Fréttablaðið - 31.03.2003, Page 31

Fréttablaðið - 31.03.2003, Page 31
31MÁNUDAGUR 31. mars 2003 FÍKNIEFNALEIT Í maí eru þrír sér- þjálfaðir hundar væntanlegir til landsins frá Noregi. Þeir eru grunnþjálfaðir til fíkniefnaleitar en að sögn Sigurðar Skúla Bergs- sonar, forstöðumanns hjá Tollstjór- anum í Reykjavík, fara tveir þeirra til Keflavíkur en einn til starfa í Reykjavík. „Fyrir erum við með tvo hunda í Reykjavík en ann- ar þeirra er að fara á eftirlaun. Á Keflavíkurflugvöll fara tveir hundar en einn er þar fyrir,“ segir Sigurður. Hundarnir eru aðeins grunn- þjálfaðir og fylgir þeim norskur hundaþjálfari sem halda mun áfram þjálfuninni. Sigurður segir hann hafa leitað mjög lengi að þessum hundum en tveir eru af Labradorkyni og einn Springer Spaniel. „Þessir hundar eru ekta vinnuhundar og þeim er kennt að finna lykt af fíkniefnum og leita þau uppi. Fyrir vinnu sína fá þeir umbun en þeir eru ekki háðir efn- unum ef einhverjir halda það. Hundarnir verða til heimilis hjá tollvörðum sem hafa lýst sig reiðu- búna til að taka þá að sér og verða meðhöndlaðir eins og hverjir aðrir heimilishundar,“ segir Sigurður. Hundarnir verða að fara áður í sex vikur í sóttkví í Hrísey og verða þeir komnir þaðan í byrjun júlí. ■ SALVADOR DALÍ Verk hans og annarra súrrealista voru fyrir- mynd að pyntingaklefum í Barcelona. Listaverk Salvadors Dalí: Kveikjan að pyntingar- klefum MYNDLIST Spænskur prófessor í listasögu, Jose Milicua, segist hafa sannanir fyrir því að listaverk eft- ir Salvador Dali, Wassily Kandin- sky og Bauhaus-listamenn hafi verið fyrirmyndir að pyntingaklef- um sem byggðir voru í Barcelona árið 1938. Klefarnir voru notaðir fyrir meðlimi andspyrnuhreyfing- arinnar á Franco-tímanum. Milicua fann skjöl frá réttar- höldum sem haldin voru árið 1939 yfir stjórnleysingjanum Alphonse Laurencic. Í þeim greindi Laurencic frá því að klefaveggirn- ir hefðu verið málaðir í súrrealísk- um stíl til að gera fangana tauga- veiklaða og ruglaða, og í ofanálag alls kyns ljósum beint á veggina til að fangana svimaði. Þá voru sumir klefarnir málaðir með tjöru þannig að þeir urðu óbærilega heitir í góðu veðri. Stólar voru gerðir úr steini og hannaðir þannig að fang- arnir runnu niður af þeim jafnóð- um og klefarnir voru súrrealískir í laginu svo fangarnir gætu ekki gengið um gólf eins og fanga er siður. Þessir klefar voru að sögn Mil- icua vandlega faldir fyrir blaða- mönnum sem heimsóttu fangelsið í Vallmajor- og Saragossastræti í Barcelona. Þá voru fangarnir neyddir til að horfa á kvikmynd Salvador Dali og Luis Bunuel, Un Chien Andalou eða Andalúsíuhundinn. ■ BASSI OG SKUGGI Þeir tveir hafa þjónað Tollgæslunni vel en nú fer annar á eftirlaun. Þess í stað kemur ung- ur og hress hundur frá Noregi innan skamms. Tollgæslan fær liðsauka: Fíkniefnahundar frá Noregi SMEYKIR VIÐ SMIT Rolling Stones hafa verið á tónleikaferða- lagi í Japan undanfarið og hugðust halda þaðan til Hong Kong og halda tvenna tón- leika um helgina. Þeim tónleikum var þó frestað vegna Asíuflensunnar, en Stones eru hræddir um að smitast. SJÖ MÁNAÐA OG ÚTI Í FYRSTA SKIPTI Þessi litli kóalabjörn yfirgaf poka móður sinnar í fyrsta skipti í gær í dýragarðinum í Duisburg í Vestur-Þýskalandi. Dýragarð- urinn er stærsti ræktandi kóalabjarna í Evrópu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.