Fréttablaðið - 06.01.2003, Page 15

Fréttablaðið - 06.01.2003, Page 15
15MÁNUDAGUR 6. janúar 2003 NBA-deildin: Jordan með 41 stig KÖRFUBOLTI Michael Jordan skor- aði 41 stig og tók tólf fráköst þeg- ar lið hans, Washington Wizards, lagði Indiana Pacers með 107 stigum gegn 104 í tvíframlengd- um leik í NBA-deildinni í körfu- bolta í fyrrakvöld. Þetta er hæsta stigaskor Jord- an á leiktíðinni auk þess sem hann hefur aldrei leikið fleiri mínútur í einum leik, eða 53. Kappinn skoraði meðal annars 20 stig í fjórða leikhluta og í fram- lengingunum tveimur. Jordan skoraði síðast yfir 40 stig í deild- inni í leik Wizards og Phoenix Suns fyrir rúmu ári síðan. Þar skoraði hann 41 stig. „Michael er hættur að koma mér á óvart,“ sagði Doug Collins, þjálfari Wizards, eftir leikinn. „Hann spilaði í 53 mínútur og það veldur mér áhyggjum en hefði ég tekið hann út af hefði ég örugg- lega verið rekinn.“ Los Angeles Lakers tapaði fyr- ir Phoenix Suns með 107 stigum gegn 93. Kobe Bryant skoraði 37 stig fyrir Lakers, tók sjö fráköst og átti sjö stoðsendingar. Shaquille O´Neal, samherji Bryant, skoraði 25 stig og tók níu fráköst. Það dugði hins vegar ekki til fyrir meistarana. Þetta var áttundi sigurleikur Suns í röð á heimavelli. ■ FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, segir að lið sitt gæti sagt skilið við ensku úr- valsdeildina og tekið þess í stað þátt í stofnun nýrrar evrópskrar ofurdeildar. Hann segist vera orðinn þreyttur á deilum félaga við þjóðir sem vilja fá leikmenn sína í landsleiki. Auk þess vill hann að leikmenn sínir spili færri leiki. Wenger reiddist mjög þegar Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, veitti leyfi fyrir því að haldin verði Sambandsbikar- keppni FIFA í sjötta sinn í Frakk- landi í sumar. Þar taka þátt lands- lið frá þeim sex samböndum sem eru aðilar að FIFA auk heims- meistara Brasilíu og einnar ann- arrar þjóðar sem boðið verður til leiks. Fyrir vikið fá margir leik- manna Wenger hjá Arsenal enga hvíld áður en næsta leiktíð hefst á Englandi. „Það á eftir að eiga sér stað breyting í fótboltanum. Félög enda með því að neita að sleppa leikmönnum sínum. Átján með- limir eru nú skráðir í G-14, sem eru samtök stærstu félaga Evr- ópu, og með átján liðum gætum við stofnað nýja deild.“ JORDAN Al Harrington, leikmaður Pacers, reynir að ná boltanum af Michael Jordan í fjórða leikhluta. Jordan skoraði 41 stig í leiknum. AP /M YN D WENGER Arsene Wenger vill að öllum „óþarfa“ mótum á vegum FIFA verði hætt. Arsene Wenger ósáttur: Hættir Arsenal í úrvalsdeild? Enski bikarinn: Stoke komst í 4. umferð FÓTBOLTI Íslendingaliðið Stoke vann efsta lið 2. deildar, Wigan, 3:0 í þriðju umferð ensku bikar- keppninnar á laugardag. Chris Greenacre skoraði tvö af mörkum Stoke og Chris Iwelumo setti eitt. Óvænt úrslit urðu þegar Ev- erton tapaði fyrir 3. deildarliði Shrewsbury, með tveimur mörk- um gegn einu. Dennis Bergkamp skoraði 100. mark sitt fyrir bikarmeistara Arsenal sem sigruðu Oxford, 2:0, á Highbury. Þá vann Manchester United efsta lið 1. deildar, Portsmouth, auðveldlega 4:1. Í gær vann Liverpool síðan 1:0 útisigur á Manchester City.■ Opið frá 10 - 20 RISAÚTSALA ÞRETTÁNDAFLUGELDAR Flugeldasalan hjá Húsasmiðjunni Skútuvogi og Sólningu Smiðjuvegi 30 - 70% afsl. Gerðu flugeldakaup ársins! Roy Keane: Meiddist aftur FÓTBOLTI Roy Keane, fyrirliða Manchester United, var skipt út af í hálfleik gegn Portsmouth í ensku bikarkeppninni á laugar- dag vegna meiðsla á læri. Þetta eru slæmar fregnir fyrir Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóra United. Talið er ólíklegt að Keane leiki með United í undanúrslita- leik gegn Blackburn í Worth- ington-deildarbikarnum á morg- un. Keane er nýkominn aftur inn í liðið eftir að hafa verið frá í fjóra mánuði vegna meiðsla á mjöðm. ■ Lee Bowyer eftirsóttur: West Ham hefur áhuga FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarliðið West Ham hefur áhuga á að kaupa Lee Bowyer, leikmann Leeds. Engar viðræður þess efn- is hafa þó verið haldnar á milli félaganna. Birmingham hefur einnig mikinn áhuga á að fá Bowyer í sínar raðir. Í síðustu viku hafn- aði kappinn því að ganga til liðs við félagið sem lánsmaður. Einnig er vitað af áhuga Totten- ham á leikmanninum og svo gæti farið að hann fari þangað í sum- ar þegar samningur hans við Leeds rennur út. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.