Fréttablaðið - 26.03.2003, Page 28

Fréttablaðið - 26.03.2003, Page 28
28 26. mars 2003 MIÐVIKUDAGURMeð súrmjólkinni 32 ÁRA „Ég ætla að vera í fríi og taka því mjög rólega“, segir Dýr- leif Ýr Örlygsdóttir, sem er 32 ára í dag. „Ég fer kannski á kaffihús og dúlla mér eitthvað og um kvöld- ið ætla ég að bjóða nánustu fjöl- skyldunni í súpu.“ Dýrleif rak á sínum tíma hina rómuðu tísku- verslun Fríðu og Dýrið en fæst nú við ýmislegt er viðkemur búning- um og leikmunum í kvikmyndum og auglýsingum hjá fyrirtækinu Skyggni ágætt. Dýrleif segist ekki vera mikið afmælisbarn og kjósa því helst að eiga náðuga afmælisdaga í góðra vina hópi. „Þegar ég varð þrítug ætlaði ég að hafa rosalega stóra veislu en þá datt inn stórt verkefni og ég sá ekki fram á neitt annað en vinnu og sló því öllum áætlunum á frest. Verkefnið datt svo upp fyrir einum eða tveimur dögum fyrir af- mælisdaginn en þá var of seint að halda veislu. Ég tók því þess vegna bara rólega en það var samt rosa- lega skemmtilegt. Maðurinn minn fór með mig á Planet City um morguninn og þar fengum við kampavín og snittur í heita pott- inn.“ Umræddur maður, sem var svona huggulegur við elskuna sína á afmælinu, er Kormákur Geir- harðsson veitingamaður, en hann hefur að sögn Dýrleifar lyft nokkrum afmælisdögum upp. „Ég er svo lítið afmælisbarn í mér en er svo heppin að þessu er þveröf- ugt farið með hann. Ég væri sjálf- sagt búin að gleyma nokkrum af- mælisdögum ef hann hefði ekki gripið inn í.“ Þrítugsafmælisdeg- inum luku þau á Argentínu í góðra vina hópi. „Við leyfðum kokkinum að velja matinn, þannig að þetta var gourmet-dagur í mat og drykk.“ Hvað afmælisdaga fortíðarinn- ar varðar segist hún ekki muna eftir neinum sérstaklega. „Ég er bara með svo mikið gullfiskaminni að mér dettur ekkert sérstakt í hug svona í fljótu bragði en ég man hins vegar eftir því að þegar ég var krakki varð ég alltaf ofsa- lega ánægð þegar ég fékk skart í afmælisgjöf. Plasteyrnalokkar, armbönd og svoleiðis drasl var í miklu uppáhaldi. Og svo auðvitað dúkkur líka. Ég man sérstaklega eftir einni, litlum, svörtum strák sem mér þótti mjög vænt um.“ thorarinn@frettabladid.is Kampavín í heitum potti DÝRLEIF ÝR ÖRLYGSDÓTTIR Segir þrítugsafmæl- isdaginn hafa verið nákvæmlega eins og hún vill hafa afmæl- isdagana sína. „Ég kann best við þetta svona, borða góðan mat og hitta vini og fjölskyldu.“ Hemmi og Sara komu að óska-brunni. Hemmi beygði sig yfir hann, óskaði sér og lét smápening detta í miðjan brunninn. Sara ákvað að gera þetta líka, en þegar hún hallaði sér yfir brunninn, missti hún fótfestuna og datt ofan í hann. Hemmi varð höggdofa, en brosti svo og sagði „Andskotinn sjálfur! Þetta virkar!“ ■ Húsið NOOR JÓRDANÍUDROTTNING Er hér ásamt Mariu Shriver, fréttamanni og eiginkonu vöðvabúntsins Arnolds Schwarzenegger, og Bono, söngvara U2, í útgáfuteiti í Beverly Hills. Blásið var til veislunn- ar í tilefni af útkomu bókarinnar Leap of Faith eftir drottninguna. NÁM Ísfirðingar berjast nú um að fá að hefja fjarnám í hjúkrunarfræði við Háskól- ann á Akureyri haustið 2004, en minnst tíu nemend- ur þurfa að stunda námið til að leyfi fáist. Fleiri bæjar- félög eru á höttunum eftir að fá námið til sín en aðeins einn staður í einu fær slíkt leyfi í einu. Ísfirðingar voru með þeim fyrstu til að útskrifa hjúkrunarfræðinga í fjar- námi fyrir nokkrum árum og sagði Þröstur Óskarsson, framkvæmdastjóri Sjúkra- hússins á Ísafirði, það hafa gengið mjög vel á sínum tíma. Það er Há- skólinn á Akureyri sem hefur með það að gera hvar fjarnám er stundað. ■ ÍSFIRÐINGAR VILJA LÆRA HJÚKRUN Í BÆNUM Minnst tíu nemendur verða að vera til staðar til að leyfi fáist frá Háskólanum á Akureyri. Ísfirðingar vilja læra: Barist um hjúkrunarnám Við Geirsgötu 1 stendur lítið,hrörlegt hús sem má muna fíf- il sinn fegurri. Húsið var teiknað af Einari Sveinssyni og Gunnari H. Ólafssyni og reist árið 1946. Það lætur lítið yfir sér enda er grunnflötur þess aðeins um 55 fermetrar. Engu að síður var á árum áður mikið líf í húsinu og var hlutverk þess þá einkum tví- þætt. Annars vegar var það vigt- arhús fyrir fisk og voru þá báta- bryggjur niður af húsinu norðan- verðu. Hins vegar var í því lítil kaffistofa og snyrtingar auk sölu- turns með afgreiðslulúgu í austur- enda hússins. Byggingarlag hússins verður að teljast nokkuð óvenjulegt en greinilegt er að talsvert hefur verið lagt í útlitshönnun þess. Vesturendinn er bogadreginn en í austurendanum er lítill turn sem í var klukka. Pondus eftir Frode Øverli Afmæli ■ Dýrleif Ýr Örlygsdóttir verður 32 ára í dag og ætlar að hafa það náð- ugt. Hún segist helst vilja slappa af á afmælinu sínu og njóta góðs matar með vinum sínum. Þrítugsafmælið er eftirminnilegt dæmi um slíkan dekurdag. Svo margar dömur... svo lítill plástur... FRÉTTAB LAÐ IÐ /TH O R STEN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.