Fréttablaðið - 06.01.2003, Síða 18

Fréttablaðið - 06.01.2003, Síða 18
FUNDUR 8.15 Gísli Hrafn Gíslason, mannfræði- nemi við Kaupmannahafnarhá- skóla, flytur erindi sem hann nefnir Keypt kynlíf: Úr rannsókn á dönskum vændiskúnnum. Er- indið er byggt á niðurstöðum vettvangsrannsóknar og er fyrsta erindið í röð morgunfunda, sem Stéttarfélag íslenskra félagsráð- gjafa heldur undir yfirskriftinni Bakhlið borgarinnar. MESSA Söfnuður Rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar á Íslandi efnir til jólaguðsþjón- ustu í Friðrikskapellu við Valsheimilið. Guðsþjónustan hefst laust fyrir miðnætti og stendur til kl. 2.30. Rússneskur prest- ur, faðir Vladimir Aleksandrov, sem staddur er hér á landi í boði safnaðar- ins, þjónar fyrir altari. UPPÁKOMA 19.30 Þrettándagleðin í Grafarvogi hefst með blysför frá vélamiðstöð Reykjavíkurborgar við Gylfaflöt. Kveikt verður í þrettándabrenn- unni á Gufunessvæðinu kl. 20. Skátarnir stjórna fjöldasöng, þar sem álfadrottning og álfakóngur koma fram ásamt barna- og ung- lingakór Grafarvogskirkju. Dag- skránni lýkur með flugeldasýn- ingu. SÝNINGAR Birgir Rafn Friðriksson heldur sýning- una Án samhengis - allt að klámi í Café Presto, Hlíðasmára 15, Kópavogi. Birgir sýnir 34 þurrpastelmyndir unnar á árinu 2000. Sýningin stendur út janúar 2003 og er opin á opnunartíma Café Presto, 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Sýning Kristjáns Jónssonar myndlistar- manns stendur yfir í galleríi Sal á Hverf- isgötu 39. Þar sýnir Kristján, sem nam grafík og málaralist í Barcelona, um tutt- ugu málverk sem ýmist eru unnin með blandaðri tækni eða olíulitum. Sýningin er opin daglega frá kl. 17 til 19. Ingólfur Júlíusson ljósmyndari stendur fyrir sýningunni Grænland - fjarri, svo nærri í Reykjavíkurakademíunni, 4. hæð, Sýningin er opin virka daga frá 9- 17 og stendur til 31. janúar. Sýning á útsaumuðum frummyndum Elsu E. Guðjónsson úr bók hennar Jólasveinarnir 13 stendur yfir í Bóka- safni Kópavogs. Sýningin er opin á opn- unartíma safnsins. Henni lýkur í dag. Í hers höndum er yfirskrift á sýningu sem stendur yfir í Borgarskjalasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Sýningin er opin alla daga klukkan 12-17 og stendur til 2. febrúar. Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur sýningu á verkum sínum í Kaffitári, Bankastræti 8. Sýningin er opin frá 7.30 til 18.00 og stendur til 10. janúar. Sýning á málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur stendur yfir í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru málverk unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýn- inguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið, tíminn og eilífðin. Sýningin í Hallgríms- kirkju er haldin í boði Listvinafélags Hall- grímskirkju og stendur til loka febrúar- mánaðar. Sýningin Þetta vilja börnin sjá er haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýndar verða myndskreytingar úr nýút- komnum barnabókum. Sýningunni lýkur í dag. Hildur Margrétardóttir myndlistarkona sýnir nokkur óhlutbundin málverk á Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. jan- úar. Sýning á nokkrum verkum Guðmundar Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykja- víkurminningar en myndirnar tók Guð- mundur um miðja síðustu öld í Reykja- vík. Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista- safni Reykjavíkur. Inga Svala fjallar um og endurvekur draumsýnina um hið full- komna samfélag. Hún leggur fram hug- mynd að milljón manna borgarskipulagi í Borgarfirði og á norðanverðu Snæfells- nesi. Stærsta sýning á íslenskri samtímalist stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýnd eru verk eftir um 50 listamenn sem fæddir eru eftir 1950 og spannar sýning- in árin 1980-2000. Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn- ingu sem Edward Fuglö heldur í Nor- ræna húsinu. Flökt - Ambulatory - Wandelgang er samsýning Magnúsar Pálssonar, Erics Andersens og Wolfgangs Müllers í Ný- listasafninu. 18 6. janúar 2003 MÁNUDAGUR ÞRETTÁNDINN Árleg þrettándagleði í Grafarvogi fer fram í kvöld, en það eru stofnanir og félagasamtök í hverfinu sem standa að gleðinni, sem hefst með blysför frá Véla- miðstöð Reykjavíkurborgarar við Gylfaflöt klukkan 19.30. Þaðan verður gengið að brennusvæðinu ofan við Gufunesbæinn. Kveikt verður í þrettándabrennunni á Gufunessvæðinu klukkan 20 þar sem skátar stjórna fjöldasöng og álfadrottning og álfakóngur koma fram ásamt barna- og unglingakór Grafarvogskirkju. Dagskránni lýkur með veglegri flugeldasýn- ingu í boði Egilshallarinnar klukk- an 20.45. Fólk er hvatt til að mæta með grímu, jólasveinahúfu eða í öðrum skemmtilegum búningum og blys verða til sölu við upphaf blysfarar og á Gufunessvæðinu. ■ Þrettándagleði í Grafarvogi: Blysför, álfar og brenna JÓLIN KVÖDD Grafarvogsbúar efna til þrettándagleði í kvöld þar sem margt verður til skemmt- unar og að endingu verða jólin kvödd með flugeldasýningu. MÁNUDAGUR 6. JANÚAR hvað? hvar? hvenær? Söfnuður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi: Jólaguðsþjónusta haldin í kvöld JÓLAHALD Tímatal rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar er þrettán dögum á eftir okkar tímatali. Þess vegna halda Rússar jóladag hátíð- legan á morgun, 7. janúar. Af því tilefni efnir söfnuður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunar á Íslandi til jólaguðsþjónustu sem hefst laust fyrir miðnætti í kvöld. Rússneskur prestur, faðir Vla- dimir Aleksandrov, þjónar fyrir altari. Guðsþjónustan stendur til klukkan hálfþrjú í nótt og fer hún fram í Friðrikskapellu, sem er rétt hjá Valsheimilinu í Reykja- vík. „Rússneski söfnuðurinn hér á landi var stofnaður fyrir tæpu ári,“ segir Jón Ólafsson heim- spekingur, sem hefur fylgst grannt með uppbyggingarstarf- inu. Eiginkona hans, Ksenia Ólafsson, er forstöðumaður safn- aðarins á Íslandi. Jón segir að veruleg gróska sé í safnaðarstarfinu. Guðsþjónust- ur hafa verið haldnar nokkrum sinnum, en þetta er fyrsta jóla- messan. Stefnt er að því að fá til landsins prest, sem verði búsett- ur hér og þjóni söfnuðinum. Af því gæti orðið áður en langt líður. „Safnaðarmeðlimirnir eru nú þegar á annað hundru og þeim fer fjölgandi jafnt og þétt,“ segir Jón. „Meðal þeirra Rússa, sem hér eru búsettir, er greinilega mikil þörf fyrir trúarlíf og fyrir þetta trúfé- lag.“ ■ VLADIMIR ALEKSANDROV Hann þjónar fyrir altari í jólaguðsþjónustu rússneska rétttrúnaðarsafnaðarins hér á landi í kvöld. Jóhanna Guðrún ég sjálf 10 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó Hringbraut 121, JL-húsið. Sími: 552-3870. Fax: 562-3820. Innritun 2. - 10. janúar • Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. • Taltímar, einkatímar. • Námskeið fyrir börn. Námskeiðin hefjast 13. janúar. Upplýsingar í símum 552-3870 og 562-3820 Netfang:af@ismennt.is. Veffang:http://af.ismennt.is. Opið 13:30 - 18:15

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.