Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 26
Sævar er með stærri mönnum,slæst við djöfulinn eins og gengur og fær sér stöku sinnum í glas. Hann stendur að minnsta kosti í lappirnar. Maður hefur séð þá marga á fjórum fótum í gegnum tíðina,“ segir Sævar Marinó Ciesi- elski um sjálfan sig. Hann dregur ekki dul á að dagarnir hafi verið með ýmsu móti eftir að hann kom af Hrauninu. Í dag er hann skráður fyrir fimm börnum (eins og hann orðar það), býr við sárustu fátækt og á fjórar sambúðir að baki. Sæv- ar hefur verið úrskurðarður 75 prósent öryrki og stríðir við and- lega örðugleika vegna reynslu sem óhætt er að fullyrða að fæstir kæmust heilir frá. Hann hafnar því að vera með Geirfinns- og Guð- mundarmálin á heilanum þótt hann sé fangi þeirra. Vertu ekkert að fara til Reykjavíkur Miðað við að þarna fer reynslu- mikill maður er Sævar furðu ung- legur að sjá. En þegar hann er spurður um aldur þarf hann að hugsa sig um. „47 ára... nei, bíddu. Ég er 48! Aldur er svo afstæður. Ég er bara að verða eins og sænska ljóskan þarna í Svíþjóð sem hafði farið í svo margar fegurðaraðgerðir og yngingarmeðferðir að hún gekk alla leið og heimtaði að kennitöl- unni yrði breytt.“ Sævar lítur ekki á sig sem Reykvíking. Hann er fæddur í sveit, er Gnúpverji og ólst þar upp hjá afa sínum og ömmu á Stóra- Hofi. „Ætli maður sé ekki að ein- hverju leyti Reykvíkingur. En það var undarlegt að alast upp í sveit og kynnast svo Reykjavík – ég var alltaf með annan fótinn í borginni hjá mömmu en undi mér best í sveitinni. Fannst eins og ég væri sprottinn upp úr moldinni þar. Og líklega hefði ég betur hlustað á ömmu þegar hún sagði við mig: Í guðanna bænum, Sævar minn. Vertu ekkert að fara til Reykja- víkur. Þú lendir bara í löggunni.“ Og það var nákvæmlega það sem gerðist. Sævar upplifði sig fljótt utangarðs, segir að hann hafi skorið sig úr bæði hvað útlit varðar og innri gerð, dulur og inni í sér. Hann var í Héraðsskólanum að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Þar voru ýmsir sem flokkaðir voru sem vandræðaunglingar og sá stimpill fylgdi Sævari þegar hann kom til Reykjavíkur. Og ganga má út frá því sem vísu að samfélagsgerðin íslenska hafi verið fordómafyllri fyrir 35 árum en nú er. Faðir Sævars var pólskur, hét Michael Frances Ciesielski, frá Kraká en fæddur í Ameríku. Hann kom til Íslands sem veður- fræðingur árið 1950, settist hér að og starfaði við eitt og annað sem viðskiptafræðingur en því námi lauk hann síðar í Bandaríkjunum. „Hann var strangur karlinn, drykkfelldur, vildi mikið vera að sulla. Hann var svona drinker eins og ég. Mér þykir gott að fá mér í glas og slaka á. En það sér sjaldan á mér. Þetta pólska blóð er til vandræða. Það er eins og ekk- ert bíti á það. Ég sat einhverju sinni á bar og var að spjalla við Pólverja sem upplýsti mig um merkingu nafnsins Ciesielski. Hann sagði það þýða himnasend- ingu. Þá hló barinn. En mér finnst oft eins og ég þoli áfengi betur en þeir sem í kringum mig eru. Ég er drinker eins og pabbi, ekki alkó- hólisti. Móðir mín heitin var Sig- urbjörg Ólöf Guðjónsdóttur. Þeg- ar ég var 13 ára slitu foreldarar mínir samvistum og ári síðar dó pabbi.“ Er fangi þessara mála Nú verður farið fljótt yfir sögu. Um Guðmundar- og Geir- finnsmál hefur verið skrifað meira en nokkur sakamál önnur á Íslandi og hægur leikur að kynna sér þau. Sævar var handtekinn 12. desember árið 1974, þá tvítugur. Hann lýsir því að hafa sætt ótrú- legu harðræði við yfirheyrslur og var í einangrun í rúm tvö ár. Sæv- ar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson voru dæmdir í ævilangt fangelsi 19. desember 1977 fyrir að ráða Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni bana. Um það er spurt hvað hafi á daga Sævars drifið frá því hann gekk út af Hrauninu frjáls maður árið 1984. Óhjákvæmilega blandast málareksturinn inn í sögu hans. Nýleg skýrsla Láru V. Júlíus- dóttur hefur orðið til að vekja enn og aftur athygli á þessum málum og Sævar fagnar því út af fyrir sig þó hann véfengi skýrsluna. „Ég hef verið að bíða eftir þessari niðurstöðu svo við Ragnar Aðalsteinsson lögmaður getum farið að snúa okkur að endurtek- inni kröfu um endurupptöku málsins. Ég tel að einhver rann- sóknaraðili, eins og ríkislögreglu- stjóri, ætti að gera úttekt á málinu í staðinn. Nei, ég er ekki sáttur við þessa skýrslu. Ég er búinn að stúdera þetta mál í ein 30 ár og velkjast með þetta fram og til baka...“ Ertu með þetta mál á heilan- um? „Nei, ég get slakað á mánuðum saman án þess að nefna þetta. Oft- ast segi ég við fólk: Ég ræði ekki þessi mál. En ég verð ekki frjáls fyrr en fengin hefur verið einhver niðurstaða. Ég er fangi þessara mála.“ Sævar segist vitanlega mjög skaddaður af völdum einangrun- arvistarinnar og hefði átt að úr- skurða hann 75 prósent öryrkja strax að henni lokinni. Það var ekki fyrr en 1996 sem hann er dæmdur slíkur en þá er hann við að missa allt úr höndum sér. Þeg- ar hann kom úr fangelsi fékk hann enga félagslega aðstoð eða aðlög- un af neinu tagi. „Bara hent út og sagt: Bjargaðu þér!“ Sævar telur 26 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR Að hlusta á eigin raddir Sævar Marinó Ciesielski hefur átt misjafna daga eftir að hann afplánaði dóminn sem hann fékk fyrir að ráða bæði Geirfinni Ein- arssyni og Guðmundi Einarssyni bana. Hann var dæmdur á sínum tíma í ævilangt fangelsi. Sævar heldur fram sakleysi sínu, segir af ótrúlegum raunum í tengslum við einangrun og harðræði sem hann sætti og hvernig honum hefur gengið að fóta sig í daglega líf- inu eftir að hann var látinn laus. Öskrað fyrir lífi sínu – reynsla Sævars af einangrunarvistinni Það var mjög erfitt að koma úreinangruninni. Maður var eins og vakúmpakkaður og heyrði bara ákveðna tíðni hljóða. Ég kom úr henni árið um jólaleytið 1977 og fór þá niður á Skólavörðustíg. Og þá fóru einkenni að koma fram. Ég vaknaði kannski á morgnana, gat hvorki hreyft legg né lið, en heyrði allt sem gerðist í kringum mig. Sá ekkert en heyrði bara. Gat ekki talað eða hreyft mig. Þá var farið að gefa mér sterk verkjalyf sem ég var á í einhverja mánuði eða ár á eftir. Það lagaðist ekkert við það en ég sljóvgaðist. Ég hafði aðlagast ákveðnu umhverfi sem var steindautt. Síðustu mánuðina í einangrun í Síðumúlanum var ég að upplifa skyndauða. Það var eins og slokknaði á öllum skynfærum. Þau höfðu ekki fengið neina nær- ingu, ekkert til að miða sig við og heyrn og sjón og skynjunin öll dofnaði. Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum líkt og ég væri að öskra fyrir lífi mínu. Eins og ég hefði orðið fyrir hjarta- stoppi eða dauða. Ég var farinn að upplifa dauðann. Eins og heilinn slökkti á sér. Ég var kannski í þessu ástandi, oftast gerðist þetta á nóttinni, og þá kom eins og sprenging í gegnum mig og ég þeyttist út á gólf með öskrum. Og þá fékk ég mikinn hjartslátt. Þú situr uppi með sjálfan þig og fjóra veggi. Það þarf lítið að segja við mann í einangrunarvist því hann fær hluti á heilann. Hann ruglast, maður veit ekki hverju á að trúa, eða hvað maður er að segja. Og þú verður að trúa böðl- unum því einhvers staðar verður heilabúið að finna sannleika, ein- hverja viðmiðun. Það er búið að svipta þig öllu sem gerir þig að manni.“ ■ FAÐIR SÆVARS VAR FRÁ KRAKÁ Í PÓLLANDI „Hann var strangur karlinn, drykkfelldur, vildi mikið vera að sulla. Hann var svona drinker eins og ég. Mér þykir gott að fá mér í glas og slaka á. En það sér sjaldan á mér. Þetta pólska blóð er til vandræða. Það er eins og ekkert bíti á það.“ UNGUR Í FANGELSI Sævar var aðeins um tvítugt þegar hann var handtekinn. Þá skullu Guðmundar- og Geir- finnsmálinn á þjóðinni eins og um martröð væri að ræða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.