Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 10
10 2. maí 2003 FÖSTUDAGUR Stærsti sýningarsalur með gólfefnum á landinu Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík Sími 567 1010 H A R Ð V I Ð A R V A L E in n t v e ir o g þ r ír 2 8 7 .0 11 Viðarparket úr eik á aðeins Sterkt og fallegt Fljótlegt og auðvelt að leggja Ekkert lím Ekkert lakk Tilbúið til notkunar strax eftir lagningu Góð hljóðeinangrun smellur saman Nú allt w w w . p a r k e t . i s kr. 2.890 pr. m2 TILBOÐ frábært á smelluparketi Það sem gerir Clic & Connect viðarparketið þægilegra í lagningu en annað smelluparket er að það þarf ekki að vinda upp á fjalirnar til að krækja þeim saman. Fjalirnar eru einfaldlega lagðar hver að annarri og smellt saman. HEIMAHJÚKRUN „Við erum mjög ánægð með lyktir málsins,“ segir Kristjana Guðjónsdóttir hjá Mið- stöð heimahjúkrunar. Hún segir að fyrst og fremst hafi starfsfólkið verið óánægt með hvernig staðið hafi verið að þessari uppsögn samninga en sé alls ekki á móti breytingum eða framþróun. „Ég get séð fyrir mér að þeir komi inn rekstrarbílum með nýju fólki ef það er það sem þeir vilja í framtíðinni. Við vorum ekki að mótmæla öðru en því hvernig staðið var að þessari upp- sögn og fögnum því að þeir skuli hafa séð að sér,“ segir Kristjana. Guðmundur Einarsson, for- stöðumaður Heilsugæslunnar í Reykjavík, segir að í framtíðinni muni allt skipulag þjónustunnar verða tekið til endurskoðunar í framhaldi af þessu. Starfsfólk verði haft með í ráðum eins og efni standi til. „Það liggur alveg ljóst fyrir að nýtt fólk verður ráð- ið án bifreiðahlunninda og fær rekstrarbíla til afnota. Það telur hins vegar allt of langan tíma að breyta á þann veg og við skoðum hvernig best er að koma þessu við. Við ætlum okkur að ná fram hagkvæmni í rekstrinum,“ segir Guðmundur Einarsson. ■ FYRIR RÉTTI „Já, ég þekki myndina,“ sagði Kjartan Gunnarsson vitni. Kjartan mætti til að bera vitni í Stóra málverkafölsunarmálinu fyrir hádegi þriðjudags þegar vitnaleiðslum lauk. Hann var feng- inn til að bera kennsl á mynd sem sögð er eftir Jón Stefánsson, en verkið keypti Kjartan á uppboði Gallerí Borgar árið 1995 fyrir 400.000 kr. Fram kom í máli Kjart- ans að hann hefði farið með mál- verkið til lögreglu en hann gerir ekki skaðabóta- kröfu. „Ég var á uppboði að leita eftir bernskri mynd eftir Jón S t e f á n s s o n , kyrralífsmynd frá hans fyrstu árum.“ Annars voru danskir dagar í H é r a ð s d ó m i Reykjavíkur fyr- ir hádegi þriðju- dags. Þrjú dönsk vitni mættu, tveir galleríeigendur og einn frá danska þjóðminjasafninu auk Vikt- ors Smára Sæmundssonar for- varðar. Listaverkahöndlararnir gerðu grein fyrir viðskiptum sín- um við Pétur Þór Gunnarsson, sem voru nokkur í tengslum við sýning- arhald á verkum Þorvaldar Skúla- sonar og Svavars Guðnasonar. Þeir þekktu ekki verkin sem þeim voru sýnd fyrir réttinum en sögðu þó erfitt um að segja, langt væri um liðið og myndirnar hafi aðeins ver- ið dagstund í þeirra vörslu. Þeir hittu Pétur á hótelherbergi í Kaup- mannahöfn þar sem hann festi kaup á nokkrum myndum. Alkyd kom við sögu enn og aftur en áhöld virðast um nákvæmlega hvenær efnið kom á markað. Alkyd hefur greinst í mörgum verkanna, efni sem sagt er að geti ekki hafa farið um hendur þeirra listamanna sem um ræðir. Fremur fátt hefur verið milli Jóns H. Snorrasonar saksóknara og lögmanns Péturs Þórs, Sigríðar Rutar Júlíusdóttur, sem hefur áður látið færa til bókar að hún uni ekki lítilsvirðingu sem hún telur sér hafa verið sýnda af hálfu sækjanda. Enn bar á því þegar grein úr bók sem Jónas Freydal lagði fram, „Modern Paints“, kom til tals. Jón H. spurði Mats Krist- jansen frá Þjóðminjasafni Dana hvort hann kannaðist við bókina. Mats sagðist þekkja til hennar. Spurði þá saksóknari: Þannig að þetta er engin biblía í þessum fræðum? Sigríður Rut mótmælti þessari gildishlöðnu spurningu harðlega. Til að flækja málin er um að ræða bók sem lykilvitni Jóns nefna til sögunnar í skýrslum sínum. jakob@frettabladid.is SAKAMÁL Jón Atli Júlíusson, sem slapp illa særður undan morðtil- ræði í Flórída um miðjan mars, kom heim til Íslands um páskana. Jón Atli, sem er sextán ára, bjó með móður sinni, Lucille Mosco, í bænum Pensacola. Fyrrverandi eiginmaður hennar til fimm ára er talinn hafa myrt Lucille á heimili þeirra mæðgna og síðan reynt að bana Jóni Atla. Faðir Jóns Atla og sautján ára bróðir, sem búa á Íslandi, fóru utan og voru í Flórída þar til ákæra var gefin út á hendur hin- um meinta morðingja um miðjan apríl. Meðferðis til Íslands höfðu feðgarnir ösku Lucille Mosco, sem mun hvíla í íslenskri jörð við hlið móður hennar og ömmu. Líkamlegt ástand Jóns Atla mun vera ótrúlega gott miðað við að hann var skotinn í bakið með haglabyssu og stunginn með hnífi. Fram hefur komið að fjöldi hagla er enn í líkama drengsins og ræstu þau málmleitartæki í rétt- arsal ytra. Jóni Atla verður á næstunni veitt sérfræðiaðstoð hérlendis vegna áfallsins sem fylgdi hinum hræðilega atburði. ■ Heimahjúkrun: Bílar inn með nýju fólki Danskir dagar í dómsalnum Alkyd kemur enn við sögu. Áhöld um hvenær efnið kom á markað. Engir kærleikar með saksóknara og verjanda Péturs Þórs. KJARTAN GUNNARSSON Var á uppboði að leita að bernskri kyrralífsmynd eftir Jón Stefánsson. Bernska kyrralífs- mynd fann Kjartan en hvort hún er eftir Jón er svo önnur spurning. „Þannig að þetta er eng- in biblía í þessum fræð- um? Sigríður Rut mótmælti þessari gildis- hlöðnu spurn- ingu harð- lega. BERNSK KYRRALÍFSMYND Þessa mynd (olía 60,5 x 50 cm) sagði Bryndís Jónsdóttir (Stefánssonar) slíka flat- neskju að ekki komi til greina að hún sé eftir föður sinn. JÓN ATLI JÚLÍUSSON ÁSAMT FRÆNDA SÍNUM OG BRÓÐUR Jón Atli, lengst til vinstri, er kominn heim til Íslands með föður sínum og bróður. Pilturinn sem slapp á frá morðtilræði stjúpföður: Kominn heim til Íslands FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IH EL M NASA: Vilja út úr sólkerfinu FLÓRÍDA, AP Sá möguleiki að kanna hnetti utan okkar sólkerfis er háður því að þróaðar verði geimflaugar knúnar áfram af kjarnorku, að sögn bandarísku geimferðastofnunar- innar, NASA. Á árlegri geimráð- stefnu í Cape Canaveral í Flórída kom það fram að með því að nota kjarnorkuknúnar geimflaugar væri hægt að komast að enda sólkerfis- ins á innan við fimm árum. Með þeirri tækni sem notuð er í dag tek- ur ferðin um fimmtán ár. Á næstu fimm árum munu renna sem svarar um 225 milljörðum íslenskra króna til þess að þróa kjarnorkuknúnar geimflaugar hjá NASA. ■ Svonaerum við Vara Verðmæti í miljónum Sjávarafurðir 29.634,7 Landbúnaðarafurðir 979,5 Iðnaðarvörur 17.507,4 Aðrar vörur 1.257,5 Samtals 49.379,1 Heimild: Hagstofan FLUTT ÚT FYRIR 49 MILLJARÐA Á fyrsta ársfjórðungi voru fluttar út vörur fyrir 49 milljarða króna. Þetta er fjórum milljörðum minna en á sama tíma á síð- asta ári. Sjávarafurðir eru sem fyrr stærst- ur hluti vöruútflutnings og skila þremur af hverjum fimm krónum sem fást fyrir út- fluttar vörur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.