Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 19
Tölvu- og rekstrarnám Námsbraut fyrir þá sem vilja læra bókhald og fá virkilega góða tölvukunnáttu. Vinsælt nám fyrir þá sem vilja skipta um starf eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Morgun- og kvöldtímar, 280 kennslustundir. Verð kr. 196.000. Tölvunotkun 1, 2 og 3 Stutt og hnitmiðuð námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. 60 kennslustundir, engin heimavinna. Morgun-, kvöld- og dagtímar. Verð aðeins kr. 45.000 hvert námskeið. Tölvur og vinnuumhverfi 1 og 2 Ítarlegt og gagnlegt nám. Bæði fyrir þá sem eru að byrja og þá sem ætla sér að ná mjög góðum tökum á tölvunni. Morgun- og kvöldtímar, 120 kennslustundir. Verð kr. 84.000 hvort námskeið. Einnig kennt í fjarnámi. Tölvur og vinnuumhverfi 50+ Sérstakur hópur fyrir þá sem eru um fimmtugt og eldri. Nú er tækifærið fyrir þá sem finnst þeir hafa misst af lestinni. Farið verður ítarlega í öll grunnatriði tölvunotkunar þannig að þátttakendur verða eftir námskeiðið öruggir í allri almennri tölvunotkun. Morgun- og kvöldtímar, 120 kennslustundir. Verð kr. 84.000. Reyndir kennarar og vingjarnlegt andrúmsloft. Tölvur og kennsluumhverfi, fjarnám Hentar þeim kennurum sem vilja styrkja stöðu sína og verða öruggir tölvunotendur. Þetta nám er ætlað byrjendum á tölvur en er líka heppilegt fyrir þá sem vilja bæta þá grunnþekkingu sem þeir hafa. 160 kennslustundir, verð kr. 112.000. Hagnýt netumsjón fyrir kennara Þetta nám er sérstaklega hannað fyrir þá sem þurfa að sjá um netkerfi í skólum eða hafa umsjón með tölvustofunni. 100 kennslustundir, verð aðeins kr. 120.000. Tölvuþjónusta 1 og 2 Tvö stutt námskeið fyrir þá sem vilja læra hagnýt atriði í uppsetningu og þjónustu við PC tölvur. Námskeiðin eru að miklu leyti verkleg. Hvort námskeið er þrír dagar og kostar kr. 45.000. Athugið að félagsmenn flestra stéttarfélaga eiga rétt á styrk úr fræðslusjóðum. Nánari upplýsingar í síma 568 5010. R a f i ð n a ð a r s k ó l i n n k y n n i r f j ö l b r e y t t t ö l v u n á m á v o r ö n n 2 0 0 3 Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · skoli@raf.is · www.raf.is Fyrir þá sem vilja ná árangri MÁNUDAGUR 6. janúar 2003 SELTJARNARNES Seltjarnarnesbær hefur endurheimt félagsheimili sitt eftir að hafa leigt það út undan- farin sjö ár. Samskipti leigutaka og bæjarbúa hafa ekki alltaf verið eins og best verður á kosið og hafa Seltirningar því ekki getað nýtt fé- lagsheimilið sem skyldi. Nú verður hins vegar breyting þar á þegar bærinn tekur aftur við rekstri heimilisins. „Við tókum við rekstrinum um áramótin,“ segir Stefán Bjarnason, skrifstofustjóri Seltjarnarnesbæj- ar. Stefnt er að því að halda upp á endurheimt félagsheimilisins með tónleikum Bubba Morthens næst- komandi fimmtudag. Bubbi er sem kunnugt er bæjarlistamaður Sel- tjarnarnesbæjar en tónleikarnir í félagsheimilinu munu vera þeir fyrstu sem hann heldur eftir að hafa veitt fálkaorðunni viðtöku úr hendi forseta Íslands. ■ Seltirningar: Endurheimta félagsheimilið Telur sig aldrei hafa leikið betur Michael Caine gerir sér vonir um Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í bíó- myndinni ‘Þögli Bandaríkjamaðurinn’. Hann þurfti þó að berjast fyrir því að eiga möguleika þetta árið. Myndin þótti of fjandsamleg í garð Bandaríkjanna. BEVERLY HILLS, AP Breski ljúflingur- inn Michael Caine er farinn að gera sér vonir um að fá Ósk- arsverðlaun fyrir aðalhlutverkið í bíómyndinni ‘Þögli Bandaríkja- maðurinn’, sem gerð er eftir sögu Graham Greene. Lengi vel leit þó ekki út fyrir að hann ætti möguleika á verð- launum fyrir leik sinn í þessari mynd. Til stóð að frumsýna hana haustið 2001 en árásir hryðju- verkamanna á New York og Was- hington urðu til þess að frumsýn- ingu var frestað. Framleiðendurn- ir höfðu áhyggjur af því að andúð- ar í garð Bandaríkjanna gætti um of í myndinni til þess að hún félli í kramið. Þar með minnkuðu mjög lík- urnar á að myndin yrði nokkru sinni sýnd í kvikmyndahúsum. Þögli Bandaríkjamaðurinn átti þess í stað að fara beint á mynd- bandaleigur, sem hefði útilokað myndina frá þátttöku í Ósk- arsverðlaunaatinu. Michael Caine var hins vegar engan veginn sáttur við það. Hann taldi sig aldrei hafa leikið betur og vildi endilega eiga möguleika á Óskar. Hann hringdi því í Harvey Weinstein, framleiðanda myndar- innar. „Harvey er góður vinur minn,“ segir Caine. „Ég hringdi í hann og sagði: Ég er að komast þangað núna. Ég er nærri sjötugur. Hve mörg tækifæri á ég eftir að fá?“ Weinstein féllst loks á að sýna myndina á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada í september síð- astliðnum. Caine gaf honum lof- orð í staðinn: „Ef hún gengur ekki vel í Toronto, þá skal ég koma með skóflu og hjálpa þér að grafa hana.“ Myndin fékk þvílíkar móttökur að Weinstein ákvað að sýna hana í tvær vikur í Los Angeles og New York, sem nægði til þess að hún á möguleika á Óskarstilnefningum. Gagnrýnendur lofuðu hana í há- stert. Michael Caine hefur tvisvar fengið Óskarsverðlaun, fyrir aukahlutverk í myndunum Hannah and Her Sisters árið 1986 og The Cider House Rules 1999. Auk þess hefur hann þrisvar hlot- ið tilnefningu fyrir besta leik í að- alhlutverki, en ekki hreppt hnoss- ið. Hann ber mikla virðingu fyrir verðlaunastyttunum sínum og fyrirlítur þá sem segist nota litlu Óskarsstyttuna sem „hurðar- stoppara á klósettinu.“ „Þegar ég kem með fólk á skrifstofuna mína í London og það segir: „Ó, það eru Óskarsverðlaun þarna,“ þá segi ég: „Reyndar eru þau tvenn.“ ■ SELTJARNARNES Bæjarbúar fá félagsheimilið sitt aftur eftir sjö ár. MICHAEL CAINE Leikur í myndinni Þögli Bandaríkjamaðurinn, sem er gerð eftir sögu Graham Greene. Hún fjallar um bandarískan njósnara sem veldur því að tugir saklausra Víetnama láta lífið. THE VINES Frumburður hljómsveitarinnar vakti mikla athygli á síðasta ári. Hljómsveitin The Vines: Önnur plata í smíðum TÓNLIST Ástralska rokksveitin The Vines ætlar að hefja upptökur á annari plötu sinni í næstu viku í Sydney. Frumburður hennar „Highly Evolved“ vakti umtals- verða athygli þegar hann kom út á síðasta ári. Hljómsveitin hefur verið á tón- leikaferðalagi undanfarnar vikur en ákvað að taka sér hlé til að hefja vinnu við nýju plötuna. Búist er við því að sveitin muni spila fjögur lög af nýju plötunni á Big Day Out-tónleikarferðalaginu síðar í þessum mánuði. ■ Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Garðar Thór Cortes Einleikari: Lucero Tena Miðvikudaginn 8. janúar kl. 19:30 Fimmtudaginn 9. janúar kl. 19:30 Föstudaginn 10. janúar kl. 19:30 Laugardaginn 11. janúar kl. 17:00 Vínar- tónleikar í Háskólabíói LAUS SÆTI LAUS SÆTI ÖRFÁ SÆTI LAUS UPPSELT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.