Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 2
2 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR Logi Bergmann, spyrill í Spurningakeppni fram- haldsskóla í Sjónvarpinu á fimmtudagskvöld, tafs- aði óvenju oft á spurningum auk þess að mismæla sig nokkrum sinnum. Jú, auðvitað var ég búinn að því. Ég var bara illa upplagður og í miklu óstuði. Það kemur ekki fyrir aftur. SPURNING DAGSINS Logi, varstu ekki búinn að lesa spurningarnar? Guðrún Helgadóttir Litla leyndarmálið hans Péturs verður að ævintýri sem börnin vilja heyra aftur og aftur! Ljúf og falleg saga Tilboðsbók mánaðarins 30% afsláttur ED D A 0 1/ 20 03 SEOUL, AP Forseti Suður-Kóreu og fyrrum yfirmaður leyniþjónust- unnar hafa viðurkennt að stjórn- völd hafi tekið þátt í að greiða norður-kóreskum stjórnvöldum andvirði rúmra 15 milljarða króna með ólöglegum hætti. Játningin þykir skjóta stoðum undir ásakan- ir um að stjórn Suður-Kóreu hafi mútað stjórnarherrunum í Norð- ur-Kóreu til að koma til sögulegs fundar árið 2000 þar sem unnið var að því að bæta samskipti þjóð- anna. Kim Dae-jung forseti sagði að stjórnvöld hefðu ákveðið að styðja greiðslur Hyundai-fyrir- tækisins til Norður-Kóreu vegna þess að það myndi styrkja tilraun- ir til að bæta samskipti þjóðanna og efla frið. Fyrirtækið fékk lánað fé úr ríkisreknum banka til að standa straum af greiðslunum. Leyniþjónusta Suður-Kóreu kom greiðslunni til skila 9. júní árið 2000, örfáum dögum fyrir hinn sögulega fund í Pyongyang þar sem leiðtogar Norður- og Suður- Kóreu ræddu bætt samskipti þjóðanna. Hyundai hefur endur- greitt lánið sem fyrirtækið fékk. ■ Nauðgun: 15 mánaða fangelsi DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að nauðga unglingsstúlku á Eldborgarhátíð- inni um verslunarmannahelgina árið 2001. Stúlkan, sem þá var sextán ára og var á hátíðinni ásamt vinkon- um sínum, fór seint um nótt ein inn í tjald. Hún sagði manninn, sem var henni bláókunnugur, hafa fylgt strax á eftir sér. Hann hafi neitað að fara út. Hún hafi barist á móti þegar hann greip um háls henni og þrýsti henni niður. Hann hafi náð að rífa hana úr buxunum og nauðgað henni. Stúlkan kvaðst árangurslaust hafa öskrað og hrópað á hjálp. Vinkona hennar sem kom í gætt- ina misskildi stöðuna og taldi stúlkuna ekki vilja truflun. Hún fór því en kom þó loks aftur og hjálpaði til við að koma árás- armanninum úr tjaldinu. Hann hljóp síðan á braut. Maðurinn, sem var dauða- drukkinn og undir áhrifum am- fetamíns og E-taflna, var handtek- inn morguninn eftir. Hann sagðist ekkert muna og neitaði sök. DNA- prófun sannaði snertingu hans við stúlkuna. Veski hans fannst líka í tjaldi stúlkunnar. Stúlkunni voru dæmdar 700 þúsund króna skaðabætur sem nauðgarinn á að greiða ásamt málskostnaði. ■ FISKÚTFLUTNINGUR „Það er von mín að þetta ýti undir frekari verðmætasköpun hér heima, skapi fleiri störf í sjávarútvegi og verði því raunveruleg viðbót við þau störf sem falla munu til í sérstöku atvinnuátaki ríkis- stjórnarinnar,“ sagði Árni M. Mathiesen sjávaraút- vegsráðherra í ávarpi á að- alfundi Samtaka verslunar- innar í gær. Samvæmt reglugerð sjávarútvegsráðherra verð- ur skylt að tilkynna fyrirhugaðan útflutning á óunnum og óvigtuðum sjávarafla með sólarhrings fyrir- vara. Reglugerðin tekur gildi 15. apríl næstkomandi og nær til sjáv- arafla sem fyrirhugað er að flytja á erlendan uppboðsmarkað. Einu gildir hvort aflinn er fluttur með farmskipi eða veiðiskipi, sem sigl- ir beint af miðum á erlendan mark- að. Reglugerðin er sett á grund- velli tillagna nefnda sem hafa á kjörtímabilinu fjallað um vinnslu, meðferð og viðskipti með sjávar- afla. Fiskistofa mun halda úti sér- stakri vefsíðu á Netinu þar sem upplýsingar um fyrirhugaðan útflutning afla á hverjum tíma verða öllum aðgengilegar. Jafn- framt eiga að liggja þar fyrir upplýsingar um nafn og símanúmer þess aðila sem að útflutningn- um stendur. Hlutverk Fiskistofu er eingöngu upplýsingamiðlum en út- flytjendur munu sjálfir annast skráninguna á eig- in ábyrgð. Þá mun Fiskistofa birta á vef- síðunni upplýsingar um verð á óunnum og óvigtuðum útfluttum afla sem landað er á erlendum fiskmörkuðum með þeim hætti að samanburður á milli einstakra markaða á ákveðnum tíma verði mögulegur. ■ SAMKEPPNI Fríhöfnin á Keflavíkur- flugvelli keppir á smásölumark- aði, án þess að greiða sambærileg opinber gjöld og innlendar verslanir sem hún keppir við. Fríhöfnin veltir um átján milljörðum króna árlega. Þetta er óviðunandi, að mati Finns Árna- sonar, fram- k v æ m d a s t j ó r a Hagkaupa. Hann bendir á að þar við bætist að annað tveggja gildi um þessa smásöluverslun ríkisins; að sérstakar „mildari“ reglur gildi um hana eða að verslunin eigi erf- iðara með að fara eftir þeim regl- um sem eigandi hennar, íslenska ríkið, setur. Finnur bendir á að engin lög virðist eiga við um Frí- höfnina ef frá eru talin lög frá 1958 sem eru úrelt. „Við gagnrýn- um það sérstaklega að Fríhöfnin, sem nýtur sérstakra fríðinda, geri verðkannanir og beri sig saman við innlenda verslun og auglýsi sig í íslenskum fjölmiðlum. Við teljum að með því skilgreini verslunin sig sem ríkisverslun í samkeppnisrekstri á íslenskum markaði. Samkeppnisstaðan er hins vegar skert með því að þessi smásöluverslun ríkisins greiðir ekki sambærileg gjöld og önnur verslun í landinu.“ Finnur segir tap fríhafnarinnar hafa verið 340 milljónir fyrir skatta árið 2001 og það sé umhugsunarvert í ljósi þess að meðalálagningarprósent- an sé 65%. „Það myndi einhver stjórnmálamaðurinn kalla slíka álagningu okur.“ Höskuldur Ásgeirsson segir þessa túlkun afkomunnar á mis- skilningi byggða. Verulegur hagn- aður hafi verið af rekstri verslun- arinnar 2001. Hins vegar standi sú afkoma undir miklum útgjöldum sem fylgi rekstri flugstöðvarinn- ar. „Við erum með erlend lang- tímalán sem hækkuðu mikið árið 2001.“ Hann gerir ráð fyrir góðri afkomu í ár. Höskuldur segir verðkannanir gerðar við innlend- ar verslanir til þess að kanna hvort keypt sé inn á eðlilegu verði og að viðskiptavinurinn njóti eðli- legs verðs á fríverslunarsvæði. Þeir kanni einnig verð í öðrum frí- höfnum. Höskuldur segir breyt- inguna í hlutafélag hafa verið skref í rétta átt. Hann útilokar ekki að verslunarþættir verði boðnir út. „Það er hins vegar póli- tísk ákvörðun og með þeim for- merkjum að það fyrirkomulag standi undir rekstri og fjárfest- ingum flugstöðvarinnar.“ Hann segir verslunina fara í einu og öllu að þeim reglum sem henni eru settar. Fríhafnarverslun hefur verið á undanhaldi í Evrópu eftir að frí- hafnir mill landa Evrópusam- bandsins voru lagðar niður. Sú regla gildir ekki fyrir ríki EES- samningsins sem eru utan ESB. haflidi@frettabladid.is Birgir Ingþórsson: Ekkert að kindunum RIÐA „Það var sárt að horfa á eftir kindunum, sér í lagi af því að þær voru að mínu viti heilbrigðar,“ segir Birgir Ingþórsson, bóndi á Uppsölum í Austur-Húnavatns- sýslu, sem í gærmorgun missti tæplega þrjú hundruð kindur vegna ótta við riðuveiki. Birgir segir fulltrúa yfirdýralæknis hafa mætt ásamt aðstoðarmönnum og leitt kindurnar til slátrunar. Birgir hafði keypt féð af Hvammi í Vatnsdal þar sem riðu- veiki hafði verið en samkvæmt reglugerð frá árinu 2001 er það með öllu óheimilt. Birgir segist ekki hafa vísvitandi brotið af sér. Honum hafi verið ókunnugt um reglugerðina. Segist hann ósáttur við að ekki hafi fengist neinar bætur vegna förgunarinnar. Vald- níðslu hafi verið beitt. ■ Vopnafjörður: Vakta sjómann LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Vopna- firði hefur haldið uppi sólar- hringsvakt vegna flutningaskips sem skráð er á Möltu og kom til Vopnafjarðar á fimmtudag til að sækja 1.600 tonn af frystri loðnu. Ástæðan er sú að einn sjómann- anna er óæskilegur inn á Schengen-svæðið. Af því má hann ekki stíga á íslenska grund. Lög- reglan segir skipið fara á hádegi í dag. Skipverjinn gerðist brotlegur í Evrópu en ekki fæst uppgefið hvaða brot það var. Hann er sá eini sem ekki má stíga frá borði, hinir eru frjálsir ferða sinn. Áhöfnin um borð er Pólverjar og Rússar en yfirmenn eru norskir. Samkvæmt lögum þurfa erlend skip sem koma inn í íslenska land- helgi að tilkynna sig og senda áhafnalista sem eru yfirfarnir. ■ Útflutningur óunnins sjávarafla tilkynningaskyldur: Eykur verðmæti ÁRNI M. MATHIESEN Markmiðið með tilkynningaskyldu á útflutning sjávarafla er að ýta undir frekari verðmætasköpun og fjölgun starfa í sjávarútvegi. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Stúlka sem var nauðgað í tjaldi sínu á úti- hátíð sagðist hafa barist á móti árás- armanninum og árangurslaust öskrað og hrópað á hjálp. DANMÖRK Danska kirkjumálaráðu- neytið hefur tekið á móti miklum fjölda umsókna að undanförnu frá fólki sem óskar eftir nafnbreyt- ingu, samkvæmt fréttavef danska ríkissjónvarpsins. Á síðasta ári sóttu 1048 Danir um að fá fornafni sínu breytt en fyrir um áratug síð- an bárust innan við 400 umsóknir af þessu tagi á ári. Að sögn fræðimanna er skýr- inganna á þessari miklu aukningu að leita í vaxandi áhuga á talna- speki. Fólk trúi því að með nýrri samsetningu bókstafa í nafni sínu geti það öðlast betra líf. ■ Nöfn talnaspeki: Betra líf með nýju nafni Mútugreiðslur til Norður-Kóreu: Stjórnvöld studdu ólöglegar greiðslur STARFSLOK Í SKUGGA HNEYKSLIS Sáttafundur stjórnvalda í Norður- og Suð- ur-Kóreu var hápunktur forsetatíðar Kim Dae-jung, sem lætur af störfum 25. febrú- ar. Nú hefur hann breyst í hneyksli. AP /M YN D Fríhöfnin greiðir ekki sömu gjöld Framkvæmdastjóri Hagkaupa segir Fríhöfnina vera smásöluverslun ríkisins sem stundi óeðlilega samkeppni. Framkvæmdastjóri Fríhafnar- innar útilokar ekki útboð. FORSKOT Í SAMKEPPNI Fríhafnarverslun í Leifsstöð er undanþegin gjöldum sem önnur smásöluverslun ber. Fram- kvæmdastjóri Hagkaupa gagnrýnir að Fríhöfnin skuli bera sig saman við innlenda verslun og keppa við hana án þess að búa við sömu samkeppnisstöðu. „Samkeppnis- staðan er hins vegar skert með því að þessi smá- söluverslun ríkisins greiðir ekki sambæri- leg gjöld og önnur verslun í landinu.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.