Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 28
28 6. janúar 2003 MÁNUDAGUR Bera út rúm 400 blöð Blaðberar mánaðarins eru tvíburabræður sem hafa borið út Fréttablaðið frá upphafi. Þeir hafa mikinn áhuga á bíómyndum. Tvíburarnir Arnór og ViktorEinarssynir eru blaðberar mánaðarins hjá Fréttablaðinu. Drengirnir hafa borið út Frétta- blaðið frá upphafi og skila rúm- um 400 eintökum í hús Garðbæ- inga á hverjum morgni, að sunnudögum undanskildum. Tvíburarnir hefja vinnu sínu klukkan fimm á morgnana og eru um tvo tíma að skila blöðun- um í hverfin fjögur sem þeir bera út í. Þeir segja það bæði geta verið skemmtilegt og leiðin- legt að bera út blöðin. Verst er það á veturna þegar snjór er yfir öllu. Arnór og Viktor æfa fótbolta með Stjörnunni en auk íþróttar- innar hafa þeir mikinn áhuga á kvikmyndum og þá sérstaklega Hringadróttinssögu. „Við erum búnir að sjá Two Towers tvisvar síðan hún kom í bíó,“ segja þeir bræður en viðurkenna þó að hafa ekki lesið samnefndar bækur. Tvíburarnir eiga að fermast annan dag páska. Þeir segjast eyða talsvert miklum tíma sam- an og rífast ekki mikið, þótt blaðamaður hafi orðið vitni að öðru. ■ BLAÐBERAR MÁNAÐARINS Arnór og Viktor Einarssynir eru blaðberar mánaðarins. Þeir fengu tíu vinsælustu geisladiskana hjá Japis fyrir vikið. Þeir eru nem- endur í Flataskóla í Garðabæ. KVIKMYNDAHÁTÍÐ VETRARSÓL Dagatalið segir okkur að sólin sé farin að hækka á lofti og dagurinn tekinn að lengjast. Þó er þess enn langt að bíða að hægt verði að vakna til morgunverkanna í björtu og leggjast til hvílu áður en dagur er runninn. Þangað til sú stund kemur verðum við að gera okkur kalda vetrarbirtuna að góðu og njóta þeirrar fegurðar sem henni fylgir. Ítalskir unglingar geysast um á míní-bílum: Réttinda- lausir en löglegir ÍTALÍA, AP Ítölsk ungmenni sem ekki hafa náð tilskildum aldri til að fá almenn ökuréttindi geysast nú um stræti og torg á svokölluð- um „míní-bílum“. Samkvæmt ítölskum lögum mega unglingar frá 14 ára aldri stjórna slíkum ökutækjum og sömuleiðis full- orðnir sem sviptir hafa verið öku- réttindum eða hafa ekki fengið þau af heilsufarslegum ástæðum. Fyrir vikið hafa vinsældir míní- bílanna vaxið jafnt á Ítalíu, eink- um í stórborgum, á meðan annars staðar í Evrópu er það aðallega eldra fólk sem kýs þennan ferða- máta. Framleiðendur halda því fram að míní-bílarnir séu að minnsta kosti tvisvar sinnum öruggari en venjulegir bílar enda ná þeir að- eins um 45 km/klst. Bílarnir eru auk þess tiltölulega ódýrir og hafa fjölmargir foreldrar keypt slík tæki handa börnum sínum. Þær raddir verða hins vegar sífellt há- værari sem krefjast þess að yfir- völd grípi í taumana áður en illa fer. ■ Á LEIÐ TIL KVIKMYNDAHÁTÍÐAR Þúsundir manna söfnuðust saman til að taka þátt í skrúðgöngu í tilefni af kvik- myndahátíð í Manila, höfuðborg Filipps- eyja. Hátíðin hófst 24. desember og stend- ur í 15 daga. Aflamenn styrkja Hetjur: Styrktarsjóð- ur um borð STYRKIR Áhöfn fjölveiðiskipsins Vilhelms Þorsteinssonar EA, sem bar að landi mesta aflaverðmæti ársins 2002, afhenti Hetjunum. fé- lagi langveikra barna á Akureyri, 110 þúsunda króna styrk um ára- mótin. Um borð í Vilhelm er starf- ræktur styrktarsjóður sem ætlað er að vinna í þágu líknarfélaga á Akureyri. Einnig studdu aflamennirnir Rauða krossinn á Akureyri og sjó- mann sem á síðasta ári slasaðist við vinnu sína. ■ VILHELM ÞORSTEINSSON Áhöfnin styður við bakið á þeim sem erfitt eiga uppdráttar. Pondus eftir Frode Øverli ...Bla, bla bla... og ég SAGÐI við hana bla, bla bla... og veis- tu, hárið var GRÆNT, ég sver það... bla, bla... ...bla... Hjördís ætlaði að út- vega mér fimm stykki... bla, bla, bla, bla... rosa gaman sko... bla, bla, bla bl... bla... bl.. bl... blll... bl... bl... Ég held að hún hafi fengið sina- drátt í tunguna! Og ég held að Guð kunni vel við mig! Komum okk- ur burt!! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T BOB HOPE Ekkjur hermanna í bandaríska flughernum njóta góðs af gjafmildi gamanleikarans góðkunna. Bob Hope byggir hús fyrir ekkjur hermanna: Gjafmildur gamanleikari FÓLK Hinn góðkunni gamanleikari Bob Hope og eiginkona hans Doleres gáfu eina milljón Banda- ríkjadala til byggingar samkomu- húss fyrir ekkjur uppgjafaher- manna í bandaríska flughernum. Húsið verður reist í „Bob Hope Village“ í Flórída, sem er húsa- þyrping á vegum flughersins. Til stendur að nefna húsið í höfuðið á ofurstanum Bob Gates, sem er náinn vinur Hope. Bob Hope, sem verður aldar gamall í vor, er vel kunnur fyrir örlæti sitt í framlögum til góð- gerðarmála og hefur auk þess stutt skemmtanaiðnaðinn um ára- bil með ríkulegum peningagjöf- um. Hope er einnig frægur fyrir að hafa skemmt hersveitum bandaríska hersins í síðari heims- styrjöldinni, Víetnamstríðinu og nú síðast í átökunum við Persaflóa. Stjarna hans skein einna skærast þegar hann lék á móti Bing Crosby og Dorothy La- mour í fjölmörgum myndum á fjórða og fimmta áratugnum en á síðari árum hefur hann fyrst og fremst komið fram sem skemmti- kraftur í eigin persónu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.