Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 17
17MÁNUDAGUR 6. janúar 2003 K O R T E R allt að afsláttur sögunnar. Stundum verða gælu- nöfn til vegna þess að börn eiga erfitt með að segja nafnið sitt. Guðrún skólasystir mín sagði alltaf Gúlú sem barn af því að hún gat ekki sagt Guðrún og gælu- nafnið Úlú festist við hana í fram- haldinu. Sögur á bak við sum nöfn eru af þessu tagi. Svo festast nöfn eins og Systa og Brói við fólk sem eru dæmi um gælunöfn sem koma eiginnafninu ekki við. Oft verða þau til þegar börn fá seint nöfn.“ Gælunöfn eru yfirleitt tvíkvæð og til styttingar. Nonni er eitt fárra nafna þar sem gælunafnið er lengra en aðalnafnið Jón. Gælunöfn tíðkast um land allt en þó er notkun þeirra mismunandi eftir landsvæðum. Það tíðkast til að mynda fyrir vestan að kalla Kristján Kitta fremur en Stjána eða Kidda. Gælunöfn tíðkast víða um heim þó segja megi að hér séu reglulegri myndunarhættir en annars staðar. Spaz og Bíbí Í raun er allur gangur á því hvernig gælunöfn eru til komin. Til dæmis hefur það flogið fyrir að stjórnmálamaðurinn Björn Bjarnason sé í ákveðnum kreðs- um kallaður Bíbí, ekki þó vegna þess að hann gat ekki sagt Björn sem barn, heldur vegna áhuga síns á utanríkismálum!? Og hvernig má það vera? Jú, þetta eru sem sagt upphafsstafir hans samkvæmt enskum framburði. Og hvernig má það vera að Rúnar er þekktur sem Spaz en ekki til dæmis Rúni eða jafnvel Rúnki? Svo virðist sem tölvuleikir séu farnir að setja strik í þennan reikning og hlýtur það að teljast hið nýjasta í þessum efnum. Um er að ræða hlutverkaleiki þar sem viðkomandi nefnir sjálfan sig gælunafni. Og ef menn láta til sín taka í leiknum eru þeir jafnvel þekktari undir því gælunafni en sínu eigin. jakob@frettabladid.is LEIKHÚS Aðsókn að leiksýningum á Broadway dróst saman um 80% strax í kjölfar hryðjuverka- árásanna þann 11. september 2001. Þetta áfall drap þó ekki leik- húslífið niður til lengdar og að- sóknin á Broadway var með besta móti í fyrra. 11,41 milljón miða seldist árið 2002 samanborið við 11,39 milljónir árið áður. Árið 2000 var þó enn betra en þá seld- ist 12,01 milljón miða. Heima- menn sóttu í sig veðrið í fyrra og leikhúsunum virðist hafa gengið betur að höfða til þeirra en ferða- manna. Þá virðast margir hafa lagt leið sína á sýningar á Broad- way í fyrsta sinn árið 2002. Fjölgunin er ekki síst rakin til mikillar fjölbreytni í efnisvali en þannig var meðal annars boðið upp á hip-hop og söngleik byggð- an á lögum Billys Joel, auk þess sem þátttaka sjónvarps- og kvik- myndastjarna laðaði yngra fólk að sýningunum. Fjörutíu og sex frumsýningar voru í fyrra, sem er það mesta í áratug. Þar af voru þrettán söngleikir en þeir hafa ekki verið fleiri síðan 1992. ■ FIONA SHAW Leikur titilhlutverkið í gríska harmleiknum Medeu sem verður á fjölunum í Brooks Atkinson-leikhúsinu næstu tvo mánuði. Broadway: Góðæri á leiksviðinu KÍNVERSK BARDAGALIST Shaolin-munkar frá Kína sýna fimi sína í bardagalist í Kuala Lumpur í Malasíu. Munkarnir ferðast um heiminn til þess að safna fé til góðgerðarmála og kynna fyrir umheiminum þessa ævagömlu bardaga- hefð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.