Fréttablaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 10
10 31. mars 2003 MÁNUDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Bi llu nd Bi llu nd DANMÖRK Beint leiguflug me› ICELANDAIR 29 . m aí - 4. s ep t. 21 .6 52 21 .6 52 V er › fr á kr. á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið er flug og flugvallarskattar. Ef 2 ferðast saman, 24.950 kr á mann. Takmarkað sætaframboð BANKAR „Ég er tiltölulega jákvæð gagnvart því að þessi fyrirtæki sameinist,“ segir Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra um hugsanlega sameiningu Bún- aðarbanka og Kaupþings og við- ræður þeirra á milli. „Þessi fyrir- tæki eru ekki í sams konar bankastarfsemi þannig að þetta ætti ekki að leiða til fákeppni. Það er mikilvægt að hagræða á þessum markaði. Við höfum alltaf reiknað með því að sala rík- isins í bönkunum myndi leiða til einhverrar sameiningar. Það virðist vera að sýna sig í þessu.“ Valgerður segir sameiningu einnig jákvæða með tilliti til markmiða um aukna samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði, sem hún telur hafa skort. Að sögn Valgerðar koma þessi tíð- indi henni ekki beinlínis á óvart. „Ég reiknaði með því að eitthvað myndi gerast,“ segir Valgerður. „En ég vissi ekki af þessu fyrr en nú í vikunni.“ Hún segist ekki hafa séð fyrir sér að einhverjir af viðskiptabönkunum þremur myndu fremur sameinast, eins og til dæmis Íslandsbanki og Búnaðarbanki. „Ég hef nú ákveðna reynslu í því að reyna að sameina viðskiptabanka,“ seg- ir Valgerður. „Það kom sú niður- staða frá samkeppnisyfirvöldum á sínum tíma, þegar reynt var að sameina Landsbanka og Búnað- arbanka, að það samræmdist ekki samkeppnislögum. Ég veit ekki til þess að það hafi mikið breyst síðan þá.“ ■ HEILBRIGÐISMÁL Verð á lyfjum til sjúklinga hér á landi hefur hækk- að um 26,7% á síðustu tveimur árum. Jafnframt kostaði það 44,2% meira fyrir sjúklinga að leita til sérfræðilækna í febrúar á þessu ári en það kostaði í febrúar 2001. Þetta kemur fram í tölum um vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands. Á þessu tveggja ára tíma- bili hefur vísitala neysluverðs í heild hækkað um 10,6%. Það verð sem sjúklingar þurfa að greiða fyrir lyf og sérfræðingaþjónustu hefur því hækkað umtalsvert meira en vörur og þjónusta al- mennt í landinu á síðustu tveimur árum. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins stefnir í að útgjöld stofnunarinnar vegna lyfja verði 6 milljarðar króna á þessu ári. Útgjöld Trygginga- stofnunar vegna lyfja voru 5 milljarðar og 441 milljón árið 2002 og hafa hækkað jafnt og þétt á undanförnum árum. Ef gert er ráð fyrir að sjúklingar greiði há- marksverð fyrir lyf án nokkurra afslátta frá apótekum, og að hlut- ur Tryggingastofnunar í lyfja- kostnaði verði í kringum 63%, og sjúklinga 37%, má gera ráð fyrir heildarlyfjaútgjöld þjóðarinnar á þessu ári nemi um níu og hálfum milljarði. Það vekur athygli að lyfjaverð hefur hækkað þrátt fyrir að sam- keppni hafi verið komið á á lyfja- markaði, sem var gert 1996, og að krónan hafi styrkst á liðnum miss- erum. Lyfjainnkaup erlendis frá ættu samkvæmt því að vera ódýr- ari, en það hefur samkvæmt þessu ekki skilað sér til neytenda. Undirvísitala Hagstofu Íslands um lyf annars vegar og sérfræð- inga hins vegar, sem er hluti af neysluvísitölu, mælir kostnaðinn sem þessi liðir bera í útgjöldum heimila. Samkvæmt tölunum hef- ur lyf sem kostnaðurliður ekki einungis hækkað heldur einnig kostnaður við að leita til sérfræð- inga. Hann hefur rokið upp. Í febrúar á þessu ári kostaði það sjúklinga 83% meira að leita til sérfræðinga heldur en árið 1997. Ef miðað er við tveggja ára tíma- bil, frá 2001, hefur kostnaðurinn vaxið um 44,2%. Þessi aukning skýrist ekki af því að sjúklingar beri aukinn hluta af kostnaði til móts við Tryggingastofnun. Það hlutfall hefur ekki vaxið, sam- kvæmt upplýsingum úr Staðtölum Tryggingastofnunar. gs@frettabladid.is DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness dæmdi Hafnfirðing nokkurn fyrir að nefbrjóta mann fyrir framan heimili fyrrum kærustu sinnar í Hafnarfirði aðfaranótt föstudagsins 28. desember 2001. Dómurinn hljóðar upp á fangelsi í 45 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum þremur árum frá birt- ingu dóms þessa haldi ákærði al- mennt skilorð. Þá skal ákærði greiða fórnarlambi sínu 152.021 krónur ásamt vöxtum. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 130.000 krónur. Þetta högg reynist hinum afbrýð- isama Hafnfirðingi því dýrkeypt. Samkvæmt vitnisburði þess nefbrotna var hann staddur fyrir utan hús í Hafnarfirði laust eftir klukkan sex að morgni umrædds dags og beið íbúa hússins, konu sem hann var í vinfengi við. Tveir menn komu þá aðvífandi, öskruðu og spurðu hvað hann væri að gera þarna. Því var svo fylgt eftir með hnefahöggi sem hafði áður- greindar afleiðingar. Í skýrslu sem konan gaf kemur fram að þar voru á ferð bræður en annar þeirra hafði verið unnusti hennar. Hún fékk send SMS-skeyti frá honum næsta dag þar sem stóð: „blessuð eigu grenjuskjóðuna“, en í hinu seinna „arrrggg ... af hverju mátti ég ekki klára X“. Bar ákærði að hann hefði fund- ið fyrir afbrýðisemi en sagði það reyndar ekki ástæðu höggsins, heldur hvernig hinn hreyfði sig. Það sem flækti málið var að fórn- arlambið hafði áður nefbrotnað en rök þóttu hníga að því að fyrr- greint högg hefði orsakað þetta tiltekna nefbrot. ■ VARNARLAUS Talið er að úgandíski skæruliðahópurinn LRA hafi numið á brott yfir 20.000 börn á síðastliðnum sextán árum. Börn numin á brott: Yfir 5000 börn á valdi skæruliða ÚGANDA, AP Uppreisnarmenn í norðurhluta Úganda hafa numið á brott metfjölda barna frá því her stjórnvalda hóf sókn gegn bæki- stöðvum þeirra innan landamæra Súdan fyrir um ári síðan. Áætlað er að um 5.000 börnum hafi verið rænt síðan í júní 2002 en árið 2001 voru þau aðeins um 100. Barnanna sem numin eru á brott bíða yfirleitt hörmuleg örlög en þeim er ýmist ætlað að berjast við hlið skæruliðanna eða þau hneppt í kynlífsánauð. Þau sem reyna að leggja á flótta eru oft myrt á hrottafenginn hátt og eru önnur börn jafnan látin taka þátt í drápunum eða horfa á. ■ Stjörnufræðingar vinna afrek: Ítarlegt kort af himin- hvolfunum KALIFORNÍA, AP Stjörnufræðingar í Bandaríkjunum hafa nú lokið við ítarlegan stafrænan uppdrátt af himinhvolfunum og sett fimm milljónir mynda út á Netið. Fylgst var með himninum í fjögur ár og var heildarkostnaðurinn við verk- efnið rúmir þrír milljarðar króna. Á kortinu má sjá um 500 milljónir fyrirbæra, aðallega plánetur, en einnig sólkerfi, smástirni og hala- stjörnur. Sjónaukinn sem notaður var til verksins getur greint innrauða geisla rafsegulrófsins og því fundið fyrirbæri sem eru manns- auganu hulin. Að sögn stjörnu- fræðinganna sem unnu að verk- efninu mun uppdrátturinn koma vísindamönnum að gagni næstu áratugina. ■ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Segir sameiningu Kaupþings og Búnaðarbanka, ef af verður, væntanlega þýða harðari samkeppni á fjármálamarkaði. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra um samein- ingu Kaupþings og Búnaðarbanka: Tiltölulega jákvæð HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS SMS-skeyti komu við sögu í máli þar sem maður nokkur var dæmdur fyrir að nef- brjóta mann sem beið fyrrum kærustu hans. Sektaður fyrir að nefbrjóta mann: Afbrýðisamur Hafn- firðingur dæmdur LYF OG SÉRFRÆÐILÆKNAÞJÓNUSTA Hefur hækkað umtalsvert meira í verði en aðrar vörur og þjónusta í landinu á undanförnum tveimur árum. Verð á læknisþjónustu og lyfjum hefur rokið upp Verð á lyfjum til sjúklinga, samkvæmt neysluvísitölu, hefur hækkað um 26,7% frá 2001. Verð á sérfræðingaþjónustu hefur hækkað um 44,2% á sama tímabili. Útgjöld Tryggingastofnunar vegna lyfja stefna í 6 millj- arða á þessu ári. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.