Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 15
15LAUGARDAGUR 15. febrúar 2003 orkuuppbygging Norður-Kóreu- manna hæst. Blaðamaður hefur orð á því að nú séu viðsjárverð- ari tímar í alþjóðamálum en heimurinn hefur staðið frammi fyrir lengi. „Ég er sammála því.“ „Í aðdraganda síðustu kosn- inga var ákveðið að taka á Milos- evic. Það var gert af Atlantshafs- bandalaginu. Ég taldi nauðsyn- legt og rétt að gera það til að koma í veg fyrir fjöldamorð sem hann stóð fyrir. Ég veit að ég missti mörg atkvæði í síðustu kosningum vegna þess máls vegna þess að andstæðingar mín- ir lýstu því að Ísland væri með í því. Við bárum ábyrgð sem aðild- arþjóð að Atlantshafsbandalag- inu.“ „Ég spyr í dag: Var það rangt? Hvernig má það vera að viðkom- andi þjóð skuli vilja ganga í Atl- antshafsbandalagið aðeins nokkrum árum eftir að það gerð- ist?“ Sama sannfæring er til stað- ar þegar kemur að Írak í dag. „Ég er sannfærður um það að það verður að afvopna Saddam Hussein. Ég vil sjá það gerast með friðsamlegum hætti. En ég geri mér grein fyrir því að til þess að það geti gerst með friðsamlegum verður hann að standa frammi fyrir alvörunni. Við vitum að hann svífst einskis. Á hinn bóginn er stríð líka vondur kostur.“ Það hef- ur í för með sér hörmulegar af- leiðingar fyrir saklaust fólk og slæmar efnahagslegar afleiðingar fyrir heiminn og næstu lönd. „Vonandi gerist eitthvað sem verður til þess að þetta leysist. Það er helsta vonin að ríkjum í arabaheiminum og Frökkum og Rússum, sem hafa verið með veruleg viðskipti við Írak, takist að beita sér með diplómatískum hætti.“ Verða að uppfylla skyldur sínar „Frakkar standa einfaldlega gegn því að Atlantshafsbandalag- ið uppfylli skyldur sínar,“ segir Halldór og er mjög ósáttur við deilurnar sem komnar eru upp innan Atlantshafsbandalagsins. „Á sama tíma eru Frakkar með herlið í Miðausturlöndum sem þeir eru tilbúnir að beita til að hjálpa til við varnir Ísraels. Þjóð- verjar eru með lið í Kúvæt sem þeir eru tilbúnir að beita til að verja Kúvæt. En þeir eru ekki til- búnir að standa að undirbúningi hugsanlegra varna lands sem er í Atlantshafsbandalaginu. Í þessu er gífurleg mótsögn. Við Íslend- ingar styðjum eindregið meiri- hluta Atlantshafsbandalagsins í þessu máli. Ég tel að Frakkar og Þjóðverjar séu fyrst og fremst að grafa undan áhrifum sínum. Ég er þeirrar skoðunar að þeir eigi eng- an annan kost en að stuðla að lausn þessa máls.“ „Það er ekki mikið samráð við okkur,“ segir Halldór um aðkomu Íslands að Íraksdeilunni. „Það hefur ekkert verið leitað til okkar í þessu máli. Enda erum við vopn- laus þjóð. Það hefur verið samráð innan Nató út af Tyrklandi en það nær ekki lengra. Atlantshafs- bandalagið hefur ekki verið beðið um að gegna neinu sérstöku hlut- verki í hugsanlegri árás á Írak. Við fylgjumst með þessu máli sem áhorfendur og fáum svipaðar upplýsingar aðrir.“ Skilgreini ekki mörk lífs og dauða Framsóknarflokkurinn hefur ekki komið vel út úr skoðana- könnunum að undanförnu. „Ég tek eftir því í skoðanakönnunum að það er mikið fylgi við það að Framsóknarflokkurinn sé í ríkis- stjórn. Við lesum það þannig að við njótum mikils trausts til að fara með mikilvæg og erfið mál. Okkur virðist hins vegar ekki takast að koma því nógu vel til skila að til þess að Framsóknar- flokkurinn sé í ríkisstjórn þarf hann að hafa mjög trausta stöðu.“ Halldór hefur sagt að ekki komi til greina að Framsóknar- flokkurinn taki sæti í stjórn nema hann hafi trausta stöðu. Aðspurður um hvaða mörk hann miði við segist Halldór ekki vilja nefna neina tölu. „Það er stað- reynd að í síðustu þingkosning- um misstum við þrjá þingmenn. Við vorum 15 en erum núna tólf. Helmingur þingmanna okkar er ráðherrar. Það hefur reynst okk- ur erfitt að sinna starfinu í þing- inu og í ríkisstjórn með þetta fá- mennu liði en ég tel mitt fólk hafa staðið sig einstaklega vel.“ „Ég geri mér fulla grein fyrir því að flokkur sem fær minna fylgi en áður hlýtur að taka það sem vísbendingu um að það sé æskilegt að aðrir komi inn á. Ef það gerist verðum við að sjálf- sögðu að taka því. Við munum hins vegar ekki bregðast kjós- endum okkar. Það hljóta allir að sjá að þeim mun minna fylgi sem flokkur fær, þeim mun minni burði hefur hann til að bera ábyrgð. Ég ætla ekki að skil- greina mörkin milli lífs og dauða í þeim efnum. Það getur enginn séð það alveg fyrir.“ Ekki mistök að flytjast til Reykjavíkur Þrátt fyrir að sumar skoðana- kannanir gefi til kynna að Hall- dór kæmist ekki á þing ef kosið væri í dag segir hann að það hafi ekki verið mistök að kveðja Aust- urland og fara í framboð í Reykjavík. „Ég gerði mér grein fyrir því að mesta barátta flokks- ins í komandi kosningum yrði hér í Reykjavík. Ég tel að á þeirri baráttu hvíli ekki síst hvort Framsóknarflokkurinn hafi burði til þess að vera áfram í ríkis- stjórn eða ekki. Ég taldi einsýnt og nauðsynlegt að formaður flokksins tæki þá baráttu. Hvern- ig það tekst á eftir að koma í ljós. Ég hef alltaf vanist því að vera í fremstu röð í baráttunni. Ég hef aldrei hikað við það. Hér er ég ennþá. Hvað svo sem verður.“ „Við erum að fara að halda okkar flokksþing sem byrjar næstkomandi föstudag. Þar mun koma saman fólk alls staðar að af landinu. Þar munum við móta stefnu og kjósa okkar forystu. Það verður í reynd upphafið að okkar kosningabaráttu. Við erum búin að koma saman öllum okkar listum. Ég er ánægðastur af öllu með hvað unga fólkið virðist vera að hasla sér völl í flokknum. Það er alveg ljóst að þetta unga fólk verður mjög áberandi í kosninga- baráttunni.“ Hef brotið hvort tveggja Starf utanríkisráðherra er annasamt. Það krefst mikilla starfa hvort tveggja hér heima og á ferðalögum erlendis. For- mennska í stjórnmálaflokki er einnig drjúgt starf, sérstaklega þegar við bætist að flokkurinn er í ríkisstjórn. Það kemur þó ekki í veg fyrir að menn eigi sér gott einkalíf, segir Halldór, þó mikill tími fari í starfið. „Ég á góða konu sem hefur staðið með mér í þessu alla tíð. Ég held það hafi verið tvennt sem við töluðum um þegar við tókum saman, innan við tvítugt. Það var að ég yrði ekki sjómaður og ekki stjórnmála- maður. Ég hef brotið hvort tvegg- ja. Það þarf góða konu til að fylgja manni þrátt fyrir það. Við erum búin að vera gift í 35 ár. Við reynum að styðja hvort annað. Við eigum uppkomin börn og við eigum barnabörn sem öllum hef- ur gengið vel.“ „Við erum hamingjusamt fólk. Það gengur oft mikið á í kringum okkur en það hefur einhvern veg- inn blessast. Það er ekki alltaf auðvelt. En það eru svo margir sem búa við heilsuleysi. Við höf- um sagt að ef við höfum heilsuna þá höfum við allt. Þess vegna þökkum við fyrir en kvörtum ekki.“ brynjolfur@frettabladid.is Ég hef alltaf vanist því að vera í fremstu röð í bar- áttunni. Ég hef aldrei hik- að við það. Hér er ég enn- þá. Hvað svo sem verður. ,,HALLDÓR UM KOMANDIÞINGKOSNINGAR„Leiðin til að sýna Framsóknarflokknumtraust er að kjósa hann en ekki aðra. Ef við njótum þess trausts mun það end- urspeglast í kosningunum. Ef við höfum það ekki kemur það líka fram. Ég held að kjósendur viti miklu meira um það hvað Framsóknarflokkurinn stendur fyrir en margir aðrir flokkar.“ VERÐUM AÐ ÞOLA AÐ Á OKKUR BRJÓTI „Ég hef lært það á mínum ferli að við sem erum að taka þessar ákvarðanir berum mikla ábyrgð og við sitjum oft á tíðum inni með meiri upplýsingar en okkur tekst að koma frá okkur. Við verðum að vera tilbúin að láta brjóta á okkur.“ Ég var þá atvinnulaus, fékk ekki útborgað dag- inn eftir kosningar. Það voru engin biðlaun þá. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.