Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 33
33LAUGARDAGUR 15. febrúar 2003 Ungliðar í stjórnmálum hafa margir lagt bloggið fyrir sig. Sal- vör segist aðspurð ekki telja að vinstrimenn séu almennt duglegri að blogga en hægrimenn og bend- ir á að einstaklingshyggjan sé rík- ur þáttur í eðli miðilsins. „Hægri- menn hafa verið duglegir að tjá sig á vefritum en hafa svo margir snúið sér að blogginu, sem bendir til þess að það virki jafnvel betur. Ég held annars að ungliðar í póli- tík séu líklegri til að blogga en aðrir.“ Öfugsnúin athyglissýki? Steinunn Inga Óttarsdóttir gerði munnsöfnuð bloggara meðal annars að umræðuefni í grein sinni Bullað á „Blogginu“ sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins þan 14. september í fyrra. „Oft eru harðar ritdeilur háðar á blogginu þar sem ekkert er heil- agt og fúkyrðin ekki spöruð. Kæruleysislegt yfirbragð og mik- il yfirlýsingagleði einkennir orða- sennurnar enda má maður segja hvað sem er í sinni eigin dagbók og þarf ekki að standa neinum reikningsskil. En er ekki afstaðan sem tekin er bara marklaust hjal? Hvað er eintal sálarinnar að gera á Netinu?“ Steinunn Inga veltir í fram- haldinu upp spurningum um hvort bloggarar séu „nördar, þröngur hópur einmana og athyglissjúks fólks með netþráhyggju?“ og bendir á að öfugt við „hlédræga dagbókarritara fortíðarinnar sem skrifuðu fyrir sjálfa sig troða bloggarar sér upp á aðra netverja og beita öllum brögðum til að ná athygli.“ Athyglin hefur þó orðið sumum bloggaranum ofviða og hefur orðið til þess að þeir hafa lagt upp laupana. Missti vin sinn í bloggið Rithöfundurinn Mikael Torfa- son gefur ekki mikið fyrir blogg- menninguna og segir hana nýj- ustu tilraun fólks til að gera sjálft sig og líf sitt raunverulegt. „Í dag er tilgangslaust að eiga pennavin og skrifa honum því það er ekki marktækt nema það verði hluti af þeirri heimskulegu síbylju sem rafrænar dagbækur eru.“ Þetta hafði Mikael um bloggið að segja í grein sinni Blogg.is er heilagur sannleikur í júlí 2002 þar sem hann syrgði vin sinn Dr. Gunna sem ánetjaðist blogginu og fann þörf hjá sér til að „raungera sjálfan sig að hætti íslenskra nörda og eiga í opinberum sam- ræðum á netinu. Þar verða allar hans tilfinningar raunverulegar.“ Mikael hefur litla trú að lífið verði raunverulegra í rafrænni dagbók. „Alveg eins og skyr varð ekkert að meira skyri af því að það fékk viðbótina punktur is.“ Allar vangaveltur um næring- argildi og efnisinnihald bloggsins breyta aftur á móti engu um það að æ fleiri finna hugsunum sínum, skoðunum og tilfinningum farveg á Netinu og fá eitthvað út úr því að „bulla“ á blogginu. Hvort raf- rænu annálarnir verði svo aftur til staðar í framtíðinni og nýtist sagnfræðingum sem heimildir um sögu öndverðar 21. aldarinnar er allt önnur og flóknari saga. thorarinn@frettabladid.is Ég er að þessu af því að þetta erskemmtilegt. Ég er að þessu fyrir mig og vini mína“, segir katrín.is sem er einn nafntogað- asti og mest lesni íslenski blogg- arinn og er af mörgum talin bloggdrottning Íslands. Hún fær rúmlega 1000 heimsóknir á dag á síðuna sína og samkvæmt teljara hefur síðunni verið flett 1.877.704 sinnum frá því að talning hófst. Hún segist ekki kunna neinar sér- stakar skýringar á vinsældum sínum sem bloggara. „Það hefur örugglega sitt að segja að ég er með einfalt og stutt lén. Það getur verið að ég sé með Howard Stern syndrome og marg- ir spyrja sig sjálfsagt „hvað er að henni?“ og vilja svo fylgjast með því sem ég er að bulla, enda er ótrú- lega margt þarna sem enginn get- ur skilið nema hann þekki mig.“ Katrín er ekki mikið að velta sér upp úr því hvort það hafi yfir höf- uð einhvern hagkvæman tilgang að blogga. „Ég er ekkert að reyna að koma skoðunum mínum á framfæri. Þetta er bara gert til gamans. Sjálf les ég mest blogg hjá þeim sem ég þekki og finnst hundleiðin- legt að lesa blogg sem ég skil ekki hjá öðrum.“ Katrín lætur athyglina sem hún fær ekki trufla sig en nafn- togaðir bloggarar á borð við Betu Rokk og Bloggara Dauðans (Ár- mann Jakobsson) hafa hætt að blogga eftir að umheimurinn fór að gefa þeim óhóflegan gaum. „Það kemur auðvitað fyrir að fólk svari manni á síðuni með ein- hverju nafnlausu kjaftæði, segir að maður sé drusla eða eitthvað svoleiðis en ég tek ekki mikið mark á því. Fólk ætti að koma fram undir nafni ef það vill vera með eitthvað kjaftæði.“ Katrín segist samt draga ákveðin mörk og að hún bloggi ekki um hvað sem er og haldi ákveðnum hlut- um einkalífsins út af fyrir sig. „Ég skrifa ógeðslega lítið um kærastan og fjölskylduna og ef vinir mínir segja mér leyndarmál þá er ég ekkert að hlaupa með það á Netið.“ Katrín hefur ekki pælt mikið í því hvort bloggið hafi eitthvert heimildargildi og sér ekki fyrir sér að barnabörn hennar muni í framtíðinni geta skoðað hvað hún var að spá þegar hún var tuttugu og tveggja ára. „Þetta er alla- vegna allt til núna en ég veit ekki með framtíðina.“ ■ KATRIN.IS Þykir standa nokkuð nærri hugmyndinni um bloggarann sem leggur líf sitt og til- veru til grundvallar færslunum. vaaaá hvað sumir dagar eru þannig að mar meikar ekki að fara á fætur o g mæta í skólann.. dagurinn í dag var þannig dagur.. (og er enn) ekki var skárra að konan sem kenndi mér í fyrsta tíma (það var aldrei kennt í fyrsta tíma á mánudögum í verkfræð i og raunvísindadeild en það þarf það núna útaf plássleysi.. sem er oooooffffff!) lét okkur gera verkefni k l. 8:05.. hvað er það??? öh ó sánds læk sombodís godda keis of ðe mondeis! katrin.is katrin.is: Köttar krappið Ég byrjaði að blogga 1997 þóþað hafi ekki verið mjög sýni- legt. Ég hef alltaf litið á þetta sem stílæfingu og leið til að slappa af og taka mér hvíld frá því sem ég er að gera allan daginn. Maður streðar allan daginn við að reyna að vera eins góður og maður getur í teikningu og hönnun. Það er gott að geta tekið sér frí frá því streði og gera eitthvað sem maður þarf ekki að vera góður í.“ Tóti segist ekki gera mikið af því að lesa blogg hjá öðrum og hefur ekki mikla trú á að stjórn- málablogg gagnist neinum nema þeim sem skrifa það. „Ég held að þetta sé bara sjálfsfróun og það tekur enginn bloggara alvarlega. Ætli blogg þjóni ekki helst hags- munum sálfræðinga og sálfræði- nema sem geta skyggnst inn í hausinn á fólki? Þeir eru svo ekki neitt sérstaklega kreatívir þessir háskólagengnu bloggarar. Þeir eru svo leiðinlegir að það nennir enginn að lesa þá. Tóti segir það ekki trufla sig neitt þó ókunnugir séu að pæla í blogginu hans og skrifar ekki með neinn ákveðinn lesanda í huga. „Þetta er bara afslöppun og bloggið er alveg frjálst en þar sem ég hef við- skiptalegra hags- muna að gæta hef ég þurft að taka út færslur eftir á. Ég hef fengið símtöl þegar ég hef gengið of langt í gagnrýni minni, þannig að mað- ur verður að vera með þann rit- skoðunarpól á þessu. Ég tek mig samt ekki mjög alvarlega sem bloggara og lít frekar á mig eins og miðaldra konu sem fer í einn jógatíma í viku.“ ■ totil.com Eins og að fara í jóga Ég held að þetta ráðist bara afeðlilegri tjáningarþörf hvers og eins,“ segir Þór Steinarsson, sem birtir dagbókarbrot sín á http://thorworks.blogspot.com/. „Þetta er auðveldur og áhættu- laus tjáningarvettvangur og ef menn finna sig ekki í þessu þá hætta þeir bara.“ Þór fer ekki dult á blogginu með stjórnmálaskoð- anir sínar, sem eiga samleið með stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Hann lætur póli- tíkina þó ekki ná yfirhöndinni í dagbókarfærsl- unum heldur blandar hann þeim vangavelt- um saman við frásagnir úr hversdagsleik- anum. „Ef mað- ur er að þessu á annað borð er til- gangslaust að vera í feluleik og reyna að skekkja myndina af sjálfum sér. Ætli maður að ná markmiðinu um sjálfstjáningu lætur maður sjálfan sig flæða í gegn ásamt því sem er efst á baugi hverju sinni, þannig að eft- ir nokkurn lestur ætti fólk að fá þokkalega mynd af mér.“ Bloggsamfélag vinstri manna er orðið býsna öflugt en Þór veit þó af hægrimönnum sem einnig blogga af miklum móð en hefur lítið kynnt sér það sem þeir hafa fram að færa. „Ég held enn í þá barnalegu trú að vinstri menn séu almennt skemmtilegri og meira skapandi en þeir sem eru til hægri, auk þess sem mér sýnist ekki vera mikið um pólitíska um- ræðu hjá hægri blogg- urum. Þá leiðast mér þessar ný- frjálshyggju- skotnu bábiljur.“ Þór gefur lítið fyrir hugmyndir um að bloggið sé í eðli sínu tján- ingarform einstaklingshyggjunn- ar. „Það felst ákveðinn misskiln- ingur á eðli hægri og vinstri póli- tíkur í þessu og menn ættu að varast pólitískar teoríur í þessu sambandi.“ Þór er ekki upptek- inn af notagildi bloggsins sem pólitísks áróðurstækis en bendir á að „allir sem hafa starfað í póli- tík vita að það getur verið mjög heillaríkt að útbreiða fagnaðar- erindið frá manni til manns. Ann- ars er það ekkert aðalatriði enda er pólitíkin einfaldlega lífið sjálft.“ Þór finnst það síður en svo óþægilegt að bloggið skuli opna ókunnugum innsýn í líf hans og tilveru. „Það er þvert á móti það sem heillar og knýr mig áfram. Bloggið raskar öllum hefðbund- um hugmyndum um boðskipti og kannski fjölmiðlun líka. Maður er því að fara inn á algerlega ókannaðar slóðir og veit ekki ná- kvæmlega hvert bloggið leiðir mann. Þetta er margslungið og mjög heillandi fyrirbæri, sam- skiptalega séð, og það skýrir það líklega af hverju bloggið hefur breiðst út eins og arfinn í kart- öflugarðinum.“ ■ Neskaupstaður er einstaklega huggu - legur bær og ber af í samanburði við Reyðarfjörð og Eskifjörð. Öll eru þess i pláss þó sérstök og skemmtileg þang - að til að Reyðarfjörður (og Eskifjörðu r örugglega líka) hverfa inn í hinstu myrkur mengunar og stóriðju innan skamms, bjakk! thorworks thorworks.blogspot.com Eðlileg tjáningarþörf ÞÓRARINN LEIFSSON Hefur bloggað síðan 1997. „Jæja annars. Held að ég sé búinn að skríða út úr þess- ari póltísku einstefnu sem ég er búinn að hanga í undafarið. Bloggið mitt er farið lesast eins og eitthvað intilektúal vinstrigrænt leð- urhipparugl. Hvað held ég að ég sé?“ totil.com FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.