Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 47
Fátt er sætara í minningunni enfyrsti sigurinn í lífinu. Svona eins og fyrsti kossinn. Man eins og gerst hefði í gær þegar lítill strákur sat á tröppunum heima hjá sér og tókst í fyrsta sinn að reima striga- skóna sína hjálparlaust. Slaufan tók við af rembihnútnum. Bylting í dag- legu lífi drengs. Og ekki nóg með það. Þegar slaufan var komin bæði á vinstri og hægri skó braust fögnuð- urinn út í blístri. Fyrsta blístrinu. Að vísu var blístrað á innsoginu en blístur var það samt. SJALDAN hefur einn drengur verið jafn hamingjusamur og þessi þennan dag. Að baki slaufunum á striga- skónum og blístrinu lá þrautseigja og stöðugar æfingar sem aldrei virt- ust ætla að taka enda. En gerðu þennan dag. Það var svo gaman að meira að segja veðrið batnaði. Skýin dönsuðu á himni og þar undir flugu skógarþrestir oddaflug. Og í sjopp- unni á horninu söng afgreiðslukonan í vinnunni. Svona dagar eru sjald- gæfir. Kannski einstakir. ALLIR aðrir sigrar hafa fallið í skuggann af þessum eftir því sem árin hafa liðið. Til sanns vegar má færa að stærri sigrar hafi verið unn- ir en aldrei tveir samtímis. Næst hefur maður komist tilfinningunni þegar stokkið er fram úr rúminu árla morguns og hrópað: „Hello life“. Og svo út í lífsbaráttuna sem oftar en ekki er rugl. Baráttan um að telja öðrum trú um að maður sé eins og maður vill að þeir haldi að maður sé. Og allir dansa með í villu og svima. ÞESS þurfti ekki blístrandi drengur sem batt slaufur með litlum fingrum. Hann þurfti ekki að sýnast því hann hafði unnið sigur á sjálfum sér. Gat gengið léttstígur á vel reimuðum skóm út í lífið með flaut á vör. Hann var nákvæmlega það sem aðrir héldu að hann væri. Og það er galdur lífs- ins. Að vera maður sjálfur. ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 www.IKEA.is Sætur sigur Bakþankar Eiríks Jónssonar 19.960 kr.ANTONIUS hirslueiningar, þessi samstæða ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 20 22 6 02 .2 00 3 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 Röð og regla BUMERANG herðatré 8 stk. 390 kr.790 kr. 4.360 kr. ANTONIUS þessi hirsla 44x54, H70 sm SKUBB geymslupoki 45x56x20 sm JÄLL þvottakarfa 43x41, H64 sm 490 kr. 50% afsl. í dagí Nammilandi Hagkaup Smáralind og Kringlunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.