Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 10
10 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR Verkefnið leggst vel í mig. Égveit að þetta verður mjög erfitt og krefjandi en jafnframt skemmtilegt. Það hlýtur að vera spennandi að starfa við þetta,“ segir Helena Ólafsdóttir, sem í vikunni var ráðin þjálfari A- landsliðs kvenna í knattspyrnu. Helena er fædd árið 1969 og er 33 ára gömul. Sjálf byrjaði hún að sparka bolta þegar hún var um það bil 10 ára, með strákunum austur í Neskaupstað. „Ég ólst þar upp til ellefu ára aldurs og var þar mikið á sumrin. Ég er ekki úr neinni fótboltaætt eða þannig. Áhuginn kviknaði einhvern veginn, kannski var ég svona strákastelpa,“ segir Hel- ena um uppvaxtarár sín. Helena fór að æfa fótbolta með Víkingi þegar hún var þrett- án ára. Hún segir það hafa verið afar frábrugðið því sem gerist nú. „Á þessum tíma spiluðu eigin- lega allar Víkingsstelpurnar handbolta á veturna enda hefðin fyrir handboltanum mikil þar. Í maí fluttu þær sig yfir í fótbolt- ann. Ég var aðeins í handboltan- um með þeim, þurfti að halda mér í formi á veturna,“ segir Helena en bætir við að fótboltinn hafi alltaf verið númer eitt. Árið 1986 var kvennaboltinn í Víking lagður niður. Helena hóf leit að nýju liði og þá kom bara eitt lið til greina, Vesturbæjar- veldið KR. KR-fjölskyldan „Ég man að ég fór á æfingu hjá Fram og KR. Mér leist betur á allt hjá KR og ákvað því að fara þang- að,“ segir Helena. Hún lék með Vesturbæjarliðinu til ársins 2002 að undanskildu einu ári þegar hún lék með Skagastelpum. „Það var frábært að vera hjá KR. Þetta var svo góður kjarni og mjög félagslegt. Við náðum vel saman og héldum mikið saman fyrir utan boltann. Þetta er eigin- lega eins og ein stór fjölskylda,“ segir Helena. Hún er fjórði leikja- hæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi, hefur leikið 193 leiki. Hún er sú þriðja marka- hæsta frá upphafi, hefur skorað 154 mörk og var átta sinnum valin í landsliðið. Á þeim rúmlega 20 árum sem Helena hefur leikið knattspyrnu hefur margt breyst. Hún segir að stelpur í dag séu farnar að æfa eins og karlarnir. Keppnistímabil- ið byrjar nú í lok október eða byrjun nóvember en áður hófust æfingar í maí. „Þegar ég var að byrja þótti gott ef boltinn gekk á milli þriggja leikmanna,“ segir Helena. „Það er mikill munur á knattspyrnunni nú og metnaður- inn orðinn miklu meiri, eins og sést á landsliðinu. Eftir að þetta opnaðist með háskólana í Banda- ríkjunum hefur þetta stóraukist. Þó nokkrar íslenskar stelpur æfa með bandarískum háskólaliðum og leika með yfir vetrartímann.“ Erfitt að fylgja árangrinum eftir Helena er íþróttakennari að mennt og hefur lokið þriðja stigi í þjálfun hjá Knattspyrnusam- bandi Íslands. Hún þjálfaði yngri flokka KR um árabil en tók við meistaraflokki Vals í fyrra. „Það var farið að blunda í mér hvort ég ætti að leggja þjálfun fyrir mig þar sem ég ætlaði að leggja skóna á hilluna. Síðan kom þetta tilboð frá Val og eftir að hafa íhugað það ákvað ég að slá til. Þar var mjög mikill efniviður og langt síðan þær höfðu unnið eitthvað. Ég var líka alltaf ákveð- in að byrja einhvers staðar ann- ars staðar en í mínu liði. Ég var heimagangur í Vesturbænum og fannst því sniðugt að kynnast nýjum hlutum,“ segir Helena. Hún segir KR-fjölskylduna hafa tekið því vel þegar hún tilkynnti henni að hún væri á leið yfir í Val. „KR-ingarnir tóku þessu rosalega vel og studdu mig í því eins og þeir gera í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Það var í mesta bróðerni og allir skildu það.“ Valur hafnaði í þriðja sæti Ís- landsmótsins, sem verður að telj- ast viðunandi árangur, enda Valsliðið að mestu skipað ungum og efnilegum leikmönnum með þjálfara á sínu fyrsta ári. Íslenska landsliðið hefur náð frábærum árangri undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar. Liðið komst meðal annars í umspil heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu en féll úr leik gegn Eng- lendingum. Helena segist búast við að miklar kröfur verði gerðar við liðið og að erfitt verði að fylgja árangrinum eftir. „Nú er nýtt verkefni og það er mitt og liðsins að leysa það á sem bestan hátt. Það er markmiðið,“ segir Helena. Landsliðið mætir Bandaríkja- mönnum, núverandi heimsmeist- urum, í Charlotte á morgun. Jör- undur Áki stýrir liðinu þar í síð- asta sinn en Helena verður hon- um til halds og trausts. Næsta stórmót landsliðsins er undankeppni Evrópumótsins og er Ísland í geysisterkum riðli með Rússlandi, Póllandi, Frakk- landi og Ungverjalandi. Sonurinn fékk nóg af fótbolta Eins og áður hefur komið fram ólst Helena upp á Neskaup- stað. Hún fluttist þaðan þegar hún var ellefu ára og fór til Hafnarfjarðar, sem oft hefur verið nefndur „vagga handbolt- ans“. „Ég var ekkert í fótbolta þau tvö ár sem ég bjó þar. Ég var í handbolta og frjálsum íþróttum. Síðan flutti ég í Breiðholtið og þá hófst þessi fótboltaáhugi fyrir alvöru,“ segir Helena. Helena útskrifaðist sem íþróttakennari frá Kennarahá- skólanum árið 1992. Hún kenndi eitt ár í Hagaskóla en hefur kennt við Hólabrekkuskóla síð- an. Hún bjó einnig í hálft ár á Ólafsvík þar sem hún starfaði meðal annars við þjálfun. Helena býr með sjö ára göml- um syni sínum, Ólafi Daða. „Hann hefur ekki nokkurn áhuga á fótbolta. Hann hefur mætt með mér á æfingar síðan hann var pínulítill en hefur ekki haft neinn áhuga. Ætli hann hafi ekki bara fengið nóg,“ segir Hel- ena. Helena segist ekki hafa mik- inn tíma fyrir önnur áhugamál en fótbolta. „Ætli önnur áhugamál séu ekki að gera eitthvað uppbyggi- legt með syni mínum. Vinnudag- urinn er oft langur svo ég reyni að gefa mér tíma með honum. Mér finnst líka ofsalega gaman þegar við komumst út á land og þá reynum við að ferðast austur og til Ólafsvíkur,“ segir Helena, sem ber greinilega enn miklar taugar til Neskaupstaðar. Hel- ena vonast til að geta ferðast meira þegar öllu sparki er lokið hjá henni. kristjan@frettabladid.is Helena Ólafsdóttir er nýráðinn þjálfari kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu. Hóf snemma að leika knattspyrnu í Neskaupstað. Lék um ára- bil með KR en tók óvænt við þjálfun Vals í fyrra. Undankeppni Evrópumótsins næsta verkefni. Strákastelpa frá Neskaupstað LANDSLIÐSÞJÁLFARI KVENNA Í KNATTSPYRNU Helena Ólafsdóttir hefur kennt í Hólabrekkuskóla í tíu ár og kann því vel. Hún er fjórði leikjahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi og sá þriðji markahæsti. ÓLST UPP FYRIR AUSTAN Helena hóf feril sinn með Þrótti Neskaupstað. Hún fluttist þó stuttu síðar til Reykjavíkur og hóf að leika með Víkingi áður en hún skipti yfir í KR. Helena er önnur til vinstri í efstu röð. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Hauka, er þriðji frá vinstri og Birkir Sveinsson, móta- stjóri KSÍ, situr fyrir framan Helenu. UNDIRRITUN SAMNINGSINS Helena var í vikunni ráðin þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.