Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 1
BJÖRK Mesti lista- maður Íslands bls. 22 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 15. febrúar 2003 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Bíó 36 Íþróttir 10 Sjónvarp 38 KVÖLDIÐ Í KVÖLD MÓTMÆLI Í hádeginu í dag verður fyrirhuguðu stríð í Írak mótmælt. Fundurinn er óskipulagður en reikna má með að ávarp verði flutt og hugsanlega verður gengið að bandaríska sendiráðinu. Mótmælafundur á Lækjartorgi FYRIRLESTUR Í Norræna húsinu verður fyrirlestur um grænlenska tungu og menningu í dag kl. 14. Thue Christiansen talar um græn- lenska list og aðstæður til listsköp- unar. Grænlensk tunga og menning SÝNING Sýning á nýbreytniverkefn- um úr skólum borgarinnar verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og á morgun á milli 11 og 18 báða dagana. Hátt í 40 grunnskólar borg- arinnar verða með kynningu á fjöl- mörgum verkefnum. Jafnframt sýna nemendur tónlistaratriði, dansatriði og fleiri. Skóli á nýrri öld í Ráðhúsinu HANDBOLTI Fylkir mætir ÍR í meist- araflokki karla og KA og Þór leika í fyrstu deild kvenna í handbolta. Leikirnir fara fram í Fylkishöllinni og hefst fyrri leikurinn klukkan 16. Handbolti í Fylkishöllinni VIÐTAL Að hlusta á eigin raddir LAUGARDAGUR 39. tölublað – 3. árgangur bls. 46 AFMÆLI Matur í boði dætra bls. 26 ÞETTA HELST RITHÖFUNDAR bls. 18 Í víking EINRÆÐISHERAR Frændinn í fílabeins- turninum bls. 28 REYKJAVÍK Suðaustan 15-20 m/s og rigning eftir hádegi . Hiti 1 til 7 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 10-15 Rigning 4 Akureyri 15-20 Rigning 4 Egilsstaðir 10-15 Rigning 4 Vestmannaeyjar 15-20 Rigning 5 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + + HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Kosningabarátta Framsóknar hefst með flokksþingi um næstu helgi. Afstaðan til ESB: Ráðist á næstu árum VIÐTAL „Á næstu árum þurfum við að taka afstöðu til þess hvort við veljum að vera innan Evrópusam- bandsins eða utan þess. Það er líka val að standa utan. Það gerist ekki nema með upplýstri um- ræðu,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. „Ég vil ekki binda mig við nein tímamörk en þetta verður áreiðanlega fyrr en margir halda,“ segir Halldór að- spurður um hvort hann meini með þessu að Íslendingar verði að gera upp við sig á næsta kjörtímabili hvort þeir vilji standa innan eða utan Evrópusambandsins. Halldór ræðir Evrópumálin, viðsjárverða tíma í alþjóðamál- um, stöðu Framsóknarflokksins og góðar stundir og slæmar í póli- tík í viðtali við Fréttablaðið. Sjá bls. 14 og 15 BLÓM Mikil blómasala var í blóma- verslunum í gær í tilefni af Val- entínusardeginum og víða gat starfsfólk vart litið upp frá verk- um sínum: „Ég geri ráð fyrir að þessi dag- ur sé fjórfalt stærri í sölu en venjulegur föstudagur,“ sagði Binni á Blómaverkstæði Binna við Bergstaðastræti. „Valentínusar- dagurinn er nýr hjá okkur og sjálfur er ég ekkert mjög hrifinn af honum þó þetta sé ágætt fyrir söluna. Við höfum konudaginn og bóndadaginn; það eru okkar dagar enda þekkjast þeir ekki annars staðar;“ sagði Binni Konudagurinn er á sunnudag- inn eftir viku og þá býst Binni við að blómasala sexfaldist. Starfs- fólk í Blómavali tók í sama streng og sagði einfaldlega: „Hér er allt brjálað að gera. Miklu meira en á bóndadaginn.“ Valentínusardagurinn er sem kunnugt er bandarískt fyrirbæri og í tilefni dagsins komu 17 bandarísk brúðhjón fljúgandi með þotu Flugleiða frá New York og létu gefa sig saman í háloftunum. Flugleiðir hafa verið að kynna þessa þjónustu og færist hún í aukana eins og sjá má á því að í fyrra voru aðeins sex brúðhjón gefin saman á Valentínusardegin- um í háloftunum hjá Flugleiðum.■ Valentínusardagurinn slær út bóndadaginn: Blómasala fjórfaldast ÁNÆGÐ MEÐ BLÓMIN Margir færðu elskunni sinni blóm á Valent- ínusardeginum. ÍRAKSDEILAN, AP Skýrslugjöf yfir- manna vopnaeftirlitsins í Írak hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna virðist engin áhrif hafa haft á af- stöðu aðildarríkja ráðsins um hvernig skuli taka á Írökum. Bandaríkjamenn og samherjar þeirra bentu á þau brot Íraka sem skýrsla Hans Blix og Mohamed ElBaradei staðfesti að þeirra mati. Frakkar og aðrir andstæð- ingar þess að ráðist verði inn í Írak að svo stöddu bentu á atriði í skýrslunni sem sýndu að vopna- eftirlitsmenn væru farnir að ná árangri. Blix og ElBaradei sögðu vopna- eftirlitsmenn engin ummerki hafa fundið um að Írakar réðu yfir gjöreyðingarvopnum þrátt fyrir víðtæka leit. Enn ætti þó eftir að gera grein fyrir því hvað hefði orðið um gjöreyðingarvopn sem Írakar réðu yfir. Blix dró í efa vitnisburð Colin Powell í öryggis- ráðinu þess efnis að Írakar hefðu flutt gjöreyðingarvopn á leyni- lega staði og eytt ummerkjum um ólöglega vopnaeign sína. ElBara- dei sagði að vopnaeftirlitsmenn þyrftu ekki fullt samstarf Íraka til þess að geta lokið starfi sínu. Hann boðaði fjölgun í liði vopna- eftirlitsins. Frakkar, Kínverjar og Rússar lögðu áherslu á að vopnaeftirlits- mönnum yrði gefinn meiri tími til að ljúka starfi sínu. Dominique de Villepin, utanríkisráðherra Frakk- lands, lagði til að Blix og ElBara- dei yrðu látnir gefa aðra skýrslu um vopnaeign Íraka eftir mánuð. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Íraka hafa orðið uppvísa að því að brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Við því yrði að bregðast af fullum krafti og hóta valdbeitingu til að afvopna Íraka. „Meira vopnaeftir- lit er, því miður, ekki svarið.“ Nokkrum klukkustundum áður en fundur öryggisráðsins hófst gaf Saddam Hussein út forsetatil- skipun þar sem hann bannaði að gjöreyðingarvopn yrðu flutt til eða framleidd í Írak. ■ Vesturveldin eru enn klofin Umræður í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eftir skýrslugjöf vopnaeftirlitsmanna staðfesti enn frekar klofning vesturveldanna til þess hvernig skuli eiga við Íraka. Hver mat gögnin með sínum hætti. FYRIRSJÁANLEGU STRÍÐI MÓTMÆLT Víða um heim hefur verið efnt til mótmæla gegn væntanlegri innrás í Írak. Meðal þeirra sem skrifuðu slagorð á hjartalaga spjöld á Valentínusardag til að mótmæla stríði voru þessar indónesísku konur sem mótmæltu í Jakarta. AP /M YN D NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur vikunnar meðal 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu? 62% 72% Framkvæmdastjóri Hagkaupasegir Fríhöfnina vera smá- söluverslun ríkisins sem stundi óeðlilega samkeppni í krafti stöðu sinnar. Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar segir verslunina kanna verð í innlendri verslun til að kanna hvort innkaup séu á eðlilegu verði. bls. 2 Skattrannsóknarstjóri telur JónÓlafsson og félag í hans eigu hafa vantalið til skatts tekjur og eignir upp á 3,2 milljarða króna. Lögmaður Jóns segir hann skatt- skyldan í Englandi og vísar nið- urstöðunni á bug. bls. 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.