Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 23
23MÁNUDAGUR 6. janúar 2003 V i l t u v e r ð a M i c r o s o f t s é r f r æ ð i n g u r ? Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · skoli@raf.is · www.raf.is Nánari upplýsingar í síma 568 5010 og á www.raf.is/ctec Rafiðnaðarskólinn er framsækinn skóli með alþjóðlegar vottanir sem býður fjölbreytt og vandað nám og fyrsta flokks kennslu. Fyrir þá sem vilja ná árangri Settu stefnuna á alþjóðlega prófgráðu Nú er einnig hægt að stunda nám um helgar. Hentar m.a. þeim sem búa utan Reykjavíkur. Margskonar möguleikar á samsetningu náms allt eftir tíma og efnahag. Í boði eru hefðbundnar námsbrautir, stök námskeið eða sérhannað nám eftir þörfum hvers og eins. A+ - PC Technician Network+ - Network Technician MCP - Microsoft Certified Professional MCSA - Microsoft Certified Systems Administrator MCSE - Microsoft Certified Systems Engineer MCDBA - Microsoft Certified Database Administrator Þáttur um kínverska öfgalist vekur viðbrögð: Mannát og afskornir limir í víni ÓHUGNAÐUR Heimildarþáttur um öfgakennda kínverska list, sem var sýndur á Channel 4 í Bretlandi á fimmtudag, hefur vakið hörð við- brögð í landinu. Fjöldi áhorfenda hringdi á sjónvarpsstöðina og lýsti hneykslan sinni, en allmargir höfðu látið í sér heyra strax og þátturinn var auglýstur í kynningu. Í þættinum sést meðal annars hvar kínverskur listamaður drekk- ur vín, sem í er afskorinn limur. Þá sést listamaðurinn Zhu Yu narta í andvana fætt barn. Zhu Yu brást illa við kvörtununum og sagði engin trúarbrögð banna mannát. „Ég er kristinn, en ég notfæri mér tóma- rúmið milli siðferðis og lagabók- stafs og byggi list mína á því,“ sagði listamaðurinn. Talsmaður sjónvarpsstöðvarinn- ar sagði að kvartanir yrðu skoðaðar, en stöðin stæði fast á því að rétt hefði verið að sýna þáttinn Hann sagði líka ástæðu til að skoða hver- ju það sætti að svartasta list heims- ins kæmi frá Kína. Kínverska sendiráðið í London fordæmdi sýninguna, en 900.000 manns stilltu á þáttinn. ■ Plötusala í Bandaríkjunum árið 2002: Rapp og kántrí seldist best TÓNLIST Sala á rapp- og kántríplöt- um gekk vel á síðasta ári í Banda- ríkjunum. Eminem var langsölu- hæsti tónlistarmaður landsins. Hann seldi 7,6 milljónir eintaka af plötunni „The Eminem Show“ auk þess sem hann seldi tæplega 3,5 milljónir eintaka af plötunni „8 Mile“ sem hafði að geyma lög úr samnefndri bíómynd með Eminem í aðalhlutverki. Af tíu söluhæstu plötunum voru flestar í rapp- og kántrígeir- anum. Kántrítónlistin var samt sem áður sú eina sem náði að auka plötusölu sína frá því árið á und- an, eða um 12%. Rapparinn Nelly var næstsölu- hæstur með 4,9 milljónir eintaka af plötunni „Nellyville.“ Popp- söngkonan Avril Lavigne lenti í þriðja sæti með plötuna „Let Go“ með 4,1 milljón eintaka. Kántrí- sveitin Dixie Chicks endaði í fjórða sæti með 3,7 milljón eintök seld af plötunni „Home“. Ef litið er yfir almenna plötu- sölu í Bandaríkjunum á síðasta ári þá dróst hún saman um 8,7%, sem gera tæplega 650 milljónir ein- taka. Þetta er annað árið í röð sem dregur úr plötusölu í landinu. Plötuframleiðendur hafa kennt versnandi efnahag og auknum þjófnaði laga af Netinu um hina dræmu sölu. ■ 11 MILLJÓNIR Plötur Eminem seldust eins og heitar lummur í Bandaríkjunum á síðasta ári, alls í rúmum 11 milljónum eintaka. Breska barnastjarnan Charlotte Church: Reykir og gæti misst röddina BARNASTJARNA Breska söngkonan Charlotte Church gæti verið að missa röddina, að því er fram kemur í pistli Michael White, tón- listargagnrýnanda dagblaðsins Daily Express. Charlotte, sem vann hug og hjörtu milljóna þeg- ar hún var uppgötvuð fyrir ótrú- lega rödd sína tólf ára gömul, er nú á sextánda ári og hefur átt við erfiðleika að stríða undanfarið ár. Hún hefur deilt við foreldra sína vegna kærastans, sem foreldrun- um líkar ekki við, og ekki vegnað sem best í söngheiminum. „Hún er farin að reykja og fer engan veginn nógu vel með sig,“ segir White. „Það er dapurlegt að stjarna hennar sé nú þegar farin að hníga, en sakleysið og tærleik- inn sem einkenndu rödd hennar eru þar ekki lengur og ekkert víst að hún eigi frekara erindi í óperu- heiminum.“ ■ CHARLOTTE CHURCH Hefur með ótrúlegri rödd heillað áheyr- endur upp úr skónum und- anfarin þrjú ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.