Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 16
16 6. janúar 2003 MÁNUDAGUR Nýr gælunafnasiður hefurkomist á í kaupstöðum á síð- ustu tímum, sérstaklega telpu- nafna. Fögrum íslenskum kven- heitum, sem veita þeirri konu tign og virðuleik, sem ber þau, einsog dýrir skartgripir fornir (nöfn ein- sog t.d. Ragnheiður, Ásthildur eða Guðrún), er snúið í hin herfileg- ustu orðskrípi, líkt og fyrirmynd- ir væru sóttar í dreggjar útlendsk stórborgamáls eða til villiþjóða: Dídí, Sísí, Físí, Gígí, Dúdí, Gógó, Dódó. Afkáraleg orðskrípi af þessu tægi fara senn í bág við ís- lenskt málfar og menntaðan smekk.“ Svo skrifar Halldór Laxness harðorður árið 1962 í Vettvángi dagsins. Ein af mörgum tilraun- um hans til að betra þjóð sína. Ekki hafði hann erindi sem erfiði því Sísí fríkar enn út og Dódó starfaði við gott orðspor hjá Norð- urljósum síðast þegar fréttist. Gælunöfn stund- um óþægileg Gælunöfn eða stuttnefni lifa góðu lífi á Íslandi. Oft er það í blóra við vilja þeirra sem þau bera og menn leggja ýmis- legt á sig til að losna við gælunöfn sem festust á þá sem börn. Gælunöfnin Lilli og Lilla eru dæmi um nöfn sem festast við fólk án þess að eiginnöfnin séu notuð til viðmiðunar. Og ætla verður að, segjum bankastjóri, sem kallaður er Lilli af vinum sín- um, telji ekki vænlegt að ganga undir slíku nafni í bankanum vilji hann gæta virðingar sinnar. Oft eldast gælunöfn af mönnum meðan þau fylgja öðr- um alla æfi. Og sami einstaklingurinn getur gengið undir nokkrum gælunöfnum: Þannig getur Eyjólfur verið kallaður Eyjó af fjöl- skyldu sinni, Jólfurinn af vinnufélögum og Dúlli af eiginkonunni! Prófessor Guðrún Kvaran, forstöðumað- ur Orðabókar Háskól- ans, er einn helsti sér- fræðingur þjóðarinn- ar á þessu sviði en hún sendi frá sér bókina Nöfn Íslendinga árið 1991 ásamt Sigurði Jónssyni frá Arnar- vatni. Hún segir erfitt að henda reiður á því hvenær þessi siður hefst en hann er mjög gamall. „Sumir telja að tvínefni í Íslendinga- sögum hafi hugsan- lega ekki verið viður- nefni heldur gælu- nöfn einsog til dæmis Ubbi (Úlfur) eða Ulli (Erlendur). Þetta er hugmynd Finns Jóns- sonar prófessors en hefur lítið verið rann- sakað.“ Í Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu notar Ólafur kon- ungur nafnið Óli þegar hann vill leyna því hver hann er og í 15. ald- ar handriti Njálu hefur skrifari ritað á spássíu: „Illa gerir þú við mig Dóri, þú gefur mér aldrei fiskinn nógan, frændi minn.“ Þarna hefur skrifar- inn verið svangur og ergilegur en hann er líklega að vinna fyrir einhvern Halldór. Í íslenskum fornbréf- um bregður fyrir gælunöfnum. Sigfús verður oft Fúsi og vinnufólk, einkum vinnukonur, eru oft nefndar Gunna eða eitthvað svoleiðis. Gælunöfn ganga í fjölskyldum Að sögn Guðrúnar ganga gælunöfn oft í fjölskyldum og eiga það til að breytast í eig- innöfn. „Fólk á kannski ömmur og mömmur sem það vill gjarnan skíra í höfuðið á, til dæmis Guð- ríður, en finnst nafnið kerlingar- legt. Þessi sama Guðríður var hugsanlega kölluð Guja en ein- hvern tíma kom fram sú beiðni til Mannanafnanefndar að fá að skíra stúlkubarn Guja. Ef ég man rétt var sú umleitan ekki sam- þykkt á sínum tíma en reglurnar hafa verið rýmdar talsvert frá þeim tíma.“ Oftast miðast gælunöfnin við skírnarnöfnin, segir Guðrún: „Stundum er það byrjun nafnsins, stundum bara fyrsti stafur, fyrsta atkvæði og svo endingin. A og I eru langalgengustu endingarnar. Seinna komu stafirnir ý og ó til Um Dídí, Físí, Ulla, Kitta og önnur gælunöfn: Lilli bankastjóri HALLDÓR LAXNESS Var ekki par hrifinn þegar gælunöfn á borð við Dódó, Dúdí og Físí skutu upp kollin- um og taldi það brjóta í bága við menntaðan smekk. BJÖRN BJARNASON Er í sumum kreðsum kallaður Bíbí. Hvernig má það vera? Gladiator 2: Maximus rís upp frá dauðum KVIKMYNDIR Þótt flestir menn séu dauðlegir á það ekki við um alla, að minnsta kosti ekki Maximus, sem Russell Crowe túlkaði í myndinni „Gladiator.“ Framleið- endur myndarinnar íhuga nú að gera framhaldsmynd og spá mikið í hvernig Maximus geti snúið aftur í seinni myndinni þó hann hafi látið lífið í þeirri fyrri. Walter Parkes, framleiðandi myndarinnar, segir að Rómverjar hafi haft ofurtrú á lífi eftir dauð- ann. Á þeirri trú ætli þeir að byggja fari svo að Maximus snúi aftur í Gladiator 2. ■ SKYLMINGAÞRÆLLINN Maximus dó í fyrri myndinni en svo gæti farið að hann snúi aftur í þeirri seinni. PRÓFESSOR GUÐRÚN KVARAN Skólasystir hennar, Guðrún, gat sem barn ekki sagt nafn sitt heldur sagði Gúlú. Í framhaldinu festist gælunafnið Úlú við hana. JAPANSKUR FÓTBOLTI Japanir eiga sína eigin tegund af fótbolta þar sem leikið er í hefðbundnum japönsk- um búningum. Bolta úr dádýraskinni er sparkað á milli þátttakenda sem sameinast um að koma í veg fyrir að hann lendi á jörðinni. Leikurinn er upprunninn í Kína og var lengi vinsæll meðal japanska aðalsins. Coldplay: Styrkja góð- gerðarmál FÓLK Fregnir herma að meðlimir hljómsveitarinnar Coldplay ætli að láta einn tíunda af tekjum sínum renna til góðgerðamála. Hugmynd- in er að 10% af ágóðanum af plötu- sölu, tónleikahaldi og sölu á ýmsum varningi verði framvegis lögð inn á reikning sem sveitin hefur látið stofna í sínu nafni. Féð mun síðan verða notað til þess að styrkja ýmis málefni sem vekja áhuga meðlima hljómsveitarinnar. Áætlað er að tekjur Coldplay hafi á síðasta ári numið um það bil 5 milljónum sterlingspunda, sem þýð- ir að 500.000 pund hefðu runnið til góðgerðamála. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.