Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 14
14 6. janúar 2003 MÁNUDAGURSKÍÐASTÖKK EINS OG FUGLINN FLJÚGANDI Austurríski skíðastökkskappinn Andreas Goldberger sveif í loftinu eins og fuglinn fljúgandi í keppni sem haldin var í bænum Innsbruck í Austurríki sl. föstudag. Í bak- grunni má sjá Wilten-kirkjuna. AP/M YN D Knattspyrnumaður Afríku 2002: Diop, Diouf og „Mido“ tilnefndir FÓTBOLTI Senegalarnir Papa Bouba Diop og El-Hadji Diouf auk Ahmed Hossam „Mido“ frá Egyptalandi hafa verið tilnefnd- ir sem knatttpyrnumenn Afríku árið 2002. Diop, sem leikur með franska liðinu Lens, sló í gegn þegar hann skoraði hið fræga sigur- mark Senegala gegn Frökkum á opnunarleik HM í sumar. Hann hefur þegar verið valinn knatt- spyrnumaður ársins í Senegal. Diouf, leikmaður Liverpool, stóð sig einnig vel á HM í sumar með Senegal. Hann varð árið 2001 fyrsti leikmaður landsins til að verða valinn besti knatt- spyrnumaður Afríku. Diouf er fyrrverandi samherji Diop hjá Lens. Undrabarnið „Mido“ er 19 ára gamall framherji sem leikur með Ajax í Hollandi. Hann átti stóran þátt í Hollandsmeist- aratitli félagsins á síðustu leik- tíð. Aðeins einn leikmaður frá Egyptalandi hefur verið valinn knattspyrnumaður Afríku. Þann heiður hlaut Mahmoud Al Khatib árið 1983. Valið á leikmanni ársins fer fram í Suður-Afríku þann 31. mars. ■ Í fótspor föðurins Logi Geirsson, tvítugur handboltamaður hjá FH, hefur verið valinn í íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Hann er sonur hins landsþekkta handboltakappa Geirs Hallsteinssonar sem gerði garðinn frægan hér á árum áður. HANDBOLTI „Ég byrjaði að æfa sex ára gamall með 7. flokki FH. Ég fór að fylgja pabba þegar hann var að þjálfa marga flokka fé- lagsins,“ segir Logi Geirsson. Hann vill þó ekki viðurkenna að hafa erft handboltagáfuna frá föður sínum. „Sumir segja að genin spili inn í. Mitt álit er hins vegar að æfingin skapi meistar- ann og maður þurfi að leggja hart að sér til þess að ná ár- angri.“ Logi segist æfa tvisvar á dag í það minnsta og ef hann er ekki á æfingu hjá FH æfir hann sig sjálfur tvisvar sinnum. Til þess að eiga auðveldara með það hef- ur hann brugðið á nokkuð óvenjulegt ráð. „Ég er búinn að koma mér upp lítilli lyftingaað- stöðu í bílskúrnum heima hjá mér. Þar er maður að lyfta og styrkja sig. Maður leggur allan sinn metnað í þetta og setur handboltann í fyrsta sætið.“ Logi var nýverið valinn í 26 manna landsliðshóp Íslands í handbolta en æfingar fyrir HM í Portúgal í næsta mánuði eru ný- hafnar. „Það er mjög mikill heið- ur að komast þangað og alveg frábært. Ég ætla að leggja allan minn metnað í að reyna að kom- ast í gegnum niðurskurðinn,“ segir Logi. Aðspurður segist hann hafa stefnt að því að kom- ast í landsliðið síðan snemma í haust. „Ef maður stefnir ekki hátt þá kemst maður ekki hátt. Maður verður að hafa trú á þessu sjálfur því ef maður gerir það ekki hefur það enginn fyrir mann.“ Að sögn Loga hefur pabbi hans fylgst náið með honum í gegnum tíðina. „Það er fínt að hafa hann til að leiðbeina sér og aðstoða við skotæfingar. Hann kennir manni hin ýmsu afbrigði frá því í gamla daga og styður mann reglulega. Það eru margir tilbúnir að hjálpa manni og það hjálpar manni mikið áfram.“ Logi segist eiga sér tvo uppá- haldshandboltamenn. „Ólafur Stefánsson er rosalega öflugur og svo er einn örvhentur sem heitir Lasarev og er í makedóns- ka landsliðinu,“ segir Logi, sem sjálfur er rétthentur og spilar í stöðu vinstri skyttu. Í yngri flokkunum lék hann þó oftast nær í stöðu hornamanns. Loga hefur gengið vel það sem af er tímabils með FH og skoraði m.a. 14 mörk í sigurleik gegn Þór á dögunum. „Mér tókst að puttabrotna í öðrum leik, sem varð til þess að ég missti af ein- hverjum fimm leikjum, en eftir það hefur leiðin legið upp á við.“ Hann segist stefna ótrauður að því að spila sem atvinnumað- ur í framtíðinni. „Stefnan er sett út og uppáhaldsliðið er Lemgo í Þýskalandi. Það var fyrsta liðið sem maður byrjaði að fylgjast eitthvað með eftir að breið- bandið byrjaði að sýna leiki frá Þýskalandi. Daniel Stephan var minn uppáhaldsmaður þar á sín- um tíma. Þeir eru að vinna deild- ina núna og það er uppgangur hjá þeim,“ segir handboltamað- urinn efnilegi að lokum. freyr@frettabladid.is Geir Hallsteinsson um son sinn: Ofboðslega metnaðargjarn Ég er búinn að sjá það alveg fráþví að hann var gutti að hann myndi verða topphandboltamað- ur. Hann hafði þetta í sér alveg frá upphafi,“ segir Geir Hall- steinsson, faðir Loga, sem jafn- framt er talinn einn besti hand- boltamaður Íslands fyrr og síðar. Geir hefur meðal annars þjálfað son sinn upp alla yngri flokka FH og þekkir því vel til kosta hans og galla sem leikmanns. „Kosturinn við Loga er að hann er alveg ofboðslega metnaðar- gjarn og hann er að uppskera eins og hann sáir. Hann æfir helmingi meira en aðrir og er algjörlega reglusamur á tóbak og vín. Frá 18 ára aldri setti hann sér það tak- mark að hann ætlaði sér að spila með Lemgo í þýsku Bundeslig- unni. Þá hef ég sagt honum hvað hann þyrfti að gera til þess að uppskera slíkt. Ef hann heldur svona áfram og er jarðbundinn eins og hann er þá nær hann því marki.“ Geir segist virða Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara fyrir að gefa ungum mönnum eins og Loga tækifæri til að koma á æfingar og kynnast mönnum eins og Ólafi Stefánssyni, Degi Sig- urðssyni og Patreki Jóhannessyni, sem hafa verið í mestu uppáhaldi hjá sér í gegnum tíðina. „Ég held að það sé tímaspursmál hvenær þessir ungu strákar fá að fara inn og það kæmi mér ekkert á óvart ef einhver af þeim færi inn núna.“ Að sögn Geirs þarf sonurinn helst að bæta líkamsstyrk sinn. „Hann er að lyfta á hverjum degi og um leið og hann fær virkilegan líkamsstyrk þá verður hann illa stöðvandi. Ég er alveg sannfærð- ur um það.“ Geir segir að mikil velgengni í íþróttum geti verið vandmeðfar- in. „Menn þurfa að geta með- höndlað svona frægð. Ég hef lent í þessu í gegnum tíðina. Það er truflun alls staðar frá fjölmiðl- um, fólkinu og félögunum og þá verða menn að reyna að halda höfði. Ég er fyrst og fremst að reyna að koma honum í skilning um að helmingurinn af þessu er sálfræðin.“ ■ MING Yao Ming hefur skorað 13,2 stig að meðaltali í NBA-deildinni í vetur. Stjörnuleikurinn í NBA: Ming með fleiri atkvæði en Shaq KÖRFUBOLTI Kínverjinn Yao Ming, miðherjinn í liði Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hefur hlotið fleiri atkvæði en Shaquille O’Neal, miðherji L.A. Lakers, í kjöri um það hverjir verða í byrjunarlið- unum í stjörnuleik deildarinnar í næsta mánuði. Ming, sem er nýliði í NBA, er fjórði atkvæðahæsti leikmaðurinn í kjörinu og er jafnframt hæstur í kjöri á miðherjum deildarinnar með rúm 800 þúsund atkvæði. Aðeins fjórir miðherjar sem jafnframt eru nýliðar í NBA-deildinni hafa fengið að byrja inn á í stjörnuleiknum til þessa; þeir Ray Felix, Wilt Cham- berlain, Walt Bellamy og O’Neal. Kobe Bryant, samherji O’Neal hjá Lakers, hefur fengið flest at- kvæði í kjörinu og Vince Carter, leikmaður Toronto Raptors, kemur næstur á eftir honum. Kosningunni lýkur 12. janúar en stjörnuleikurinn verður háður í Atl- anta 9. febrúar. ■ AP/M YN D DIOUF El Hadji Diouf í leik með Liverpool gegn Arsenal. Hann var valinn knattspyrnumaður Afríku árið 2001. AP /M YN D HANDBOLTAFEÐGAR Logi Geirsson og faðir hans Geir Hallsteinsson. Geir segir að Logi sé afar metnaðarfullur og hafi alla burði til að ná langt í handboltanum. GEIR Geir Hallsteinsson er einn besti handbolta- maður sem Ísland hefur átt. Hann var kjör- inn íþróttamaður ársins árið 1968 og sýndi oft á tíðum glæsileg tilþrif á handboltavell- inum. Hér sést hann í þann mund að skora mark í leik gegn Fram. Landsleikur á laugardag: Öruggur sig- ur Íslands HANDBOLTI Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan sigur á Slóvenum með 37 mörkum gegn 29 í Kaplakrika á laugardaginn. Það var frá- bær seinni hálf- leikur Íslands sem lagði grunn- inn að sigrinum og áttu Slóvenar ekkert svar við góðum sóknarleik okkar manna. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með 11 mörk. Róbert Sighvatsson skoraði 7 og Ólafur Stefánsson, nýkrýndur íþróttamaður ársins, skoraði 6 mörk. ■ GUÐJÓN VALUR Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í ís- lenska liðinu með 11 mörk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.