Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 30
30 6. janúar 2003 MÁNUDAGUR VIKUNESTI HANDBOLTAMAÐUR „Nafnbótin er ákveðin viðurkenning fyrir árið, sem ég vissi sjálfur að var gott,“ segir Ólafur Stefánsson hand- knattleiksmaður, sem var valinn íþróttamaður ársins 2002 af Sam- tökum íþróttafréttamanna á dögunum. Ólafur kom víða við á skóla- göngu sinni. Hann byrjaði í Ísaks- skóla, var tvö ár í Æfingadeild Kennaraháskólans, tvö ár í Aust- urbæjarskóla og þrjú í Haga- skóla. „Það var talsvert rót á mér en ég kynntist mörgum krökkum. Á móti kemur að ég kynntist þess- um krökkum kannski ekki jafn vel og hefði átt að vera,“ segir Ólafur. Eftir Hagaskóla fór hann á náttúrufræðibraut í Mennta- skólanum í Reykjavík og eftir út- skrift þar var stefnan sett á læknanám við Háskóla Íslands. Það gekk þó ekki eins og Ólafur ætlaði sér í upphafi. „Ég reyndi tvisvar við klásus- inn og þótti miður að komast ekki inn á þeim tímapunkti. Ég er hins vegar þakklátur fyrir það í dag því ég held að ég hefði ekki getað bæði orðið góður læknir og hand- boltamaður,“ segir Ólafur. „Hvort tveggja krefst mikils tíma og erfitt að vera góður í báðum greinum.“ Ólafur nýtti tímann um ára- mótin, eftir að ljóst var að hann hafði fallið í klásusnum, til að æfa fyrir handboltann. „Þá hafði ég frían tíma sem ég notaði til að lyfta og æfði eins og atvinnumað- ur fram í maí,“ segir Ólafur, sem gerðist atvinnumaður 23 ára. Ólafur byrjaði fimm ára að æfa fótbolta en kynntist handbolt- anum í gegnum góða menn, þá Dag Sigurðsson, Óskar Bjarna Óskarsson og Magnús Blöndal heitinn. Lengi fram eftir lék Ólaf- ur í stöðu hornamanns en færði sig yfir í skyttuhlutverkið þegar hann varð eldri og stækkaði. Hann segir að honum hafi liðið vel í þeim hópi sem hann var í og þakkar þjálfara sínum, Theódóri Guðfinnssyni, fyrir kennsluna og ekki síst fyrir að brýna fyrir þeim félögum að vera góðir vinir. „Þó að við Dagur séum þeir einu sem hafa farið alla leið í handboltan- um held ég að öllum hinum sem völdu aðrar leiðir í atvinnulífinu hafi ekki fundist þetta vera ein- hver tímasóun. Ég held að þjálfar- ar yngri flokka eigi að einbeita sér meira að því að byggja upp manneskjur í stað þess að vinna til verðlauna, eins og er oft gert of snemma.“ kristjan@frettabladid.i FÓLK Í FRÉTTUM PERSÓNAN 47 ÁRA „Ég er í vinnunni og nokkr- ir fundir bókaðir,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar. „Ég hef nú grun um að fjölskyldan mín ætli að gera eitthvað fyrir mig um helgina,“ segir Andrés, sem var tekinn tali á föstudag. „Þetta er nú ekkert stórafmæli, en ég geri ráð fyrir að eitthvað sé eftir af skoteldum í borginni. Þeim verður þá væntanlega skotið upp mér til heiðurs eins og alltaf á þessum degi.“ Andrés er alinn upp í Borgar- firðinum og segir að ekki hafi ver- ið haldið upp á þrettándann þar með flugeldum og brennum. „Það var samt alltaf fastur punktur í tilverunni að afi gaf mér hundrað- kall í afmælisgjöf. Afmæliskaffið og hundraðkallinn klikkuðu aldrei.“ Andrés segist hafa athugað upp á hvaða dag þrettándann bæri þegar hann yrði fimmtugur. „Þá er þetta mjög svo lofandi á föstu- degi og gráupplagt að halda ær- lega upp á afmælið þá. Það er eig- inlega hægt að tilkynna vinunum núna að fara að búa sig undir veg- lega fimmtugsafmælisveislu,“ segir hann. Andrés hefur verið fram- kvæmdastjóri Samtaka verslun- arinnar í rúmt ár. „Þegar ég lít yfir árið er ég að flestu leyti ánægður með hvernig til hefur tekist. Okkur tókst í mörgum mál- um að vekja athygli á innflutn- ingsversluninni, ekki síst í Nanoq- málinu, og gátum sýnt fram á hvaða hlutverki innflutnings- verslunin hefur að gegna. Líka tókst vel til þegar við þurftum að taka á vanskilum Landspítala – háskólasjúkrahúss við okkar menn og samstarfið við aðildar- fyrirtækin og stjórnvöld hefur í flestum tilfellum gengið vel. En það eru auðvitað alltaf einhver vandamál að takast á við, sem er bara spennandi og skemmtilegt.“ Eiginkona Andrésar er Marta Th. Eiríksdóttir viðskiptafræðing- ur. Þau eiga tvö börn saman, en Andrés á eitt frá fyrra hjóna- bandi. „Þetta ár leggst mjög vel í mig,“ segir Andrés. ■ Andrés Magnússon á afmæli á þrettánd- anum og tekur að sjálfsögðu til sín hátíða- höld og flugeldasýningar í tilefni dagsins. Afmæli Hundraðkallinn frá afa klikkaði aldrei JARÐARFARIR 13.30 Ingibjörg Bára Ólafsdóttir, Frostafold 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 13.30 Sæmundur Bergmann Elimund- arson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Jón Leví Jónsson, áður til heimilis á Bergþórugötu 6, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu. AFMÆLI Þórunn Lárusdóttir leikkona er þrítug í dag. ANDLÁT Anna Óskarsdóttir, Fitjasmára 10, Kópavogi, lést 3.janúar. Hreinn S. Hjartarson lést 3.janúar. Ingibjörg Sigurgeirsdóttir, Álfaskeiði 72, Hafnarfirði, lést 2. janúar. Sólveig Axelsdóttir, Kjarrhólma 34, Kópavogi, lést 2. janúar. Guðfinna Magney Guðmundsdóttir frá Reykjarfirði, Víkurtúni 1, Hólma- vík, lést 1. janúar. Guðrún Árnadóttir Femal, Lilla, App- leton, Wisconsin, lést 31. desem- ber. Jarðarförin hefur farið fram. Magndís Magnúsdóttir frá Patreksfirði lést 30. desember. Svanborg Jónsdóttir, áður til heimilis í Glæsibæ 17, Reykjavík, lést 31. desember. Alan Nash lést 30.desember. TÍMAMÓT Lýðræðisunnandinn VilhjálmurEgilsson alþingismaður verð- ur fjarri góðu gamni í þingkosn- ingunum í vor eins og kunnugt er. Vilhjálmur heldur utan til Banda- ríkjanna eftir fáa daga og tekur við starfi sem Ólafur Ísleifsson rýmir fyrir hann hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Með þessu virðist höggvið á hinn harða hnút sem verið hefur í prófkjörsdeilu sjálfstæðismanna í Norðvestur- kjördæmi. Væntanlega er fargi létt af formanni Sjálfstæðis- flokksins, Davíð Oddssyni. Það sama gildir sjálfsagt um fram- kvæmdastjórann, Kjartan Gunn- arsson. Ein kenningin er sú að þeir Vilhjálmur, Ólafur, Davíð og Kjartan hafi leyst deiluna á sam- eiginlegri jólahressingargöngu við dægurhýsi sín í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Það hefði að minnsta kosti verið í sönnum jólaanda. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að engin prófkjör eru í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Leiðrétting ANDRÉS MAGNÚSSON Er fullbókaður á fundum í dag, en hefur væntanlega glaðst með fjölskyldunni um helgina . LÁRÉTT: 1 lof, 4 nærri, 9 poka, 10 glutrar, 12 jurt, 13 rita, 15 lengdareining, 17 deila, 19 afkomanda, 20 umkringir, 22 blómi, 24 planta, 25 dæld, 27 fugl, 29 kvölds, 32 lélegu, 34 röð, 35 óttaslegið, 36 formaði, 37 grind. LÓÐRÉTT: 1 fíkniefni, 2 mynni, 3 hrasa, 4 þefar, 5 kyn, 6 þvöl, 7 súpuskál, 8 slegna, 11 eirðarlausi, 14 þungi, 16 dáinn, 18 könnun, 20 durgum, 21 hræðast, 23 hindrar, 26 söngli, 28 fjölga, 30 tómi. 31 hungur, 33 ásamt. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 slök, 4 krónur, 9 forláta, 10 ötul, 12 æstu, 13 rugluð, 15 usla, 17 alir, 19 tíð, 20 skart, 22 örina, 24 kul, 25 umla, 27 orms, 29 ættina, 32 ekil, 34 aðal, 35 náðinni, 36 magnar, 37 snös. Lóðrétt: 1 skör, 2 öfug, 3 kollar, 4 klæði, 5 rás, 6 óttu, 7 nausti, 8 rómaða, 11 tuskur, 14 ultu, 16 línuna, 18 rölt, 20 skoðum, 21 algeng, 23 ratans, 26 mælir, 28 skán, 30 iðin, 31 alls, 33 iða. KROSSGÁTA Lesið smásögur Davíðs Odds-sonar. Ómissandi lesning fyrir allt áhugafólk um stefnur og strauma í samtímanum. Listi- lega samin skemmtun. Í klassa með því besta í evr- ópskum bókmennt- um. Kaupið ykk-ur geisla- disk með 30 bestu lögum Elvis Presley. Nýhreinsaður og tær tónn. Hentar öllum aldurshópum og bætir heim- ilisbraginn. Fyllið frystinn í ísskápnummeð nýjum kókosboll- um. Gott að grípa til. Þiðna óvenju fljótt og vel og halda mýktinni þrátt fyrir frostið. Hættið að drekka ogreykja. Fátt er heilsusamlegra. Sparn- að í krónum má mæla í nokkrum utanlands- ferðum á ársgrundvelli. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í Washington. Geir Magnússon. Höskuldur Ólafsson. 1. 2. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 3. Hjón sátu að snæðingi á veit-ingastað þegar ung og stór- glæsileg kona vindur sér upp að manninum og rekur honum rembingskoss á munn og kveður með stæl. Eiginkonunni verður brugðið og spyr manninn hver konan sé. „Þetta er hjásvæfa mín,“ svarar maðurinn. Konan verður ævareið og heimtar skilnað. Maðurinn segist vera til í að skilja en segir: „Þá ferð þú ekki í fleiri verslun- arferðir til útlanda, átt ekki eftir að eiga Benz, engar skíðaferðir til Frakklands og svo framvegis.“ Konan þagnar. Í sama andartaki gengur vinur þeirra inn með óþekkta konu sér við hlið. Eigin- konan spyr hver konan sé. „Þetta er hjásvæfa hans,“ svarar maður- inn. Konan virðir vininn fyrir sér og segir svo: „Okkar er nú miklu flottari.“ Ólafur Stefánsson var kjörinn Íþróttamaður ársins árið 2002. Hann kom víða við á skólagöngu sinni. Ætlaði í læknanám en sneri sér alfarið að handboltanum. ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Ólafur Stefánsson er giftur Kristínu Þorsteinsdóttur. Þau eiga tvö börn, Helgu Soffíu, sem varð fjögurra ára sama dag og Ólafur hlaut nafnbótina, og Einar Þorstein, 15 mánaða. Ólafur á fimm systkini sem öll stunda íþróttir. Hann er á leið frá Magdeburg til Ciudad Real á Spáni. „Vil kynnast nýrri menningu og læra nýtt mál,“ segir Ólafur. Tók handboltann fram yfir læknanámið Auðvitað! Fiskinet fyrir harðjaxlinn! Mundu að hafa það eitt- hvað tengt sjó- mennsku!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.