Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 34
34 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR hvað? hvar? hvenær? TÓNLIST Það gerist ekki á hverjum degi að fimmtán helstu flautuleikarar Íslands komi sam- an á tónleikum, hvað þá að þeir leiki nánast allir í einu. Þetta gerist þó síðdegis á morgun þeg- ar Íslenski flautukórinn þreytir frumraun sína í Borgarleikhús- inu undir stjórn Rúnars Óskars- sonar. „Það spila fimmtán flautuleikarar á þessum tónleik- um, þar af þrír karlar. Í einu verkinu er leikið á tólf flautur í einu,“ segir Berglind María Tómasdóttir, sem er einn flautuleikaranna fimmtán. Fyrsta verkið á tónleikunum er eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Það er samið fyrir tólf flautur og heitir Ra’s Dozen. „Ra“ stendur þarna fyrir Robert Aitkin flautuleikara, sem hefur stundum dvalist hér á landi og kynntist meðal annars höfund- inum. Næst kemur rúmenskur dúett eftir Doina Rotaru Uroboros, sem þau Áshildur Haraldsdóttir og Kolbeinn Bjarnason flytja. Svo leikur Kolbeinn einleik í verki eftir fyrrverandi kennara sinn, Harvey Sollberger, sem samið er fyrir einleiksflautu og ellefu flautur í kór. „Eftir hlé flytjum við svo Músíkmínúturnar hans Atla Heimis Sveinssonar. Við skipt- um þeim á milli okkar þannig að hver flautuleikari spilar í eina mínútu og svo tekur næsti við.“ Að því búnu frumflytur flautukórinn verk fyrir sjö flaut- ur eftir Þuríði Jónsdóttur, sem sjálf er flautuleikari. „Svo endum við á mjög skemmtilegu verki eftir Steve Reich sem er dæmigerður minimalismi. Þetta er upphaf- lega skrifað fyrir sólóflautu og tíu flautur á segulbandi. En okk- ur fannst upplagt að flytja þetta á staðnum frekar en að nota seg- ulbandið.“ Kveikjan að þessum tónleik- um varð á tónleikum á Myrkum músíkdögum fyrir ári. „Þar voru margir flautuleikarar komnir saman og okkur fannst kjörið að spila einhvern tímann saman á tónleikum. Auk þess finnst okk- ur líka gaman að geta myndað með þessum hætti ákveðna sam- stöðu í stéttinni.“ Berglind segir að merkilega mikið sé til núorðið af tónlist fyr- ir flautukóra. Flest er það frekar ný tónlist, það elsta varla nema þriggja áratuga gamalt. „Hljómurinn í svona mörgum flautum er mjög fagur. Hann minnir pínulítið á orgel þegar það er stillt á flauturaddir. Mun- urinn er þó sá að þetta er meira lifandi, eðli málsins samkvæmt. Hjá okkur kemur loftið náttúr- lega úr lifandi lungum.“ gudsteinn@frettabladid.is Ellefu flautur í einum kór Íslenski flautukórinn þreytir frumraun sína á morgun. Hljómurinn minnir svolítið á orgel þegar það er stillt á flauturaddir. FLAUTUKÓRINN Á ÆFINGU Fimmtán flautuleikarar vopnaðir piccolo-flautum, c-flautum, altflautum og bassaflautum koma fram í Borgarleikhúsinu á morgun. FUNDIR 13.30 „Hvar er minn sess?“ er yfirskrift málþings um 18. aldar konur sem Félag um átjándu aldar fræði efnir til í Þjóðarbókhlöðu. Berg- rós Kjartansdóttir bókmennta- fræðingur og sagnfræðingarnir Þórunn Guðmundsdóttir, Ragn- hildur Bragadóttir, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir og Ragnhildur Sigrún Björnsdóttir flytja fyrir- lestra. 14.00 Útifundur á Ingólfstorgi í Reykja- vík til að mótmæla stríðsáætlun- um Bandaríkjanna, Bretlands og fleiri ríkja gegn Írak. Þennan dag hafa verið undirbúnar aðgerðir í fjölmörgum borgum og bæjum Evrópu, Bandaríkjanna og víðar um heim. 14.00 Útifundur gegn stríði verður haldinn á Ráðhústorgi á Akur- eyri. 14.00 Stofnfundur Tónminjaseturs Ís- lands verður haldinn í húsnæði Hólmarastar ehf. á Stokkseyri. Verkefni þess verður að skrá ís- lenskar tónminjar. Allir áhuga- menn eru boðnir velkomnir. 14.00 Thue Christiansen heldur fyrir- lestur í Norræna húsinu sem fjallar um listsköpun og aðstöðu listamanna á Grænlandi. Í anddyri Norræna hússins stendur yfir sýn- ing á verkum hans. 15.00 Opinn fundur verður í hug- myndasmiðju Óskar Vilhjálms- dóttur í Gallerí Hlemmi. Rætt verður um lýðræði, borgaralegt andóf, hagvöxt og sköpun og víxl- verkun þessara þátta, hvað er gott líf, hlutverk listsköpunar í mótun samfélagsins, þróun borgarinnar og framtíðarsýn. 15.00 Haraldur Jónsson myndlistar- maður heldur fyrirlestur í Deigl- unni í Listagilinu á Akureyri um tilurð og uppsprettu verka sinna. Fyrirlesturinn ber heitið Myrkfælni og veggfóðraðar tilfinningar. 16.00 Sari Päivärinne, sendikennari í finnsku, og Hannele Jyrkkä, upp- lýsingafulltrúi Finlands litteratur (FILI), kynna finnskar bókmennt- ir í Norræna húsinu. Gestur þeirra er rithöfundurinn Petri Tamminen. MENNINGARHÁTÍÐ 14.00 Seinni dagur vestur-íslensk/- kanadísku menningarhátíðar- innar á vegum Nordic Trials í húsakynnum MÍR að Vatnsstíg 10 í Reykjavík. Á dagskrá eru kvik- myndasýningar, fræðandi fyrir- lestrar, kynningar af ýmsum toga, ljósmyndasýning og fleira. Húsið verður opið til miðnættis. Sérstök barnadagskrá er milli 15 og 17. TÓNLEIKAR 15.00 Kammersveitin Stelkur leikur tón- list eftir Charles Ross á Myrkum músíkdögum í Borgarleikhús- inu. Stelkur er hópur hljóðfæra- leikara frá Austurlandi sem eink- um flytja nútímatónlist. 16.00 Martial Nardeau, Greta Guðna- dóttir, Guðmundur Kristmunds- son, Þórunn Marinósdóttir og Hrafnkell Orri Egilsson leika kvint- etta eftir Franz Krommer og Friedrich Kuhlau á tónleikum í Salnum í Kópavogi. KVIKMYND 16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir í Bæjarbíói í Hafnarfirði kvikmynd- ina Reipið eftir breska kvikmynda- leikstjórann Alfred Hitchcock. Myndin var gerð árið 1948 og þótti gífurlega spennandi. Hún virðist vera tekin í einu skoti en er í raun listilega samansett á um 10 mínútna fresti. LEIKSÝNINGAR 14.00 Stígvélaði kötturinn sýndur á Litla sviði Borgarleikhússins í samstarfi við Sjónleikhúsið. Allir fá ís á eftir. 19.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson á Stóra sviði Borg- arleikhússins. 19.00 Íslenska óperan sýnir Macbeth eftir Guiseppe Verdi með Elínu Ósk Óskarsdóttur og Ólaf Kjartan Sigurðarson í aðalhlutverkum. 19.00 Leikfélag Akureyrar sýnir Leynd- armál rósanna eftir Manuel Puig í leikstjórn Halldórs E. Laxness. 20.00 Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir leikritið Salka miðill í Hafnarfjarð- arleikhúsinu. 20.00 Söngleikurinn Með fullri reisn eftir Terrence McNally og Davit Yazbek á Stóra sviði Þjóðleik- hússins. 20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son á Litla sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne á Nýja sviði Borgarleikhússins. 20.00 Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare í þýðingu Hallgríms Helgasonar á Litla sviði Borgar- leikhússins. 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir Tattú eftir Sigurð Pálsson í Smiðjunni. 21.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl. 22.00 Leikfélag Akureyrar sýnir Uppi- stand um jafnréttismál eftir Sig- urbjörgu Þrastardóttur, Guðmund Kr. Oddsson og Hallgrím Odds- son. SKEMMTANIR 20.00 Aukasýning á Hætt-a-Telja með Halla og Ladda í Loftkastalanum. 20.00 Rosalegt uppistand verður á Sportkaffi. Gestir verða Írinn Dav- id O’Doherty og Nýsjálendingur- inn Rhys Darby. Báðir eru að gera það reglulega gott á uppi- standsenunni í Bretlandi og eru atvinnumenn í faginu. Le’ Sing verður á litla sviðinu í Broad- way. Fræbbblarnir, Halli Reynis og Brútal rokka á Grandrokk í kvöld. Þór Bæring og Júlli sjá um dj-málin á Vídalín. BSG á Players í Kópavogi. Valíum, þeir óborganlegu Hjörtur og Halli, skemmta á Ara í Ögri, Ingólfs- stræti 3. Hljómsveitin 3-some leikur tónlist fyrir alla á Celtic Cross. Einar Jónsson trúbador spilar á Kránni, Laugavegi 73. Diskórokktekið og plötusnúðurinn DJ SkuggaBaldur verður á Kaffi Kletti, Reykholti, Biskupstungum, ásamt ljósa- gangi, reyk, þoku og tónlistarinnskotum síðustu 50 ára. OPNANIR 11.00 Rouzanna Matossyan sýnir mál- verk í Gallery Veru á Laugavegi 100. Sýningin stendur til 3 mars. 11.00 Betty D’Ís sýnir málverk í Gallery Veru, Laugavegi 100. Sýningin stendur til 3. mars. 12.00 Vera Sörensen og Sólrún Björk Ben sýna olíumálverk í Ránni, Hafnargötu 19a í Keflavík. Vera sýnir myndir af íslensku landslagi og Sólrún Björk sýnir blóma- myndir. Sýningin stendur til 15. mars. 14.00 Listamaðurinn Huginn Þór Ara- son opnar sýningu í Galleríi Sæv- ars Karls í Bankastræti. Listamað- urinn útskrifaðist frá skúlptúrdeild Listaháskóla Íslands vorið 2002. Á sýningunni gefur að líta skúlptúr og gjörninga á vídeó. 15.00 Anna G. Torfadóttir opnar sýn- ingu í sal Íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17, hafnarmegin. 16.00 Fimmtán ungmenni frá átta löndum opna samsýningu í Gall- erí Tukt, Hinu Húsinu, Pósthús- stræti 3-5. Þau búa og starfa öll nú sem stendur hér á Íslandi. Þema sýningarinnar nefnist „Hverfull“. Benedikt S. Lafleur sýnir myndaskúlpt- úra í Caffé Kúlture, Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. FUNDIR 15.00 Samtal við listaverk með Rögnu Róbertsdóttur um sýningu henn- ar í Tjarnarsal Listasafns Íslands. Harpa Þórsdóttir listfræðingur leiðir síðan gesti safnsins um sýn- ingar þeirra Mike Bidlo og Claude Rutault. 16.00 Borgarafundur um virkjana- og hálendismál verður haldinn á Hótel Borg. Efni fundarins er “hægri grænir“. Frummælendur eru Guðmundur Magnússon, Jón- ína Benediktsdóttir, Ólafur F. Magnússon og Pétur Björnsson. Tómas R. Einasson, kontrabassi, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, píanó, og Þórdís Claessen, bongótromm- ur, spila fyrir gesti. 10.00 Trúarstef í dægurtónlist nefnist erindi sem Gunnar J. Gunnars- son, lektor við Kennaraháskóla Ís- lands, flytur í Hallgrímskirkju. Í SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Útsala Úr, skartgripir og postulín 15-50% afsláttur Laugavegi 61 Sími 552 4910 úrad. 552 4930

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.