Fréttablaðið - 06.01.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 06.01.2003, Síða 6
6 6. janúar 2003 MÁNUDAGUR INNLENT VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 30 1. 2. 3. Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks á Norðurlandi vestra, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku. Hver og hvar er hinn nýi vinnustaður? Forstjóri Kers hefur ákveðið að hætta störfum 1. mars. Hvað heitir maðurinn? Einn aðalsöngvari rapphljóm- sveitarinnar Quarashi hefur ákveðið að hætta. Hvað heitir hann? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 81.22 0.56% Sterlingspund 129.49 -0.46% Dönsk króna 11.36 -0.46% Evra 84.32 -0.46% Gengisvístala krónu 124,83 -0,16% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 2.018 Velta 3.667 milljónir ICEX-15 1.322 -2,21% MESTU VIÐSKIPTI Ker hf. 260.116.198 Hlutabréfasj. Búnaðarb. 157.673.079 Kaupþing banki hf. 120.170.147 MESTA HÆKKUN Skýrr hf. 2,70% ACO-Tæknival hf. 1,01% MESTA LÆKKUN Sláturfélag Suðurlands svf. -13,10% Þormóður rammi-Sæberg hf. -11,11% Tryggingamiðstöðin hf. -9,43% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 8601,7 -0,1% Nasdaq: 1387,1 0,2% FTSE: 4004,9 -0,1% DAX: 3320,9 0,5% Nikkei: 8579,0 -1,6% S&P: 908,6 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Vinnubrögðin gagnrýniverð Stjórnarandstaðan er gagnrýnin á þá stefnubreytingu við sölu bank- anna að selja einum aðila svo stóran hlut. LANDSBANKASALAN Steingrímur J. Sigfússon: Ótrúleg vinnubrögð „Mér finnst þessi síðasti kafli í þessu einkavæðingarleikriti öllu rökstyðja þörfina á því að gera heildarúttekt á vinnubrögðunum. Þetta er enda- punkturinn á því sem hófst þegar ríkisstjórnin sneri við blaðinu og hætti við áform um dreifða eignarað- ild. Aðferðirnar sem menn bjuggu sér til voru mjög sérstakar. Þetta er ekki sala á mark- aði, heldur eru valdir út hópar sem talað er við. Svo kemur á daginn að það eru erfiðleikar hjá S-hópnum að sauma hlutina saman. Í hinu tilvikinu tefst þetta um langan tíma og er svo lamið saman á gamlársdag með vilyrðum um af- slátt og ótrúlegu ákvæði um það að ef ríkið neyðist til að slá enn meira af Búnaðarbankanum, þá fái kaup- endur Landsbankans sambærilegan afslátt. Þarna hafa vaknað í alveg nakinni mynd helmingskiptatil- hneigingar flokkanna.“ Össur Skarphéðinsson: Vildum dreifða eign „Samfylkingin vildi að bankinn yrði seldur í dreifða eignaraðild. Þá skoðun höfum við alltaf haft og þá skoðun hafði for- s æ t i s r á ð h e r r a lengi vel. Við vild- um að haft væri samráð við starfs- fólk um sölu. Að þessu sögðu, þá setur Samfylk- ingin sig ekki upp á móti því að Lands- bankinn sé seldur. Við erum þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem eru í samkeppnisrekstri eigi að flytja yfir á markað. Ég tel líka að miðað við þróun á verði á fjármálastofnun- um erlendis sé þetta verð prýðilegt. Það kom glögglega fram við sölu bankans að reglur voru ekki skýrar. Þeim var jafnvel breytt í miðju kafi. Salan er frá og mér líst ágætlega á þessa menn sem keyptu bankann. Þeir koma nýir inn í íslenskt at- hafnalíf með peninga sem þeir hafa skapað erlendis. Ég tel jákvætt að fá nýtt blóð inn í efnahagslífið. “ Sverrir Hermannsson: Sviku stefnu sína „Þetta er eins og önnur stór einkavæðingarmál ríkisstjórnar- innar. Klúðursmál. Aðalmálið er að þeir sviku marg- yfirlýsta stefnu sína um að selja bankana dreift. Það gera þeir vegna þess að þeir hirða ekkert um markað- inn þegar kemur að því að hygla einka- vinunum. Nú veit ég ekkert um þá Samsonarmenn og það er auðvitað ágætt að fá þá pen- inga inn í landið. En þeir breyttu um af því þeir þurftu að selja einkavin- unum í fyrrum SÍS Búnaðarbank- ann. Það blasir við augum allra. Þeir eru að selja þessum afturgengnu SÍSurum sem eiga ekki peninga. Við þurfum að fá að vita hvers vegna Steingrímur Ari Arason taldi sig tilneyddan að segja sig úr einka- væðingarnefnd, vegna þess að hann hafði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum. Þingmönnum er neitað um skýrslur vegna þessa.“ Samdráttur hjá fyrir- tækjum borgarinnar Gert ráð fyrir að fyrirtæki borgarinnar skili 1.670 milljóna króna minni hagnaði í ár en í fyrra. Borgarstjóri segir að fjárhagsstaða borgarinnar sé góð. Oddviti sjálfstæðismanna segir skulda- þróunina með ólíkindum. BORGARMÁL Gert er ráð fyrir að fyrirtæki borgarinnar skili 820 milljóna króna hagnaði á árinu, samanborið við rúma 2,5 millj- arða í fyrra. Mismunurinn er um 1.670 milljónir króna. Mestu munar um samdrátt í hagnaði Orkuveitu Reykjavíkur. Hún skilaði 2,4 milljörðum króna í hagnað í fyrra en samkvæmt fjár- hagsáætlun ársins 2003 skilar hún 743 milljónum. Bjarni Freyr Bjarnason, fjárhagsáætlunarfull- trúi borgarinnar, segir að mis- munurinn skýrist fyrst og fremst af miklum gengishagnaði Orku- veitunnar í fyrra. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir tveggja milljarða króna hagnaði af rekstri borgar- sjóðs. Skuldir á hvern íbúa eru 144 þúsund krónur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að fjárhags- staða borgarinnar sé góð. Borgin sé með lægstar skuldir á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu fyrir utan Seltjarnarnesbæ. Heildartekjur borgarsjóðs eru áætlaðar 34,1 milljarður króna á árinu. Þar af eru skatttekjur 83% eða um 28,2 milljarðar. Rekstrar- gjöld eru áætluð 30,5 milljarðar króna og þar vega laun og launa- tengd gjöld þyngst en þau nema 55% af rekstrargjöldunum, eða 16,8 milljörðum króna. Útsvarshlutfallið helst óbreytt og verður 12,7%. Álagningarhlut- fall fasteignaskatts á íbúðarhús- næði verður einnig það sama og í fyrra eða 0,32%. Álagning á at- vinnuhúsnæði hækkar hins vegar um 25% og verður 1,65%. Áætlað er að verja fjórum milljörðum króna í fjárfestingar á þessu ári, þar af þremur milljörð- um í byggingaframkvæmdir. Stærsti hlutinn, eða 1,5 milljarður króna, fer í byggingarfram- kvæmdirnar vegna grunnskóla. Björn Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn, segir með ólíkindum hvernig skulda- þróunin hafi verið í Reykjavík á undanförnum árum. Þegar skuld- ir borgarinnar séu metnar verði að skoða bæði borgarsjóð og fyr- irtæki borgarinnar. Í bókun sem sjálfstæðismenn lögðu fram á borgarstjórnarfundi á fimmtu- daginn segir að nettóskuld Reykjavíkurborgar hafi á verð- lagi í árslok 2002 hækkað úr fjór- um milljörðum króna í árslok 1993 í 48 milljarða króna í árslok 2003 samkvæmt fjárhagsáætlun. trausti@frettabladid.is ÞRÍR MILLJARÐAR Í BYGGINGAFRAMKVÆMDIR Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkur er gert ráð fyrir tveggja milljarða króna hagnaði af rekstri borgarsjóðs. Áætlað er að verja fjórum milljörðum króna í fjárfestingar á þessu ári, þar af þremur milljörðum í byggingaframkvæmdir. Umsátur í Lundúnum: Ellefu dagar án árangurs UMSÁTUR Umsátur lögreglunnar í Bretlandi við íbúðarblokk í austur- hluta Lundúna þar sem byssumaður heldur manni í gíslingu hafði staðið yfir í ellefu daga í gær. Það er jafn- langur tími og tók fyrir umsátur við sendiráð Líbýu í Lundúnum að ljúka árið 1984, sem hafði verið það lengsta í sögu Bretlands. Samningamenn hafa unnið baki brotnu við að fá manninn til að gef- ast upp en án árangurs. Hann hefur þó viljað tala við lögregluna, sem mun vera góðs viti. Rúmlega fjörutíu manns sem búa í blokkinni hafa ekki komist út úr húsi vegna umsátursins. ■ Í LEYNI Breskur lögreglumaður liggur í leyni með riffil. Umsátrið hófst á annan í jólum eftir að maður sem lögreglan vildi fá í yfirheyrslur skaut óvopnaðan lögreglumann. Lokaði hann sig þá inni í íbúð með gíslinum. AP /M YN D Eignarhlutur í VÍS: Landsbanki selur restina VIÐSKIPTI Landsbankinn hefur til- kynnt að hann muni nýta sér sölurétt eftirstandandi hlutar í Vátryggingafélagi Íslands. Við- skiptin munu fara fram 1. febrú- ar næstkomandi. Þau eru í sam- ræmi við samkomulag sem gert var milli S-hópsins og Lands- bankans um kaup þess fyrr- nefnda á félaginu. Ákvörðun um viðskiptin var umdeild, þar sem Landsbankinn var í miðju einkavæðingarferli. Heildarverðmæti viðskiptanna er um þrír milljarðar. Eftir söl- una er eignarhlutur Landsbank- ans innan við 2%. ■ NÁLGAST YFIRTÖKU Óskar Eyj- ólfsson, forstjóri bifreiðaskoðun- arinnar Frumherja, hefur eignast tæp 82% í fyrirtækinu. Óskar gerði hluthöfum yfirtökutilboð í kjölfar þess að hann eignaðist yfir 50% hlut í fyrirtækinu. Eign- ist hann yfir 90% myndast sölu- skylda hjá þeim hluthöfum sem enn eiga í félaginu. ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR SEÐLABANKA ÍSLANDS KALKOFNSVEGI 1 150 REYKJAVÍK ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2003. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977, sbr. auglýsingu nr. 673 frá 12. september 2000 um breytingu á skipulagsskrá fyrir Þjóðhátíðarsjóð, er tilgangur sjóðsins að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2003. Eldri umsóknir ber að endur- nýja. Nálgast má umsóknareyðublöð í Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðs- stjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma 5699600. Reykjavík, 27. desember 2002. ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.