Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2003, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 06.01.2003, Qupperneq 32
Ætli það sé Kalvínisminn semokkur hefur verið innrættur sem veldur því að Íslendingar upp til hópa virðast vera sannfærðir um að gleði og vellíðan verði að borga með kvíða og vanlíðan. Dæmi um þetta er sú útbreidda trú að gott sumar viti á harðan vetur, eins og það sé eitthvert æðra réttlæti að menn borgi fyrir sólskinstundir með því að berjast um í kulda, myrkri og fannfergi meirihluta ársins. MARGIR virðast hafa áhyggjur af því að hin yndislega vetrar- veðrátta það sem af er eigi eftir að reynast okkur dýrkeypt og von sé á hroðalegum stóráhlaupum, harðindum og hafís langt fram á sumar, þegar kemur að skuldadög- unum. Maður á förnum vegi sagði mér að því hefði verið spáð af áreiðanlegum aðila að breytinga sé von 15. þessa mánaðar (strax eftir hádegið), en þá muni bresta á með meiri snjókomu en áður hafi þekkst og stormi og stórhríðar- byljum. KANNSKI er það eitthvert óljóst samviskubit vegna erfðasyndar- innar sem gerir það að verkum að við trúum því að það sé ills viti ef eitthvað gott gerist. „Oft kemur grátur eftir skellihlátur“ segir orðtæki sem var fundið upp löngu fyrir daga Euro og Visa, og er til sannindamerkis um að þjóðin hef- ur lengi trúað því að gott viti á vont. Ef við vinnum Færeyinga í knattspyrnu má bóka að við töpum fyrir Skotum, og ef við vinnum Skota er næsta víst að við töpum fyrir Færeyingum. Góður vetur er ávísun á hörmulegt sumar, og sól- arglæta á sumri er trygging fyrir langvarandi vetrarfrostum. ÞAÐ er merkileg þjóðtrú að halda að gott viti á vont og bendir til þess að þjóðin í heild þjáist af ein- hvers konar samviskubiti. Samt erum við upp til hópa heldur skikkanlegt fólk. Kannski væri ráð að gera út sendinefnd til Róm- ar og reyna að kría út allsherjar syndakvittun fyrir þjóðina í eitt skipti fyrir öll. Það ætti að vera hægt að fá góðan magnafslátt. Í leiðinni væri líka hægt að setja fram þá hugmynd að stofna bandalag með Vatíkaninu, Noregi, og Lúxemborg og fleiri framsækn- um ríkjum sem halda að Evrópu- sambandið hafi verið stofnað til að plata sveitamenn. ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Veit gott á vont? Bakþankar Þráins Bertelssonar Fjarnám allt árið! Viltu stytta þér leið? Þitt nám þegar þér hentar! Skráning hefst 8. janúar fyrir vorönn 2003 Allar upplýsingar á www.fa.is Skólameistari Fjölbrautaskólinn Ármúla SÉRFRÆÐINÁM með viðurkenndum alþjóðlegum prófgráðum Á VORÖNN 2003 Ítarlegar námskrár allra námskeiða er að finna á heimasíðu skólans. Einnig gefur námsráðgjafi skólans upplýsingar í síma 544 2210 Bæjarlind 2, Kópavogi Sími: 544 2210 www.tolvuskolinn.is tolvuskolinn@tolvuskolinn.isK ó p a v o g i o g R e y k j a n e s b æ Boðið er upp á VISA/EURO raðgreiðslur til allt að 36 mánaða eða námslán. KA LL IO R @ M AD .I S w w w .t ol vu sk ol in n .i s 276 kennslustunda nám til undirbúnings æðstu kerfisstjórnargráðu Microsoft, Microsoft Certified System Engineer. Þetta er hraðnám og hentar vel þeim sem hafa reynslu í stjórnun netkerfa og þurfa að styrkja stöðu sína með alþjóðlegum prófgráðum. Kennt er fjóra morgna í viku. Kennsla hefst 27. janúar. Verð:398.000,- 180 kennslustunda námskeið fyrir alla þá sem koma að rekstri tölvukerfa fyrirtækja og stofnana. Hentar einnig þeim sem þurfa að styrkja stöðu sína eða vilja auka samkeppnishæfni sína á tímum harðnandi samkeppni með alþjóðlegri prófgráðu. Námið er í boði sem helgarnám (hefst 24. jan. og er kennt aðra hverja helgi) eða kvöldnám (hefst 13. jan.) og hentar því jafnt íbúum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarfólki. Verð: 298.000,- 180 kennslustunda námskeið fyrir alla þá sem koma að rekstri og hönnun gagnagrunna í tölvukerfum. Þetta nám er í boði sem helgarnám og hentar því jafnt íbúum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarfólki. Þetta nám er kjörið fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði með alþjóðlegri prófgráðu. Kennsla hefst 31. jan. Verð: 298.000,- Stöðugt fleiri fyrirtæki eru að taka í notkun þetta ódðra og öfluga stðrirkerfi. Þetta 180 kennslustunda námskeið er ætlað að mæta vaxandi þörf fyrir fólk með sérþekkingu og alþjóðlega vottun á þessu stðrirkerfi. Kennsla hefst 14. janúar. Verð: 298.000,- 60 kennslustunda nám sem hentar þeim sem vilja fá betri skilning á virkni tölvunnar, bæði hvað varðar vélbúnaðinn og stðrikerfi. Námið skiptist í tvo hluta, annars vegar er vélbúnaðarþátturinn, þar sem farið er ítarlega í vélbúnað og lögð sérstök áhersla á verklega kennslu og setja allir nemendur saman glænðja tölvu, hins vegar er það stðrikerfisþátturinn, þar sem farið er í hin ðmsu stðrikerfi, þar með talið DOS. Kennt er 2 helgar, og hentar námsfyrirkomulag því jafnt íbúum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarfólki. Kennsla hefst 17. jan. Verð: 98.000,- 48 kennslustunda nám ætlað þeim sem hafa umsjón með virkni vélbúnaðar í netþjóna umhverfi. Server+ gráðan er vottun um grunn kunnáttu á netþjónamálum og tækniþáttum, þar á meðal, uppsetningu, stillingum, uppfærslum, viðhalds, vandamálaleit og áfallabjörgun. Kennt er 8 morgna. Kennsla hefst 13. jan. Verð: 68.000,- Tölvuskólinn Þekking leggur áherslu á traust tengsl við atvinnulífið með því að hafa hverju sinni á að skipa jafnt reyndum kennurum með kennsluréttindi úr íslenska skólakerfinu, kennara með alþjóðlegar vottanir sem og færustu sérfræðinga af vinnumarkaði. Nánari upplýsingar um skólann og kennara er að finna á heimasíðunni: www.tolvuskolinn.is Sérfræðinám með alþjóðlegum prófgráðum. Hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína og samkeppnishæfni á vinnumarkaði Kerfishönnun – MCSA/MCSE hraðnám Kerfisumsjón – MCSA helgarnám og kvöldnám LINUX+ kvöldnám Comptia A+ helgarnám Server + Gagnagrunnsumsjón – MCDBA helgarnám Pétur Ingi Björnsson, kerfisfræðingur og tölvuumsjónarmaður Framhaldsskóla Norðurlands vestra. Í starfi mínu hef ég þurft að halda uppi tölvukerfi Framhaldsskólans og ,,byggðabrúnni”. Ég þurfti á námi að halda sem styrkti mig í mínu starfi og hægt væri að stunda frá Sauðárkróki þar sem ég bý. Helgarnámskeið Tölvuskólans var því eini raunverulegi valkostur minn til að verða mér úti um þessa eftirsóttu prófgráðu. Kennslan var fagleg og vel undirbúin, aðstaða og námsefni eins og best var á kosið. Bjarni Einarsson, MCSA hjá Varnarliðinu.  Ég hef unnið í 3 ár sem ,,Computer Specialist” hjá Varnarliðinu. Framundan geta verið breytingar í starfsumhverfi mínu og því vildi ég tryggja stöðu mína þar og ná mér í viðurkennda alþjóðlega prófgráðu. Námið í tölvuskólanum uppfyllti allar mínar væntingar. Námið var stíft og prófin erfið en kennslan og mórallinn í skólanum frábær og gef ég skólanum mína bestu einkunn. Umsagnir nemenda: Skólinn:

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.