Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 23
23LAUGARDAGUR 15. febrúar 2003 Áhuginn á listum jókst með starfsaldrinum Valgerður Guðrún Guðleifsdóttirhefur starfað hjá Listasafni Reykjavíkur í fjögur ár. Hún segist kunna vel við starfið, sem felst með- al annars í afgreiðslu og sölu á ýmiss konar gjafavöru. Valgerður Guðrún vinnur aðra hverja viku í Hafnarhúsinu og vikuna á móti á Kjarvalsstöðum. „Þegar ég flutti til Reykjavíkur fyrir fimm árum var ég búin að leita mér að vinnu í lengri tíma en fann ekkert. Þá var mér bent á að fara hingað þar sem ég tala sæmi- lega ensku,“ segir Valgerður Guð- rún. Þegar hún var tólf ára hóf hún verslunarstörf og hefur meira og minna unnið við þau, þar af stóran hluta í Bandaríkjunum. Valgerður Guðrún segir Íslend- inga ekki nógu duglega við að sækja listviðburði. „Það er miklu meira af útlend- ingum hér og þá aðallega á sumrin. Íslendingar eru aftur á móti dugleg- ir við að sækja kaffiteríuna okkar.“ Meirihluti starfsmanna á Lista- safni Reykjavíkur er konur en þó eru karlmenn í skrifstofustörfum og þeir sem setja upp og taka nið- ur sýningarnar. Það eru bæði lista- menn og listfræðingar. Valgerður Guðrún segist ekki hafa haft mikinn áhuga á listum þegar hún hóf störf á Listasafni Reykjavíkur en síðan hefur áhug- inn aukist jafnt og þétt. „Ég held að sjálfsögðu upp á Kjarval og Ásmund Sveinsson. Svo eru það Louisa Matthíasdóttir og Erró. Hann er alveg sér á báti.“ ■ Starfið mitt VALGERÐUR GUÐRÚN GUÐLEIFSDÓTTIR Hefur stafað hjá Listasafni Reykjavíkur í fimm ár og kann því vel. myndlistarmenn holdgervingar listarinnar en sú tíð er liðin. Ein- ungis 3 prósent nefndu myndlist- armann á nafn í þessari könnun. Og það sem verra er: Þeir sem fengu fleiri atkvæði en aðrir eru kannski að njóta verka sinna á öðrum sviðum en myndlistarsvið- inu einu saman. Þannig er efstur á blaði Daði Guðbjörnsson en skíma sviðsljóssins hefur fallið á hann í tengslum við pólitísk afskipti. Daði skipar sem sagt 16. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi alþingiskosningar – eins og lesendur Fréttablaðsins þekkja. Sigurður Guðmundsson er við hlið Daða í efsta sætinu en hann hefur vakið athygli sem rit- höfundur samhliða myndlistinni auk þess sem nýleg heimildar- mynd um Sigurð sem sýnd var í Sjónvarpi vakti nokkra athygli. Og efsta sætinu með þeim félög- um deilir sjálfur Erró. Aðrir sem nefndir voru á nafn eru Hlynur Hallsson (annar listamaður sem sennilega nýtur pólitískra af- skipta sinna sem 3. maður á lista VG í Norðausturkjördæmi), Tolli, Einar Hákonarson, Sossa og Þor- björg Höskuldsdóttir. Þar með er það upp talið. Svo allrar sanngirni sé gætt má nefna til sögunnar Hallgrím Helgason, en hann er jafnframt ritlistinni myndlistar- maður. Í raun er hann einn sára- fárra sem komu við sögu í könn- uninni sem hlaupa milli listgreina. Kvikmyndagerðin rekur lestina Kvikmyndagerðarmenn eru ekki ofarlega í huga fólks þegar það er innt eftir því hver er mest- ur lista- og menningarfrömuður landsins. Líklega er það eftir bókinni enda hefur kvikmynda- gerðin rambað á milli þess að vera skilgreind sem list eða iðn- aður. Baltasar Kormákur er sennilega í seinni tíð meiri kvik- myndagerðarmaður en leikari þó til þess sé gripið hér að flokka hann sem slíkan. Baltasar naut góðs gengis í þessari könnun. Þá komst Dagur Kári á blað og nokk- uð auðveldlega enda hefur kvik- mynd hans Nói Albínói notið mik- illar athygli og góðs gengis á er- lendum vettvangi og einnig var Kristlaug M. Sigurðardóttir nefnd en hún gerði kvikmyndina Didda og dauði kötturinn sem ný- lega var sýnd. Um könnunina Könnunin var gerð fyrir viku og spurningin var: „Hvaða Íslend- ingur í lista- og menningarlífinu finnst þér skara fram úr um þess- ar mundir?“ Ef einhvern tíma á við klisjan: Þegar stórt er spurt... þá er það kannski núna. Enda tóku aðeins tæp 42 prósent aðspurðra afstöðu. Sennilega er það helsta niðurstaðan: Fólk á erfitt með að gera upp á milli þeirra sem starfa á þessu sviði. Auðir seðlar og ógildir eru 58,5 prósent. Þess ber og að geta að dreifing atkvæða var mikil. Alls var 91 einstakling- ur (og reyndar stöku hljómsveit) nefndur. Jákvæðasta ályktun sem af þessu má draga er sú að þetta bendi til ákaflega mikillar breidd- ar á menningarsviðinu! jakob@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.