Fréttablaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 21
FUNDIR  12.00 Dr. Christopher K. Anderson, lektor í Kanada, flytur fyrirlestur í húsi Endurmenntunar í boði MBA-námsins í Háskóla Íslands. Hann ræðir um raunverulega kostir í kvikri verðlagningu og stýr- ingu tekna.  12.00 Dominic J. Pulera flyt- ur fyrirlestur um sambúð kynþátta og fólks af ólíku þjóðerni í Bandaríkjum 21. aldar. Fyrirlesturinn er á vegum Stofnun- ar stjórnsýslufræða og stjórnmála og verður fluttur í stofu 101 í Lög- bergi, Háskóla Íslands. Fundar- stjóri verður Jóhann M. Hauks- son stjórnmálafræðingur.  20.00 Siglingastofnun Íslands efnir til fundar um öryggismál sjófar- enda á Suðurnesjum. Fundurinn verður haldinn í húsnæði björg- unarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Ráðgert er að halda sams konar fundi víðar um land á næstu vikum og mánuðum.  20.30 Árni Einarsson, forstöðumað- ur Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, fræðir áheyrendur um hinn furðulega kúluskít, hnöttótta grænþörunginn sem vex í Mý- vatni. Erindi Árna er þriðja fræðsluerindi Hins íslenska nátt- úrufræðifélags í ár. Það verður flutt í stofu 101 í Lögbergi, Há- skóla Íslands. OPNUN  Þorbjörg Þórðardóttir veflistakona opnar innsetningu í glugga Meistara Jakobs gallerís, Skóla- vörðustíg 5. Þar sýnir Þorbjörg hvernig hún notar hrosshár á margbreytilegan og spennandi hátt í verk sín. Innsetningin er í beinum tengslum við einkasýn- ingu hennar í Hallgrímskirkju þar sem hún sýnir stór ofin verk um þessar mundir. TÓNLIST  12.30 Sænska tríóið Mucus gerir til- raunir með tónlist og sambandið milli spuna í tónlist og myndlist í Listaháskóla Íslands í Laugar- nesi, stofu 024.  21.00 Sænsku bræðurnir Hakan og Jan Rying leika og syngja sænsk vísnalög og þjóðlög í Súfistanum í Hafnarfirði.  21.00 Tilraunaeldhúsið kynnir Sæluhúsið í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Sphinx, Auxpan, Kona og MC Selló flytja raftónlist og lík- lega verða pönnukökur á boðstól- um. SÝNINGAR  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný mál- verk.  Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu, stendur yfir sýning á sovésk- um veggspjöldum úr eigu safns- ins, sem hafa ekki komið áður fyr- ir almenningssjónir. Heilbrigði, hamingja og friður er yfirskrift sýningarinnar.  Í Hafnarhúsinu stendur yfir einka- sýning Patrick Huse sem nefnist Penetration. Sýningin er síðasti hluti trílógíu sýninga listamanns- ins, sem fjalla um samband manns og náttúru á norðurslóð- um.  Í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir sýning á áður ósýndum verkum listakonunnar Louisu Matthías- dóttur.  Í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir sýning á verkum Hlífar Ásgríms- dóttur og Ólafar Oddgeirsdóttur. Á sýningunni, sem þær nefna Með lífsmarki, eru að hluta til verk sem listakonurnar hafa unn- ið í sameiningu. 21MÁNUDAGUR 31. mars 2003 hvað?hvar?hvenær? 28 29 30 31 1 2 3 MARS Mánudagur Hakan og Jan Rying nefnastsænskir bræður sem komnir eru hingað til lands í þeim til- gangi að leika og syngja sænsk vísnalög og þjóðlög í Súfistanum í Hafnarfirði. Þeir eru ættaðir úr Dölunum í Svíþjóð og eru miklir áhugamenn um Ísland. „Þetta er eins konar pílagríms- ferð hjá þeim. Þeir hafa svo mik- inn áhuga á Íslandi og íslenskri tónlist,“ segir séra Þórhallur Heimisson, sem hefur greitt götu þeirra hér á landi. „Þetta eru kunningjar mínir frá Svíþjóð. Þeir eru að koma hingað í þriðja sinn, held ég. Ég kynntist þeim þegar ég bjó í Upp- sölum, þeir eiga heima þar rétt hjá. Við hittumst fyrst á einhverj- um norrænum dögum, þeir voru að spila og ég var að tala um Óðin og Þór.“ Þeir stoppa stutt hér á landi að þessu sinni, komu á föstudaginn og fara á morgun. Þeir hafa starf- að lengi með þjóðlagahópi í Sví- þjóð, en eru bara tveir á ferð hér. „Þeir hafa sérhæft sig sérstak- lega í tónlist frá upphafi 20. aldar úr Dölunum. Mörg af þessum lög- um sem voru vinsæl hér um miðja öldina eru komin frá Sví- þjóð.“ ■ Tilraunaeldhúsið gefur fólki kostá að eiga notalegt mánudags- kvöld með raftónlist og pönnukök- um í Nýlistasafninu í kvöld. „Þetta er þriðja kvöldið í nýrri röð uppákoma sem við köllum Sæluhús. Þetta verður einu sinni í mánuði allt árið í Nýló,“ segir Jó- hann Jóhannsson, sem er þriðj- ungur Tilraunaeldhússins. Hinir þriðjungarnir eru Hilmar Jensson og Kristín Björk. „Við erum bara nefndin. Við sjáum um að skipuleggja þessi kvöld. Reyndar komum við fyrst saman sem hljómsveit á fyrsta Sæluhúskvöldinu. En það verður alltaf eitthvað nýtt á hverju kvöldi. Mest er þetta tónlist, en oft þó eitthvað á mörkum tónlistar og myndlistar.“ Hljómsveitin Sphinx verður í aðalhlutverkinu í kvöld, ásamt pönnukökunum. Hana skipa þau Óli Björn, Áki Ásgeirsson og Hild- ur Guðnadóttir. „Þau eru að vinna bæði með lifandi hljóðfæri og raf- hljóðfæri og leika sér að því að meðhöndla hljóðfærin í tölvum á rauntíma. Til dæmis spilar Áki á trompet og um leið er hann að vinna með hljóðin úr trompetin- um í tölvunni. En þetta er ekki spunatónlist, þetta er allt samið fyrir fram.“ Einnig kemur fram í kvöld Elvar Már Kjartansson, betur þekktur sem Auxpan. Hann verð- ur með gesti með sér og ætlar að leika kántrítónlist. „Hann er nú þekktur fyrir allt annað en sveitatónlist. Hingað til hefur hann spilað svokallaða há- vaðatónlist. En nú sýnir hann á sér nýja hlið. Hann er mikill kántríaðdáandi og hefur alltaf sótt sér innblástur í það.“ Hljómsveitin Kona ætlar svo að framleiða fimm mínútur af pönkhávaða og svo lætur MC Selló líka í sér heyra. gudsteinn@frettabladid.is HLJÓMSVEITIN SPHINX Kemur fram á Sæluhúsi í Nýlistasafninu í kvöld ásamt Auxpan, Konu og MC Selló. ■ TÓNLIST Raftónlist með pönnukökum AUXPAN Tekur með sér gesti og leikur kántrítónlist í Nýlistasafninu í kvöld. SÚFISTINN Sænsku bræðurnir Jan og Hakan Rying flytja sænska vísnatónlist í Súfistanum í Hafnarfirði í kvöld. Þeir byrja að spila um níuleytið. Sænskir vísnabræður ■ TÓNLIST 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 MEST SELDU BÆKURNAR Í BÓKAVERSLUN- UM PENNANS-EYMUNDSSONAR Thomas W. Phelan TÖFRAR 1-2-3 Zaihong Shen FENG SHUI Dalai Lama LEIÐIN TIL LÍFSHAMINGJU Roger Protz BÓKIN UM BJÓRINN Ásm. Stefáns. og Guðm. Björnss. ÞÚ GETUR GRENNST OG... David J. Pelzer UMKOMULAUSI DRENGURINN Arnaldur Indriðason MÝRIN ENSK-ÍSLENSK/ÍSLENSK- ENSK ORÐABÓK Arnaldur Indriðason DAUÐARÓSIR Svavar Sigmundsson ÍSLENSK SAMHEITAORÐABÓK Mest seldubækurnar Töfrar vinsælastir BÆKUR Bókin Töfrar eftir Thomas W. Phelan er vinsælasta bókin í bókaverslunum Pennans-Eym- undssonar þessa vikuna. Sem fyrr eru bækur Arnaldar Indriðasonar á metsölulista, tvær í þetta skiptið. Ýmiss konar handbækur eru fyrirferðarmiklar á listanum eins og undanfarnar vikur og stöðug seta bókar Ásmundar Stefáns- sonar og Guðmundar Björnssonar um listina að grennast gefur vís- bendingar um þankagang þjóðar á tímum ofgnóttar matar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.