Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 36
36 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR I SPY 1.40, 3.45, 5.50, 8, 10.10 bi 12 JAMES BOND b.i. 12 ára kl. 10.10 LORD OF THE RINGS 2 og 8 / 2 í lúxus SPY KIDS 2 kl. 1.40, 3.45 og 5.50 KALLI Á ÞAKINU m/ísl.tali kl. 4 og 6 DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN JUWANNA MANN kl. 2, 4, 6 og 8 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 2 og 4 THE RING kl. 10.30 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 2, 4 og 6 JACKASS b.i.14.ára kl. 6, 8 og 10 ANALYZE THAT kl. 8 og 10.15 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.20 - bi 16 Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8, 10.30. bi. 12 ára kl. 4 HAFIÐ 2, 4, 6DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN kl. 10TIME IN THE MIDLANDS kl. 2GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 10.40IRREVERSIBLE e. texti b. 16 ára Sýnd kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 3, 6, 8 og 10 kl. 2, 6 og 8STELLA Í FRAMBOÐI Sýnd kl. 8 og 10 FRÉTTIR AF FÓLKI Yfirvöld í Malasíu hafa bannaðnýjustu mynd Ben Affleck, ofur- hetjumyndina „Daredevil“, þar sem hún þykir of of- beldisfull. Kvik- myndaeftirlitið þar í landi tók þá ákvörðun að banna myndina eftir að það varð ljóst að ekki væri hægt að klippa út öll ofbeld- isatriðin án þess að skerða söguþráðinn of mikið. Kvik- myndafyrirtækið Twentieth Century Fox, sem framleiðir myndina, hefur lagt inn formlega kvörtun til yfir- valda landsins vegna málsins. Og meira um Ben Affleck þvíhann viðurkenndi opinberlega á fimmtudag að hann og unnusta sín Jennifer Lopez væru búin að fresta áformum sínum um að trítla upp að altarinu. Þau virðast bæði vera kom- in með smá bakþanka og hafa ákveð- ið að kynnast aðeins betur áður en þau skuldbinda sig hvort öðru um aldur og ævi. Eða í tvö ár eins og venjan er í Hollywood. Hljómborðsleikarinn Ray Manza-rek og gítarleikarinn Robby Krieger, sem þekktastir eru fyrir að vera í The Doors, segja að trommu- leikarinn John Desmore hafi gefið þeim leyfi til þess að nota nafn sveitarinnar á tónleikum er haldnir voru í Los Angeles þann 4. febrúar. Trommarinn kærði félaga sína og hélt því fram að án sín gætu þeir ekki notað The Doors-nafnið. Manza- rek og Krieger segjast hafa tekið þá ákvörðun að nota annan trommara eftir að Desmore hafði margafþakk- að boð þeirra um að koma saman aftur. Trommarinn á að hafa sagt að heyrn sín væri of skert og því gæti hann ekki komið fram. Þá var brugð- ið á það ráð að hringja í Stewart Copeland, sem barði áður húðir með The Police. Sýnd kl. 1.45, 3.45, 5.50, 8 og 10.15 Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.15 SJÓNVARP Það eru ekki bara sigurlög- in úr undankeppni Eurovision sem hafa náð þeim árangri að lifa með þjóðinni. Hver man ekki eftir lagi Módel, „Lífið er lag“, „Sólarsamba“ sem Magnús Kjartansson söng með dóttur sinni Margréti Gauju eða „Karen“ með Bjarna Ara? Pálmi Gunnarsson söngvari mun bera þann kross það sem eftir er að hafa brotið blað ásamt Helgu Möller og Eiríki Haukssyni þegar „Gleðibankinn“ keppti fyrst allra laga fyrir hönd þjóðarinnar í Björgvin í Noregi. Icy-hópurinn krækti sér í 16. sætið sem varð svo að fastasæti Íslendinga alveg þang- að til að Valgeir Guðjónsson og Daníel Ágúst Haraldsson komu með lagið „Það sem enginn sér“ - neitt við. Pálmi hefur gefið sér tíma til þess að kynnast öllum lögunum 15 sem keppa í ár og ætlar ekki að láta sig vanta í Háskólabíó í kvöld. „Ég verð alltaf voðalega ánægð- ur þegar ég gríp lögin ekkert endi- lega eins og skot,“ svarar Pálmi þegar hann er spurður hvernig hon- um lítist á undankeppnina í ár. „Sum af þessum lögum eru þess eðlis að maður pikkar þau ekkert upp einn, tveir eða þrír. Það þýðir samt að maður lærir þau og þá lifa þau með manni. Mér finnst keppnin jöfn, það eru margir stílar og það eru nokkur lög sem eru farin að klingja aftan í kollinum á mér.“ Pálmi vill ekkert gefa upp um það hver hann haldi að fari með sig- ur úr bítum í kvöld. Hann gefur þó nokkrar vísbendingar þegar talið berst að því að það sé símakosning er skeri úr um sigurvegarann. Hann segist ekki vera viss um að fyrirkomulagið skili sanngjörnustu niðurstöðunni. „Það er verið að leggja þetta í dóm þeirra sem eru kannski hliðhollari flytjendunum en lögunum sjálfum. Annars hef ég alltaf litið á Eurovision-keppni sem skemmtun en ekki keppni.“ Gunnar Ólason söngvari, sem keppti síðast þegar Ísland tók þátt, segist ekki hafa heyrt níu af fimmt- án lögum. Hann er ánægður með keppnina í ár. „Af því sem ég hef heyrt líst mér vel á þetta,“ segir Gunnar. „Mér finnst mjög sniðugt að keppnin sé komin inn í Háskóla- bíó til þess að gera meira úr henni. Þetta er stórt kvöld, af hverju ekki að hafa fleiri lög en færri?“ Hann bendir á að þegar „Birta“ vann fyr- ir tveimur árum hafi aðeins fimm lög keppt. En þorir hann að spá til um úrslitin? „Eru strákarnir í bún- ingunum ekki „the talk of the town“? Þeir enda örugglega ofar- lega. Ég myndi skjóta á að keppnin sé aðallega á milli Birgittu Haukdal og Botnleðju.“ biggi@frettabladid.is 2, 4, 6 SÖNGVAKEPPNI SJÓNVARPSINS Áhugasamir geta farið á slóðina www.ruv.is og vistað lögin á tölvu sína. Þannig er hægt að ígrunda vel áður en kosið er í símakosn- ingunni í kvöld. „Skemmtun, ekki keppni“ Í kvöld fer fram undankeppni Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva, í Háskólabíói og í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Keppnin í ár er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og búist er við harðri keppni.           !"         KEPPENDUR Í UNDANKEPPNI EUROVISION 2003 Lag Flytjandi Símanúmer „Hvar sem ég enda“ Þóra Gísladóttir 900 1001 „Ferrari“ Ragnheiður Gröndal 900 1002 „Þú“ Hreimur Örn Heimisson 900 1003 „Sögur“ Ingunn Gylfadóttir 900 1004 „Í nótt“ Eivör Pálsdóttir 900 1005 „Með þér“ Hjördís Elín Lárusdóttir & Guðrún Árný Karlsdóttir 900 1006 „Engu þurfum að tapa“ Regína Ósk Óskarsdóttir & Hjalti Jónsson 900 1007 „Eurovísa“ Botnleðja 900 1008 „Segðu mér allt“ Birgitta Haukdal 900 1009 „Ást á skítugum skóm“ Rúnar Júlíusson 900 1010 „Sá þig“ Þórey Heiðdal 900 1011 „Mig dreymdi lítinn draum“ Hreimur Örn Heimisson 900 1012 „Tangó“ Ragnheiður Eiríksdóttir 900 1013 „Allt“ Höskuldur Örn Lárusson 900 1014 „Þú og ég (er ég anda)“ Jóhanna Vigdís Arnardóttir 900 1015 Hvert símtal kostar 100 kr. og renna 40 krónur til tækjakaupa Barnaspítala Hringsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.