Fréttablaðið - 06.01.2003, Side 2

Fréttablaðið - 06.01.2003, Side 2
Á SVEIMI Flugvélin var á sveimi yfir miðborg Frank- furt í rúma klukkustund. Hér sést hún svífa yfir byggingu Frankfurt-verslunarbankans. Maðurinn var einn í vélinni. Karlmaður stal flugvél í Frankfurt: Hótaði að fljúga á háhýsi FRANKFURT, ÞÝSKALANDI, AP Karl- maður stal lítilli flugvél í borginni Frankfurt í Þýskalandi í gær og hótaði að fljúga henni á höfuð- stöðvar evrópska seðlabankans þar í borg. Eftir að hafa hringsólað um miðborg Frankfurt í rúma klukku- stund lenti maðurinn vélinni heilu og höldnu á flugvelli borgarinnar. Þó nokkrir skýjaklúfar í borg- inni voru rýmdir í varúðarskyni, ásamt nærliggjandi götum. Flug- umferð raskaðist einnig vegna at- viksins. Maðurinn stal flugvélinni á flugvelli í Babenhausen, suðaust- ur af Frankfurt. Hann sagðist ekki vilja meiða neinn með uppá- tæki sínu, nema þá helst sjálfan sig. Þess í stað vildi hann fá að tala við bróður konu að nafni Judith Resnik, sem var á meðal geimfaranna sem fórust þegar bandaríska Challenger-geim- flaugin sprakk árið 1986. Þegar maðurinn náði tali af bróðurnum ákvað hann að lenda vélinni. ■ Við Tjörnina: Hundaeig- endur í nýársgöngu HUNDAR Cavalier-hundaeigendur fóru í sína árlegu nýársgöngu í kringum Tjörnina í gærdag. Gangan orðin árlegur viðburður og er farin fyrsta sunnudag í janú- ar. Cavalier-hundar komu fyrst hingað til lands í kringum 1990. Í dag eru hundarnir milli 200 og 300 talsins. ■ PALMACHIM, ÍSRAEL, AP Ísraelar gerðu í gær tilraunir með Arrow- eldflaugavarnir sínar með því að skjóta niður þó nokkrar eldflaugar yfir Miðjarðarhafi. Talið er að með til- raununum, sem heppnuðust vel, hafi Ísraelar verið að undirbúa sig fyrir hugsanlegar eldflaugaárásir frá Írökum. Nokkrum Arrow-eldflaugum var skotið á loft í einu gær. Það mun vera nýlunda, því í þau níu skipti sem Ísraelar hafa gert til- raunir af þessu tagi hefur einung- is einni flaug í einu verið skotið á loft. Ísraelar telja að Írakar gætu ráðist á landið með svokölluðum Scud-eldflaugum sem mótsvar við hugsanlegum árásum Bandaríkja- manna á Írak. Í Persaflóastríðinu árið 1991 skautu Írakar 39 Scud- eldflaugum að Ísrael. Eyðilegg- ingin af þeim varð nokkur en mannfall varð þó ekkert. Ísraelar og Bandaríkjamenn þróuðu Arrow-eldflaugavarnar- kerfið eftir að Persaflóastríðinu lauk og eyddu gífurlegum fjár- hæðum í verkefnið. Það er talið það fullkomnasta í heiminum og er sérhannað til að skjóta niður eldflaugar úr allt að 50 kílómetra fjarlægð. Á næstu dögum ætla Banda- ríkjamenn og Ísraelar að gera til- raunir á öllum eldflaugavörnum Ísraela. Búi þeir yfir góðum vörn- um telja Bandaríkjamenn minni líkur á að Ísraelar svari Írökum ef þeir skjóta eldflaugum á þá. Þrátt fyrir að ísraelskir ráða- menn telji afar ólíklegt að Írökum takist að ráðast á landið með efna- eða sýklavopnum hafa yfirvöld dreift gasgrímum til almennings undanfarna mánuði. Ísraelar hafa einnig hamstrað vatn ef kæmi til slíkra árása. ■ 2 6. janúar 2003 MÁNUDAGUR Jón Gunnarsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Sérfræðingar og læknar hafa lýst yfir undrun sinni yfir því hversu fátítt sé að fólk fái flug- eldaprik í höfuðið í öllum hamaganginum á gamlárskvöld. Þess má geta að Landsbjörg seldi um 300 tonn af flugeldum þessi áramót. Nei. Þrátt fyrir að vera afskaplega skotglað- ur maður hef ég ekki upplifað það að fá prik í höfuðið. Þá þekki ég engan sem hef- ur upplifað það. SPURNING DAGSINS VIÐSKIPTI Gengi DeCode, móðurfé- lags Íslenskrar erfðagreiningar, lækkaði um tæp 82% á Nasdaq- markaðnum síðasta ár. Loka- gengi fyrsta viðskiptadags ársins 2002 var 10,02 dollarar á hlut. Gengi bréfa DeCode stóð í 1,85 dollurum á hlut á gamlársdag. Vísitala líftæknifyrirtækja á Nasdaq-markaðnum lækkaði á sama tíma um rúm 44%. Gengi DeCode hefur því fallið tæplega helmingi meira en vísi- tala líftæknifyrirtækja. Loka- gengi ársins hjá DeCode var þó tæpum 20% hærra en lægsta gengi ársins. Lægst fór gengi fé- lagsins á 1,55 dollara á hlut. Eftir nær stöðugt fall gengis- ins á árinu lyftist það við fréttir af uppsögnum hjá félaginu og samningi við lyfjarisann Merck. Gengið náði þá að komast í 2,47 dollara á hlut. Eigendur bréfa félagsins riðu ekki feitum hesti frá árinu 2002. Til viðbótar við gengislækkun bréfa félagsins bætist lækkun dollara gagnvart krónu. Verð- mæti eignar í íslenskum krónum hefði því rýrnað um 20% þótt bréfin hefðu staðið í stað. ■ VONT ÁR Eigendur bréfa DeCode genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, máttu horfa upp á verulega rýrnun eignar sinnar á árinu. Ísraelar telja að Írakar gætu ráðist á landið með svoköll- uðum Scud- eldflaugum. SKOÐANAKÖNNUN Samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar sem Fréttablaðið gerði á laugardaginn nýtur ríkisstjórnin nú stuðnings 50,6 prósenta kjósenda. Þetta er nokkru minni stuðningur en sam- kvæmt þjóðarpúlsi Gallup frá síð- asta mánuði, en þá naut ríkis- stjórnin stuðnings 57 prósent kjós- enda. Fylgistapið er í samræmi við minnkandi fylgi ríkisstjórnarinnar og aukið fylgi Samfylkingarinnar. Þegar afstaða fylgismanna ein- stakra flokka til ríkisstjórnarinnar er skoðuð kemur í ljós að 97 prósent stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins fylgja ríkis- stjórninni. Framsóknarmenn eru ekki eins ánægðir en 81 prósent þeirra styður stjórnina. Rúm 90 prósent fylgjenda Sam- fylkingar og Vinstri grænna eru andvíg ríkisstjórninni. Ívið fleiri þeirra sem ekki gáfu upp afstöðu sína til flokkanna styðja stjórnina svo það er erfitt að ráða í fylgisbreytingar næstu vikna út frá afstöðu þessa hóps til ríkis- stjórnarinnar. Mikill munur er á afstöðu kynj- anna til ríkisstjórnarinnar. 56 pró- sent karla styðja ríkisstjórnina en aðeins 45 prósent kvenna. Hins vegar má ekki merkja mun á af- stöðu fólks milli landsbyggðar- og þéttbýliskjördæma. Í könnunni var spurt: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) ríkis- stjórninni? 41,7 prósent sögðust fylgjandi stjórninni en 40,7 pró- sent andvíg. 13,8 prósent voru óákveðin og 3,8 prósent neituðu að svara. Þátttakendur voru 600 og skiptust jafnt á milli kynja og hlutfallslega milli landsbyggðar- og þéttbýliskjördæma eftir áætlun um fjölda á kjörskrá í vor. ■ Skoðanakönnun Fréttablaðsins: 51 prósent styður ríkisstjórninaNjóttu þess að vera til um leið og þú hugar að heilsunni ARROW-FLAUG Ein þeirra Arrow-eldflauga sem skotið var á loft yfir Mið- jarðarhafi í gær. Óttast eldflaugaárásir Íraka Ísraelar gerðu tilraunir á Arrrow-eldflaugavörnum sínum yfir Miðjarð- arhafi í gær. Þetta eru fullkomnustu eldflaugavarnir í heiminum. Írakar skutu 39 Scud-eldflaugum á Ísrael í Persaflóastríðinu. AP /M YN D AP/M YN D Handtaka í Halmstad: Tveir menn ákærðir SVÍÞJÓÐ Tveir menn voru hand- teknir á föstudaginn og ákærðir fyrir morðið á 22 ára gömlum manni sem fannst frosinn í á við bæinn Halmstad í Svíþjóð skömmu fyrir áramót. Handtakan var framkvæmd í kjölfarið á vís- bendingu sem sænsku rannsókn- arlögreglunni barst og við leit á heimili annars hinna ákærðu fundust líkamshlutar sem til- heyrðu hinum látna. Mennirnir sem eru í haldi lög- reglunnar eru 46 og 28 ára og hafa báðir komist í kast við lögin áður, meðal annars vegna fíkniefna- mála og ofbeldisverka. Ákæra hefur verið gefin út á hendur þeim eldri fyrir morðið en sá yngri verður ákærður fyrir sam- sekt. ■ Á GÖNGU Í KRINGUM TJÖRNINA Cavalier-hundar eru til í fjórum litaafbrigð- um eins og sést á myndinni. GENGI DECODE Ársbyrjun: 10,02 dollarar Árslok: 1,85 dollarar Gengi DeCode síðasta ár: Lækkaði um 82% Fékkstu flugeldaprik í höfuðið?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.