Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 29
Jón Mýrdal Harðarson er senni-lega best þekktur sem skemmti- kraftur og útvarpsmaður á Radíó Reykjavík. Það sem færri vita er að hann starfar einnig sem kokkur hjá Íslandsbanka í Skútuvogi. Jón Mýrdal segist yfirleitt ekki borða morgunmat en hann stýrir morgunþættinum „17. júní“ ásamt félaga sínum Hermanni Fannari Valgarðssyni. „Mér finnst matur mjög góður og ég starfa sem kokkur þannig að ég hugsa svolítið mikið um mat. Ég byrja samt ekki að hugsa um matinn fyrr en ég lýk útsendingu í útvarpinu um tíuleytið,“ segir Jón Mýrdal, sem bregður sér þá í kokkagallann. „Þá fæ ég mér fyrsta matarbita dagsins.“ Í mötu- neytinu þarf Jón að reiða fram mat fyrir um fimmtán manns. Hann segist yfirleitt elda léttan hádegismat. Þar sem unnusta Jóns dvelur nú erlendis þarf hann aðeins að hugsa um sjálfan sig á kvöldin. „Þá fer ég oft út að borða eða fæ mér einhvern skyndibita. Annars er það bara eitthvað mjög létt,“ segir útvarpsmaðurinn. Jón Mýrdal lærði til kokks á Hótel Borgarnesi og hefur komið víða við á ferli sínum, svo sem á Pizza 67, Pizzahúsinu og Pizza Mussolini, sem hann er afar hreykinn af. Hann hefur einnig eldað í mötuneytum, meðal ann- ars í Grandaskóla þar sem hann fóðraði 180 gríslinga. „Það var rosalega gaman. Gaman að elda ofan í svona litla krakka. Þetta var einn af fyrstu heilsdagsskólunum svo krakkarn- ir voru píndir í mat,“ segir Jón Mýrdal. Hann segir mikinn mun að elda á veitingastað og í mötu- neyti. „Það er miklu þægilegra að elda í mötuneyti því þá ræður maður öllu sjálfur. Mikla minna um kvartanir.“ Jón Mýrdal ákvað fyrir nokkru að gerast grænmetisæta en hann hélt það aðeins út í tvö ár. „Það er eitthvað sem allir verða að prófa. Ég grenntist samt ekki neitt, drakk allt of mikinn bjór með,“ segir Jón Mýrdal. Jón Mýrdal segist ekki vera duglegur að halda veislur en býð- ur þó fólki einstaka sinnum í villibráð. „Mér finnst gaman að bjóða fólki upp á villibráð, jafn- vel gæs sem ég hef sjálfur skotið. Mér finnst samt yfirleitt skemmtilegra að drepa dýrið en elda.“ Jón er afar hrifinn af kjúkl- ingi og gefur lesendum uppskrift að einum sígildum. „Ég er mikið fyrir tilraunamennsku í eldhús- inu og fer sjaldan eftir uppskrift- um. Þessa dagana er ég að prófa mig áfram með grænmetisrétti.“ kristjan@frettabladid.is 29LAUGARDAGUR 15. febrúar 2003 Heimilismaturinn að hætti Jóns Bakaður parmesankjúklingur að hætti Jóns Mýrdal Harðarsonar: „Ég er rosalega hrifinn af kjúklingi,“ seg- ir Jón Mýrdal. „Þetta er líka svo auðveld uppskrift, það þarf bara að blanda öllu saman í eldfast mót og skella í ofninn.“ Hráefni 8 stk kjúklingalæri eða bringur 5 msk smjör 1 msk Dijon sinnep 1 bolli rasp 1 bolli ferskur parmesanostur 2 msk. söxuð steinselja 1 tsk. basilika Aðferð: „Byrja þarf á því að hita ofninn í 200 gráður og smyrja eldfasta mótið með smjörlíki eða olíu. Blanda þarf saman í skál smjöri (bræddu) og sinnepi. Í aðra skál þarf að blanda saman brauðraspi, osti, steinselju og basiliku. Dýfið kjúklingnum fyrst í sinnepssmjör- ið, veltið þeim síðan í raspblönduna. Raðið í mótið og bakið í um það bil 45 mínútur. JÓN MÝRDAL HARÐARSON Þekktur sem útvarpsmaður og skemmti- kraftur en vinnur einnig sem kokkur. Skemmtilegra að drepa dýrin en elda

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.