Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 30
30 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR Jú, hann Michael Jackson erskrýtin skrúfa og erfitt, ef ekki ómögulegt, að átta sig á honum. Hann er líka án efa einn frægasti maður í heimi. Það eru gömul sannindi að mannskepnan hræðist það sem hún skilur ekki. Með það að leiðarljósi að engin mannvera á þessari jörð hefur lifað eins lífi og Michael Jackson kemur það ef- laust ekki á óvart að fólk skuli klóra sér í höfðinu yfir allri vit- leysunni í honum. Margir óttast svo að hann sé barnaníðingur. Staðreyndin er hins vegar sú að þrátt fyrir að faðir 13 ára drengs hafi ásakað popparann 1993 um að beita son hans kynferðislegu ofbeldi var aldrei lögð fram kæra vegna máls- ins. Margir litu á þá ákvörðun Jacksons að borga sig út úr málinu þannig að hann væri að játa sekt sína. Eftir rannsóknir og yfir- heyrslur á málinu hafði þó allur sá fjöldi barna sem gist hafa á bú- garði Jacksons í gegnum árin svipaða sögu að segja. Það er því ómögulegt að vita sannleikann í þessu máli en saklaus er maður þangað til sekt hans er sönnuð. Fólk virðist eiga erfitt með að kyngja þeirri ímynd sakleysis sem Jackson dregur upp af sjálf- um sér. Er það vegna eigin sam- viskubits sem við trúum því að enginn geti verið hreinn? Og af hverju verðum við alltaf að trúa því að allir hljóti að hafa eitthvað gruggugt í pokahorninu? Ef Jackson myndi deyja á morgun færðist kastljósið líklega af nefi hans og aftur á tónlistina. Þá kæmi glöggt í ljós að boðskap- ur laga hans í gegnum árin hefur snúist um að auka samúð og um- hyggju og að láta gott af sér leiða. Stjarna 11 ára Michael Joseph Jackson fæddist 29. ágúst árið 1958. Hann var f i m m t i son- u r stáliðnaðarmannsins Joe Jackson. Fjölskyldan bjó þá í bænum Gary í norðvesturhluta Indiana-ríkis. Saman áttu foreldar hans níu börn. Michael var strax á unga aldri utangáttar við samfélagið utan heimilisins því móðir hans var strangtrúuð, votti Jehóva, og ól hann upp í þeirri trú. Joe sá fljótlega neista í þrem elstu sonum sínum og stofnaði í kringum þá hljómsveit árið 1962. Michael hóf að syngja með bræðr- um sínum ári seinna, fimm ára gamall, eftir að móðir hans benti pabba þeirra á hversu góða rödd hann hafði. Hann varð fljótt aðal- söngvari fjölskyldusveitarinnar. Michael var algjört náttúru- barn og rödd hans þótti rík og hrein, tjáning hans á við fullvaxta söngvara. Augljóst þótti að hann væri undir áhrifum frá James Brown og Gene Kelly. Jackson 5 gerði plötusamning við Motown árið 1968. Tveimur árum seinna kom fyrsta smáskífan út og sveit- in sló strax í gegn. Michael var því orðin alþjóðleg, krúttleg barnastjarna aðeins 11 ára gam- all. Árið 1970 varð Jackson 5 fyrsta hljómsveitin í poppsögunni til þess að koma fyrstu fjórum smáskífulögum sínum í efsta sæti bandaríska vinsældalistans. Það voru lögin „I Want You Back“, „ABC“, „The Love You Save“ og „I’ll Be There“. Athyglin beinist að Michael litla Fátt er meira heillandi en ungt og hæfileikaríkt barn. Mann- skepnan dýrkar sakleysi og eðli- lega beindist því öll fjölmiðlaat- hygli að „litla sæta“ stráknum sem hvorki gat hreyft legg né lið án þess að hrista af sér hæfileik- ana. Plötuútgáfan vildi gefa út sólóplötur og undir hatti Motown- útgáfunnar gaf Jackson út fyrstu smáskífu sína, „Ben“, árið 1972. Lagið var sérstaklega unnið fyrir samnefnda barnaspennumynd, framhald „Willard“ frá 1971, sem fjallaði um ungan dreng er ving- aðist við gáfuðu rottuna Ben. Sú stýrði heilum her af mannskæð- um ofurnagdýrum. Ólíkt mynd- inni þótti lagið hugljúft og fallegt. Fyrir vikið fengu höfundar lags- ins tilnefningu til Óskarsverð- launa en unnu ekki. Jackson gaf út fjórar breiðskíf- ur hjá Motown-útgáfunni á árun- um 1972-75. Um nokkurs konar fjöldaframleiðslu var að ræða og voru þær allar með svipuðu móti. Þar mátti heyra piltinn syngja þekkt lög og áttu tvær fyrstu plöt- urnar mestum vinsældum að fagna. Michael var 16 ára þegar hann vann síðustu plötuna sína, „Forever, Michael“, fyrir Motown ásamt lagahöfundinum Brian Holland. Platan þótti þroskaðri en fyrri verk en kolféll vegna slag- araleysis. Jackson kynnist Quincy Jones Árið 1977 var tímamótaár hjá Michael Jackson. Hann fékk hlut- verk fuglahræðunnar í söng- leikjamyndinni „The Wiz“ sem byggð var á ævintýrinu um Galdrakarlinn í Oz eftir L. Frank Baum. Allur leikarahópurinn var mannaður af blökkufólki og kynntist hann þar á einu bretti Diönu Ross, Richard Pryor og upptökustjóranum Quincy Jones sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf og feril popparans. Jackson hafði þá sett sólóferil sinn á ís en átti áframhaldandi vinsældum að fagna með bræðr- um sínum. Popparinn Michael Jackson hefur verið á milli tannanna á flestum eftir að heimildarmynd Martin Bashir, „Living with Michael Jackson“, var sýnd í Ríkissjónvarpinu. Flestir virðast hafa áhuga á lifnaðarháttum kappans og lýtaaðgerðum en gleyma kannski aðal- atriðinu, sjálfri tónlistinni. Ris og fall poppkóngsins Jackson 5: Orðrómur um end- urkomu Fjölskyldusveit Jackson- heimilisins, Jackson 5, var mönnuð bræðrunum (í aldurs- röð) Jackie, Tito, Jermaine, Marlon og Michael Jackson. Bræðrunum var ekki gefið eins mikið frelsi utan heimilis- ins og öðrum börnum en voru hvattir frá unga aldri til að leggja stund á tónlist. Pabbi þeirra, Joe Jackson, hafði verið gítarleikari með hljómsveitinni Falcons. Hann varð fyrst var við tónlistaráhuga sona sinna þegar hann komst að því að Jackie, Tito og Jermaine voru byrjaðir að stelast í hljóðfæri hans. Í fyrstu varð hann brjálaður en stofnaði síðar fjölskyldusveitina og rak syni sína áfram með harðri hendi alla tíð. Hann var sjálfskipaður umboðsmaður bræðranna fyrstu árin. Sveitin hét upphaflega „Ripples & Wa- ves“. Fljótlega var skipt yfir í „The Jackson Brothers“ og það nafn síðar stytt í „Jackson 5“. Bræðrunum gekk vel í hæfi- leikakeppi, unnu sig upp og fengu loks tækifæri til þess að leika fyrir yfirmenn Motown út- gáfunnar árið 1968. Þeir fengu samning nánast á staðnum. Þeir gáfu út plötur hjá Motown útgáfunni frá 1969-76 og áttu miklum vinsældum að fagna. Þegar ákveðið var að skipta um útgáfu gat Jermaine ekki farið frá Motown þar sem stofnandi fyrirtækisins var nú tengdafaðir hans. Yngsti bróðir- inn Randy tók við stöðu Jermaine og héldu bræðurnir áfram samstarfi undir nafninu „The Jacksons“ þar sem Motown átti einkaréttinn á hinu nafninu. Árin 1978 og 1980 voru bræðrunum góð og áttu þeir þá tvær vinsælar plötur, „Destiny“ og „Triumph“, sem greiddu leið Michaels upp á stjörnuhimininn. Frægð Michaels var upphafið af endinum fyrir sveitina. Jermaine gekk þó aftur til liðs við þá 1984 þegar sveitin gaf út plötuna „Victory“. Sveitin gaf svo út plötuna „2300 Jackson Street“ án Michaels 1989. Árið 1997 voru allir bræðurnir færðir inn í frægðarhöll rokksins. Orðrómur um endurkomu Jackson 5 hefur verið á kreiki frá því að Michael tók lagið á sviði Madison Square Garden með bræðrum sínum í fyrra til þess að fagna 30 ára afmæli sínu sem sólólistamaður. ■ JACKSON 5 Faðir bræðranna fimm sá til þess að halda þeim að verki frá ungum aldri. LYKILPLÖTUR MICHAEL JACKSON ABC (1970) - með Jackson 5 Ben (1972) Destiny (1978) - með The Jacksons Off the Wall (1979) Thriller (1982) Bad (1987)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.