norðan verður léttskýjað fram að helgi og hiti 0 til 8 stig. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Tvöföld sjálfsmorðsárás: 15 fórust og 40 særðust JERÚSALEM, AP Að minnsta kosti fimmtán óbreyttir borgarar fór- ust og um fjörutíu til viðbótar særðust í tvöfaldri sjálfs- morðsárás í Tel Aviv, höfuðborg Ísraels, í gær. Jihad, samtök herskárra Palestínumanna, lýstu ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Að sögn ísraelsku lögreglunnar var árásin gerð undir lok vinnudags á stað þar sem fjöldi fólks á leið hjá. Þetta er fyrsta sprengingin sem gerð er í ísraelskri borg síðan í nóvember í fyrra. Þá fórust ell- efu manns auk árásarmannsins. ■ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuð- borgarsvæðinu á mánudögum? 73% DAVÍÐ ODDSSON Sjálfstæðisflokkur- inn mælist með 37 prósent fylgi og er ekki lengur stærsti flokkurinn. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Ákvörðun hennar um að snúa sér að landsmálum virðist hafa stór- aukið fylgið við Samfylkinguna. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Miðað við niður- stöður könnunar- innar myndi þing- flokkur Framsókn- ar minnka um helming; fara úr 12 í 6 þingmenn. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Vinstri grænir auka við sig frá konsingunum 1999 og fá einn nýjan þingmann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.