Fréttablaðið - 06.01.2003, Page 10

Fréttablaðið - 06.01.2003, Page 10
10 6. janúar 2003 MÁNUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Aldrei fyrr hafa skip Haraldar Böðvarssonar aflað jafn mikið og í fyrra. Heildarafli skip- anna var 166.540 tonn. Þar vegur loðnan þyngst, um 102 þúsund tonn. Af kolmunna veiddu skip HB rúmlega 27 þúsund tonn. Heildarafli í uppsjávarfiski var um 144 þúsund tonn en botnfisk- afli skipanna var rúmlega 22 þús- und tonn. Heildaraflaverðmætið er rúmlega 3,6 milljarðar króna, sem er um 850 milljóna króna aukning frá árinu á undan, en þá voru sjómenn í verkfalli í um það bil sex vikur. Frystitogarar HB skiluðu helmingi heildaraflaverð- mætisins. Aflaverðmæti frysti- togaranna eru gefin upp sem FOB eða skilaverð. Ef reikna ætti út CIF-verðmæti aflans, eða útflutn- ingsverðmæti, lætur nærri að aflaverðmæti Höfrungs III í fyrra sé tæplega 1.050 milljónir króna og aflaverðmæti Helgu Maríu um 900 milljónir. ■ AFLI OG AFLAVERÐMÆTI HB-SKIPA ÁRIÐ 2002 Bolfisktogarar Afli (tonn) Aflaverðmæti (þús. kr.) Höfrungur III 7.403 933.000 Helga María 5.974 801.000 Haraldur Böðvarsson 4.103 321.229 Sturlaugur H. Böðvarsson 4.801 378.063 Nótaskip Afli (tonn) Aflaverðmæti (þús. kr.) Ingunn 78.403 672.643 Víkingur 46.210 381.016 Elliði 19.646 149.386 Samtals bolfisktogarar 22.281 2.433.292 Samtals nótaskip 144.259 1.203.045 Samtals HB-skip 166.540 3.636.337 Floti Haraldar Böðvarssonar hf.: Metafli og verðmæti í fyrra SVONA ERUM VIÐ VELTA MEÐ HLUTABRÉF Í KAUPHÖLL ÍSLANDS 1999- 2003 Í MILLJÓNUM KRÓNA: 1999: 119.873 2000: 199.026 2001: 138.322 2002: 321.338 Heimild: Kauphöll Íslands Úthlutun byggðakvóta: Bolvíkingar ósáttir BYGGÐAKVÓTI Bæjaráð Bolungarvík- ur lýsir yfir vonbrigðum með út- hlutun byggðakvóta til Bolungar- víkur sem sjávarútvegsráðherra kynnti fyrir jól. 16 útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bolungar- vík fengu úthlutað 25 tonnum af þeim 305 tonnum sem úthlutað var til nyrðri hluta Vestfjarða, það er Ísafjarðarbæjar, Bolungar- víkur og Súðavíkur. Bæjarráð Bolungarvíkur óskar skýringa og rökstuðnings fyrir úthlutuninni með tilliti til áður kynntrar punktagjafar sem fram kemur í fréttatilkynningu sjávarútvegs- ráðuneytisins. Sveitarstjórinn á Raufarhöfn gagnrýndi nýlega út- hlutun Byggðakvótans en Raufar- höfn fékk ekki byggðakvóta. ■ Vélstjórar skora á stjórnvöld: Dragi ekki úr kröfum RÉTTINDI Aðalfundur Vélstjóra- félags Íslands skorar á stjórnvöld að draga ekki úr réttindakröfum um menntun og hæfni til vél- stjórnar skipa með aðalvél undir 750 kW til samræmis við það sem kveðið er á um í alþjóðasamþykkt þar um. Helgi Laxdal segir að þar sem Íslendingar geri meiri kröfur sé mikilvægt að ekki verði dregið úr þeim til samræmis við þær lág- markskröfur sem alþjóðasam- þykktin geri ráð fyrir. Um sé að ræða málamiðlun margra ólíkra ríkja, þeirra á meðal ríkja sem séu mun skemmra á veg komin en Íslendingar við að tryggja vinnu- umhverfi og öryggismál. ■ LEITAR TIL ALÞJÓÐASTOFNANA Mwai Kibaki, nýkjörinn forseti Kenýa, hefur valið ráðherra í rík- isstjórn sína. Hann segist þegar hafa leitað til Heimsbankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stuðning við endurbætur í Aust- ur-Afríkuríkinu, en báðar stofn- anir höfðu hætt stuðningi við Kenýa vegna spillingar. FRAKKI Á FÍLABEINSSTRÖNDINNI Frakkar munu gera það sem í þeirra valdi stendur til að binda endi á borgarastríðið á Fílabeins- ströndinni segir Dominique de Villepin, utanríkisráðherra Frakklands. Hann hélt í gær í tveggja daga heimsókn til Fíla- beinsstrandarinnar. AFRÍKA TROYAN, BÚLGARÍA, AP Á sama tíma og hin pólitíska Evrópa dregst saman og myndar eina heild hefur andúð kaþólsku kirkjunnar og austur- evrópskra rétttrúnaðarkirkja á hvorri annarri staðist tímans tönn þrátt fyrir tilraunir ýmissa aðila til að koma á sáttum milli kirkju- deildanna, sem hafa verið klofnar um margra alda skeið. Það fór að bera á deilum milli kristinna manna í austanverðri Evrópu og vestanverðri þegar á fimmtu öld. Fyrst var deilt um áhrif páfadóms og síðar um hvernig orða skyldi trúarjátningu og aðra þætti trúarbragðanna. Full skil urðu á milli kristinna manna í álfunni árið 1054 þegar páfinn í Róm og patríarkinn í Kon- stantínópel skiptust á bannfær- ingum. Síðan þá hefur verið djúpstæð- ur ágreiningur milli kaþólsku kirkjunnar og hreintrúarkirkj- anna í Austur-Evrópu, sem telja 200 milljónir kristinna innan sinna raða. Í seinni tíð hefur þó verið unnið að því að bæta sam- skipti kirkjudeildanna í austri og vestri. Andlegur leiðtogi réttrúnaðarmanna, Barthólómeus I patríarki, hefur reynt að ná sátt- um við kaþólikka, reyndar í and- stöðu við harðlínumenn meðal réttrúnaðarmanna, og Jóhannes Páll páfi II hefur heimsótt rétt- trúnaðarþjóðir, svo sem Búlgara, Rúmena og Grikki. Viðræður kaþólskra ráða- manna og forystumanna rétt- trúnaðarmanna hafa oftast endað í deilum um ýmis atriði, sum guð- fræðileg, önnur söguleg. Helsta hindrunin fyrir sættum hefur þó reynst sú sama og þegar leiðir kirkjudeildanna skildu fyrir nær þúsund árum, stjórnmál og völd. Sérstaklega hafa réttrúnaðar- menn kvartað undan austrænu kirkjudeildunum sem deila ýms- um kennisetningum og siðum rétttrúnaðarmanna en lúta yfir- stjórn Vatíkansins. Einna harðastir í andstöðu sinni við kaþólikka eru forystu- menn rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar, sem hefur áhrifavald víðast hvar í Austur-Evrópu. Alexei II patríarki hefur sakað Vatíkanið um að vilja auka áhrif sín á kostnað rétttrúnaðarkirkj- unnar og neitað að taka á móti Jó- hannesi Páli páfa II. Búlgarski guðfræðingurinn Toni Radkov segir litlar líkur á sættum meðan Alexei II heldur sínum sjónarmið- um fram. „Viðhorf hans móta stóran hluta rétttrúnaðarheims- ins.“ Stjórnmálamenn hafa einnig komið við sögu í deilunum. Búlgarska þingið samþykkti und- ir lok síðasta árs að hreintrúar- kirkjan skyldi skilgreind sem hin hefðbundna trú búlgörsku þjóðar- innar. Önnur trúfélög, þar á meðal kristinna manna, kunnu þeim litl- ar þakkir og töldu grafið undan grundvelli sínum. „Evrópa er að sameinast með Atlantshafsbandalaginu og Evr- ópusambandinu, á því er enginn vafi,“ segir Christos Proykov, biskup og leiðtogi austrænu kirkjudeildanna í Búlgaríu, sem óttast bakslag á grundvelli þjóð- ernisstefnu og trúarlegrar skipt- ingar. Hann rifjar upp að hann hafi ekki haft trú á því sem ungur maður að andstæðingar kalda stríðsins tækju einhvern tíma höndum saman. Það gæti þó verið kaþólikkum og rétttrúnaðarmönn- um fyrirmynd um að bæta sam- skipti sín. ■ TOLLALÖG Heildarendurskoðun tolla- laga fer fram um þessar mundir en núgildandi tollalög eru frá 1987. Við endurskoðun laganna er gengið út frá að rafræn tollafgreiðsla verði meginregla og ákvæðum lag- anna breytt með hliðsjón af því, eftir því sem segir í vefriti Fjár- málaráðuneytisins. Markmiðið með endurskoðun tollalaga er að tryggja að vöruviðskipti milli Ís- lands og annarra landa gangi greið- lega fyrir sig. Ábyrgð innflytjenda og þeirra sem flytja og geyma ótollafgeiddar vörur er gerð skýr- ari. Þá er fækkun tollumdæma til skoðunar með það að markmiði að auka sérhæfingu hjá tollyfirvöld- um á landsbyggðinni og gera flutn- ing á ótollafgreiddum vörum inn- anlands greiðari. Tollumdæmi hér á landi eru nú 26 en á hinum nor- rænu löndunum hefur þeim fækk- að verulega. Í Finnlandi eru toll- umdæmin 5 og í Noregi fækkaði umdæmum nýlega úr 10 í 6. ■ Vöruskipti við útlönd: Hagstæð um 14 milljarða VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR Ríflega fjórtán milljarða afgangur var af vöru- skiptum við útlönd fyrstu ellefu mánuði ársins. Vöruskiptin í nóv- ember voru hagstæð um 2,3 millj- arða. Útflutningur jókst um 9%, en innflutningur dróst saman um 5%. Útflutningur sjávarafurða hefur aukist um 9% og nemur 63% af vöruútflutningi. Útflutn- ingur iðnaðarvara hefur einnig aukist, einkum á lyfjavörum og lækningatækjum. Samdrátt í inn- flutningi má rekja til minni inn- flutnings á fjárfestingarvörum og flutningatækjum. ■ TOLLAFGREIÐSLA Til skoðunar er að fækka tollumdæmum en þau eru nú 26. Í Noregi eru umdæmin 6 og 5 í Finnlandi. MESSA HJÁ HREINTRÚARMÖNNUM Í NIKÓSÍU Gríska réttrúnaðarkirkjan er ein þeirra kirkjudeilda sem hafa hafnað leiðsögn páfadóms um tíu alda skeið. Tvö andlit Evrópu Skipting Evrópu í austur og vestur heyrir að mestu sögunni til, kalda stríðinu er lokið og Berlínarmúrinn fallinn. Fyrrum kommúnistaríki eru orðin aðilar að Atlantshafsbandalaginu og flykkjast í Evrópusam- bandið. Tveimur kirkjudeildum er þó enn í nöp hvorri við aðra. MUNKUR SELUR KERTI Gríski munkurinn Neofteus hefur verið myndaður mörg undanfarin ár þar sem hann selur erlendum pílagrímum kerti í fæðingarkirkjunni um jólin. Rannsókn: Fimmtungur með tann- áverka TANNHEILSA Tannáverkar eru nokk- uð algengir meðal tólf og fimmt- án ára barna á Íslandi. Færri reyndust með slíka áverka í þess- um aldurshópum árið 1996 en tíu árum fyrr. Þetta kemur fram í rannsókn Sigfúsar Þórs Elíasson- ar sem kynnt var á ráðstefnu lyfja-, lækna- og tannlæknadeild- ar HÍ. Árið 1986 greindust áverk- ar á tönnum 20,4% tólf ára barna og 23,1% fimmtán ára. Tíu árum síðar er talan 15,6% hjá fyrri hóp- num og 18,3% í þeim seinni. Al- gengast er að framtennur í efri góm skaðist. ■ Heildarendurskoðun tollalaga: Rafræn tollafgreiðsla verði meginregla

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.