Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 18
18 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR ÍRAK Bæði andstæðingar innrásar í Írak og talsmenn hennar virðast sammála um að Saddam Hussein sé mikið illmenni. Sú staðhæfing að hann sé illmenni er ítrekað not- uð af þjóðarleiðtogum, embættis- mönnum og fjölmiðlamönnum sem ein höfuðástæða þess að al- þjóðasamfélagið verði að ráðast inn í Írak. En á hvaða hátt er Saddam Hussein illmenni? Stafar heims- byggðinni ógn af honum? Hver er Saddam Hussein? Leiðin til valda Saddam Hussein er bóndason- ur, fæddur í apríl 1937 í þorpinu Al-Awja norður af Baghdad. Allt frá því hann hóf ungur afskipti af stjórnmálum hefur hann verið liðsmaður Baath-flokksins, sem er flokkur íraskra sósíalista. Hann tók þátt í misheppnaðri til- raun flokksins til þess að ráða af dögum þáverandi forsætisráð- herra landsins, Abd-al-Karim Qasim, árið 1959 og hlaut fyrir það fangelsisdóm. Síðar, árið 1968, náði Baath-flokkurinn völd- um í Írak með leiðandi þátttöku Saddams Husseins sem settist í sæti varaforseta, undir forsæti Al-Bakr. Árið 1979 tók Saddam við embætti forseta Íraks eftir af- sögn Al-Bakr. Saddam vakti nokkra eftirtekt í varaforsetatíð sinni fyrir dugnað og harðfylgi. Honum hefur til að mynda verið þakkað það afrek að lestrarkunnátta jókst til muna í Írak á þessum árum. Reyndar var aðferðin harðneskjuleg. Slugsara- háttur við lærdóminn gat varðað fangelsisvist í allt að þrjú ár. Einnig sýndi hann snemma aðra tilburði sem áttu eftir að koma betur fram síðar. Það var þegar hann hengdi opinberlega, án dóms og laga, 14 grunaða síóníska and- ófsmenn árið 1969 á torgi í Bagdad. Írak var vellauðugt land þegar Saddam tók við völdum. Olíu- framleiðsla var á fullu skriði. En Saddam er mikill þjóðernissinni og trúir á yfirburðamátt Araba. Hann undi því ekki glaður við efnahagslegt ríkidæmi eitt og sér. Fljótt tóku sig upp landamæra- deilur við Íran, þar sem klerkar höfðu nýverið náð völdum í bylt- ingu. Sú deila varð að innrás Íraka árið 1980, með leynilegum stuðn- ingi Bandaríkjamanna, Rússa og fleiri stórþjóða. Stríðið stóð í átta ár með litlum ávinningi, en gríð- arlegu mannfalli. Að því loknu var Írak stórskuldugt ríki, ekki síst við nágrannaþjóðir sínar, Sádi-Ar- abíu og Kúvæt, sem höfðu stutt Íraka með lánveitingum. Meðal annars út af kröfu um að Kúvæt felldi niður skuldir Íraks gerði Saddam Hussein innrás í Kúvæt árið 1990, sem var gríðarlegt feil- spor og markaði upphafið að deil- um hans og átökum við Vestur- lönd. Hinn mikli frændi Persónan Saddam Hussein er um margt sérkennileg. Hann vaknar kl. 3 á morgnana og fer í sund í einni af höllum sínum, en hann gistir aldrei á sama stað tvær nætur í röð vegna öryggis- ráðstafana. Hann les mikið, ekki síst vestrænar bókmenntir, og las meðal annars allan Hemingway þegar hann sat í fangelsi eftir misheppnuðu valdaránstilraunina 1958. Uppáhaldskvikmyndirnar hans eru Gamli maðurinn og haf- ið, eftir bók Hemingways, og serí- an um Guðföðurinn. Hann horfir á erlendar sjónvarpsstöðvar eins og CNN, BBC og SKY, jafnt sem inn- lendar áróðursstöðvar sem hann stjórnar sjálfur. Hann er höfund- ur tveggja skáldverka sem komið hafa út í Írak. Vitað er að hann drekkur vín, þó svo það sé illa séð í Arabalönd- um. Uppáhaldsdrykkur hans er Matheus rósavín. Hann lætur einnig senda til sín beint alls kyns ferskar matvörur, ekki síst ferskar mjólkurafurðir. Hann er afbragðs skytta og skýtur stund- um kanínu eða dádýr í gönguferð- um sínum um hallargarðana. Hann er mikill aðdáandi Winston Churchill. Saddam hefur verið kvæntur frænku sinni Sajidu í um fjörutíu ár. Þau eiga tvo syni og þrjár dæt- ur. Sajida er trú eiginmanni sín- um, en það sama verður ekki sagt um hann. Saddam hefur átt í nokkrum samböndum með öðrum konum. Fjölskyldulífið komst í heimspressuna fyrir nokkrum árum þegar Saddam lét drepa tvo tengdasyni sína eftir að þeir höfðu flúið land og komið aftur til baka. Saddam er bakveikur og haltr- ar eftir meiðsli í stríðinu við Íran og sést því aldrei ganga langar vegalengdir opinberlega. Hann er mikill maður vexti, handstór, og þykir heillandi í návígi, er af- bragðs sögumaður og segir jafn- vel gamansögur á eigin kostnað. Hann á ekki í vandræðum með að hlusta á viðmælendur sína. Hins vegar hikar hann ekki við að láta ógnina stafa af sér ef svo ber und- ir. Brottfluttir Írakar, sem eru fjölmargir og oft menn sem áður gegndu áhrifastöðum í Írak, hafa margar sögur að segja af fundum sínum við forsetann. Hinir hörð- ustu menn segja frá því hvernig þeir brotnuðu nánast saman af hræðslu þegar þeir stóðu and- spænis Hinum mikla frænda eins og hann er kallaður, og tóku við skipunum hans, aðfinnslum eða klappi á bakið. Allt getur þetta reynst dýrkeypt í samskiptum við einræðisherrann. Hrós í dag er af- taka á morgun. Skipanir eru lög sem verður að framfylgja. Að- finnslur eru skref í átt að skamm- byssuhlaupinu. Ógn og illvirki Ofbeldi er stjórntæki í heimi Saddams. Þegar hann bælir niður andspyrnu andstæðinga sinna, til dæmis á meðal Shíta-múslima í suðri, lætur hann ekki einungis lífláta andófsmennina sjálfa held- ur fjölskyldur þeirra einnig. Mik- ið er gert úr aftökunum og sögur jafnt sem myndir látnar fara sem víðast. Saddam náði upphaflega í forsetastólinn með því að senda um þriðjung meðlima flokks- stjórnar Baath-flokksins í útlegð eða til lífsláts, með því að ljúga upp á þá, í vel ofnum lygavef, til- raun til valdaráns. Talið er að á þriðja og fjórða ári stjórnarsetu sinnar hafi Saddam látið lífláta skipulega um 3000 Íraka. Smáatriðin í meðför- um Saddams á andstæðingum sín- um segja sína sögu. Þáverandi forsætisráðherra Íraks, Tahir Ya- hya, kom á sínum tíma til Sadd- ams í fangelsið og hvatti hann til að láta af stuðningi sínum við Baath-flokkinn og ganga til liðs við sig. Forsætisráðherrann var kurteis maður og grandvar, vel menntaður og víðlesinn. Saddam hafnaði umleitunum hans jafn- framt kurteislega. Þar með skildu leiðir, í bili. Síðar, þegar Saddam var orðinn forseti, lét hann hand- sama forsætisráðherrann fyrr- verandi og henda honum í fang- elsi. Saddam mælti persónulega svo fyrir að ráðherrann skyldi settur í það verkefni að safna dag- lega í hjólbörur rusli úr rusla- tunnum annarra fanga. Gekk hann því klefa úr klefa á hverjum morgni, þessi fyrrum stjórn- málaforingi Íraks, að skipan Saddam Husseins, og hrópaði „rusl! rusl!“. Vitað er að Saddam fannst þetta óhemju fyndið, og þykir enn, jafnvel þótt Yahya sé löngu látinn í fangelsinu. Saddam segir söguna oft á mannamótum. Sagan af Omar al-Hazzaa, yfir- liðsforingja í íraska hernum, er grimmilegri, en jafnframt dæmi- gerð fyrir ógnarstjórn Saddams. Dag einn árið 1990 heyrðist til al- Hazzaa tala illa um Hinn mikla frænda. Al-Hazzaa var ekki ein- ungis dæmdur til dauða, heldur mælti Saddam svo fyrir að áður en hann yrði líflátinn skyldi tunga hans skorin burt. Til þess að leggja áherslu á mál sitt ákvað Saddam að sonur al-Hazzaa, Farouq, skyldi einnig líflátinn. Heimili Al-Hazzaa var jafnað við jörðu og kona hans og önnur börn skilin eftir á götunni. Sagt er að Saddam sé stundum hryggur yfir öllum þessum dráp- um á fólki, sérstaklega þegar þau varða samstarfsfólk hans og kunningja. Svo virðist sem Saddam telji aftökurnar og fang- elsisdómana illnauðsynleg til þess að viðhalda völdum, þó svo að hitt sé öllum augljóst að hann gengur óhikað til verks í illvirkjum sín- um. Vitað er að hann las í þaula bækur um Jósef Stalín og kynnti sér ógnarstjórn hans. Besti maður í heimi Saddam er vitaskuld fyrir löngu búinn að rekja ættir sínar beint til Múhameðs spámanns, sem hann er fullur aðdáunar á, ekki vegna trúarhlutverks hans – enda er Saddam ekki trúaður – heldur vegna þess að hann telur Múhameð einn mesta leiðtoga Araba fyrr og síðar. Saddam telur sjálfan sig vera það líka. Hann hefur ítrekað haldið fram í ræðu og riti yfirburðum arabískrar menningar fram yfir þá banda- rísku, sem hann telur vanþróaða og dæmda til að fjara út eins og hver önnur bóla. Í aðdáun sinni á Múhameð og ekki síður sjálfum sér ákvað Saddam að láta hand- skrifa Kóraninn í 600 síðum með sínu eigin blóði. Lét hann einn desilítra á dag af blóði til þessa verkefnis og er bókin til sýnis á safni í Bagdad. Margoft birtast okkur myndir frá Bagdad þar sem flennistórar veggmyndir af Saddam bera við himininn í bakgrunni. Stundum er hann með háskólahatt, til þess að leggja áherslu á vitsmuni hans, stundum í einkennisbúningi. Átt- hyrnd stjarna er jafnframt tákn fyrir nafn hans, sem inniheldur átta stafi í arabísku letri. Stjörn- una má greina út um allt. Draumaveröld einræðis- herrans Margt bendir til að Saddam Hussein sé orðinn svo vera- leikafirrtur af langri setu í stóli einræðisherra að hann sé í raun á mörkum þess að teljast geðsjúkur. Ekki aðeins er hann metnaðarfull- ur að upplagi, hefur ávallt trúað því að hann sé mikilmenni, heldur hefur hann einnig vegna ógnar- stjórnar sinnar búið við fullkomið gagnrýnisleysi nánast alla sína stjórnartíð. Andstæðingar hans hafa flestir verið líflátnir eða hafa flúið land. Þeir sem eftir eru reyna að halda sig til hlés. Enginn þorir að segja honum sannleikann eða koma fram við hann af hrein- skilni. Það er löngu orðið stað- reynd á meðal Íraka að Saddam er löngu hættur að tjá sig með viti- bornum hætti. Ekki stendur steinn yfir steini í ummælum hans og tillögum. Ógrynni af sög- um eru til af því hvernig Saddam hefur gefið undirsátum sínum skipanir sem þykja gjörsamlega út í hött. Við upphaf Persaflóa- stríðins taldi hann sigur Íraka vís- an. Hann hafði upphugsað áætlun sem hann lagði fyrir hershöfð- ingja sína. Áætlunin fólst í því að hermenn Íraka skyldu taka til fanga nokkur þúsund bandaríska hermenn og binda þá fasta við íraska skriðdreka. Bandaríkja- Hann telur sjálfan sig stórmenni. Flestir aðrir telja hann illmenni. Hver er maðurinn? Frændinn í fílabeinsturninum SADDAM HUSSEIN Trúir því í einlægni að hans verði minnst sem eins af mikilmennum sögunnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.