Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 6
6 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR HEILBRIGÐISMÁL Tannlæknafélag Íslands hefur hætt bakvöktum neyðarvaktar utan opnunartíma tannlæknastofanna. Ástæðuna segja tannlæknar vera að reynsl- an sýni að sjaldnast sé ástæða til að bregðast við á næturnar. Oftar en hitt geti viðkomandi beðið þar til daginn eftir og komist þannig hjá því að valda tannlækninum og fjölskyldu hans óþarfa ónæði. Tannlæknar hafa auk þess haft áhyggjur af einveru sinni með sjúklingum utan dagvinnutíma þegar fáir eru á ferli. Þá hafa tannlæknar lengi beðið svars heil- brigðisráðuneytisins um viðræð- ur um hvernig skipuleggja skuli neyðarvaktir, en án árangurs. Að sama skapi hefur Landspítali – há- skólasjúkrahús ekki svarað bréfi þeirra um sama efni. Neyðarvöktum tannlækna verð- ur þó áfram sinnt á laugardögum og sunnudögum á milli 11 og 13. ■ VERÐA AÐ BÍÐA AF SÉR TANNPÍNU Nú er bannað að fá tannpínu um miðja nótt. Það verður að bíða þar til daginn eftir og um helgar er hægt að heimsækja tann- lækni á milli 11 og 13 á daginn. Tannlæknar: Neyðarþjónusta um nætur hættir HVALASKOÐUN „Þetta eru hrein ósannindi og ég kem ekki til með að sitja undir þessu. Mér finnst mjög ómaklega að mér vegið í þessari grein og skil satt að segja ekki af hvaða hvöt- um hann er að skrifa þennan óhróður,“ sagði Ás- björn Björgvins- son, forstöðumað- ur Hvalamiðstöðv- arinnar á Húsavík. Arnar Sigurðsson, sem áður rak hvalaskoðunarfyrirtæki, full- yrðir í nýlegri grein í Fiskifréttum að þann tíma sem hann var í þess- ari útgerð, árin 1994-2000, hafi farþegatölur verið ýktar. „Fyrstu árin var það svo að ég gaf Ásbirni upp farþegafjölda hvers sumars. Þegar tölur fóru síðan að birtast í fjölmiðlum um fjölda farþega hjá hverju fyrir- tæki í hvalaskoðun sá ég að búið var að bæta við þær tölur sem ég gaf upp, jafnvel svo þúsundum skipti. Eftir það neitaði ég að gefa bæði Ásbirni og öðrum upplýsing- ar um farþegafjölda hjá mér. Hann sagði það engu skipta, hann myndi bara áætla farþegafjölda hjá mér, sem hann og gerði eftir að ég hætti að gefa upp tölur. Ég hef ekki hugmynd um hvort það var Ásbjörn eða viðkomandi fjöl- miðlar sem fóru rangt með þessar tölur, en spurningin er, ef farið var ranglega með tölur frá mér, var það ekki gert hjá öðrum líka?“ spyr Arnar Sigurðsson í grein sinni. „Það sem Arnar vænir mig um gagnvart sínu fyrirtæki er rangt. Eftir að hann neitaði að gefa mér upp tölurnar fékk ég farþegafjöld- ann eftir öðrum leiðum. Það er skylda að halda „loggbækur“ og upp úr þeim bókum eru þessar töl- ur fengnar en ekki búnar til eins og haldið er fram,“ sagði Ásbjörn Björgvinsson. Í títtnefndri grein segir enn fremur að Ásbjörn hafi verið tals- maður þeirra sem eru á móti hval- veiðum og gefið er í skyn að hag- ræðing talna um fjölda þarþega hafi verið í þágu baráttunnar gegn hvalveiðum. Þau rök hvalfriðunar- sinna að ferðamönnum sem kæmu til Íslands myndi stórfækka ef við hefjum hvalveiðar eiga sér að mati Arnars enga stoð. Vel megi búa þannig um hnútana að hval- veiðar og hvalaskoðun þrífist við Íslandsstrendur. the@frettabladid.is HNÚFUBAKUR SÝNIR SIG VIÐ EINN BÁTA NORÐUR-SIGLINGAR Á HÚSAVÍK Forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík segir það hrein ósannindi að tölur um farþegafjölda í hvalaskoðun hafi verið ýktar líkt og haldið er fram í grein fyrrverandi hvalaskoðunarútgerðarmanns. Farþegafjöldi sagður ýktur Fyrrverandi hvalaskoðunarútgerðarmaður segir forstöðumann Hvala- miðstöðvarinnar eða fjölmiðla ýkja fjölda þeirra sem fara í hvalaskoðun- arferðir. Mun ekki sitja undir slíkum rógi, segir forstöðumaðurinn. N O RÐ U R SIG LIN G / H EIM IR H ARÐ AR SO N „Það er skylda að halda „loggbækur“ og upp úr þeim bókum eru þessar töl- ur fengnar.“ FERÐAMÁL Á síðasta ári fjölgaði gistinóttum Íslendinga á hótelum um tæp 6% miðað við árið 2001, en gistinóttum útlendinga fækkaði um tæp 2 %. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands var heildarfjöldi gistinátta 770.258 árið 2002 en árið 2001 var hann 771.717, sem þýðir að örlítið hefur dregist saman. Gistinætur á hótelum á höfuð- borgarsvæðinu í desembermánuði voru 15% færri en árið 2001 eða 23.738 miðað við 28.089 árið á und- an. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fækkaði gistinóttum um rúm 12%. Þar voru gistinætur 1.550 í desember síðastliðnum en árið á undan voru þær 1.764. Aðra sögu er að segja af Suður- landi. Þar fjölgaði gistinóttum um rúmlega 71% síðastliðinn desem- ber miðað við árið 2001. Þær voru 1.058 í desember 2001 en töldust 1.812 í desember síðastliðnum. Mestu munar um tvöföldun gistinátta Íslendinga milli ára meðan gistinóttum útlendinga fækkaði um helming. Gistinóttum á Norðurlandi vestra og eystra fjölgaði einnig. Gistinæturnar voru 1.326 í desember árið 2001 en töldust 1.401 síðastliðinn desem- ber. Þetta er 6% aukning milli ára. Meðaltal síðustu fimm mánaða sýnir að gistinóttum á Austurlandi fækkar um tæp 4% milli áranna 2001 og 2002. Þá fækkar í ágúst- mánuði og nóvembermánuði en fjölgar í september, október og desember. ■ UM 15% SAMDRÁTTUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Gistinætur á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í desembermánuði voru 15% færri en árið 2001 eða 23.738 miðað við 28.089 árið á undan. Heildarfjöldi gistinátta á hótelum á Íslandi árið 2002: Samdráttur milli ára Alþjóðaviðskipti: Bændur hafna breytingum TÓKÝÓ, AP Forystumenn bændasam- taka víðs vegar að úr heiminum hétu því á fundi í Japan að vinna gegn því að hugmyndir um lækkun tolla á landbúnaðarafurðum og nið- urfellingu útflutningsstyrkja verði að raunveruleika. Stuart Harbin- son, sáttasemjari Alþjóða við- skiptastofnunarinnar, lagði tillög- urnar fram í vikunni. Þær eiga að auka frelsi í viðskiptum og lækka verð á landbúnaðarafurðum. „Matvæli eru of mikilvæg til að láta þau stjórnast af duttlungum al- þjóðlega markaðarins,“ sagði Ro- bert Carlson, formaður landssam- taka bandarískra bænda. ■ Hjátrú: Stálu fóstrum TÆLAND, AP Tveir menn hafa verið handteknir fyrir að stela tveimur hauskúpum og fjórum fóstrum sem höfðu verið meðhöndluð til varð- veislu. Líkamsleifarnar ætluðu mennirnir að nota sem verndar- gripi. „Ég heyrði gamalt fólk segja að tilbeiðsla fóstra færði fólki gæfu og að verndargripur gerður úr hauskúpu manna héldi ógæfunni fjarri,“ var haft eftir öðrum þjófn- um. Hauskúpunum og fóstrunum stálu mennirnir af sjúkrahúsi. Hægt er að dæma þá til allt að tíu ára fangelsisvistar. ■ Stéttarfélagið Báran: Vill hækka bætur ATVINNA Stéttarfélagið Báran skorar á ráðamenn íslensku þjóðarinnar að hækka atvinnuleysisbætur til jafns við lágmarkslaun verkafólks eða úr 77 þúsund krónum í 93 þúsund. „Það er alveg ljóst að sá launa- maður sem lendir í þeirri ógæfu að missa atvinnu og fær ekki annað en atvinnuleysisbætur sér til fram- færslu getur ekki staðið við skuld- bindingar sínar,“ segir í tilkynningu frá Bárunni. „Hvernig á að vera hægt að lifa á ríflega 77 þúsund krónum á mánuði? Hvernig á sá ein- staklingur að greiða húsaleigu eða afborgun af íbúð og annað sem nauðsynlegt er hverjum einstak- lingi til að lifa?“ ■ Brenna stjórnarfrumvarp: Mannréttindi sögð í hættu HONG KONG, AP Lagafrumvarp stjórnvalda í Hong Kong sem bannar niðurrifsstarfsemi hefur verið harðlega gagnrýnt af stjórn- arandstæðingum sem segja það grafa undan mannréttindum. Nokkrir þingmenn tóku þátt í mótmælunum og höfðu margir límt fyrir munn sér sem tákn þess að frumvarpið skerti málfrelsi manna. Eftir að Kínverjar fengu yfir- ráð yfir Hong Kong 1997 hefur stjórnarskrá svæðisins bannað niðurrifsstarfsemi, landráð og baráttu fyrir sjálfstæði Hong Kong. ■ Su m ar Pl ús Ver›dæmi SpariPlús Krít Portúgal Mallorca Benidorm 53.980 kr. 47.267 kr. 43.140 kr. 44.340 kr. * á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í tvær vikur, íslensk fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. * * * * Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Allt a› seljast upp, bóka›u strax - fla› margborgar sig! 2003 lauga rdag 1 0-14 sunn udag 1 3-16 Op i› Ef tveir ferðast saman, 67.970 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 69.355 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 54.530 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 63.730 kr. á mann. fiö kk um f rá bæ ra r m ót tö ku r STÚLKA FÆR BÆTUR Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á Íslandi sf. hafa verið dæmdar í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða stúlku sem slasaðist mjög alvarlega þeg- ar hún varð fyrir bíl tæpar 9,7 milljónir króna. Stúlkan, sem var 13 ára þegar slysið varð á Sæbraut árið 1996, beið af því mikinn og varanlegan líkamlegan og andleg- an skaða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.