Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 8
8 6. janúar 2003 MÁNUDAGUR EKIÐ Á HROSS Ekið var á hross á Hrunamannavegi ofan við Stóru- Laxá á laugardagskvöld. Engin meiðsl urðu á fólki. Tvö hross höfðu sloppið úr girðingu og var ekið á annað þeirra. Bíllinn er illa farinn eftir ákeyrsluna. HANDTEKIN VEGNA FÍKNIEFNA- MÁLS Fjögur ungmenni voru hand- tekin á laugardag á Húsavík vegna fíkniefnamáls. Lögreglan stöðvaði bíl ungmennanna við hefðbundið umferðareftirlit og við leit fannst lítilræði af amfetamíni. Þá fannst amfetamín við húsleit sem gerð var í kjölfarið. Ungmennin eru öll undir tvítugu. Var þeim sleppt að loknum yfirheyrslum. HARÐUR ÁREKSTUR Á AKUREYRI Harður árekstur varð á mótum Hlíðarbrautar og Austursíðu á Ak- ureyri á laugardag. Ökumenn voru einir í bílum sínum og ætlaði annar þeirra að leita sér sjálfur aðstoðar vegna eymsla í baki. Annar bíllinn er talinn ónýtur eftir áreksturinn en um var að ræða jeppa og fólks- bíl. Rússar: Ætla að telja N-Kóreu hughvarf MOSVKA, AP Rússar ætla að reyna að fá Norður-Kóreumenn til að hætta við kjarnorkuvopnaáætlun sína. Að sögn A l e x a n d e r Losyukov, að- stoðarutanrík- i s r á ð h e r r a Rússlands, eru Rússar og Kín- verjar líkleg- astir til að hafa áhrif á Norður- Kóreu í mál- inu. Hann taldi þó nauðsyn- legt að Banda- r í k j a m e n n ættu einnig viðræður við leiðtoga þjóðarinnar. Þetta sagði Losyukov skömmu fyrir fund sinn með Kim Han- Kyung, aðstoðarutanríkisráð- herra Suður-Kóreu, í gær. ■ Afleiðingar kókaínneyslu: Efnið vinnur gegn sjálfu sér RANNSÓKNIR Ný rannsókn sem gerð var í Michigan-háskóla í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á áhrif kókaíns á heilastarfsemi neytenda. Nið- urstöður rann- s ó k n a r i n n a r gefa til kynna að efnið skaði eða jafnvel drepi frumur í þeim hluta heilans sem f r a m l e i ð i r dópamín, eitt af náttúrulegum „sæluefnum“ mannslíkamans. Það má því segja að efnið brjóti smám saman niður þær heilastöðvar sem því er ætlað að örva. Þetta gæti skýrt að miklu leyti hvers vegna þunglyndi er svo algengt sem raun ber vitni meðal kókaínneytenda. Vísindamenn telja að þessi uppgötvun geti reynst mikilvæg í baráttunni við kókaínfíkn og jafn- vel verði hægt að þróa lyf gegn henni. Enn fremur binda menn vonir við að öðlast í kjölfarið meiri skilning á öðrum sjúkdóm- um tengdum þessu heilasvæði, þar á meðal þunglyndi. Mörgum spurningum er þó enn ósvarað og ljóst að fleiri rannsóknir þarf til áður en hægt verður að grípa til beinna aðgerða. ■ Árvökul áhöfn: Stöðvaði drukkna flugmenn HELSINKI Finnsk yfirvöld upplýstu fyrir helgi að tveir þýskir flug- menn hjá flugfélaginu Lufthansa hefðu verið stöðvaðir af áhöfn flugvélarinnar rétt fyrir flugtak vegna gruns um ölvun. Blóðpruf- ur leiddu síðar í ljós að áfengi var í blóði þeirra beggja en ekki hefur verið upplýst í hversu miklu magni það mældist. Flugmennirnir hættu störfum hjá félaginu þegar niðurstöðurnar lágu fyrir en rannsókn málsins stendur enn yfir. Þeir gætu átt yfir höfði sér málsókn í Finnlandi en samkvæmt þarlendum lögum er refsing við broti af þessu tagi há fjársekt eða allt að tveggja ára fangelsi. ■ Vaxtabreytingar hjá Íbúðalánasjóði: Vaxtahækkun vegna almennra leiguíbúða 18% VEXTIR Vextir lána sem Íbúðalána- sjóður veitir vegna almennra leiguíbúða hækkuðu um tæpan fimmtung um áramótin, úr 4,9% í 5,8%. Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur í samræmi við lög ákvarðað vexti af lánum sjóðsins fyrir nýbyrjað ár og verða óverulegar breytingar á vöxtum annarra lána. Vextir fasteignaveðbréfa eru óbreyttir, 5,1%, en vextir viðbótarlána lækka úr 5,7% í 5,6%. Vextir af lánum leiguíbúða sem háðar eru tekju- og eignamörkum verða óbreyttir, 3,5%. Hins vegar hækka vextir af viðgerðalánum vegna félagslegra íbúða lítillega, úr 5,7% í 5,8%. Sama á við um lán til tækninýjunga, þau bera nú 5,8% vexti. ■ FÁTÆKT „Mér fannst ákaflega dap- urlegt að horfa upp á þetta. Við- brögð félagsmálaráðherra báru með sér að hann og aðrir sem tala eins, vilji alls ekki horfast í augu við vandann. Fátæktin er þjóðar- böl, hvað sem ráðamenn segja,“ sagði Sigrún Ármanns Reynis- dóttir, formaður Samtaka gegn fá- tækt, um nýársávarp forseta Ís- lands og viðbrögð manna við því. Sigrún segir að stjórnvöld gætu fyrir löngu hafa brugðist við vandanum en viljann skorti greinilega. „það þarf að hækka lægstu launin, bætur og lífeyri. Enn fremur þarf að hækka skattleysis- mörkin því þær snautlegu hækk- anir sem þeir verst settu fá eru étnar upp af skattinum,“ sagði Sigrún Ármanns og bætti við að verkalýðshreyfingin hefði staðið sig vel en alltaf mætti betur gera. „Þeir hefðu átt að láta mikið meira í sér heyra. Nýlegt dæmi er hækkun húsaleigu hjá Félagsbú- stöðum sem kynnt var í sumar. Ég hafði samband við forystumenn verkalýðshreyfingar en þeir gerðu ekki neitt, sumir virtst ekki einu sinni hafa hugmynd um að til stæði að hækka leiguna,“ sagði Sigrún Ármanns Reynisdóttir. ■ Viðbrögð við fátæktarumræðu forsetans snautleg: Fátækt er þjóðarböl FJÁRMÁL Flest bendir til þess að bæjarfulltrúar Vestmannaeyja- listans muni kæra meinta fjár- málaóreiðu Þróunarfélags Vest- mannaeyja til efnahagsbrota- deildar Ríkislögreglustjóra. Lúðvík Bergvinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar og oddviti listans, segir að á fundi um fjár- mál félagsins fyrir skömmu hafi komið í ljós að það skuldi nú um 70 milljónir króna. Það sé gríðar- leg aukning frá því um áramótin 2002, en þá hafi félagið skuldað um 32 til 34 milljónir. Bæjarsjóð- ur er í ábyrgð fyrir 60% af skuld- unum, Hitaveita Suðurnesja 20% og Rannsóknarsetur Háskóla Ís- lands í Vestmannaeyjum 20%. Aðspurður segir Lúðvík að það liggi ekki fyrir í hvað peningarnir hafi nákvæmlega farið. Þó sé vit- að að félagið hafi keypt fiskrétta- verksmiðju sem ekki hafi komist á laggirnar og þá hafi það einnig keypt hlutabréf fyrir 6 milljónir króna án þess að stjórnarsamþykkt lægi fyrir. Lúðvík segir að þrátt fyrir fjölda fyrirspurna á bæj- arstjórnarfundum hafi því verið haldið leyndu í átta mánuði að bókhaldið væri týnt. Hann segir að ef ekki fáist skýringar á því í hvað peningarnir hafi farið á næstu vikum muni V-listinn að öll- um líkindum taka ákvörðun um að kæra málið til Ríkislögreglustjóra á almennum félagsfundi 27. janú- ar. „Við höfum ekki fengið þær upplýsingar sem við höfum vilj- að,“ segir Lúðvík. „Við höfum þurft að þola það að menn hafi farið með ósannindi í átta mánuði um tilvist bókhaldsins. Það er svo margt í þessu sem bendir til þess að hlutirnir séu ekki í lagi og á fé- lagsfundinum munum við því taka ákvörðun um það hvort málið verði kært.“ Í október síðastliðnum upplýsti stjórn Þróunarfélagsins að bók- haldið hefði týnst. Lúðvík segir að það sé auðvitað hneyksli og þá ekki síst að það skyldi hafa týnst í tvennu lagi. Stjórnin hafi týnt ein- um hluta þess, en endurskoðunar- fyrirtækið Deloitte og Touche öðrum hluta. Þróunarfélagið starfar enn í dag og hefur tvo starfsmenn. Þorsteinn Sverrisson hefur látið af störfum sem fram- kvæmdastjóri og gegnir Ingi Sig- urðsson bæjarstjóri því starfi. trausti@frettabladid.is Meint fjármálaóreiða kærð til lögreglu Þróunarfélag Vestmannaeyja skuldar um 70 milljónir króna. Bókhaldið er týnt. Oddviti Vestmannaeyjalistans segir margt benda til þess að hlut- irnir séu ekki í lagi. Málið verði líklega kært til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra í lok mánaðarins. FJÁRMÁL Ásakanir minnihluta Vest- mannaeyjalistans um meinta fjár- málaóreiðu Þróunarfélags Vest- mannaeyja tengist þingframboði Guðjóns Hjörleifssonar, fyrrver- andi bæjarstjóra Vestmannaeyja, að sögn Helga Bragasonar, stjórn- armanns í Þróunarfélaginu og varabæjarfulltrúa sjálfstæðis- manna. „Um leið og Guðjón ákvað að fara í framboð var reynt að gera hans fortíð tortryggilega og það er grunnurinn að þessari umræðu minnihlutans um málið,“ segir Helgi. „Bókhaldið týndist annars veg- ar hjá framkvæmdastjóra og hins vegar hjá okkar endurskoðunar- skrifstofu. Þetta eru bara mann- leg mistök en það eru allar færsl- ur rekjanlegar og ekkert sem gef- ur tilefni til þess að ætla að menn hafi verið að draga að sér fé. Ég held að það sé ekki rétt að þessu hafi verið haldið leyndu fyrir minnihlutanum.“ Helgi segir að umræðan und- anfarna mánuði hafi skaðað starf Þróunarfélagsins og því sé alls óvíst hvort það muni halda starf- semi sinni áfram. Hann segir að félagið eigi eignir upp í megnið af skuldunum. Fiskréttaverksmiðja, sem félagið hafi keypt eftir Ísfé- lagsbrunann, sé metin á um 30 milljónir, þá hafi borhola verið seld á 12 milljónir króna. „Það er hugsanlega eitthvað gat upp á 10 milljónir,“ segir Helgi Hann segir að í endurskoðun- arskýrslu Deloitte & Touche, lög- gilts endurskoðanda, komi fram að ársreikningur félagsins gefi glögga mynd af afkomu þess á ár- inu 2001. Það sé því álit þeirra að samþykkja beri ársreikninginn á aðalfundi félagsins. ■ Umræða um meinta fjármálaóreiðu tengist þingframboði fyrrverandi bæjarstjóra: Reynt að gera fortíð Guðjóns tortryggilega LÖGREGLUFRÉTTIR INNLENT LÖGREGLUMÁL SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR Segir viðbrögð félagsmálaráðherra og fleiri ráðamanna við fátæktarumræðu dapurleg. Vandamálið hverfi ekki þótt einstaka ráða- menn neiti að viðurkenna vandann. EINN MEÐ FIMM RÉTTA Einn hreppti lottóvinninginn sem dreg- inn var út á laugardag. Var hinn heppni með allar tölur réttar og fékk í sinn hlut rúmar 3,2 millj- ónir króna. Enginn var með fjór- ar réttar auk bónustölu. Lottótöl- urnar sem komu upp voru 4, 5, 6, 16 og 38. Bónustalan var 13. FUNDUR Kim Hang-Kyung, að- stoðarutanríkisráð- herra S-Kóreu, og kol- legi hans frá Rúss- landi, Alexander Losyukov, á fundi sem þeir áttu í gær. KÓKAÍN Niðurstöður nýrrar rannsóknar vekja von- ir um árangur í barátt- unni við afleiðingar kókaínneyslu. AP/M YN D DEILAN UM ÞRÓUNARFÉLAG VESTMANNAEYJA „Um leið og Guðjón ákvað að fara í fram- boð var reynt að gera hans fortíð tortryggi- lega og það er grunnurinn að þessari um- ræðu minnihlutans um málið,“ segir Helgi Bragason, stjórnarmaður í Þróunarfélagi Vestmannaeyja og varabæjarfulltrúi sjálf- stæðismanna. „Við höfum þurft að þola það að menn hafi farið með ósannindi í átta mánuði um tilvist bók- haldsins.“ BÆJARSJÓÐUR Í ÁBYRGÐ FYRIR 60% AF SKULDUNUM Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og oddviti Vestmannaeyjalistans, segir að á fundi um fjármál Þróunarfélagsins fyrir skömmu hafi komið í ljós að það skuldi nú um 70 milljónir króna. Það sé gríðarleg aukning frá því um áramótin 2001-2002, en þá hafi félagið skuldað um 32 til 34 milljónir. Bæjarsjóður er í ábyrgð fyrir 60% af skuldunum. ORÐRÉTT AKUREYRINGAR Í LOSTI En þarna voru öll sund lokuð og vægast sagt þjarmað alveg of- boðslega að mér. Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafns Akureyrar, um viðbrögð bæjar- búa við Lostasýningunni í safninu. Morg- unblaðið, 5. janúar 2003. TÍMINN ER KOMINN Hún vill augljóslega og ætlar að láta reyna á styrk sinn sem full- gildur og fullmótaður stjórnmála- maður, án tillits til kynferðis. Guðrún Guðlaugsdóttir um Ingibjörgu Sólrúnu. Morgunblaðið, 5. janúar 2003. KONUNGLEGUR SÁTTATÓNN Mér finnst indverska prinsessan alveg frábær og vil ekki reita hana til reiði. Óskar Jónasson, höfundur Ára- mótaskaupsins, vill ekki deila við Leoncie. DV, 4. janúar 2003.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.