Fréttablaðið - 06.01.2003, Page 11

Fréttablaðið - 06.01.2003, Page 11
11MÁNUDAGUR 6. janúar 2003 Ríkisendurskoðun: Styttist í úttekt á Flugmála- stjórn STJÓRNSÝSLA Stjórnsýsluúttekt Ríkis- endurskoðunar á Flugmálastjórn Íslands er enn ólokið. Hálft ár er síðan úttektin hófst. Upphaflega var áætlað að henni yrði lokið um áramótin. Samkvæmt nýjum upp- lýsingum frá Ríkisendurskoðun er nú gert ráð fyrir að niðurstöður út- tektarinnar liggi fyrir í febrúar. Kveikja úttektarinnar var ósk frá Alþingi. Hún var meðal annars sett fram vegna umræðu um notkun á flugvél Flugmálastjórnar en mun beinast að allri starfsemi Flug- málastjórnar. ■ DANMÖRK Unnið er að lagabreyting- um sem geta auðveldað baráttu við glæpi tengda vélhjólasamtökum í Danmörku. Stór hluti sakamála sem upp hafa komið þar á undan- förnum árum tengjast á einn eða annan hátt meðlimum vélhjóla- samtaka á borð við Bandidos og Vítisengla. Oft er um að ræða al- varlega ofbeldisglæpi og tilheyrir nú mikill meirihluti þeirra sem af- plána lífstíðardóma í fangelsum landsins þessum hópum. Nýverið hótaðu fangelsisverðir í þeim deildum sem hýsa þessa sakamenn að segja upp störfum vegna niðurskurðar og almenning- ur hefur einnig þrýst mjög á stjórnvöld að grípa til róttækra að- gerða. Málið er því ofarlega á dag- skrá hjá ráðamönnum. Forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen drap á málinu í áramótaræðu sinni en töluverðar deilur hafa risið um tillögur hans og Venstre til úrbóta. Eitt helsta vandamál lögreglunnar í þessari baráttu er hversu erfitt er að fá fórnarlömb og almenning til þess að stíga fram og bera vitni gegn glæpamönnunum. Óttinn við þessa aðila er oft slíkur að fólk kýs held- ur að lifa við kúgun en rísa upp gegn þeim. ■ Glæpir tengdir vélhjólasamtökum: Ráðamenn leita lausna ANDERS FOGH RASMUSSEN Glæpastarfsemi tengd vélhjólagengjum var forsætisráðherra Dana ofarlega í huga í ára- mótaræðunni að þessu sinni. ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Nýliðið ár var metár fyrir margra hluta sak- ir hjá Íbúðalánasjóði. Íbúðalánasjóður: Vanskil aldrei minni ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Nýliðið ár var metár hjá Íbúðalánasjóði hvað varðar útgáfu húsbréfa, sölu hús- næðisbréfa og útlán viðbótarlána og leiguíbúðalána. Gefin voru út húsbréf og húsnæðisbréf fyrir 50,6 milljarða króna í fyrra. Þrátt fyrir metútgáfu voru afföll húsbréfa á síðustu mánuðum ársins 2002 lægri en verið hafði frá því í byrj- un árs 2002. Hæst voru afföllin í mars, tæp 11%, en enduðu í rúm- um 4% í lok árs. Vanskil voru í sögulegu lágmarki allt síðasta ár, þriggja mánaða vanskil námu í lok ársins 0,3% af heildarútlánum sjóðsins. Greiðsluerfiðleikamál hins veg- ar tvöfölduðust milli ára þótt enn sé nokkuð í að fjöldi slíkra mála nái því sem var á árunum 1995 og 1997. Í fyrra bárust 936 umsóknir um greiðsluerfiðleikaaðstoð á móti 456 umsóknum árið 2001. Aðstoðin getur falist í skuldbreytingu lána í fimmtán ára lán, frystingu lána í allt að þrjú ár eða lengingu lána um fimmtán ár. ■ Ákvörðun Kjaradóms: Köld vatnsgusa KJARAMÁL Stjórnvöld meta einskis það framlag almenns launafólks að fórna hluta launa sinna til að ná niður þeirri verðbólgu sem komin var á miðju síðasta ári. Þetta er mat stjórnar Verkalýðsfélagsins Hlífar, sem átelur nýlega ákvörð- un Kjaradóms um 7% hækkun launa æðstu embættismanna rík- isins á meðan almenningur fær aðeins um 3 % launahækkun. Í samþykkt Hlífar segir að ákvörð- un Kjaradóms komi eins og köld vatnsgusa framan í almenning, sem hafi, þrátt fyrir lág laun, frestað launakröfum sínum í þágu baráttu gegn verðbólgu. ■ INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍK- URBORGAR heimilaði Leikskólum Reykjavíkur skömmu fyrir jól að festa kaup á tölvubúnaði fyrir rúmar 6 milljónir króna. Keyptar voru 40 tölvur fyrir rúmar 5 milljónir króna eða 126.700 krón- ur stykkið. Prentarar voru keypt- ir jafnmargir og kostar hver 16 þúsund krónur. Loks voru keypt- ar 2 ferðavélar og kostaði stykkið 280 þúsund. Sennilega ekki mikill magnafsláttur veittur hjá því fyr- irtæki sem fékk viðskipti við leikskóla Reykjavíkur upp á 6 milljónir. INNLENT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.