Fréttablaðið - 15.02.2003, Page 35

Fréttablaðið - 15.02.2003, Page 35
35LAUGARDAGUR 15. febrúar 2003 TÓNLIST Franz Krommer og Friedrich Kuhlau eru kannski ekki tónskáld sem margir þekkja. Engu að síður eru til mörg falleg verk eftir þá báða og tvö þeirra fá áheyrendur í Saln- um í Kópavogi að heyra í dag. Bæði verkin eru kvintettar, fyrir flautu og fjögurra manna strengjasveit. Martial Nardeau leikur á flautuna. Með honum eru þau Greta Guðnadóttir á fiðlu, Guðmundur Kristmunds- son og Þórunn Ósk Marinósdótt- ir á víólu og Hrafnkell Orri Eg- ilsson á selló. „Þetta er svona dæmigerð kammermúsík, ósköp falleg tón- list,“ segir Martial Nardeau. Þeir Krommer og Kuhlau eiga margt sameiginlegt. Þeir lifðu báðir á rómantíska tímabil- inu í kringum aldamótin 1800. Og báðir létust skömmu eftir 1830. Martial Nardeau segir að á þessum tíma hafi mikið verið samið af verkum fyrir þessa hljóðfæraskipan, flautu og fjög- ur strengjahljóðfæri, þótt nú orðið sé lítið gert af því. Þetta er sennilega í fyrsta sinn sem tónleikar eru haldnir hér á landi með þessari hljóðfæraskipan. „Þeir Krommer og Kuhlau voru báðir hirðtónskáld. Kuhlau var þýskur en flutti til Dan- merkur til þess að þurfa ekki að fara í herinn hjá Napóleon. Hann varð síðan þjóðartónskáld Dana og var jarðaður með mik- illi viðhöfn. Hann var einkum frægur fyrir óperur sínar. Krommer var aftur á móti síð- asta hirðtónskáld Habsborgar- anna í Austurríki. Hann samdi eftir pöntun fyrir prinsa og prinsessur. Hann var sjálfur fiðluleikari og mjög fjölhæfur tónlistarmaður. Hann var frá Moravíu og hét Kramar á tékk- nesku. Krommer er hin þýska útgáfa nafnsins.“ ■ ÚR SÝNINGU HERRANÆTUR Á þriðja tug leikara kemur fram í sýningunni. Hrollvekjugaman: Hundshjarta Herranætur Leikfélag Menntaskólans íReykjavík frumsýnir í dag leikritið Hundshjarta eftir Mik- hail Búlgakov. Leikritið fjallar um prófessor í Moskvu sem græðir í hund hjarta, heila- dingul og eistu úr nýlátnum manni með þeim afleiðingum að hundurinn breytist smám saman í mann. „Við höfum farið okkar eigin leiðir í uppfærslunni,“ segir Jón Eðvald Vignisson, einn leik- aranna ungu. „Það er hroll- vekjustemning í þessu og svart- hvítt yfirbragð. Til dæmis sótt- um við ýmsar hugmyndir í þýska mynd sem heitir Cabinett des Dr. Caligiari. Þar sjáum við sterkan leik og sterk svipbrigði.“ Leikstjóri er Ólafur Egill Ólafsson, sem er nýútskrifaður úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands. „Hann þýddi þetta fyrir okk- ur og bjó til sína eigin leik- gerð,“ segir Jón Eðvald, sem leikur deildarstjóra leynilög- reglunnar. Stærstu hlutverkin eru í höndum þeirra Karls Ágústs Þorbergssonar, sem leikur hinn fífldjarfa prófessor dr. Umba, og Sigurðar Arents Jónssonar, sem leikur hundinn Snata Snatason.Fjöldi menntaskóla- nema er í smærri hlutverkum eins og venja er á sýningum Herranætur. Leikritið er sýnt í Tjarnarbíói og frumsýningin er í kvöld. ■ SKÓLALÓÐIN Krakkarnir í Korpuskóla smíðuðu módel sem sýndi hugmyndir þeirra um skólalóð. Skóli á nýrri öld: Fjölbreytileg verkefni sýnd SÝNING Skóli á nýrri öld nefnist sýning sem haldin verður í Ráð- húsi Reykjavíkur um helgina. Sýningin er þrískipt. Í Tjarnar- sal Ráðhússins kynna 40 grunn- skólar borgarinnar fjölbreyti- leg nýbreytniverkefni. Þar má meðal annars finna verkefni á sviði tölvutækni og margmiðl- unar; hönnunarverkefni, tungu- málavefi og heimasíður. Auk þess má finna verkefni tengd umhverfinu, fjölmenningu, frumlega lestrarkennslu og tækni- og eðlisfræðikennslu þar sem notast er við legó- kubba. Skemmtidagskrá verður í höndum grunnskólanema, sem meðal annars syngja og dansa. H v a t n i n g a r v e r ð l a u n fræðsluráðs Reykjavíkur verða afhent í fyrsta sinn á sunnudag klukkan 15. Hugmyndin með verðlaunum er að hvetja grunn- skóla borgarinnar til starfa og vekja athygli á því fjölbreytta starfi sem fer þar fram. For- eldrar, kennarar, skólayfirvöld, fræðslumiðstöðin og aðrar stofnanir Reykjavíkur sáu um að tilnefna verkefni til verð- launanna. Sýningin í Ráðhúsinu verður laugardag og sunnudag og er opið frá 11 til 18. ■ FJÖLMENNING Kennarar úr Austurbæjarskóla með slæður í bás um fjölmenningarlega kennsluhætti. Salurinn í Kópavogi: Fágætir kvintettar frá rómantíska tímabilinu FLAUTA OG FJÖGUR STRENGJAHLJÓÐFÆRI Sjaldgæf hljóðfæraskipan nú á dögum. erindinu verða skoðaðir textar og lög eftir fáeina þekkta dægurlaga- höfunda. Jafnframt verður gerður samanburður við nokkra sálma í Sálmabók kirkjunnar og Davíðs- sálma Gamla testamentisins. 15.00 Opinn fundur verður í hug- myndasmiðju Óskar Vilhjálms- dóttur í Gallerí Hlemmi. Rætt verður um lýðræði, borgaralegt andóf, hagvöxt og sköpun og víxl- verkun þessara þátta, hvað sé gott líf, hlutverk listsköpunar í mótun samfélagsins, þróun borg- arinnar og framtíðarsýn. 15.00 Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur 2002-2003 verða af- hent í Ráðhúsi Reykjavíkur í fyrsta sinn. Markmið þeirra er að veita grunnskólum í Reykjavík já- kvæða hvatningu í starfi, vekja at- hygli á því gróskumikla starfi sem fram fer í grunnskólum borgarinn- ar og stuðla að auknu nýbreytni- og þróunarstarfi. KVIKMYNDIR 14.15 Norska myndin Kóngurinn sem vildi fleira en krúnu verður sýnd í Norræna húsinu. Myndin er 30 mínútna löng, gerð árið 1999. Hún er fyrir alla aldurshópa. Ókeypis aðgangur. 15.00 Fyrri hluti hinnar frægu kvikmynd- ar Sergei Eisenstein um Ívan grimma verður sýndur í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10. Kvikmyndin var frumsýnd í árslok 1944. Hún er sýnd með enskum texta. Að- gangur er ókeypis og öllum heim- ill meðan húsrúm leyfir. 18.15 Kvikmyndaklúbbur Alliance française og Filmundur sýna í Há- skólabíói frönsku kvikmyndina Coup de tête frá árinu 1978 eftir J.J. Annaud með Jean Bouise, Patrick Dewaere, Corinne Marchant og France Dougnac. Hún er með enskum texta. Að- gangur er ókeypis fyrir meðlimi í Alliance francaise sem sýna fé- lagsskírteini og persónuskilríki við innganginn. TÓNLEIKAR 15.00 Íslenski flautukórinn leikur á Myrkum músíkdögum í Borgar- leikhúsinu undir stjórn Rúnars Óskarssonar. 17.00 Sinfóníuhljómsveit áhugamanna hefur fengið Karlakórinn Fóst- bræður til liðs við sig og ætlar að flytja óratóríuna Friðþjóf eftir Max Bruch á tónleikum í Langholts- kirkju. Einsöngvarar eru Hulda Guðrún Geirsdóttir og Bergþór Pálsson. Stjórnandi á tónleikun- um er Ingvar Jónasson en kór- stjóri er Árni Harðarson. 16.00 Stúlknakórinn Graduale Nobili heldur tónleika í Reykholtskirkju. Á efnisskránni verða innlend og erlend verk, kirkjuleg og veraldleg, og að vanda verður hluti efn- iskrárinnar verk sem gera mjög miklar kröfur til flytjenda. Stjórn- andi kórsins er Jón Stefánsson. 20.30 Páll Óskar og Monika halda Val- entínusartónleika í tónleikasal Domus Vox, Skúlagötu 30. Flutt verða lög og ljóð um ástina. LEIKLIST 14.00 Karíus og Baktus eftir Thorbjörn Egner á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins. 14.00 Honk! Ljóti andarunginn eftir George Stiles og Anthony Drewe á Stóra sviði Borgarleikhússins. 14.00 Benedikt Búálfur eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson í Loftkastalanum. 15.00 Hin smyrjandi jómfrú, einleikur eftir Charlotte Bøving. Hin smyrj- andi jómfrú er danskur nýbúi á Ís- landi sem lýsir stöðu sinni og sýn á Íslendinga. Öndvegissmurbrauð er innifalið í miðaverði. Sýnt í Iðnó. 16.00 Aukasýning á Dýrlingagenginu eftir Neil Labute í EGG-leikhúsinu í Listasafni Reykjavíkur. 17.00 Benedikt Búálfur eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson í Loftkastalanum. 20.00 Halti Billi eftir Martin McDonagh á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Allra síðasta sýning. 20.00 Veislan eftir Thomas Vinterberg og Mogens Rukov á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins. Sextug- asta sýning. 20.00 Sölumaður deyr eftir Arthur Mill- er á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins. Síðustu sýningar. 20.00 Píkusögur eftir Eve Ensler á Þriðju hæð Borgarleikhússins með Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Halldóru Geirharðsdóttur og Sól- eyju Elíasdóttur. 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir Tattú eftir Sigurð Pálsson í Smiðjunni. 20.00 Hin smyrjandi jómfrú, einleikur eftir Charlotte Bøving, sýnt í Iðnó. SÝNINGAR Nú stendur yfir fyrsti hluti fjölbreyttrar myndbanda- og gjörningadagskrár í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Í fyrsta hlutanum, sem nefnist Hátt og skýrt, eru sýnd níu DVD-verk. Anna Líndal sýnir þrjú verk í nýju sýn- ingarrými í kjallara Listasafns Íslands. Eitt verkanna er sérstaklega unnið inn í þetta rými. Hin verkin eru innsetning frá 1999-2000 og vídeóverk frá árinu 2002. Sverrir Páll sýnir ljósmyndir í Gallerí Gersemi, sem er fyrir ofan kaffihúsið Bláu könnuna í göngugötunni á Akur- eyri. Sýning á nýbreytniverkefnum úr skól- um borgarinnar verður haldin í Ráð- húsi Reykjavíkur þessa helgi. Opið er kl. 11-18 báða dagana. Hátt í 40 grunn- skólar borgarinnar verða með kynningu á fjölmörgum verkefnum. Jafnframt sýna nemendur tónlistaratriði, dansatriði og fleiri. Landssamband hugvitsmanna sýnir í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg í Garðabæ ýmislegt af því sem Íslending- ar hafa fundið upp og komið á markað hérlendis og erlendis. Haukur Helgason, áhugaljósmyndari í 50 ár, opnar ljósmyndasýningu á nokkrum mynda sinna frá síldveiðum áranna 1953-57 á veitingahúsinu Kæn- unni við Hafnarfjarðarhöfn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.