Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 4
4 26. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Lögreglufréttir SKOÐANAKÖNNUN Um 83% landsmanna telja að skylda eigi stjórnmálaflokka til að opna bókhald sitt, sam- kvæmt niðurstöðu skoð- anakönnunar Fréttablaðsins á laugardaginn. Um 17% eru and- víg því. Þegar afstaða stuðningsmanna flokkanna er skoðuð kemur í ljós að stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins njóta nokkurrar sér- stöðu. Hlutfallslega langflestir þeirra, eða um 32%, eru andvígir því að stjórnmálaflokkum verði gert skylt að upplýsa hvaða einstaklingar og fyrirtæki gefi fé til flokks- starfsins. Næstmesta and- staðan er á meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, hins ríkis- stjórnarflokksins, en um 15% þeirra eru andvíg. Fylgjendur stjórnarandstöðu- flokkanna eru áberandi fylgjandi því að bókhaldið verði opnað. Skera stuðningsmenn Frjálslynda flokksins sig þar nokkuð úr en um 97% þeirra eru fylgjandi því að flokkunum verði gert skylt að upplýsa hvaða einstaklingar og fyrirtæki gefa fé til flokks- starfsins. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu og kyni. Karlar eru þó aðeins hlynntari því að flokkarnir opni bókhald sitt en konur og fólk í þéttbýli sömuleiðis. Í könnuninni var hringt í 600 manns á landinu öllu og tóku um 89% þeirra afstöðu. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að stjórnmálaflokkum verði gert skylt að upplýsa hvaða einstak- lingar og fyrirtæki gefi fé til flokksstarfsins? ■ Könnun um bókhald stjórnmálaflokkanna: Meirihluti vill opið bókhald AFSTAÐA STUÐNINGSMANNA FLOKKANNA Fylgjandi Andvíg B 83% 17% D 62% 38% F 97% 3% S 92% 8% U 94% 6% Óákveðnir* 87% 13% Svara ekki* 71% 29% *hvaða flokk þeir kjósa NIÐURSTAÐA ÞEIRRA SEM TÓKU AFSTÖÐU ERTU FYLGJANDI EÐA ANDVÍG(UR) ÞVÍ AÐ STJÓRNMÁLAFLOKK- UM VERÐI GERT SKYLT AÐ UPPLÝSA HVAÐA EINSTAKLINGAR OG FYRIRTÆKI GEFI FÉ TIL FLOKKSSTARFSINS? KRISTJÁN PÁLSSON Velur bónda í Laugarvatnshreppi í annað sætið. Framboð Kristjáns Pálssonar: Snæbjörn í Efstadal í öðru sæti STJÓRNMÁL Kristján Pálsson al- þingismaður hyggst kynna fram- boðslista sinn í Suðurkjördæmi um næstu helgi. Þar verða nöfn 20 frambjóðenda og verða þeir flest- ir af Suðurnesjum. Þó ekki allir: „Snæbjörn Sigurðsson, bóndi í Efstadal í Laugarvatnshreppi og varaoddviti í Bláskógabyggð, verður í öðru sætinu á eftir mér,“ segir Kristján Pálsson, sem býður fram undir listabókstafnum T: „Það merkir trú og traust,“ segir hann. Samhliða kynningu á framboðs- lista Kristjáns verður kynnt nýtt merki Framboðs óháðra í Suður- kjördæmi eins og það heitir. Fram- boðið þarf 2.000 atkvæði í kjör- dæminu til að fá mann kjörinn. ■ Suðurnes: Fréttablaðið á leiðinni ÚTGÁFA Fréttablaðið verður frá og með morgundeginum borið inn á hvert heimili á þéttbýlisstöðum á Suðurnesjum. Alls verður borið út á 5.410 heimili. Auglýst var eftir blaðberum í þrjátíu og sex hverfi víðs vegar um Suðurnesin. Mikil ásókn var eftir því að bera Fréttablaðið út en þegar hefur verið ráðið í þrjá- tíu og tvö hverfi. Tvö hverfi eru laus í Keflavík, eitt í Grindavík og eitt í Sandgerði. Fréttablaðinu hefur hingað til verið dreift í ýmsar verslanir á Suðurnesjum og hefur áhuginn á blaðinu verið mjög mikill. ■ SPRON Pétur Blöndal alþingismað- ur hefur boðið sig fram í stjórn SPRON, en árið 1995 taldi hann að þingmennska og seta í banka- ráði Íslandsbanka samrýmdust ekki. „Ég tel það ekki samrýmast grundvallarreglum mínum að sitja bæði í bankaráði og á þingi,“ sagði Pétur í samtali við Morgun- blaðið þann 17. mars 1995, en þá hafnaði hann áttunda sætinu á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins þar sem hann átti sæti í bankaráði Íslandsbanka. Pétur skipar nú efsta sæti á lista nýstofnaðra Samtaka stofn- fjáreigenda í Sparisjóði Reykja- víkur, sem hann telur að eigi yfir- gnæfandi líkur á því að eignast fulltrúa í stjórninni. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ekki sé hægt að líkja stöðunni núna saman við stöðuna árið 1995, nema að því leyti að hann sé nú sem þá fulltrúi smárra fjárfesta. „Þegar ég var í bankaráði Ís- landsbanka stóðu fyrir dyrum miklar breytingar á fjármála- markaði,“ segir Pétur. „Alþingi átti eftir að afgreiða fjöldann all- an af lögum um fjármálastarf- semina. Íslandsbanki var auk þess mjög afgerandi stór á með- an SPRON er miklu, miklu minni, þannig að ég sé ekki sömu vand- kvæði núna þegar búið er að af- greiða umgjörð fyrir fjármála- markaðinn.“ Pétur segir að grundvallar- reglur sínar hafi ekki breyst. „Það sem hefur breyst er það að stofnfjáreigendur hafa haft samband við mig og vilja að ég gæti hagsmuna þeirra í stjórn SPRON. Þeim finnst mörgum hverjum að núverandi stjórn hafi ekki gætt hagsmuna þeirra til fyllstu. Ég vona verkefnið það sem ég ætla mér í stjórn SPRON vari mjög stutt.“ ■ PÉTUR BLÖNDAL ALÞINGISMAÐUR Pétur segir að ekki sé hægt að líkja stöð- unni núna saman við stöðuna árið 1995. Pétur Blöndal taldi árið 1995 að þingseta og seta í bankaráði samrýmdust ekki: Pétur skiptir um skoðun STJÓRNMÁL „Framsóknarmenn eru eins og allir Íslendingar andvígir stríði og manndrápum. Ég styð þetta stríð á hendur Saddam Hussein en ber harm í brjósti þeg- ar til slíkrar orrustu er lagt,“ seg- ir Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra og varaformaður Fram- sóknarflokksins, um stríðsrekstur bandamanna í Írak og þær skiptu skoðanir sem uppi eru innan Framsóknarflokksins um stuðn- ing íslensku ríkisstjórnarinnar við innrás bandamanna. Guðni segist styðja Halldór Ás- grímsson, formann sinn, í þessu máli og telur að rétt hafi verið af Íslendingum að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem standa með bandamönnum í stað þess að leita samkomulags innan Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn Írak. „Mér var tjáð að fullreynt væri með þetta mál innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna,“ segir Guðni. Kristinn H. Gunnarsson, flokksbróðir Guðna og formaður þingflokks Framsóknarflokksins, er á allt öðru máli. Hann segist vera algjörlega andvígur stríðs- rekstrinum í Írak og stuðningi ríkisstjórnar Íslands við innrásar- þjóðirnar. „Ég tel að það hefði átt að leggja áherslu á nýja ályktun Öryggisráðsins. Þar deili ég skoð- un minni með ágætum mönnum á borð við Robin Cook, Göran Pers- son, Nelson Mandela og Jóhannes Pál páfa,“ segir Kristinn. Hann vildi ekki leggja á það mat hvernig það kom til að ríkis- stjórnin féllst á að Ísland yrði að- ili að stríðinu. „Ég get aðeins sagt það að ut- anríkisráðherra talaði á sínum tíma fyrir nýrri ályktun og það virtist koma honum á óvart að við værum inni á lista með þeim þjóðum sem studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta,“ seg- ir Kristinn. Dagný Jónsdóttir, frambjóð- andi flokksins í Norðausturkjör- dæmi og formaður Sambands ungra framsóknarmanna, er líka á móti stríðsrekstri í Írak, þó svo að hún telji mikilvægt að al- þjóðasamfélagið taki á ógnar- stjórn Saddams Husseins með einhverjum hætti. „Það er mín skoðun að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hefðu átt að fá meiri tíma,“ segir hún. „Ef það er yfirlýst stefna ríkis- stjórnarinnar að vera á lista stuðningsþjóða innrásar, þá er ég á móti því.“ ■ KRISTINN H. GUNNARSSON Á móti stríðsrekstri Bandaríkjamanna. GUÐNI ÁGÚSTSSON Styður Bandaríkjamenn í stríði. DAGNÝ JÓNSDÓTTIR Á móti stuðningi ríkisstjórnarinnar við stríð. Ráðherra styður stríð með harm í brjósti Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er fylgjandi stríði í Írak. Skoðanir innan Framsóknar- flokksins eru mjög skiptar. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, er á móti, sem og Dagný Jónsdóttir, frambjóðandi í Norðausturkjördæmi og formaður SUF. BRAUT RÚÐU Í REIÐIKASTI Lög- reglan í Reykjavík greip stúlku eftir að hún hafði brotið rúðu í verslun í miðborginni um helg- ina. Viðurkenndi stúlkan verkn- aðinn. Hafði henni sinnast við ónefndan aðila og í framhaldinu skeytt skapi sínu á rúðunni með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki náðist í forsvarsmenn verslunar- innar og var smiður fenginn á staðinn til að byrgja fyrir. Ætlar þú að fara í ferðalag um páskana? Spurning dagsins í dag: Bíður þú spennt(ur) eftir landsleik Ís- lendinga og Skota á laugardaginn? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 63% 13% 24% Nei Já, til útlanda Já, innanlands Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.