Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2003, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 06.01.2003, Qupperneq 20
20 6. janúar 2003 MÁNUDAGUR LIKE MIKE kl. 4 JAMES BOND kl. 5, 6.30, 8, og 10 Sýnd kl. 4, 6, 8, og 10 Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 9 Forsýnd kl. 10.15GRILL POINT THE GREAT DICTATOR kl. 5.45 og 8 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 GULLPLÁNETAN kl. 3.45 VIT498 SANTA CLAUS 3.45, 5.50 og 8 VIT 485 HARRY POTTER m/ísl.tal kl. 5 og 8 VIT493 HARRY POTTER kl. 6 og 9.15 VIT468 GHOSTSHIP kl. 10.10 VIT487 kl. 6GULLPLÁNETAN m/ísl. tali kl. 8 og 10.05 HAFIÐ kl. 7HARRY POTTER kl. 5.30 og 10.10HLEMMUR Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10 VIT 496 Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT 497 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 468 Leikkonan Salma Hayek hefursnúið baki við kaþólsku kirkj- unni. Hún segist vera strangtrúuð en að afstaða kirkjunnar til samkynhneigðra sé eitthvað sem hún geti ekki sætt sig við. Hún segir það einnig skammarlegt að konur geti ekki orðið prestar sam- kvæmt reglum kirkjunnar. Hún segist trúa því að Guð elski allar mannverur jafnt, sama hvort þær séu karlmenn, konur, samkyn- hneigðar eða gagnhneigðar. Hún hefur nýlokið að leika í myndinni „Frida“, sem fjallar um hina tví- kynhneigðu listakonu Frida Kahlo. Söngkonunni Christina Aguilerahefur verið skipað að klæða sig í efnismeiri föt ef hún ætlar að koma aftur fram í hinum vin- sæla breska poppþætti „CD:UK“. Síðast þegar hún mætti í þáttinn söng hún lagið „Dirrty“ og var þá klædd í brækur, pínubrjóstahöld og lítið annað. Áhorfendahópur þáttanna er mjög ungur og fengu þáttastjórnendur margar kvart- anir frá mæðrum (en engum feðr- um, hmm?) sem fannst stúlkan ganga yfir strikið í beyglulátum. Puff „P Diddy“ Daddy er orðinnafar óvinsæll á veitingahúsum í New York. Pilturinn heimtar víst í sífellu að fá fría drykki þar sem nærvera hans ein og sér á að vera skemmtistaðnum til bóta og auka aðsókn. Um ára- mótin heimtaði hann að barinn opnaði 30 flöskur af Cristal kampa- víni og varð svo afar hissa þegar honum var réttur reikningurinn. TÓNLIST Hugtakið að „meik’aða“ hefur komist í undirmeðvitund Íslendinga. Það gerir íslenskum tónlistarmönnum bara erfiðara fyrir. Það hlýtur að hafa verið smíðað af íþróttamanni, því orðið felur í sér að allir tónlistarmenn séu í samkeppni. En í samkeppni við hvað? Er það virkilega þannig að tónlistarmenn beintengist í gullæð þegar þeir gera útgáfu- samning í útlöndum? Þar sem tónlistarmarkaðurinn á Íslandi er afar lítill er ekkert eðlilegra en að menn reyni að róa á ný mið. Menn sem selja kannski rétt um 2000 eintök hér gætu hugsanlega náð að borga húsa- leiguna ef þeir seldu sömu pró- sentuhluta í öðrum löndum. Það eru aðeins fáir útvaldir sem ná alla leið upp á stjörnuhiminn. Það er til dæmis ástæðan fyrir því að piltarnir í Sigur Rós eða Quarashi aka ekki um á stórum jeppum. Höldum okkur á samkeppn- isnótunum og líkjum tónlistar- mönnum við fótboltamenn sem eiga þann draum heitastan að komast í atvinnumennsku í út- löndum. Flestir vita að þeir eiga litla sem enga möguleika á því að komast á toppinn eins og Eiður Smári. Flestir myndu sætta sig við það eitt að komast í norsku úr- valsdeildina, bara fyrir það eitt að fá borgað fyrir að leika knatt- spyrnu. Þetta er eins með tónlist. Eini munurinn er að í tónlistinni leikur aðeins einn leikmaður í úr- valsdeild, Björk Guðmundsdóttir. Þeir tónlistarmenn sem eru þar, til dæmis Eminem, Jennifer Lopez eða Coldplay, selja allir plö- tur í milljónatali um heim allan. Aðrir íslenskir leikmenn eru ýmist í 1., 2. eða 3. deild. Þeir listamenn sem eru í úrvalsdeild eða 1. deild eru allir á samningi hjá stóru útgáfufyrirtæki. Þannig eru Quarashi og Sigur Rós í 1. deild, hafa selt yfir 300 þúsund plötur á heimsvísu. Leaves hlýtur að skjótast upp í fyrstu deild eftir að plata þeirra kemur út í Banda- ríkjunum og Emilíana Torrini þegar næsta plata hennar kemur út. Rafsveitin múm leikur í róleg- heitum í 2. deild, ásamt Gusgus sem féll niður, en það dugar þó báðum til þess að eiga salt í graut- inn. Þeir sem leika í neðri deild- um fá dreifingu í útlöndum en ná þó ekki að framfleyta sér á tón- listarsköpun sinni. Eins og með fótboltamenn, og alla aðra menn sem vinna yfir höfuð, eru það þeir sem „meika’ða“ sem ná að framfleyta sér á sinni eigin iðju. Jafnvel þó að þeir komist aldrei með lög sín í efstu sæti vinsældalistanna. biggi@frettabladid.is FRÉTTIR AF FÓLKI Hverjir eru að „meika’ða“? Þegar íslenskir tónlistarmenn reyna að færa út kvíarnar fá þeir sjálfkrafa á sig „meik“ stimpilinn ógurlega. Ef þeir komast ekki í heimspressuna fljótlega byrjar fólk að álykta að ekkert gangi upp. En hvað þýðir það eiginlega að „meik’aða“? SIGUR RÓS Eru líklega ekki mikið að velta sér upp úr því hvort þeir nái að tækla Eminem eða Coldplay á vinsældalistanum. Selja ekki jafn margar plötur en hljóta samt að vera búnir að „meika´ða“, eða er það ekki? TÓNLIST Söngvarinn og rapparinn Höskuldur Ólafsson sagði skilið við sveitina Quarashi fyrir jól. Liðs- menn sveitarinnar komu sér saman um að halda brotthvarfinu leyndu eins lengi og unnt væri. Það var svo fréttastofa RÚV sem rauf þögnina og greindi frá ákvörðun Hössa í kvöldfréttum sínum á Rás 2 á fimmtudag. Höskuldur er, ásamt Sölva Blöndal og Steinari Fjeldsted, einn af stofnendum sveitarinnar og hef- ur því verið með frá upphafi. Ómar Suarez kom svo inn sem fjórði mað- ur árið 1999. Ástæðuna fyrir brotthvarfi sínu segir Hössi að hann hafi ekki fund- ið sig í tónlistarheiminum eftir að hafa farið í langt tónleikaferðalag með sveitinni á síðasta ári. Hann hefur um tíma lagt stund á ís- lenskunám við Háskóla Íslands og ætlar að snúa sér alfarið að því að ljúka því. Quarashi gaf út fyrstu smáskífu sína, „Switchtance“, í 500 eintökum árið 1996. Platan seldist upp á einni viku. Fyrsta breiðskífan kom út árið eftir og bar hún nafn sveitar- innar. Önnur breiðskífan „Xeneizes“ kom út árið 1999 og tryggði sveitin sér í kjölfarið al- þjóðlega útgáfu hjá fyrirtækinu Columbia Records eftir nokkuð fjaðrafok. Fyrsta alþjóðlega platan, „Jinx“, kom út í fyrra og var valin fimmta besta plata ársins 2002 að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins. Ekki náðist í liðsmenn Quarashi vegna málsins. ■ Fækkun í Quarashi: Hössi hættir QUARASHI Þótt sveitin hafi oft skipt um undirleiks- menn, þá aðallega plötusnúða, er þetta í fyrsta skipti sem eiginlegur liðsmaður sveitarinnar segir skilið við hana. Gítarleik- arinn Smári Tarfur, sem kvaddi sveitina eft- ir tónleikana í Laugardalshöll, var þannig aldrei eiginlegur liðsmaður.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.