Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 16
Edda Rós Karlsdóttir, hjá grein-ingardeild Búnaðarbankans, segir að boðaðar skattalækkanir forsætisráðherra á Viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands í fyrradag hafi komið sér á óvart. „Það er eðlilegt að stjórnmála- menn leiti leiða til að bregðast við vaxandi atvinnuleysi og slaka nú, en í ljósi þeirra framkvæmda sem fram undan eru er sérlega mikil- vægt að menn skilgreini vel mark- mið og tímasetningar aðgerða og þá markhópa sem aðgerðunum er ætl- að að ná til,“ segir Edda Rós. „Fram undan eru mestu framkvæmdir Ís- landssögunnar, sem munu valda þenslu í þjóðfélaginu, m.a. vegna þess að tekjur fólks munu aukast. Ef skattar eru lækkaðir á fram- kvæmdatímanum er ekki verið að grípa til þeirra mótvægisaðgerða sem maður hefði búist við heldur þvert á móti. Með því að lækka skat- ta er verið að leggja aukna ábyrgð á hendur Seðlabankanum, sem mun væntanlega þurfa að hækka vexti meira en ella til þess að bregðast við aukinni þenslu. Tímabundin skattalækkun kann hins vegar að hjálpa til í því ástandi sem nú er uppi. Fyrirséð þensla er ekki vænt- anleg fyrr en árið 2005.“ Varðandi afnám ríkisins á eigna- sköttum til einstaklinga segir Edda Rós að flestir séu sammála um rétt- mæti þeirra aðgerða, því eignar- skattar séu í eðli sínu gamaldags og ósanngjarnir. Hins vegar sé spurn- ing hvort tímasetningin sé góð, auk þess sem tekjur ríkissjóðs af eigna- sköttum séu rúmar 2.700 milljónir króna og því eðlilegt að sett sé fram áætlun um hvernig þeim tekjumissi verði mætt. Edda Rós segir að nokkrar ástæður séu fyrir því að almennir bankavextir séu hærri hér en er- lendis. Í fyrsta lagi séu grunnvextir, þ.e. stýrivextir Seðlabankans, um 3% hærri hér en í viðskiptalöndun- um. „Í öðru lagi hefur verðbólga ver- ið sveiflukenndari hér en erlendis og því líklegt að eitthvað áhættu- álag sé fólgið í íslenskum vöxtum. Í þriðja lagi er hin klassíska skýring að kostnaður í íslenskum banka- rekstri er hlutfallslega mikill miðað við aðrar þjóðir, m.a. vegna smæðar markaðarins og hversu lengi skorti alþjóðlega samkeppni. Þótt hagræð- ingarferill sé hafinn og samkeppni hafi aukist eigum við enn töluvert í land.“ ■ 16 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR Útfærslu boðaðra skattalækkana forsætisráðherra er beðið með nokkurri eftirvæntingu. Verkalýðshreyfingin ítrekar kröfuna um að- gerðir sem koma tekjulægstu hópunum best. Hver þúsundkall í hækk- un persónuafsláttur kostar um milljarð og afnám eignarskatta rýrir tekj- ur ríkissjóðs um 1,7 milljarða. Gera þarf skattkerfið öllum hagstæðara Davíð Oddsson forsætisráðherraboðaði skattalækkanir í ræðu sinni á Viðskiptaþingi Verslunar- ráðs Íslands í vikunni. Davíð hyggst á næstu vikum leggja fram tillögur um skattalækkanir sem eiga að koma til framkvæmda á næsta kjör- tímabili. Hann sagði að skattar hefðu þegar verið lækkaðir í ýms- um greinum á þessu kjörtímabili, til að mynda eignaskattar og skattar á fyrirtæki. Nú virðist röðin komin að sköttum einstaklinga, tekjuskatti, eignarskatti og erfðafjárskatti. Heildarskatttekjur A-hluta ríkis- sjóðs verða á þessu ári um 264 millj- arðar króna. Þar af skila tekjuskatt- ur einstaklinga og virðisaukaskatt- ur röskum helmingi eða samtals 143 milljörðum króna. Tæpur fjórðungur kemur af tekjuskatti einstaklinga eða 63,5 milljarðar og tæpur þriðjungur, 80 milljarðar króna, er innheimtur með Virðisaukaskatti. Eignarskatt- ar og erfðafjárskattar skila ríkis- sjóði 2,5 milljörðum eða innan við 1% af skatttekjum A-hluta ríkis- sjóðs. En nú er lag, sagði forsætisráð- herra, meðal annars til afnáms eign- arskatta og breytinga á öðrum sköttum einstaklinga. „Talið er að hagvöxtur á þessu ári verði um 1,75%, hagvöxtur verði um 3% á því næsta og á næstu árum þar á eftir er ætlað að hann verði enn hærri. Sterk staða ríkissjóðsins nú og tekjuaukinn sem sannarlega mun fylgja hagvextinum gerir það að verkum að það er engin goðgá að huga að breytingum á sköttum í rétta átt, til lækkunar, en ekki hækkunar. Við viljum öflugan ríkis- sjóð sem getur staðið undir þeim kröfum sem nútímaþjóðfélag gerir. En það er engin ástæða til að láta ríkissjóðinn fitna um of. Óþörf fita er engum til gagns,“ sagði Davíð í ræðu sinni og játaði því að um kosn- ingaloforð væri að ræða. Hann benti þó á að hann hefði verið spar á slík loforð, við þetta yrði staðið. Nánari útfærsla liggur ekki fyrir en hún skiptir meginmáli þegar kemur að áhrifunum. Verkalýðs- hreyfingin vill aðgerðir sem eink- um beinast að tekjulægstu hópun- um, segir tíma kominn til. Þá heyr- ast varnaðarorð frá greiningar- deildum fjármálafyrirtækja, ekki síst í ljósi þess að fram undan eru einhverjar mestu framkvæmdir Ís- landssögunnar, sem munu valda þenslu í þjóðfélaginu. Ef skattar verða lækkaðir á framkvæmdatím- anum er verið að leggja aukna ábyrgð á hendur Seðlabankanum að þeirra mati. Það mun líklega leiða til þess að bankinn þurfi að hækka vexti meira en ella. Forsætisráðherra segir að ná- kvæm áætlun um skattalækkanirn- ar verði birt innan nokkurra vikna. Hann nefnir sem dæmi beina skatta fólks en að um leið þurfi að huga að persónuafslættinum. Einnig þurfi að taka á erfðafjárskattinum sem sé gamaldags og sköttum á mestu nauðsynjar hverrar fjölskyldu. Þá megi afnema eignaskattinn. Hann hafi þegar verið lækkaður um helm- ing og ekkert mál sé að afnema hann alveg, líkt og flestar þjóðir hafi þegar gert. Aðgerðirnar eru miskostnaðarsamar. Til dæmis kostar um það bil einn milljarð króna að hækka persónuafslátt ein- staklings um þúsund krónur á mán- uði og afnám eignarskatta einstak- linga þýðir tekjutap upp á 1,7 millj- arða. „Ég held að það þurfi að skoða skattkerfið í heild sinni og sýna með fastmótaðri áætlun fram á hvernig hægt sé að gera skattkerfið öllum landsmönnum hagstæðara,“ sagði Davíð. the@frettabladid.is trausti@frettabladid.is HEILDARTEKJUR RÍKISINS (A-HLUTA) SAMTALS 264 MILLJARÐAR KRÓNA 2003 - Tekjuskattar einstaklinga 63,5 milljarðar 24,0% - Hátekjuskattur einstaklinga 1,5 milljarðar 0,5% - Fjármagnstekjuskattur einstaklinga 5,0 milljarðar 1,9% - Eignarskattar einstaklinga 1,7 milljarðar 0,6% - Erfðafjárskattar 0,8 milljarðar 0,3% - Virðisaukaskattur 79,7 milljarðar 30,0% - Sértækir veltuskattar 29,7 milljarðar 11,3% (t.d. vörugjöld, áfengisgjald, tóbaksgjald) SKATTHLUTFÖLL * Tekjuskattur einstaklinga 25,75% * Útsvar meðaltal 12,80% * Hátekjuskattur 7,00% * Fjármagnstekjuskattur 10,00% Persónuafsláttur einstaklings er nú 26.825 krónur á mánuði. Hækkun afsláttarins um 1.000 krónur á mánuði kostar u.þ.b. einn milljarð króna. DAVÍÐ ODDSSON „Sterk staða ríkissjóðsins nú og tekjuauk- inn sem sannarlega mun fylgja hagvextin- um gerir það að verkum að það er engin goðgá að huga að breytingum á sköttum í rétta átt,“ sagði forsætisráðherra á Við- skiptaþingi Verslunarráðs Íslands. Hannes Sigurðsson: Huga verður að samkeppnishæfni Brýnast er að lækka og afnemaskatta sem skekkja sam- keppnishæfni gagnvart viðskipta- löndunum eins og eignaskatta og stimpilgjöld, að sögn Hannesar Sigurðssonar, forstöðumanns hag- deildar Samtaka atvinnulífsins. „Hins vegar er neysluhvetj- andi skattalækkun á tímabili ein- hverrar þenslu mjög slæm efna- hagsaðgerð og ber að vara við því,“ segir Hannes. „Skattar eru tæki í efnahagspólitík stjórnvalda og það verður að nota þá sem slíka.“ Hannes segir að í sjálfu sér sé ekkert nema gott um það að segja að það sé svigrúm til þess að lækka skatta. Frá sjónarhóli at- vinnulífsins sé langmikilvægast að huga að hlutverki skatta með tilliti til sveiflujöfnunar í efna- hagsstjórn. Forgangsraða verði skattalækkunum þannig að þeir skattar sem skekki samkeppnis- hæfnina séu efst á forgangslistan- um. Hann segir að í þessu sam- bandi megi ekki gleyma ýmsum vörugjöldum sem séu algjörlega óþekkt alþjóðlega. „Það er náttúrlega búið að taka áfanga í að afnema eigna- skattinn en seinni áfanginn er eftir í því afnámi. Það er mjög brýnt að fjarlægja þennan skatt, sem er tímaskekkja og var í raun og veru ígildi fjármagnstekju- skatts.“ Auk þess að leggja niður eignaskatt segir Hannes að mjög brýnt sé að lækka stimpilgjald á einstaklinga og fyrirtæki, því það hafi hamlandi áhrif á við- skipti. Þá segir hann að tekju- skatturinn sé hár hérlendis mið- að við ýmis nágrannalönd og virðisaukaskatturinn með því hæsta sem gerist. Það hamli m.a. vexti ferðaiðnaðar. ■ Form aðgerðarinnar sem for-sætisráðherra talar um nú hefur mjög mikil áhrif og það þurfum við að fá að sjá áður en við lýsum einhverri skoðun á henni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands Íslands. Hann segir að miklu máli skipti hvort boðuð skattalækkun snúi að lágtekjufólki eða efri meðaltekjum og hátekjum. Ef farin yrði sú leið sem farin var 1998 eða 1999 kæmi það hin- um tekjuhærri best og hefði mjög mikil áhrif til aukningar á neyslu. „Í þessum aðgerðum var skatthlutfallið lækkað um 3% og persónuafsláttur lækkaður á móti þannig að skattleysismörk- in voru óbreytt. Það kom sér mjög vel fyrir tekjuhærri hópana og meðaltekjufólk. Ef boðuð aðgerð nú snýr meira að tekjulægri hópunum, eins og við teljum að eigi að vera, þá hefur hún önnur og afmarkaðri áhrif,“ segir Gylfi. Síðasta stóra skattaaðgerðin, sem kynnt var fyrir rúmu ári, fólst í því að lækka skatta á fyrirtæki úr 30% í 18% og lækka síðan skatta eignafólks og hátekjufólks. Alþýðu- sambandið lýsti algjörri andstöðu við þá tillögu og taldi lækkun brýnni hjá öðrum hópum. ■ Almar Guðmundsson: Óráðlegt að slaka frekar á klónni Það er erfitt að metaáhrifin, enda óvíst hvernig aðgerðirnar verða útfærðar nákvæmlega og ekki síður hvenær þær koma til framkvæmda,“ segir Almar Guðmundsson, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, um boðaðar skattalækkanir forsætis- ráðherra. Til skemmri tíma litið segir Almar að miðað við núverandi aðstæður sé ekki viðeigandi að minnka aðhald í fjármálum hins opinbera. „Ríkið hefur ákveðið að flýta framkvæmdum og það hefur óneitan- lega áhrif á hagkerfið. Áhrifa þeirra fram- kvæmda gætir á þessu ári og því næsta og við teljum óráðlegt í því ljósi að skapa meiri slaka í gegnum ríkis- fjármálin. Áhrifa ál- versframkvæmda fer svo að gæta að ein- hverju marki 2005 og menn hljóta að hafa það sterklega í huga við gerð fjárlaga næsta árs þannig að skattalækkanir, eða ígildi minnkandi aðhalds í ríkis- fjármálum, eru ekki þær mót- vægisaðgerðir sem æskilegar eru,“ segir Almar. Hann segir að til lengri tíma litið séu skattalækkanir ákjósan- legar fyrir hagkerfið. „Að menn stefni að því að draga frekar úr umsvifum hins opinbera sem aftur skapar skil- yrðin til skattalækkana. Og hver veit nema aðstæðurnar, þegar lið- ið er á stóriðjuframkvæmdirnar, verði heppilegri fyrir tilslakanir af þessum toga,“ segir Almar Guðmundsson. ■ EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Tímabundin skattalækkun getur hjálpað til í ástandinu eins og það er núna. ALMAR GUÐMUNDSSON Segir miklu skipta hvernig boðaðar skattalækanir verða útfærðar og hvenær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Gylfi Arnbjörnsson: Form aðgerðarinnar skiptir öllu máli Edda Rós Karlsdóttir: Aukin ábyrgð á herðar Seðlabanka

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.