Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 7
76. janúar 2003 MÁNUDAGUR Al ica nte Ver›lækkun! Sumarhúsaeigendur á Spáni! Beint leiguflug til Alicante -takmarka› sætaframbo›. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Sala er hafin á ód‡ru sumarfargjöldunum til Alicante. Flugdagar eru 11. og 24. apríl, 21. maí og alla miðvikudaga í sumar. Flogið er í beinu leiguflugi með Flugleiðum í morgunflugi. *Verðdæmi: M. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. 36.630 kr. á mann ef 2 ferðast saman . Innifalið er flug og flugvallaskattar. Munið, að hjá Plúsferðum er unnt að greiða með Atlasávísunum 5.000 kr. og VR ávísunum að eigin vild og lækka ferðakostnaðinn. Félagsmenn í Félagi Sumarhúsaeigenda á Spáni fá 2.000 kr. afslátt á mann, ef 20 sæti eða fleiri eru bókuð saman. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Fyrstir bóka fyrstir fá. Ver› frá 32.245 kr./mann * Konu enn saknað: Víðtæk leit gerð um helgina LEIT Konan sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir milli jóla og nýárs hefur enn ekki komið í leit- irnar. Að sögn lögreglu var gerð víðtæk leit um helgina. Bæði voru fjörur gengnar með aðstoð spor- hunda og eins voru kafarar að störfum við Reykjavíkurhöfn. Konan heitir Guðrún Björg Svanbjörnsdóttir, 31 árs gömul. Síðast er vitað um ferðir hennar 29. desember sl. Þá var hún klædd bláum goretexjakka, bláum galla- buxum og vínrauðum uppháum skóm. Einnig var hún með bláan bakpoka. Guðrún er 172 sm á hæð með stutt dökkbrúnt há, mjög grönn. ■ Fundu 90 kannabisplöntur: Karlmaður handtekinn FÍKNIEFNI Lögreglan á Selfossi lagði hald á 90 kannabisplöntur og búnað til ræktunar í iðnaðarhúsi í Hveragerði síðdegis á föstudag. Um er að ræða mesta magn af fíkniefnum sem Selfosslögreglan hefur lagt hald á og er fundurinn afrakstur rannsóknarvinnu lög- reglumanna um nokkurt skeið. Karlmaður á þrítugasaldri hefur verið handtekinn vegna málsins. Við húsleit heima hjá honum fund- ust fíkniefni, hass, e-töflur, mari- júana og sveppir. Iðnaðarhúsnæðið sem kanna- bisplönturnar fundust í hafði ver- ið sérútbúið fyrir ræktun hass- plantnanna og framleiðslu úr þeim. Lögreglan lagði hald á átta gróðurhúsalampa en þess má geta að í kringum 140 og 150 lampar hafa verið teknir ófrjálsri hendi úr gróðurhúsum í umdæminu. Iðnaðarhúsnæðið sem um ræðir var skráð á fyrirtæki en að sögn lögreglu koma forráðamenn þess ekki að málinu. ■ ÞRÍR BÍLAR SKEMMDIR Eigna- spjöll voru unnin á þremur bílum í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Sparkað var í tvo bíla. Annar þeirra stóð við Strembugötu og hinn við gatnamót Skólavegar og Vestmannabrautar. Þá barst lög- reglu tilkynning um að hliðar- spegill hafi verið brotinn af bíl sem stóð við Höfðaveg. Ölvunarakstur í Reykjavík: Færri keyra undir áhrifum áfengis GUÐRÚN BJÖRG SVANBJÖRNSDÓTTIR Hefur verið leitað síðan 29. desember. INNLENT LÖGREGLUFRÉTTIR Alls voru 852 ökumenn grunaður um ölvun við akstur í Reykjavík á árinu 2002. Brotum hefur fækkað töluvert og eru þau um 23% færri miðað við meðaltal síðustu fimm ára, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Hlutfallslega er mest fækkun í desember, eða um 58%, sem bendir til að átak lögreglu gegn ölvunarakstri hafi skilað sér í færri brotum. Lögreglan segir þessar tölur athyglisverð- ar í ljósi þess að margir öku- menn hafi verið stöðvaðir í þess- um mánuði. Greinilegt sé að ökumenn hafi tekið ábendingum og átaki lögreglunnar alvarlega. Þegar desembermánuður er skoðaður kemur í ljós að brotum hefur fækkað síðastliðin fimm ár. Í desember 1998 voru 117 manns teknir ölvaðir undir stýri, 126 árið 1999 en í ár voru brotin fjörutíu talsins. ■ LÖGREGLAN Í REYKJAVÍK Fram á aðfangadag voru brot vegna ölvun- araksturs 26 talsins árið 2002 eða um fjórð- ungur af því sem þau voru árið 1998. ÖLVUNARAKSTUR Í REYKJAVÍK: Ár Fjöldi í Fjöldi 1.-10. Fjöldi 1.-23. Teknir á dag desember desember desember að meðaltali 1998 117 49 103 3,8 1999 126 34 89 4,0 2000 106 42 81 3,4 2001 92 22 64 2,9 2002 40 11 26 ,3 *Heimild: Dagbók lögreglunnar. Hlutir færðir til: Haukþing kaupir af ÚA VIÐSKIPTI Haukþing, nýstofnað eignarhaldsfélag í eigu Eimskipa- félagsins, Skeljungs og Sjóvár – Almennra, hefur keypt öll hluta- bréf Útgerðarfélags Akureyringa í SR-mjöli. Þetta er 9,71% af heild- arhlutafé SR-mjöls. ÚA er í eigu Eimskipafélagsins. Þessi fyrir- tækjahópur hafði undirtökin í SR- mjöli allt þar til Samherji náði meirihluta í gegnum eigin eignar- hlut og eignarhluti Síldarvinnsl- unnar á Neskaupstað í SR-mjöli. Samherji á ráðandi hlut í Síldar- vinnslunni. Haukþing á fyrir eign- arhluti í Skeljungi og Sjóvá – Al- mennum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.