Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 6. janúar 2003 Salma Hayek: Litið niður á Mexíkóa í Hollywood KVIKMYNDIR Leikkonan Salma Hayek segir að henni sé hvað eft- ir annað mismunað í Hollywood vegna mexíkóskra róta sinna. „Í Hollywood líta allir niður á þig ef þú ert Mexíkói,“ sagði Hayek í nýlegu viðtali. „Allir láta þig vita að nærveru þinnar sé ekki óskað.“ Hayek fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Frida, sem fjallar um samnefnda mexíkóska lista- konu. Hefur hún verið tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni. ■ LUNDÚNIR,AP Mark Bolland, upp- lýsingafull- trúi Karls Bretaprins, sem átti stóran þátt í að auð- velda Bret- um að sætta sig við sam- band Karls og Camillu P a r k e r - B o w l e s , hefur sagt starfi sínu lausu. H e f u r hann ákveð- ið að ein- beita sér í staðinn að öðrum við- skiptavinum. Árið 2001 var Bol- land kjörinn upplýsingafulltrúi ársins í Bretlandi fyrir að hafa umbreytt samskiptum Karls við breska fjölmiðla. Hann var jafn- framt einn af skipuleggjendum mikilla útitónleika sem haldnir voru fyrir utan Buckingham-höll í júní sl. til að fagna hálfrar aldar starfsafmæli Elísabetar Eng- landsdrottningar.■ Upplýsingafulltrúi Karls Bretaprins: Sagði upp störfum HAYEK Salma Hayek sló í gegn í kvikmyndinni Desperado þar sem hún lék við hlið Ant- onio Banderas. AP /M YN D BOLLAND Mark Bolland tókst að fá almenning í Bretlandi á band með Camillu Park- er-Bowles. Eitt sinn var hún hötuð fyrir samband sitt við Karl Bretaprins en núna birtast þau hvað eftir annað saman á mannamótum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.