Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 27
27MÁNUDAGUR 6. janúar 2003 Vandaður 80 gr fjölnotapappír / 500 blöð í búnti 298.- Á tilboði núna Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00. SKRIFSTOFUVÖRUR Kaffitár óttast ekki Starbucks Bandaríski kaffirisinn ráðgerir innreið í Norður-Evrópu árið 2005. Hefur einbeitt sér að Asíu undanfarin ár. Reykjavík gæti borið einn til tvo Starbucks-staði að mati framkvæmdastjóra Kaffitárs. Óttast þó ekki samkeppnina. KAFFIHÚS „Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem ég hef þá hyggst Star- bucks ekki ráðast í markaðssetn- ingu og opnum kaffihúsa í Norð- ur-Evrópu fyrr en árið 2005. Við höfum ekki leitað eftir samstarfi við þá en ég óttast þá ekki ef þeir koma. Við höfum okkar sérstöðu,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, um útþenslu bandaríska kaffirisans Starbucks sem leggur nú hvert landið af öðru að fótum sér með snjallri markaðssetningu og nýstárlegum kaffihúsum: „Starbucks hefur verið að opna kaffihús á Ítalíu og í Þýskalandi á síðasta ári en helst hafa þeir þó herjað á Asíumarkað á síðust árum og verið að opna grimmt í Japan sem er mikið tedrykkju- land og því óplægður akur þegar kemur að kaffinu,“ segir Aðal- heiður, sem hefur tekist vel upp við rekstur þriggja kaffihúsa í Reykja- vík auk reksturs kaffibrennslu í Njarðvík. Áætl- ar hún að velta fyrirtækisins á síðasta ári hafi verið um hund- rað milljónir króna og er það um 20 prósent aukning frá árinu á undan: „Ég ber hins vegar mikla virð- ingu fyrir Starbucks. Mark- aðssetning þeirra er frábær og það finna allir fyrir þeim þar sem þeir koma,“ segir Aðalheiður. „Þeir hafa hins vegar þróast út í að verða McDonalds í kaffinu og góðir k a f f i d r y k k i r veða aldrei gerðir í sjálfvirkum vél- um. Sumt verður að gera í höndunum.“ Starbucks rekur nú um þrjú þúsund kaffihús og verslanir víða um heim. Þeir gera nákvæm- ar markaðsrannsóknir áður en farið er inn á ný svæði og taka þá helst mið af menntunarstigi íbú- anna og tekjum. Starbucks ein- beitir sér að því að ná til vel menntaðs fólks með tekjur yfir meðallagi. Þess vegna ætti Reykjavík að vera álitlegur kost- ur fyrir fyrirtækið: „Ég gæti vel trúað að Reykja- vík gæti borið einn eða tvo Star- bucks-staði. En ég býst við að þeir opni fyrst í Stokkhólmi, Osló og Kaupmannahöfn. Það eru borgir fyrir Starbucks,“ segir Aðalheið- ur í Kaffitári. eir@frettabladid.is Georgle Clooney: Framinn ofar ástinni KVIKMYNDIR Hjartaknúsarinn George Clooney á mikilli vel- gengni að fagna í kvikmynda- bransanum þessa dagana en minna hefur farið fyrir ástamál- unum hjá honum. Í viðtali við tímaritið Sunday Mirror nú á dögunum lýsti leikarinn því yfir að hann hefði kosið að setja framann ofar ástinni. Clooney sagði að erfitt væri að leggja rækt við ástarsamband samhliða erilsamri vinnu við kvikmynda- gerð. „Ég finn fyrir drifkraftin- um til að vinna en þegar kemur að ástarsamböndum er ekkert sem drífur mig áfram.“ Clooney er rúmlega ferturgur en lengsta samband hans hingað til varði aðeins í 3 ár. Upp á síðkastið hefur hann verið orð- aður við ýmsar þokkadísir en engin sambönd hafa staðið yfir lengur en nokkra mánuði. Leik- arinn frægi undirstrikar þó að hann sjái ekki eftir neinu og sé sáttur við það lífsmynstur sem hann hefur valið sér. „Ég geri mér ekki miklar væntingar um að ég muni nokkurn tímann vera með sömu konunni í langan tíma.“ ■ GEORGE CLOONEY Leikarinn baðar sig í sviðsljósinu á frum- sýningu myndarinnar „Confessions of a Dangerous Mind“ en kærir sig kollóttan þó engin kona sé honum við hlið. STARBUCKS-KAFFIHÚS Einn helsti viðkomustaður Bandaríkjamanna sem leita sér hressingar. STARBUCKS Eitt mesta viðskiptaundur Bandaríkjanna á síðustu árum. Vilt þú auka athygli, styrk og úthald? Þá er Taekwondo bardagaí- þróttin eitthvað sem þú ættir að kynna þér nánar. Í byrjun september hefjast námskeið fyrir alla aldurs- hópa hjá Taekwondo deild ÍR. Upplýsingar eru í síma 587-7080 eða á heimasíðu ÍR www.irsida.is. SJÓBÖÐ Í BELGÍU Yfir 1200 manns tóku þátt í árlegu nýárs- sundi við bæinn Ostend í Belgíu í gærdag. Sundmennirnir létu það lítið á sig fá þó sjórinn væri ískaldur og hitastig loftsins vel undir frostmarki. Margir brugðu á leik eins og maðurinn á myndinni sem mætti á svæðið klæddur sundfötum í anda Chaplins. MEXÍKÓ Hópur manna í Mexíkó bak- aði á dögunum risastóra jólaköku sem vegur um það bil 13.400 kíló- grömm og vonast bakararnir til þess að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir framtakið. Kakan er hefðbundin mexíkósk ávaxta- kaka og áætlað er að bera hann fram í dag, 6. janúar, í tilefni af lokum jólahátíðarinnar. Íbúar í Nuevo Leon-fylki í Mexíkó munu fá að njóta góðs af kökunni og er áætlað að hægt verði að deila henni í a.m.k. 34.000 sneiðar. ■ Stórtækir bakarar: Stefnt á heimsmet í bakstri NEW YORK, AP Mynd Roman Pol- anski, Píanóleikarinn, var valin besta myndin á verðlaunahátíð Samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Bandaríkjunum sem haldin var í New York síðastliðinn laugardag. Myndin hlaut einnig þrenn önnur stór verðlaun á hátíðinni og Pol- anski var ótvíræður sigurvegari kvöldsins. Næstar Píanóleikaran- um að stigum voru myndirnar „Y Tu Mama Tambien“ eftir mexíkós- ka leikstjórann Alfonso Cuaron og „Habla con ella“, nýjasta mynd Spánverjans Pedro Almodovar. Adrien Brody fékk verðlaun sem besti aðalleikari fyrir titil- hlutverkið í mynd Polanskis og Diane Lane var kosin besta leik- konan fyrir túlkun sína á ótrúrri eiginkonu í myndinni „Unfaith- ful“. Verðlaun Samtaka kvikmynda- gagnrýnenda njóta mikillar virð- ingar í kvikmyndaheiminum en þykja þó ekki gefa mikið til kynna um tilnefningar til Óskarsverð- launanna eftirsóttu. Samtökin eru þekkt fyrir að veita listrænum kvikmyndum viðurkenningu fremur en stórmyndum á borð við þær sem oftast hljóta náð fyrir augum Akademíunnar. ■ PÍANÓLEIKARINN Mynd Roman Polanski sópaði að sér verðlaunum á nýafstaðinni hátíð Sam- taka kvikmyndagagnrýnenda. Aðalleik- arinn Adrien Brody hlaut meðal annars viðurkenningu fyrir sína framistöðu. Verðlaunahátíð Samtaka kvikmyndagagnrýnenda: Polanski sigur- vegari kvöldsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.