Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 8
8 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Áhyggjur sjómanna Jónas Garðarsson hringdi: Jónas Garðarsson, formaðurSjómannafélags Reykjavíkur, segir vanta í það sem Friðrik J. Arngrímsson hjá LÍÚ segir varð- andi tvískráningu íslenskra fiski- skipa. Jónas segir Friðrik hafa gleymt að geta þess sem veldur sjómönnum mestum áhyggjum, en það sé að þegar íslensk fiski- skip eru skráð í tveimur löndum rofni tengslin við kjarasamning- inn og því verði mögulegt að ráða áhöfn á allt öðrum kjörum en tíðkast hér. ■ Utanríkisráðherra Noregs, JanPetersen, hélt ræðu í norska þinginu þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu norskra stjórnvalda í Íraksdeilunni. Leiðarahöfundur Aftenposten hefur sitthvað við inni- hald ræðunnar að athuga. Finnst honum ráðherrann gleyma sér um of í aukaatriðum í stað þess að fjalla um kjarna málsins, þ.e.a.s. hvernig finna megi farsæla leið til þess að koma í veg fyrir stríð. Í leiðaranum er enn fremur bent á að í pólitískri umræðu um Íraks- deiluna vilji oft gleymast þær alvar- legu og víðtæku afleiðingar sem stríðið gæti haft í för með sér. Þá er ekki aðeins átt við það sem snertir írösku þjóðinna heldur ekki síður þau áhrif sem stríð gæti haft á frið og jafnvægi í Miðausturlöndum og í raun heiminum öllum. Tíminn er naumur, segir leiðarahöfundur og hvetur norska ráðamenn til þess að beita áhrifum sínum í málinu með ofantalið að leiðarljósi. „Bandaríkin þurfa nú að horfast í augu við afleiðingarnar af ein- strengingslegri og ögrandi fram- göngu sinni í Íraksdeilunni,“ segir í leiðara Politiken. Þar er fjallað um það breiða bil sem myndast hefur milli Bandaríkjanna og ýmissa Evr- ópulanda í málinu og það neyðar- ástand sem skapast hefur í alþjóða- samstarfi. Leiðarahöfundur leggur áherslu á mikilvægi þess að heimsveldin finni sameiginlega lausn á málinu og Bandaríkjamenn hefji ekki hern- aðaraðgerðir án stuðnings Samein- uðu þjóðanna. Að hans mati þurfa SÞ meira á Bandaríkjunum að halda en Bandaríkin á SÞ. Því er mikil- vægt að efasemdarmenn í Evrópu hafi hemil á sér og gefi Bush ekki afsökun fyrir því að segja skilið við samstarfið og fara sínar eigin leiðir. Leiðarahöfundur Berlingske Tidende gagnrýnir þjóðir Atlants- hafsbandalagsins fyrir að gleyma sér í pólitískum þrætum í stað þess að beita sér af alefli fyrir afvopnun Íraka. Að hans mati hefur andstaða Frakka, Þjóðverja og Belga við stefnu Bandaríkjanna aðeins orðið til þess að auka líkurnar á yfirvof- andi stríði í Írak. Ástæðan fyrir klofningnum innan Atlantshafs- bandalagsins sé að hluta til van- þóknun Evrópuþjóðanna á því sem þær upplifa sem valdníðslu og hroka af hálfu Bandaríkjanna, að sögn leiðarahöfundar. En hann bendir á að án þeirrar ógnar sem bandarískt hervald skapar sé engin von til þess að fá Íraka til að fylgja alþjóðasamþykktum um vopna- eign. ■ Úr leiðurum Leiðarahöfundar á Norðurlöndum eru ekki á eitt sáttir um það hvernig evr- ópskir ráðamenn taka á málum í Íraks- deilunni og telja að þeir hafi misst sjónar á því sem raunverulega skiptir máli. Dóri á Kanans fund Pétur G. Kristbergsson skrifar: Halldór Ásgrímsson utanríkis-ráðherra hefur lofað Banda- ríkjunum að Ísland muni styðja árás þeirra á Írak af fullum mætti. Með léleg vopn í lekum báti leggur Dóri á Kanans fund. Þar getur hann sem djarfur dáti dillað skotti á réttri stund. Skoðanakönnun um þjóðaratkvæðagreiðslu: Meirihluti vill kjósa um Kára- hnjúkavirkjun KÖNNUN Meirihluti er hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um mikil- vægustu málefni þjóðarinnar og um Kárahnjúkavirkjun. Þetta kom fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð þar sem hugur fólks um þjóðaratkvæðagreiðslu var kann- aður. Ögmundur Jónasson þing- maður segir niðurstöður skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar. Eðlilegast sé að atkvæðagreiðslan fari fram um leið og kosningarnar 10. maí nk. Af 1250 manns sem valdir voru í slembiúrtaki úr þjóðskrá svöruðu 800 manns á aldrinum 16 til 75 ára af öllu landinu. Lagðar voru fram tvær spurningar: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) þjóðaratkvæða- greiðslu um mikilvægustu mál þjóðarinnar? Eru hlynnt(ur) eða andvíg(ur) þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun? 79% að- spurðra sögðust hlynnt þjóðarat- kvæðagreiðslu um mikilvægustu málefnin og 64% sögðust vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um Kára- hnjúkavirkjun. ■ Þegar Fréttablaðið fór þess á leitvið mig að ég setti nokkrar hugsanir á blað um daginn og veg- inn komu ýmis mál upp í hugann, mál sem hafa verið í deiglunni á undanförnum vikum og mánuðum. Ber þar hæst virkjanamálin og alla þá sérfræðinga sem telja sig þess umkomna að vita betur en Aust- firðingar hvað sé þeim sjálfum og þjóðarhag fyrir bestu, pólitísk sveifla fyrrverandi borgarstjóra yfir í landsmálin, staða Íslendinga varðandi yfirvofandi stríð við Írak og svona mætti lengi telja. Fram undan eru alþingiskosn- ingar og ímyndarsmiðir fara í gang að búa til eitthvað nýtt eða hressa upp á það sem fyrir er. Ýmsir stjórnmálamenn gerast mjög hátíðlegir í málfari og af þeim skín ábyrgð og vilji til að gera þjóðinni allt til góða. Þeir ger- ast virðulegir í tali í ljósvakafjöl- miðlum, eða reyna að vera frjáls- legir og skemmtilegir, en margir eru allt of oft því marki brenndir að breyta eðlilegu talmáli sínu í til- gerðarlegt og uppskrúfað ,,fínirí“! Erfitt er að hlusta á þá og dökkur sjónvarpsskjárinn verður betri kostur en viðtalið við þá. Sjálfsagt er að tala fallegt og kjarnyrt mál og eftir slíkum málflutningi er tek- ið. Sú gildra að breyta eðlilegu málfari sínu í viðtölum í ljósvaka- fjölmiðlum virðist ótrúlega opin, en samt hulin mörgum sem alla jafna tala ágætt mál. Orð og setn- ingar verða að tískubólum og of- notkun hugtaka gerir málflutning margra ónefndra stjórnmála- manna tilgerðarlegan og hreinlega óáheyrilegan. Maður hættir að nenna að hlusta. Ímynd er annað og meira en út- geislun og rétt fataval. Glæsilegt útlit getur hreinlega hrunið þegar menn opna munninn og út streym- ir foss orðskrípa eins og ,,orsaka- valdur“, sem var mjög vinsælt til skamms tíma. Á undanförnum misserum er eins og menn hafi gleymt orðunum ,,svona“ og ,,þannig“ en nota í þess stað ,,með þessum hætti“ í tíma og ótíma. Ég geri mér það stundum að leik að telja hve oft ,,með þessum hætti“ er notað í stuttum viðtölum og minnist þess að eitt sinn tókst ann- ars ágætum háttsettum opinberum starfsmanni að koma ,,með þess- um hætti“ ellefu sinnum fyrir í þriggja mínútna fréttaviðtali. Af- leiðingin var hundleiði yfir mál- flutningnum í stað þess að hlustað væri með athygli á skoðanir við- komandi. Hann varð einfaldlega leiðinlegur þótt umræðuefnið væri mikilvægt og álit mannsins nauð- synlegt innlegg í viðkomandi mála- flokk. Mikilvægt er stjórnmála- mönnum að haga málflutningi sínum þannig (,,með þeim hætti“) að áheyrendur viti (,,með skýrum hætti“) hvaða skoðanir þeir hafa á málefnunum sem til umfjöllunar eru. Færa má rök fyrir því að ræðumenn sem tala gott, kjarnyrt og tilgerðarlaust mál, fái meiri athygli en hinir sem reyna að breyta sér í ræðupúlti eða fjölmiðlaviðtölum með uppskrúfuðu orðafari og sí- felldum endurtekningum hug- taka sem eru í ,,tísku“ hverju sinni. Sem sagt, menn sem tala skýrt (,,með skýrum og kjarnyrt- um hætti“) ná tvímælalaust bet- ur (,,með betri hætti“) til áheyr- enda en hinir! ■ löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi skrifar um málflutning. ELLEN INGVADÓTTIR Um daginn og veginn Málskrúð og tilgerð SKOÐANAKÖNNUNIN KYNNT Alþingi hefur til afgreiðslu þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Kolbrúnar Halldórsdóttir segir tillöguna vera í iðnaðarnefnd og að hún komi vonandi til afgreiðslu Alþingis innan fárra daga. Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.isOD DI H F J 37 55 /1 ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM MIKILVÆGUSTU MÁLEFNI ÞJÓÐARINNAR Andvíg(ur) 15% Hvorki né 7% Hlynnt(u)r 79% ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Andvíg(ur) 30% Hvorki né 6% Hlynnt(ur) 64% Dæmd fyrir morð: Keyrði ítrekað yfir eiginmann sinn HOUSTON, AP Kviðdómur í máli tannlæknisins Clara Harris varði Valentínusardegi í að ákvarða hæfilega refsingu hennar fyrir morðið á eigin- manni sínum. Harris var fundin sek um að hafa myrt eiginmann sinn með því að keyra ítrekað yfir hann meðan dóttir hennar sat í far- þegasæti bifreiðarinnar. Atvikið átti sér stað þegar konan komst að því að eiginmað- ur hennar til tíu ára hafði haldið fram hjá henni á hótelinu þar sem þau giftust. Í vitnisburði sagðist Clara að- eins hafa viljað valda manni sín- um andlegri þjáningu fyrir framhjáhaldið. ■ Ráðamenn hafa villst af brautinni Stefgjöld Gunnar Stefánsson, innheimtustjóri STEFs, skrifar: Umfjöllun um höfunda, höf-undarétt og STEF má draga saman í eftirfarandi limru: Netið nýjar reglur setur núna gildir þennan vetur: „Allt er frítt! STEF er skítt! Steli hver sem betur getur!“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.