Fréttablaðið - 15.02.2003, Page 22

Fréttablaðið - 15.02.2003, Page 22
Íkönnun sem Fréttablaðiðgerði fyrir viku kemur fram að Björk ber höfuð og herðar yfir kollega sína í listageiran- um. Spurt var „Hvaða Íslending- ur í lista- og menningarlífinu finnst þér skara fram úr um þessar mundir?“ Vissulega nokkuð víðtæk spurning en nið- urstaðan er engu að síður óvé- fengjanleg. Björk nýtur mestra vinsælda og mestrar virðingar meðal landsmanna. Það þarf kannski ekki að koma á óvart. Þó Björk hafi ekki sent frá sér neina tónlist nýlega hefur húna á undanförnum árum gert garð- inn frægan á alheimsvísu og vegsemdin kemur ekki síst að utan. Þá er sú kenning er sann- færandi að þráðbeint og rökrétt samhengi sé milli niðurstöðu í skoðanakönnun og umfjöllunar fjölmiðla. Þannig virki einfald- lega skammtímaminnið. Sam- kvæmt því er tónlistin í öndvegi á ritstjórnarskrifstofum ís- lenskum og kannski einkum dægurlagatónlistin því þannig má flokka alla þá sem raða sér í efstu þrjú sætin: Björk, Birgitta og Bubbi. Samkvæmt kenningunni um fjölmiðlaumfjöllun og gott gengi í skoðanakönnunum má benda á að Björk var í vel heppnuðu Kastljósviðtali skömmu áður en könnunin var gerð og Birgitta nýlega kosin með látum poppstjarna Íslands. Bubbi má því vel við una en hann er ótvírætt í þriðja sætinu. Hann hefur svo sem ekki haldið sig til hlés en hefur ekki verið líkt því eins í sviðsljósinu und- anfarið og Birgitta. Það að spurningin vísi jafn- framt til þess að nefna til sög- unnar einstakling sem skarað hefur fram á sviði menningar- lífs setur inn ákveðinn óvissufaktor í könnunina. Að vísu nefndu flestir til sögunnar einhvern sem skýlaust getur flokkast sem listamaður en ekki er þó hægt að afskrifa sem ein- skært grín og fíflaskap það að menn nefndu einstaklinga á borð við Ólaf Stefánsson, sem samkvæmt víðustu skilgrein- ingu hefur með menningarlíf landsmanna að gera. Þannig fékk Ólafur Ragnar Grímsson einnig atkvæði sem og Vigdís Finnbogadóttir en Ólafur Ragn- ar ætlar seint að losna við “Vig- dísarvinsældadrauginn“ ef svo má að orði komast. En í þessu samhengi má teljast ákveðinn ósigur fyrir yfirmann menning- armála Íslands, sjálfan Tómas Inga Olrich menntamálaráð- herra, að komast ekki á blað. ÞEIR SEM SKARA FRAM ÚR 1. Björk Guðmundsdóttir 20,8% 2. Birgitta Haukdal 9,6% 3. Bubbi Morthens 5,6 % 4. Kristján Jóhannsson 3,2% 5. Stefán Karl Stefánsson 2,8% 6.-7. Björk Jakobsdóttir 2,4% 6.-7 Baltasar Kormákur 2,4% 8.-10. Arnaldur Indriðason 2,0% 8.-10. Sigur Rós 2% 8.-10. Kristinn Sigmundsson 2% Yfirburðir tónlistarinnar Alveg liggur ljóst fyrir að tónlistin er sú listgrein sem landsmenn horfa fyrst og fremst til þegar þeir eru spurðir um hver skarar fram úr á lista- og menningarsviðinu. Hvorki meira né minna en 61 prósent þeirra sem tóku af- stöðu nefndi einhvern tónlistarmann. Þetta eru ótvíræðir yfirburðir tónlist- arinnar og lúta aðrar listgreinar í gras. Velta má því fyrir sér hvað valdi. Dægurtónlistarmenn þurfa ekki að kvarta undan því að þeir njóti ekki virðingar og munar auðvitað mestu um þær Björk og Birgittu auk þess sem Bubbi heldur alltaf sínu. Við samantekt voru „atkvæði“ flokkuð milli kynja og milli landsbyggðar og höfuðborgar. Var eftirtektarvert að Björk skoraði talsvert betur á höfuðborgarsvæðinu og betur meðal karla en kvenna. Þess má og geta að Birgitta Haukdal sigr- aði Björk í einum hópnum sem var konur á landsbyggðinni og það nokkuð örugglega. Fylgi Bubba dreifðist hins vegar mjög, bæði milli karla og kvenna, sem og milli landsbyggðar og höfuð- borgarsvæðis. En þó dægurlagasöngvarar megi vel við una er vert að benda á að klassíska deildin á sér greinilega sitt fasta fylgi eins og sjá má á meðfylgjandi lista. Bergþór Pálsson, Ólafur Kjartan Sigurðsson (sem vakið hefur at- hygli upp á síðkastið fyrir vask- lega framgöngu í Macbeth), Guð- ný Guðmundsdóttir, Jóel Pálsson og Jón Ólafsson voru öll nálægt því að komast inn og vantaði herslumuninn. Meðal annarra sem nefndir voru eru Egill Ólafs- son, Magnús Kjartansson, Gunn- ar Þórðarson, Tómas Tómasson og þá voru einnig 4 klassískar, Geir Ólafsson, Ske, Hera og Móri nefnd. Í klassísku deildinni voru þau Hörður Áskelsson, Sigrún Eðvarðsdóttir, Haukur Tómasson og Kjartan Ólafsson einnig nefnd til sögunnar. TOPPLISTI TÓNLISTARMANNA 1. Björk 20% 2. Birgitta Haukdal 9,6% 3. Bubbi 5,6% 4. Kristján Jóhannsson 3,2% 5. - 6. Sigur Rós 2% 5. - 6. Kristinn Sigmundsson 2% 7. - 10. Emilíana Torrini 1,6% 7. - 10. Diddú 1,6% 7. - 10. Stefán Hilmarsson 1,6% Lúnknir leikarar Leiklistin má vel við una í könnuninni. Einhvers staðar stendur að leikarar nærist á sviðs- ljósinu og þeim hefur vel tekist að ota sínum tota í þem efnum. Heil 15 prósent nefndu til sögunnar einhvern leikara sem mestan lista- og menningarfrömuð lands- ins. En þar spila fleiri þættir inn í. Hafnfirðingarnir Stefán Karl Stefánsson og Björk Jakobsdóttir hafa gert garðinn frægan að undanförnu og njóta þess nú. Stef- án Karl er auðvitað þekktur fyrir afskipti sín af málefnum barna sem orðið hafa fyrir einelti og Björk sem leikskáld en ekki sér fyrir endann á velgengni verks hennar Sellófon. Fréttablaðið leyfir sér að fullyrða að þessir þættir spila inn í. Þríeykið Hilmir Snær, Ingvar E. Sigurðsson og Baltasar Kormákur er sterkt enda hafa þeir allir verið að gera góða hluti, einkum kannski á sviði kvik- myndanna og eru reyndar áhöld um hvort flokka beri Baltasar sem leikara eða kvikmyndagerð- armann? Aðrir leikarar sem nefndir voru í könnuninni eru þeir Örn Árnason, Halldóra Geirharðsdótt- ir, Arnar Jónsson, Kjartan Guð- jónsson, Gunnar Eyjólfsson, Bergur Ingólfsson, Ólafur Darri, Karl Ágúst Úlfsson og Arnór Ben- ónýsson. TOPPLISTI LEIKARA 1. Stefán Karl Stefánsson 2,8% 2.-3. Björk Jakobsdóttir 2,4% 2.-3. Baltasar Kormákur 2,4% 4. Hilmir Snær Guðnason 1,6% 5. Ingvar E. Sigurðsson 1,2% Rithöfundarnir sigla sléttan sjó Stétt rithöfunda má einnig vera kát og ljóst er að þeir eru í huga þjóðarinnar mikilvægur menning- arinnar póstur. 10 prósent þeirra sem afstöðu tóku til spurningar- innar svöruðu henni með því að nefna til sögunnar rithöfund. Og þar trónir efstur á lista maður sem er ekki óvanur listum af ýmsu tagi. Nefnilega sjálfur Arnaldur Ind- riðason metsöluhöfundur. Þetta má telja ótvíræð skilaboð til þeirra sem teljast til hinnar dularfullu menningarelítu að fara að virða betur þá bókmenntagrein sem heitir reyfarar enda undruðust margir fjarveru þessa vinsæla höfundar þegar tilnefningar til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna lágu fyrir. Að öðru leyti deila rit- höfundar atkvæðum bróðurlega á milli sín. Arnaldur er með 2 pró- sent en Ólafur Jóhann Ólafsson, Hallgrímur Helgason, Andri Snær Magnason og Einar Már Guð- mundsson fylgja honum fast á hæla. Allir þessir hafa verið að hasla sér völl á erlendri grundu (eins og sjá má annars staðar í blaðinu) og sannast hér hið forn- kveðna með vegsemdina sem kem- ur að utan. Aðrir sem nefndir voru eru Guðbergur Bergsson, Pétur Gunnarsson, Þórarinn Eldjárn, Gyrðir Elíasson, Sjón, Björn Th. Björnsson, Andrés Indriðason, Sig- urbjörg Þrastardóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir. Kann að virðast sér- kennilegt að Ingibjörg njóti ekki meira fylgis í ljósi þess að hún hlaut nýverið Íslensku bókmennta- verðlaunin, en ljóðið virðist eiga undir högg að sækja nú sem fyrr þrátt fyrir verðlaunin. Myndlistin má muna sinn fífil fegurri Þá fer góðum tíðindum að linna og samkvæmt þessari könnun er myndlistin í lægð og mega mynd- listarmenn heldur betur hysja upp um sig brækurnar í ímyndar- fræðum. Löngum áður þóttu 22 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR Hver er mestur á sviði menningar og lista á Íslandi? Fréttablaðið leit- aði svara við þeirri spurningu með skoðanakönnun. Ýmislegt fróðlegt kemur í ljós þó helstu niðurstöður bendi til að umfjöllun fjölmiðla og gott gengi á erlendum vettvangi skipti sköpum. Björk mesti listamaður Íslands M YN D /B JO R K. C O M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.