Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 19
19LAUGARDAGUR 15. februar 2003 menn myndu þá aldrei skjóta á Íraka, því þeir myndu aldrei drepa eigin hermenn. Sigur Íraka yrði þar með auðveldur. Forsetinn var sigri hrósandi þegar hann lagði fram þessa tillögu. Enginn þorði hins vegar að spyrja ein- ræðisherrann hvernig hann ætl- aði að taka til fanga nokkur þús- und bandaríska hermenn. Og þar við sat. Stafar ógn af Saddam? Íröskum almenningi hefur vissulega stafað ógn af Saddam Hussein. Talið er að um þrjár milljónir manna hafi flúið land í stjórnartíð hans. Stríðsrekstur hans hefur kostað þegnana líf og limi, þúsundir andófsmanna hafa verið teknir af lífi í hálfopinber- um aftökum og stundum fjöl- skyldur þeirra líka. Hann hefur drýgt fjöldamorð innan sinna eig- in landamæra, eins og dæmið af efnavopnaárásinni á Kúrda í Norður-Írak árið 1988 er dæmi um. Þar biðu 5 þúsund manns bana. Saddam Hussein skipar sér því óhikað á bekk með brjáluðustu einræðisherrum sögunnar. Sjálf- sagt verða söfn í Bagdad í fram- tíðinni tileinkuð honum og voða- verkum hans. Þar með fær hann vafalítið annan sess í sögunni heldur en hann ætlar sér, sem ill- menni frekar en mikilmenni. En hitt er aftur annað mál að fyrir löngu eru komnar fram vísbend- ingar um það að hans nánustu samstarfsmenn séu hættir að taka hann alvarlega, þó þeir óttist hann, og Mikli frændinn sé kom- inn svo úr tengslum við veruleik- ann að hann muni jafnvel ekki taka eftir því þegar honum verður steypt af stóli. gs@frettabladid.is HEIMILDIR: THE GUARDIAN, NEW YORK TIMES, BBC, CNN, WASHINGTON POST OG MARK BOWDEN: „TALES OF THE TYRANT“ Í THE ATLANTIC MONTHLY, MAÍ 2002. Þeir allra verstu: - Adolf Hitler (Þýskalandi 1931-45). Ber höf- uð og herðar yfir aðra brjálæðinga í nútíma stjórnmálasögu. Mislukkaður listmálari frá Austurríki. Myrti skipulega 6 milljónir Gyð- inga í sérstökum útrýmingarbúðum. Steypti þjóð sinni og heiminum öllum í mannskæð- ustu styrjöld veraldarsögunnar. Tapaði fyrir herjum bandamanna og drap sig með blá- sýrutöflu. - Idi Amin (Úganda 1971-79). Boxari og hers- höfðingi. Hrifsaði til sín völdin í Úganda árið 1971. Hóf ógnarstjórn. Rak asískan minni- hluta úr landi og keyrði efnahagslífið í kaf. Setti tilkynningar í útvarp með nöfnum þeir- ra sem hann hugðist drepa. Sagður hafa étið fólk. Kunni ekki að lesa. Hrakinn frá völdum 1979 af nágrannaríkinu Tanzsaníu. Býr í Mekka. Talinn hafa myrt um 300 þúsund manns í stjórnartíð sinni. - Pol Pot (Kambódíu 1975-1979). Lærði tré- smíði en hafði meiri áhuga á kommúnisma. Gerðist leiðtogi Rauðu kmeranna, flokks kommúnista í Kambódíu. Náði völdum 1975. Sá fyrir sér útópískt bændasamfélag með samyrkjubúum. Rak þegna sína úr borgunum og út í sveit og drap í leiðinni um 2 milljónir manna, einkum menntafólk. Lýsti yfir að árið væri 0 og lagði jafnframt niður helstu stofnanir samfélagsins. Breytti grunn- skóla í höfuðstöðvar leyniþjónustunnar og pyntaði og drap þegna sína í fyrrum kennslu- stofum. Hrakinn frá völdum af Víetnömum árið 1979. Dó í svefni í leynibúðum sínum árið 1998. - Jósef Stalín (Sovétríkjunum 1925-53). Stalín var hugmyndin um Stóra bróður holdi klædd. Var og er fyrirmynd annarra einræð- isherra, eins og Ceaucescu, Pol Pot og Saddam Hussein, í úthugsaðri og kaldrifjaðri meðferð sinni á allsherjarvaldi. Um tíu millj- ón manns dóu í tilhæfulausum hung- ursneyðum í stjórnartíð hans. Lét lífláta minnst eina milljón manna af pólitískum ástæðum og sendi ríflega níu milljónir þegna sinna í fangelsi eða þrælkunarbúðir í Síberíu og annars staðar. Aðrir vafasamir: - Maó Tsetung (Kína 1949-76) Menningar- byltingin snérist ekki um myndlist eða bygg- ingu tónlistarhúss. Menntamenn voru settir í þrælkunarbúðir og nemendur drápu kenn- ara sína að fyrirmælum foringjans um bylt- ingu hugarfarsins. Hugmyndir hans um efna- hagsumbætur kostuðu milljónir lífið í hung- ursneyð. - Fidel Castro (Kúbu 1959- ). Kommúnískur byltingarleiðtogi. Ítrekað ávítaður af Mann- réttindanefnd SÞ fyrir brot á mannréttindum, einkum tjáningarfrelsi, sem er lítið sem ekk- ert á Kúbu. Þyrnir í augum Bandaríkja- manna. Talið að CIA hafi gert um 600 til- raunir til að ráða hann af dögum. - Muammar Gaddafi (Líbíu 1969- ). Herskár furðufugl og einræðisherra. Stóð fyrir hryðju- verkaárásum í Evrópu um miðjan níunda áratuginn sem enduðu með loftárás Banda- ríkjamanna á Tripoli 1986. Telur sig leiðtoga Araba í baráttunni við Vesturlönd. Keppir um þann titil við Saddam Hussein. Sprenging í flugvél Pan Am yfir Lockerbie árið 1989 var rakin til Gaddafis. 270 manns létust. - Ferdinand Marcos (Filippseyjum 1965-86) Kjörinn forseti 1965 og endurkjörinn fjórum árum síðar. Gerðist þaulsetinn í embætti og barði niður alla mótspyrnu gegn sér, enda kominn upp á lag með það sem hann varð frægastur fyrir: botnlausa græðgi. Hrakinn frá völdum í fjöldamótmælum. Mesti þjófur ver- aldarsögunnar. Talinn hafa stolið um tvö þúsund milljörðum króna frá þjóð sinni. - Francisco Franco (Spáni 1939-75) Sigurveg- ari borgarastríðsins á Spáni í hatrammri viðureign við lýðræðisöfl. Kom á herforingja- stjórn með tilheyrandi kúgun og mannrétt- indabrotum. Talið er að hann hafi tekið af lífi um 35 þúsund pólitíska andstæðinga í stjórnartíð sinni. Auk þess bar hann ábyrgð á dauða hundruða þúsunda Spánverja um og eftir borgarastyrjöldina. - Benito Mussolini (Ítalíu 1922-45). Faðir fas- ismans og bandamaður Hitlers, ekki síst í út- rýmingu Gyðinga, sem hann sendi markvisst til Þýskalands í útrýmingarbúðir. Sem betur fer var hann afleitur bandamaður Þjóðverja í hernaðarlegu tilliti og tapaði klaufalega hverri orustunni á fætur annarri í síðari heim- styrjöldinni. Var tekinn af lífi ásamt hjákonu sinni 1945. Lík einræðisherrans var hengt upp til sýnis í Mílanó. - Joseph Mobutu (Zaire 1965-97) Stjórnaði landi sínu með járnhendi, með hatt úr hlé- barðaskinni á höfðinu. Stakk útflutningstekj- unum í eigin vasa, lifði í vellystingum og drap þá sem hreyfðu mótmælum. Dó sjálfur úr krabbameini. - Ante Pavelic (Króatíu 1941-45). Fasisti. Notaði tækifærið í glundroða síðari heim- styrjaldarinnar og stofnaði sjálfstætt ríki Króatíu eftir áralangan skæruhernað gegn sitjandi kóngi. Hófst strax handa við að út- rýma Serbum, gyðingum og sígaunum í einum grimmilegustu þjóðarmorðum sög- unnar. Um 600 þúsund Serbar létu lífið. Flúði land eftir lok styrjaldar og dulbjóst sem prestur. Dó undir verndarvæng Francos 1959. - Ayatollah Khomeini (Íran 1979- 89). Öfga- fullur æðsti klerkur með meiru. Hélt 52 Bandaríkjamönnum sem gíslum í 444 daga árin 1979-81. Mælti svo fyrir að bresk-ind- verski rithöfundinum Salman Rushdie væri réttdræpur fyrir guðlast. Rushdie fór huldu höfði um talsvert skeið og hefur ekki náðst. Hann lifir en Khomeini er allur. - Kim Il-Sung (Norður-Kóreu 1945- 94). Einangrunarstefna hans hefur leitt til dauða um tveggja milljóna manna á síðustu tíu árum vegna skorts á matvælum. Sonur hans, Kim Jong-Il, tók við völdum við fráfall föður síns, heldur uppteknum hætti, og vekur æ meiri eftirtekt heimsbyggðarinnar um þessar mundir og þá ekki fyrir óperurn- ar sex sem hann hefur skrifað á undanförn- um árum heldur stríðstilburði. - Augusto Pinochet (Chile 1973-90). Náði völdum í blóðugu valdaráni með stuðningi CIA. Leiddur fyrir dómstóla árið 2001 fyrir stórfelld brot á mannréttindum í stjórnartíð sinni, þar á meðal mannrán, pyntingar og dráp á andstæðingum. Úrskurðaður of veik- ur á geði til að þola réttarhöld. Góður vinur Margrétar Thatcher til langs tíma. - Slobodan Milosevic (Júgóslavíu 1987- 2000). „Slátrarinn frá Balkanskaga“ skilur eftir sig blóði drifna slóð. Tók við sem kommúnistaleiðtogi af Tito í landi sem var að rifna í sundur af spenningi ólíkra þjóðar- brota, sem smám saman urðu að stríðs- átökum. Tapaði í forsetakosningum árið 2000 en neitaði að viðurkenna það. Var framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag og svarar þar ásökunum um stór- brotna stríðsglæpi í Króatíu og Kosovo og um skipulagt þjóðarmorðs á múslimum og Króötum í Bosníu. - Robert Mugabe (Simbabve 1980-). Barð- ist gegn yfirráðum hvíta minnihlutans í landinu og aflaði Simbabve sjálfstæðis árið 1980. Var hins vegar betri sem sjálfstæðis- hetja en þjóðarleiðtogi. Ofsækir hvíta menn og aðra andstæðinga sína og dáir stjórnar- hætti Maós. Desmond Tutu erkibiskup hef- ur nýverið kallað hann „teiknimyndaútgáfu af dæmigerðum afrískum einræðisherra.“ - Nicolae Ceaucescu (Rúmeníu 1967-89). Dáði Stalín og trúði á eigin mikilfengleika. Lagði þjóðarauðinn inn á svissneskan bankareikning fyrir sig og konu sína. Hroða- legasti vitnisburðurinn um ógnarstjórn hans voru þúsundir vanræktra og útskúfaðra barna sem fundust á leynilegum munaðar- leysingjahælum eftir að honum var steypt af stóli. Brjálaðir leiðtogar Er Saddam betri eða verri en hinir? Mobutu Idi Amin Marcos Ceaucescu Franco Gaddafi Adolf Hitler Fidel Castro Khomeini Maó Milosevic Mugabe Mussolini Stalín Pinochet Íslensku leiklistarverðlaunin veitt í fyrsta sinn: Leikarar vilja sína Eddu Íslensku leiklistarverðlauninverða veitt í fyrsta sinn við há- tíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu 16. júní næstkomandi. Með verð- laununum vill Leiklistarsam- bandið leitast við að finna mótvægi við E d d u - v e r ð - laun kvik- myndagerð- armanna og heiðra þá sem best þykja hafa staðið sig á undan- gengnu leik- ári. Ekki hef- ur verið ákveðið hvað verðlaunastyttan á að heita en athöfnin verður að líkindum í anda bandarísku Óskarsverð- launanna: „Yfir þessu verður að vera viss hátíðleiki en þetta verður líka að vera skemmtilegt,“ segir Stefán Baldursson sem á sæti í undirbúningsnefnd Leiklistar- verðlaunanna ásamt þeim Eddu Þórarinsdóttur leikkonu og Sig- urði Kaiser ljósahönnuði. Leik- listarsambandið hefur nú sam- þykkt tillögur nefndarinnar um að sett verði á laggirnar 26 manna dómnefnd sem velur það besta sem leikhúsgestum var boðið upp á það árið. Veitt verða verðlaun í 12 flokkum leiksviðs- lista en fimm tilnefningar verða í hverjum flokki: „Við höfum úr miklu meira að spila en Eddu-verðlaunin því hér eru 60-70 leiksýningar árlega þar sem mög hundruð leikarar koma við sögu. Þarna verður það fagfólkið sjálft sem velur það besta,“ segir Stefán Baldursson. Leitað hefur verið til Ríkis- sjónvarpsins um beina útsend- ingu frá athöfninni en svar ekki enn borist. ■ STEFÁN BALDURSSON Viss hátíðleiki en líka skemmtilegt. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Leikritin Með fullri reisn, Allir á svið og Rakstur er meðal leikrita sem hafa verið frum- sýnd þar í vetur. Leikhús

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.