Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 20
Tugir geisladiska lenda í hönd-unum á Ingiberg Þór Þor- steinssyni, ritstjóra tónlistar- tímaritsins Sánds, í hverjum mánuði. Fæstir þeirra enda þó í plötusafni hans. „Ég held að blaðið fái um það bil 10 plötur á viku,“ segir hann. „Þeir sem gagnrýna fá þó allaf að eiga diskana þannig að þeir enda fæstir inni á borði hjá mér. Ég er svo latur við að skrifa. Þeir disk- ar sem svo enda í mínu safni eru ekkert endilega þeir sem mig langar mest að eiga. Ég hætti að kaupa diska fyrir tveimur árum eftir að ég byrjaði hér. Ég taldi mig ekki þurfa þess.“ Í plötusafni Ingibergs er að finna á bilinu 100 til 200 diska. Mikið er þar af íslenskri tónlist, rokki og elektróník. „Ég á alla diskana með Prodigy og byrjaði að safna þeim þegar ég var 11 eða 12 ára. Ég hef ekki keypt einn einasta disk með þeim eftir það, aðallega út af því að þeir hafa ekki gefið neitt út. Það er eina sveitin sem ég hef safnað diskum með af einhverju ráði. Ég er líka mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar og vil mikið fyrir hana gera. Ég hef svo verið að reyna að kynna mér meira af eldri og nýrri íslenskri tónlist síðustu mánuði. Það eru langar nætur sem fylgja vinnslu á þessu blaði og þær fyllir maður upp í með tónlist.“ Pabbi Ingibergs er mikill áhugamaður um klassík og segist hann því bera mikla virðingu fyr- ir tónlistarstefnunni þrátt fyrir að hann eigi enn eftir að sökkva sér ofan í þann djúpa brunn. Í Sándi er öllum stefnum tónlistar gefið jafnt vægi. Það gefur þó engar vísbendingar um tónlist- arsmekk kappans. „Það er aðeins ein tónlistartegund sem mér er ekki að skapi, og það er hiphop,“ segir hann án þess að greina megi hjá honum vanvirðingartón. „Ég get ekki hlustað á nema ein- staka lög. Ég er samt mjög ánægður að sjá hversu stór hiphop-senan á Íslandi er að verða. Ég tek hatt minn ofan fyr- ir henni.“ Næsta tölublað Sánds er nú á lokavinnslustigi og er væntan- legt á næstu dögum. biggi@frettabladid.is 20 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR Mig langaði til að fara út ágötu og æpa: „ég er félags- vera!“ Ég varð að tala við ein- hvern. En málið var að ég komst ekki út á götu, því að ég var ekki einu sinni komin á fætur. Fyrst varð ég að klæða mig. Ég varð að klæða mig strax. Ég varð að komast út. Ég var alein í íbúðinni. Eigin- maðurinn floginn burt. Fyrst fór ég í síðar nærbuxur og aðrar buxur yfir þær. Svo fór ég í ullarsokka og stígvél. Þá í nærbol og blússu og þar yfir peysu með löngum ermum, sein- ast í úlpu með hettu. En fyrst þurfti ég auðvitað að setja á mig húfu og vefja trefli fyrir vitin. Þá átti ég bara eftir að fara í vett- lingana. Þetta tók mig allt fjórtán mín- útur. Mér var svo heitt, þegar ég var loksins komin í, að ég varð að setjast og hugsa málið upp á nýtt. Langaði mig enn virkilega til að fara út? Já, ég varð að sjá fólk. En beinin mín voru þegar far- in að kvarta. Þau vildu vera inni í hlýjunni. Ég skeytti því engu. Ég læsti á eftir mér, hljóp nið- ur stigann og út á götu. Það var auðvitað enginn þar. Tuttugu og fimm stiga gaddur. Hvað átti fólk svo sem að gera út í svona veðri? Vindurinn stóð beint í fangið á mér, það rann viðstöðulaust úr nefinu og augunum. Ég strauk með vettlingnum yfir andlitið. Það sveið undan. Mér fannst húð- in ætla að rifna af. Af hverju var ég að þvælast þetta? Jú, ég er félagsvera, ég þoli ekki einveruna, þögnina. Ég varð að tala við einhvern. Miður dagur. Samt var hálf- rökkvað. Skýin héngu yfir borg- inni, kolsvört og ógnandi. Það sá hvergi til himins. Sjórinn handan við götuna var ísi lagður svo langt sem augað eygði. Það gat enginn farið héðan og enginn komið hingað. Himinn og haf runnu saman í endalausa hvíta móðu. Jafnvel bátarnir, liggjandi við festar, voru gráir fyrir hærum. Íshröngl hékk eins og illa hirt skegg í reið- um og rám. Skyldu þeir nokkurn tíma sigla á ný? Skyldi ég nokkurn tíma kom- ast héðan á ný? Bílar húktu eins og ólögulegir hveitipokar við vegkantinn. Trén teygðu hrímhvíta fingur til himins. „Sól stattu kyrr.“ Ég hélt áfram að berjast móti vindinum. Það snjóaði enn. Sá ekki úr augum. Hvert ætlaði ég svo sem að fara? Ég þekkti engan, og ekki færi ég að setjast ein inn á kaffi- hús. Kannski væru þau líka lokuð. Jólahátíðin var ekki enn afstaðin. Ég var næstum búin að ganga manneskjuna um koll. Hvort var þetta karl eða kona? Hvernig átti maður að vita það? Það er ekki nokkur leið að greina á milli kynja í þessu veðri og þessum fatnaði. Ekkert stendur út af nema nefbroddurinn. Manneskjan valt áfram eins og ísbjörn – nei, hún steig ölduna, vaggaði. Hvað var hún að þvælast? Nú sá ég, að þetta var kona. Með sígarettu á milli fingranna. Það glitti á hring, þegar hún bar höndina upp að munninum. Reykurinn yljaði henni. Hrísl- aðist um hana eins og eldur í arni. Konan sagði ekkert, brosti ekki einu sinni. Það var næstum eins og hún sæi mig ekki, eða þættist ekki sjá mig. Fjandakorn- ið, við vorum þó bara tvær einar á götunni. Kannski hafði hún ekk- ert tekið eftir mér. Ég reyndi að líta í augun á henni, en hún sýndi engin viðbrögð. Sogaði að sér reykinn. Hélt síðan áfram, undan vindi. Ég varð ennþá meira einmana. Af hverju heilsar fólk mér ekki? Ég endaði inni á bensístöð. Þar var þó opið. Hlýtt og gott, og m.a.s. kaffi á könnunni. Svo hitti ég mann þarna. Lag- legan mann á besta aldri með loð- húfu og yfirvaraskegg. Ég var svo glöð. Hann talaði við mig þessi maður. Hann talaði við mig, eins og hann hefði alltaf þekkt mig. Já, og hann sagði mér, að ef ég hefði hugsað mér að þvo bílinn í þessum kulda, (þ.e.a.s ef ég ætti bíl) þá yrði ég að gera ráðstafanir. Það væri hætta á því, að hurðirnar frysu fastar í fals- inu. Og þá væri illt í efni. Ég gæti hugsanlega ekki opnað bílinn að loknum þvotti. Þetta var auðvitað alveg rétt hjá manninum, og ég ákvað að taka ráði hans og kaupa þennan vökva, sem hann mælti með. Ég átti að sprauta vökvanum í falsið. En hugulsamt af honum að segja mér frá þessu og vara mig við. Svo var svo yndislegt að tala við einhvern. Vera ekki lengur al- ein í heiminum. Ég sneri heim á leið alsæl. Daginn eftir ætlaði ég að þvo bílinn. Ég var lengi að tína utan af mér allar spjarirnar. Svo sat ég bara þarna á rúmstokknum á nærbuxunum og var að horfa út í loftið. Augun staðnæmdust á gamla skartgripakassanum mín- um. Hann stóð á borðinu undir speglinum. Glingrið valt út úr honum – hálsmen, armbönd og eyrnalokkar frá öllum heimsins hornum, Arizona, Mexíko, Barcelóna. Hvað ég get sankað að mér miklu drasli. Allt í einu rann það upp fyrir mér, að ég hafði ekki snert við þessu glingri vikum saman, ég hafði ekki einu sinni sett á mig eyrnalokka, síðan ég kom til nýja landsins. Til hvers ætti ég svo sem að gera það? Í þessum líka fimb- ulkulda. Til hvers að vera að punta sig? Hér heldur sér enginn til. Ekki hef ég séð það. Kona, ekki kona, who cares? Jú, maðurinn á bensínstöðinni. Hann talaði þó við mig. Um þenn- an úðara. Og svona eftir á að hyggja, þá var það auðvitað bráðnauðsynlegt. Kuldinn hér er ótrúlegur. Hvernig eiga Íslendingar að skilja þetta? Eyrnalokkarnir bíða vorsins. Einhvern tíma styttir upp, og þá get ég sprangað um á Pohjoisesplanadi með armbönd frá Arízona, notið þess að vera kona og heilsað á báða bóga. Hér ku vera yndislegt á sumr- in. En nú er bara að þreyja þorr- ann. Með kveðju frá Helsinki, Bryndís Hætti að kaupa diska fyrir tveimur árum Plötukassinn minn INGI SÁND Þegar Ingiberg, ritstjóri Sánds, er spurður um undarlegustu plötuna í safni hans, svarar hann: „Það enda oft mjög undarlegar plötur á borðinu mínu. Ef ég lít í kringum mig í fljó- tu bragði sé ég til dæmis plötu með Smaladrengjunum og Harkaliðinu frá Færeyjum. Þetta eru reyndar plötur sem ég hef ekki hlustað mikið á en það hlýtur að teljast óvenju- legt að finna þessa diska í plötusafni manns.“ Bréf frá Bryndísi Bryndís Schram Skrifar frá Helsinki „Ég er félagsvera“ Hóf ritstjóra- störf 12 ára Ingiberg Þór Þorsteinsson er ánefa yngsti Íslendingurinn til þess að ritstýra mánaðarriti. Hann verður 18 ára gamall í nóv- ember á þessu ári og hefur þá 6 ára reynslu að baki sem ritstjóri. Hans fyrsta blað kom út árið ‘98. Það fjallaði um bresku sveit- ina Prodigy sem heimsótti klak- ann þrisvar sinnum á síðasta ára- tug. Eintök blaðsins urðu ekki nema tvö enda var kominn skort- ur á umfjöllunarefnum um liðs- menn sveitarinnar. Ingiberg dó ekki ráðalaus og stofnaði sitt eigið tónlistartímarit, Sánd, í beinni samkeppni við Und- irtóna. Munur blaðanna í dag er að Sánd einbeitir sér nær alfarið að tónlist á meðan Undirtónar hafa útvíkkað svið sitt í almenna um- fjöllun um poppmenningu. Fyrsta tölublað Sánds kom út þann 5. maí árið 1999 og eru tölu- blöðin nú orðin 10 talsins, ef ekki eru talin með aukablöð. PRODIGY Dreifði blaðinu í félagsmiðstöðvum og plötubúðum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.