Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 6
6 2. maí 2003 FÖSTUDAGURVeistusvarið? 1Íslensk heimildar- og stuttmyndahátíðstendur nú yfir. Hver er yfirskrift há- tíðarinnar? 2Dönsku risafyrirtæki hefur verið boð-ið að taka þátt í uppbyggingu í Írak að stríðinu loknu. Hvað heitir fyrirtækið? 3Hvað heitir söngvari hljómsveitarinn-ar Prodigy sem nýverið stofnaði nýja hljómsveit undir eigin nafni? Svörin eru á bls. 44 Uppgangstími á enda: Metfjöldi gjaldþrota NOREGUR, AP Útlit er fyrir að ára- langur uppgangstími í Noregi sé senn á enda. Á fyrsta fjórðungi þessa árs voru 1.269 norsk fyrir- tæki lýst gjaldþrota, sem er 41 fyrirtæki meira en á sama tíma- bili á síðasta ári. Í yfir 60 prósentum tilfella var um að ræða lítil og meðalstór fyr- irtæki á borð við bókaverslanir og bifvélaverkstæði. Talið er að gjaldþrotin megi einkum rekja til takmarkaðs stofnfjár auk þess sem lánastofnanir séu teknar að halda að sér höndum. Norskur hagfræðingur segir gjaldþrotin staðfestingu á því að tíma lágrar verðbólgu og upp- gangs í efnahag þjóðarinnar sé senn að ljúka. ■ KVIKMYNDIR Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri og framleiðandi mynd- arinnar Opinberun Hannesar, seg- ir að upphaflega hafi staðið til að Davíð Oddsson kæmi að gerð handritsins en það hafi ekki reynst mögulegt. „Davíð leyfði mér á sínum tíma að nota söguna til að byggja á henni aðra hugmynd sem ég hafði sjálfur og þá fórum við yfir textann hjá persónunum í sögunni. Hann hefur ekki þegið neinar greiðslur fyrir að leyfa mér þetta, og hefur síðan þá ekk- ert fylgst með framvindu verks- ins og veit trúlega ekki lengur einu sinni um hvað myndin fjall- ar. Auðvitað hefði verið gaman að geta skrifað með honum aftur eins og í Matthildi í gamla daga og ég reyndi ítrekað að fá hann til að koma að handritinu, en hann gerði það ekki, og ég leitaði að ráðgjöf við handritið hjá öðrum eins og kemur fram í kredittexta myndarinnar,“ segir Hrafn, sem stefnir að því að frumsýna myndina 17. júní næst- komandi. ■ Ferðamálastjóri: Bíður álits ráðherra STJÓRNSÝSLA Magnús Oddsson ferðamálastjóri tjáir sig ekki um gagnrýni á útdeilingu Ferðamála- ráðs á fé til landkynningar. Pétur Óskarsson hjá Katla Travel segir út- deilinguna siðlausa og ólöglega. Icelandair fékk langstærsta hluta fjárins. Pétur hefur skrifað sam- gönguráðherra vegna málsins. „Bréfritari hefur valið að setja þetta í annan farveg. Málinu verður ekki svarað í skeytastíl í fjölmiðli. Þetta krefst ítarlegra og lengra svars, sérstaklega þegar menn eru sakaðir um að hafa brotið lög,“ seg- ir Magnús Oddsson. ■ VEITA VÖRN GEGN SMITI Búningarnir eru fyrir þrjá, tveir ætlaðir sjúkraflutingamönnum og einn fyrir sjúklinginn. HABL: Hlífðarfatn- aður í sjúkra- bílum LUNGNABÓLGA Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins og landlæknir hafa gefið út leiðbeiningar til sjúkraflutningamanna um hvernig skuli standa að flutningi fólks sem grunur leikur á að hafi sýkst af bráðalungnabólgu (HABL). Slökkviliðið hefur nú yfir að ráða hlífðarfatnaði fyrir þrjá, tveimur fyrir sjúkraflutningamenn og einum fyrir sjúklinginn. Að sögn Guðmundar Jónssonar, sviðs- stjóra sjúkraflutninga hjá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins, veitir hann meiri vörn en fatnaðurinn sem geymdur er á slysadeild. ■ KVIKMYNDIR Í frumumsókn Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndaleik- stjóra um styrk til gerðar kvik- myndarinnar Opinberun Hannesar er tilgreint að myndin sé byggð á smásögu Davíðs Oddssonar, Glæp- ur skekur húsnæðisstofnun. Þá er því einnig lýst að Davíð sé höfund- ur handrits ásamt Hrafni. Í kostnaðaráætlun vegna gerðar myndarinnar er t i l g r e i n d u r kostnaður við gerð handritsins og enn tekið fram að höfund- ar handrits séu Davíð og Hrafn. Ef marka má umsóknina voru einnig þrír ráðgjafar við handritsgerðina en þeir eru Ari Kristinsson, Bo Jonsson og Þráinn Bertelsson. Árið 2001 fékk kvikmyndin nýsköpun- arstyrk upp á eina milljón króna en þá var einnig kynnt að handrits- höfundar væru Davíð Oddsson og Hrafn Gunnlaugsson. Í umsókn var tilgreint að kostnaður við handritsgerð sé áætlaður 2,4 millj- ónir króna, þar af 600 þúsund krónur vegna ráðgjafar. Stjórn Kvikmyndasjóðs hafn- aði því í fyrra að styrkja mynd- ina. Heimildir Fréttablaðsins herma að meðal ástæðna hafi ver- ið að handritið þótti ekki nógu vel unnið. Meðal þeirra stjórnar- manna sem tóku málið fyrir var Ari Kristinsson, einn ráðgjafanna þriggja við handritið. Þvert á það sem lýst er í um- sókninni um styrk frá Kvik- myndasjóði segir Davíð Oddsson að hann hafi hvergi komið að myndinni að öðru leyti en að skrifa smásöguna. Þetta kom fram í viðtali við Davíð á Stöð 2 í samhengi við að Björgólfsfeðgar lögðu Hrafni til 10 milljónir króna til myndarinnar. Telma Tómasson fréttamaður spurði: „Mig langar til örstutt að spyrja þig Davíð, af því að við erum að tala um Lands- bankann og þá Björgólfsfeðga, nú kom það fram í fréttum í vikunni að þeir hefðu lagt 10 milljónir til kvikmyndar Hrafns Gunnlaugs- sonar sem þú gerir handrit eða skrifar handrit að?“. Davíð Oddsson svaraði: „Nei, þetta var öfugt reyndar. Ég gaf út smásögu fyrir mörgum árum og Hrafn fékk leyfi til að taka eina smásöguna og byggja mynd á henni. Það hefði ég út af fyrir sig leyft öllum kvikmyndagerðar- mönnum að gera.“ rt@frettabladid.is FRÉTTAFLUTNINGUR Fréttastofa Út- varps hefur beðið Össur Skarp- héðinsson, formann Samfylkingar, afsökunar á fréttaflutningi sínum þess efnis að Össur hefði lýst yfir vilja til að mynda stjórn með Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum. Fréttin var byggð á kosningaþætti Útvarpsins en reyndist mistúlkun á orðum Öss- urar. Karl Th. Birgisson, fram- kvæmdastjóri Samfylkingar, segir að fréttin hafi komið Samfylking- arfólki mjög á óvart. Við yfirlest- ur á útskrift þess sem fram kom í þættinum kom í ljós að fréttin átti ekki við rök að styðjast. Þegar óskað var eftir skýringum á henni sendi fréttamaðurinn sem vann fréttina Össuri afsökunarbeiðni þar sem fram kom að fréttinni hefði verið breytt eftir að hún var unnin. „Mér sýnist að þetta hafi verið slys,“ segir Karl og segir slæmt að svona komi upp á tíu dögum fyrir kosningar. Hann er þó ánægður með hvernig frétta- stofan brást við. „Þessi afsökunar- beiðni var til fyrirmyndar.“ ■ Stjórnunarstöður: Konum fjölgar STJÓRNVÖLD Konum í stjórnunar- stöðum á vegum ríkisins hefur fjölgað um tíu frá ársbyrjun 2001. Á sama tíma hefur körlum í stjórnunarstöðum fækkað um 20, að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Á þessum tíma hafa 47 forstöðumenn verið ráðnir hjá ríkinu, 27 karlar og 20 konur. Þau ráðuneyti sem hafa ráðið flesta forstöðumenn eru mennta- málaráðuneytið, sem hefur ráðið níu karla og fjórar konur, og heil- brigðisráðuneytið, sem hefur ráð- ið sex konur og fjóra karlmenn. ■ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Orð Össurar voru rangtúlkuð í fréttum Útvarps. Fréttastofa Útvarps mistúlkaði orð formanns Samfylkingar: Bað Össur afsökunar HRAFN GUNNLAUGSSON Davíð fékk ekkert borgað. Hrafn Gunnlaugsson um handritshöfunda: Davíð kom hvergi nærri DAVÍÐ ODDSSON Segist hvergi hafa komið nærri gerð handritsins. Davíð var sagður höfundur handrits Kvikmyndahandrit að Opinberun Hannesar fékk nýsköpunarstyrk upp á milljón. Davíð Oddsson þá sagður handritshöfundur en sór það af sér. „Hrafn fékk leyfi til að taka eina smásöguna og byggja mynd á henni. HANDRITIÐ Á forsíðu fyrsta handrits að Opinberun Hannesar er Davíð Oddsson sagður vera bæði höfundur sögu og handrits. SUNDLAUG Á LAUGAR Mennta- málaráðherra hefur undirritað samning við Þingeyjarsveit um byggingu 25 metra sundlaugar við Framhaldsskólann á Laugum. Sundlaugin kostar 110 milljónir. Ríkið greiðir 60%, sveitarfélagið 40%. RÍKISSTYRKUR KÆRÐUR Iceland Express hefur kært ferðamála- stjóra og samgönguráðherra til ESA fyrir að úthluta Icelandair 159 milljóna króna ríkisstyrk. Fyrirtækið vill að hætt verði við greiðslu styrksins. ■ Stjórnvöld SAFNI BREYTT Í VERSLUNARMIÐ- STÖÐ Á næsta ári verður stærsta verslunarmiðstöð Evrópu opnuð í gríðarstórri byggingu sem ætlað var að hýsa þjóðminjasafn í stjórn- artíð rúmenska kommúnistaleið- togans Ceausescu. Grunnflötur hússins er yfir 16.000 fermetrar en auk verslana verður þar hótel, heilsuræktarstöð og íbúðir. OFBELDISFULLAR UNGLINGS- STÚLKUR Fjöldi unglingsstúlkna sem dæmdar eru fyrir líkams- árásir í Danmörku tvöfaldaðist frá árinu 2001 til 2002. Dómum fyrir hótanir og ofbeldi í garð op- inberra aðila fjölgaði einnig verulega. Að sögn þeirra sem til þekkja er þetta í samræmi við þá þróun sem verið hefur á síðustu árum. ■ Evrópa GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 75.17 -0,86% Sterlingspund 119.97 -0,57 Dönsk króna 11.27 0,63% Evra 83.69 0,64% Gengisvístala krónu 119,76 0,34% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 310 Velta 2.861 milljónir ICEX-15 1.417 0,22% Mestu viðskipti Íslandsbanki hf. 596.271.830 Kaupþing banki hf. 533.625.000 Landsbanki Íslands hf. 283.586.014 Mesta hækkun Skýrr hf. 3,45% Pharmaco hf. 2,41% Ísl. aðalverktakar hf. 1,47% Mesta lækkun SÍF hf. -6,67% Síldarvinnslan hf. -6,52% Framtak Fjárfestingarbanki hf. -4,35% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8.398,6 -1,0% Nasdaq*: 1460,7 -0,3% FTSE: 3.880,1 -1,2% DAX: 2942,0 0,4% NIKKEI: 7863,3 0,4% S&P*: 908,8 -0,9% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.