Fréttablaðið - 26.03.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 26.03.2003, Síða 2
2 26. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR “Ég vona það af heilum hug eins og allir aðrir Íslendingar.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á dögunum að honum þætti stríðið í Írak vera farið að dragast á langinn. Spurningdagsins Halldór, fer stríðinu ekki að ljúka? ■ Lögreglufréttir MÓTMÆLI „Ég held þeir kunni ekki að verja þennan málstað nema með einhverjum klisjum. Og ein- sýnt að Framsóknarflokkurinn er að flysjast í sundur vegna þessa máls,“ segir Þorvaldur Þorvalds- son andófsmaður. Fámennur hópur tók sér stöðu fyrir framan Stjórnarráðið í gærmorgun skömmu áður en rík- isstjórnin hélt þar fund. Var þessi samkoma á vegum samtak- anna Átak gegn stríði þar sem Þorvaldur fer fyrir mönnum. Fyrirhugað er að hittast þarna reglulega á þriðjudagsmorgnum auk þess sem reglulega er þar mótmælastaða á laugardögum klukkan tvö. „Við hugsum þetta ekki sem fjölmenna aðgerð en við viljum knýja ríkisstjórnina til að breyta um stefnu í tengslum við innrás- ina í Írak. Við reynum að varpa fram spurningum til ráðherra áður en þeir funda.“ Að sögn Þorvaldar gáfu ráð- herrar sér ekki mikinn tíma til að spjalla við fundarmenn. „Nei, þeir strunsuðu framhjá og létu einhverjar klisjur falla. Guðni Ágústsson sagði eitthvað á þessa leið: „Við styðjum lífið.“ Og Val- gerður Sverrisdóttir hafði ein- hver fáein orð um að Saddam væri svo slæmur maður. Með öðrum orðum, hvorki merk né minnisstæð ummæli.“ ■ ÍRAK Sú staðreynd að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna skyldi ekki hafa gefið út ályktun þar sem veitt er skýr heimild til þess að beita öllum mögulegum að- gerðum gegn Írak er mjög óheppileg, að mati Péturs Leifssonar þjóð- réttarfræðings. „Þegar það er ekki samstaða í alþjóðastofnun- um, þá er það aldrei heppilegt,“ segir Pétur. „Þetta er samt alltaf eitthvað sem verður að gera ráð fyrir því al- þjóðastofnanir ríkja eru þannig í eðli sínu að það næst aldrei sam- staða um alla hluti.“ Pétur segir að Írak sé nánast sigrað ríki, ekkert ósvipað og Þýskaland og Japan hafi verið í lok síðari heimsstyrjaldar. Al- þjóðasamfélagið hafi komið á ákveðinni stofnanaumgjörð sem lúti að vopnaeftirliti, viðskipta- banni og skaðabótakröfum á hendur Írökum. Vandamálin hafi hins vegar komið upp á yfirborðið þegar Írakar hafi gerst brotlegir. Þá hafi myndast ágreiningur um það í Öryggisráðinu hvernig bregðast eigi við og klofningur orðið í ráðinu. Pétur segir hins vegar allt of snemmt að segja nokkuð til um það hvort atburðarás síðustu vikna komi til með að hafa af- drifaríkar afleiðingar á stöðu og trúverðugleika Sameinuðu þjóð- anna. „Fljótt á litið virðist staða Sam- einuðu þjóðanna vera veikari,“ segir Pétur. „Við skulum samt hafa í huga að þegar Nató fór inn í Kosovó gerðist svipaður hlutur. Þá náðist ekki samkomulag í Öryggisráðinu um að heimila að- gerðir, því vitað var að Rússar myndu beita neitunarvaldi. Í kjöl- farið heyrðust svipaðar raddir og nú heyrast um veika stöðu Sam- einuðu þjóðanna, en síðan náðist ákveðin lending í málinu og Sam- einuðu þjóðirnar lögðu blessun sína yfir aðgerðirnar.“ Pétur segist allt eins telja lík- legt að það sama muni gerast núna, þ.e. að Sameinuðu þjóðirnar muni koma til með að leggja blessun sína við aðgerðirnar eftir einhvern tíma. Samt sem áður verði að hafa það í huga að aðgerðirnar gegn Írak séu ekki fullkomlega sam- bærilegar við aðgerðirnar í Kosovó á sínum tíma. „Í Kosovó voru það fyrst og fremst mannúðarsjónarmið sem réðu aðgerðum. Þetta er samt sambærilegt í þeim skilningi að það náðist ekki þetta æskilega samkomulag í Öryggisráðinu um aðgerðir.“ trausti@frettabladid.is VIÐSKIPTI Jón Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóri Nordica á Flórída, sem átti í viðskiptum við Baug en kærði fyrirtækið á sínum tíma til lögreglu, hefur undan- farna daga verið í stífum yfir- heyrslum hjá lögreglu. Ekki feng- ust upplýsingar um það hvort Jón Gerald væri þar með stöðu grun- aðs manns eða sem vitni í rann- sókn lögreglunnar á helstu stjórn- endum Baugs og meintu misferli í samvinnu við Nordica. Að auki hefur Jón Gerald verið kærður fyrir að hóta helstu stjórnendum Baugs lífláti. Jón Gerald Sullenberger varð þjóðþekktur maður eftir að hann kærði helstu eigendur Baugs. Þá kom hann við sögu í tengslum við frægan Lundúnafund Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Hreins Loftssonar, stjórnarfor- manns Baugs og einkavæðinga- nefndar, sem lýsti því að forsætis- ráðherra hefði að fyrra bragði nefnt Sullenberger og fyrirtæki hans, Nordica. Davíð hefur þrætt fyrir þetta en lýsti því að Hreinn hefði í London sagt sér að Jón Ásgeir hefði haft hug á að kaupa vinfengi forsætisráðherra fyrir 300 millj- ónir króna. Ekki er vitað til þess að það mál sé til rannsóknar en Hreinn Loftsson sagði að þessi orð hefðu fallið í hálfkæringi í samhengi við orðróm um að Davíð Oddsson hefði fengið að gjöf 300 milljónir króna frá Íslenskri erfðagreiningu. Jón Gerald Sullenberger hefur í fjölmiðlum lýst því að Baugs- feðgar hafi líka reynt að múta sér en ekki tókst að fá staðfest hvort sá framburður hans sé til rann- sóknar samhliða líflátshótunar- kærunni. ■ Morðingi Djindjics: Skyttan handtekin BELGRAD, AP Serbneska lögreglan hefur handtekið mann sem grun- aður er um að hafa myrt fyrrum forsætisráðherra landsins, Zoran Djindjic. Hinn grunaði heitir Zvezdan Jovanovic og var næstæðsti yfirmaður sérsveitar innan serbnesku lögreglunnar í stjórnartíð Slobodan Milosevic. Lögreglan hefur jafnframt lagt hald á leyniskytturiffil sem talið er að hafi verið notaður til þess að taka Djindjic af lífi. Riffillinn fannst grafinn í jörð í Belgrad. ■ Kona í lífstíðarfangelsi: Myrti sjúk- linga sína HAAG, AP Hollensk hjúkrunarkona hefur verið dæmd í lífstíðarfang- elsi fyrir að myrða fjóra sjúk- linga. Þetta er þyngsti dómur sem hollenskt réttarkerfi hefur yfir að ráða en afar sjaldgæft er að svo þungri refsingu sé beitt í landinu. Konan var fundin sek um að hafa myrt þrjú dauðvona börn og eldri konu á tveimur sjúkrahúsum í Haag. Hún var hins vegar sýkn- uð af ellefu öðrum ákærum um morð og morðtilraunir. Hjúkrunarkonan hélt ítrekað fram sakleysi sínu fyrir rétti en dómarar töldu sekt hennar hafna yfir allan vafa. ■ BÍLVELTA Á HELLISHEIÐI Tveir voru fluttir á slysadeild þegar bílvelta varð á Hellisheiði um þrjúleytið í gærdag. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór nokkrar veltur. Hálka var á heiðinni. Ökumaður og far- þegi voru flutt á slysadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Þau eru ekki talin mikið slösuð. MÓTMÆLI VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ Ráðherrar höfðu fátt eitt að segja utan að láta klisjur falla, að sögn mótmælenda. Mótmælastaða við Stjórnarráðið: Knúið á um stefnubreytingu HREINN LOFTSSON Þrætti fyrir mútuboð. DAVÍÐ ODDSSON Þrætti fyrir Sullen- berger. Meintar líflátshótanir, mútumál og misferli: Sullenberger í eldlínu kærumála PÉTUR LEIFSSON Pétur segir að Írak sé nánast sigrað ríki ekkert ósvipað og Þýskaland og Japan hafi verið í lok síðari heimsstyrjaldar. Staða Sameinuðu þjóðanna er óljós Fljótt á litið virðast staða og trúverðugleiki SÞ vera veik eftir atburði síðustu vikna. Íslenskur þjóðréttarfræðingur segir aðgerðirnar gegn Írak ekki fullkomlega sambærilegar við Kosovó. „Í Kosovó voru það fyrst og fremst mannúðar- sjónarmið réðu aðgerð- um. AÐALRITARI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Fimmtudaginn 20. mars, eftir að Bandaríkjamenn og Bretar hófu aðgerðir gegn Írak, lýsti Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, yfir vonbrigðum með að samstaða skyldi ekki hafa náðst innan Öryggisráðsins með aðgerðir. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.