Fréttablaðið - 06.01.2003, Síða 24

Fréttablaðið - 06.01.2003, Síða 24
24 6. janúar 2003 MÁNUDAGUR KVIKMYNDIR Um áramótin tóku gildi ný kvikmyndalög sem fela í sér umtalsverðar breytingar á áður gildandi lögum. Þar er kveð- ið á um að Kvikmyndasjóður skuli lagður niður í núverandi mynd og í hans stað komi tvær nýjar ríkis- stofnanir, Kvikmyndamiðstöð Ís- lands og Kvikmyndasafn Íslands. Safnið mun enn fremur heyra undir safnalög en reglugerð þar sem fjallað verður nánar um hlut- verk þess og Kvikmyndamið- stöðvarinnar hefur enn ekki verið gefin út. Í janúar skipar menntamála- ráðherra sjö manna kvikmynda- ráð til þriggja ára en í því eiga fagfélög fimm fulltrúa. Nær öll- um starfsmönnum Kvikmynda- sjóðs hefur verið sagt upp og starf forstöðumanns Kvikmyndamið- stöðvarinnar hefur nú þegar verið auglýst. Umsóknarfrestur rann út 3. janúar og mun kvikmyndaráð fljótlega fara yfir umsækjendur. Endanleg ráðning er í höndum menntamálaráðherra en stefnt er að því að nýr forstöðumaður taki til starfa eigi síðar en 1. mars. Fram að því mun Þorfinnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, gegna starfinu. Það kemur síðan í hlut nýs for- stöðumanns að ráða annað fólk til starfa hjá Kvikmyndamiðstöð- inni. Forstöðumaðurinn mun bera ábyrgð á úthlutun styrkja til kvik- myndagerðar og tekur við því hlutverki sem stjórn Kvikmynda- sjóðs hafði áður. Styrkveitingar munu byggja á úrskurði ráðgjafa sem kemur í stað þriggja manna úthlutunarnefndar. Um nánari út- færslur á framkvæmd úthlutun- arinnar og starfsemi stofnunar- innar í heild er enn margt á huldu enda er reglugerð þar að lútandi sem fyrr segir enn í vinnslu. Fag- fólk í kvikmyndagerð hefur skilað inn álitsgerðum um innihald reglugerðarinnar en óljóst er að hversu miklu leyti verður tekið tillit til þeirra athugasemda. Björn Brynjúlfur Björnsson, for- maður Félags kvikmyndagerðar- manna, segir að erfitt sé að átta sig á stöðunni fyrr en endanleg reglugerð liggur fyrir. „Mönnum líst ekkert illa á lögin í meginat- riðum. En það eru ákveðin atriði sem menn eru hræddir við og ým- islegt varðandi framkvæmd lag- anna sem ekki kemst á hreint fyrr enn reglugerðin verður gefin út.“ Björn Brynjúlfur tekur þó fram að lagabreytingin hafi verið gerð að frumkvæði menntamálaráðu- neytisins enda hafi ekki verið nein sérstök óánægja með störf Kvikmyndasjóðs meðal kvik- myndagerðamanna. „Mér líst reyndar vel á að kvikmyndasafnið skuli ekki lengur vera hluti af kvikmyndastofnuninni. Það er að mínu mati mjög æskilegt og gott fyrir safnið.“ Það er því ljóst að margir end- ar eru ófrágengnir og eitt af því sem veldur fagfólki í kvikmynda- gerð hvað mestu hugarangri er óvissan sem ríkir varðandi næstu styrkveitingar. Venjan var að út- hluta styrkjum úr Kvikmynda- sjóði í byrjun árs en því hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. „Þær umsóknir sem sjóðnum bár- ust í haust liggja enn í skúffu og við vitum ekki hvort eða hvenær þær verða teknar fyrir. Í kjölfar samráðsfundar á vegum stjórnar Kvikmyndasjóðs var óskað eftir því að farið yrði yfir þær og ein- hverju fjármagni úthlutað nú um áramótin en það var ekki gert.“ Að sögn Björns Brynjúlfs getur það dregist langt fram á árið að gengið verði frá styrkveitingum. Mun það án efa hafa einhver áhrif á kvikmyndagerð á Íslandi á næsta ári og valda töfum í fram- leiðsluferlinu. „Það mun auðvitað myndast eitthvert gap þar sem þeir framleiðendur sem fá úthlut- un næst þurfa að minnsta kosti eitt ár til þess að klára að fjár- magna myndina,“ segir Björn Brynjúlfur. ■ Margt á huldu um útfærslu nýrra kvikmyndalaga Mikil uppstokkun fer nú fram á starfsemi Kvikmyndasjóðs Íslands í kjölfar lagabreytinga sem gengu í gildi 1. janúar. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað um framkvæmd laganna en ljóst er að margir eiga þar hagsmuna að gæta. BJÖRN BRYNJÚLFUR BJÖRNSSON, FORMAÐUR FÉLAGS KVIKMYNDA- GERÐARMANNA „Það er enn margt óljóst varðandi breyt- ingarnar og erfitt fyrir okkur sem stöndum fyrir utan að átta okkur á stöðunni.“ HVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA? Guðný Halldórsdóttir leikstjóri. „Ég er að lesa Eins og vax, nýju bókina hans Þórarins Eldjárn. Hún er skemmtileg eins og allt sem frá honum kemur.“ KVIKMYNDIR Bandarískir bíógest- ir kunna best að meta leikara sem eru á miðjum aldri eða eldri samkvæmt árlegri skoðanakönn- un þar í landi. Þá virðist það ekk- ert endilega spilla fyrir mönnum að vera komnir yfir móðuna miklu en gamla kempan John Wayne, sem hefði orðið 95 ára í ár, er í sjötta sætinu. Eftirlæti óskarsverðlaunaakademíunnar, Tom Hanks, er einnig hátt skrif- aður hjá almenningi og er traustur í fyrsta sætinu. Hanks er 46 ára eins og Mel Gibson sem kemur fast á hæla hans í öðru sætinu. Julia Roberts fylgir þeim svo eftir í því þriðja. Hún er 35 ára og komst fyrst kvenna inn á list- ann fyrir þremur árum. Tveir gamlir jaxlar koma á eftir Ro- berts, hinn sextugi Harrison Ford í fjórða sæti og kyntröllið Sean Connery, sem er 12 árum eldri en Ford, í því fimmta. Stall- systir Juliu, Sandra Bullock, er næsta konan sem sleppur inn og tyllir sér í tíunda sætið. ■ Fræga fólkið: Aldurinn eykur vinsældirnar UPPSTOKKUN HJÁ KVIKMYNDASJÓÐI Starfsmönnum Kvikmyndasjóðs hefur þegar verið sagt upp en gert er ráð fyrir því að þeir vinni út febrúar til þess að breytingarnar geti náð fram að ganga með sem auðveldustum hætti. TOM HANKS Sýnir það og sannar að fjöldanum líkar best við geðþekka menn á miðjum aldri. DÁÐUSTU KVIKMYNDA- LEIKARARNIR Í BANDA- RÍKJUNUM ÁRIÐ 2002 1. Tom Hanks 2. Mel Gibson 3. Julia Roberts 4. Harrison Ford 5. Sean Connery 6. John Wayne 7. Denzel Washington 8. Clint Eastwood 9. Tom Cruise 10. Sandra Bullock 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 GEITUNGURINN 1 Árni Árnas., Halldór Baldurss. HARRY POTTER OG LEYNIKL. J.K. Rowling ÍSLENSKU DÝRIN Halldór Pétursson ARTEMIS FOWL SAMSÆRIÐ Eoin Colfer HARRY POTTER OG FANGINN J.K. Rowling GÚMMÍ-TARSAN Ole Lund Kirkegaard LÍLÓ OG STITCH VERÐA VINIR Disney SNÚÐUR OG SNÆLDA 1 Setberg STUBBABRAUÐTURNINN Teletubbies GEITUNGURINN 3 Árni Árnas., Halldór Baldursson MEST SELDU BARNABÆKURNAR Í VERSLUNUM PENNANS/EYMUNDS- SONAR ÁRIÐ 2002 Sprengitilboð Hver var að tala um að fiskur væri dýr? Þú kaupir 1 kíló af ýsuflökum og færð annað frítt Fiskbúðin okkar Smiðjuvegi, Álfheimum og Lækjargötu Hafnarfirði

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.